Vísir - 22.08.1944, Síða 2
VISIR
í
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BIADAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritatjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólf.ostræti).
Símar: 166 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Eftir stríSiS V.
Þátttaka
í afiakstrinum.
IWIesta ógæfa Kvers þjóðfé-
lags er innbyrðis barátta'.
Sú barátta er nú að hefjast
hér af meiri hörku en nokkru
sinni áður og mun sigla at-
vinnumálunum í strand, ef
mönnum vex ekki skilningur
á því, hvaða leið sé vænlegust
til hagsældar. Þær deilur, sem
nú eru í uppsiglingu, munu
til lykta leiddar á einhvern
hátt, en hvernig sem þær fara
í þetta skipti, verður ekki
komizt fyrir rætur meinsins
nema reynt sé að nema það
burtu, sem meininu veldur.
Innbyrðis barátta orsakast
venjulega af tortryggni og
óánægju um skiptingu gæð-
anna. Framtíð þjóðarinnar er
undir því komin, að stéttir og
einstaklingar geti unnið sam-
an af góðvild og skilningi.
Þess vegna verður það þjóð-
félag, sem ekki vill sundrast,
að ná því takmarki. Aðeins
sameigmleg þátttaka í af-
rakstri atvinnuvega og starfs-
greina, getur útrýmt tor-
tryggnmni og úlfúðinni og
veitt mönnum þann jöfnuð,
sem þeir sækjast eftir og gera
kröfu til. Einstaklingarnir
verða að gerast þátttakendur
í velgengni þess atvinnurekst-
urs, sem þeir starfa við. Þeir
verða að geta vænzt þess, að
með auknum afköstum, sam-
stilltari vinnu eða bættum
vinnuaðferðum, beri þeir.
meira úr býtum, hlutfallslega
við það, sem þeir leggja til
starfsins. Þetta mundi skapa
meiri jöfnun, almennari vel-
gengni og þess vegna almenn-
ari vmnu. Það mundi útrýma
tortryggni og veita þjóðinni
það, sem henm er nauðsyn-
legast, vinnufrið.
Atvinnutryggingar.
Þjóðfélagstryggingar eru
hvorttveggja í senn sjálfs-
hjálp einstaklmgsins og sam-
hjálp þegnanna. Hér eru þær
skammt á veg komnar og ná
aðeins til sjúkra-, örorku- og
ellitrygginga. Þessum trygg-
ingum þarf að koma í það
horf hér á landi, að þær verði
svo öflugar og víðtækar, að
þær veiti almenningi öryggi
gegn þeim vandræðum, sem
flestum valda jafnan þyngst-
um áhyggjum, en það eru elli,
sjúkdómar, slys og atvinnu-
Ieysi. Tryggingarnar eiga með
fímanum að koma í stað sveit-
arstyrks. Hið ófullkomna og
auðmýkjandi form sveitar-
og bæjarfélaga á styrkveit-
ingum til nauðstaddra þarf
að hverfa.
Hátt á 2. hundrað börn eru á
Sumargjafar í sumar, en verða yflr hálft
hundrað í vetur.
Vesturbopg veröur eftirleiðis upp-
tökuheimili barna.
Jarnavinafélagið Sumargjöf hefir í sumar haft yfir 180 börn
að meðaltali á dag í barnaheimilum sínum, Tjarnarborg,
Grænuborg, Vesturborg og Suðurborg, en í vetur munu um
eða yfir hálft þriðja hundrað bör nverða á þessum heimilum.
Á tímabilinu maí—ágúst í
sumar hafa börnin skiptzt niður
á heimilin, svo sem hér segir:
I Tjarnarborg liafa 58 börn
dvalið á dagheimihnu, en 12 i
leikskóla. í Vesturborg hafa 16
börn dvalið á vistarheimili og
í Suðurborg (með Grænuborg
se msumarskála) hafa 46 börn
dvalið á dagheimili, 14 i leik-
skóla, 16 í vöggustofu og 20 á
vistarheimili, eða samtals 182
börn á öllum heimilunum.
Flest börnin eru á aldrinum
li/2 árs til 5 ára, en stöku eru
þó eldri. Hefir fyrirkomulag við
heimilareksturinn að því leyti
breytzt, að síðan landið var her-
numið hefir börnum fækkað á
þeim, og eru það einkum eldri
börnin, sem komið hefir verið
i sveit, en þau yngri lialdizt. í
sumar hafa börnin þó verið
með flesta móti frá því er her-
námið fór fram.
Á þessu sumri voru í fyrsta
sinn gerðar tilraunir með að
Hér vantar atvinnutrygg-
ingar, sem verða að koma í
sambandi við breytta skipun
á notkun vinnuaflsins og stað-
setningu atvinnurekstursins.
Þessar tryggingar ættu fyrst
um sinn að verða þeim til að-
stoðar, sem missa vinnuna
um stundarsakir, meðan þeir
leita sér að nýju starfi. Þessar
tryggingar eiga ekki að
tryggja langvarandi atvmnu-
leysi og hjálpa mönnum til
að draga fram lífið í vesæld
og aðgerðarleysi. Slíkt genr
menn að auðnuleysingjum. En
atvinnutrygging í hendi hins
opinbera á að vera meira en
fjárframlag.
Hér þarf að setja upp at-
vinnustofnun ríkisins, er á að
hafa á hendi miðlun á allri
vinnu í landinu, sem þörf er
að hafa nokkur afskipti af.
Þessi stofnun ætti að safna
eða fá í hendur fullkomnar
skýrslur og upplýsingar um
alla starfrækslu og atvinnu.
einstaklinga frá mánuði til
mánaðar. Hún ætti að vera til
aðstoðar jafnt vinnuveitend-
um sem starfs- og verkafólki,
í hvaða atvinnugrein sem er,
hvar sem er á landinu. Hún
hefði yfirlit um hvar á landinu
starfrækslu skorti vinnuafl
eða vinnuafl starfrækslu á
hverjum tíma og gerði ráð-
stafanir til bóta samkvæmt
því valdi, er henni væri veitt
eða í samráði við hið opin-
bera. Vinnuskólar gætu verið
undir hennar umsjá og at-
vinnutryggingar yrðu að
starfa í sambandi við hana.
Hún ætti að vera ráðunautur
ríkisvaldsins um fjárfram-
lög til opinberra fram-
kværrida, er gerðar yrðu til
að afstýra atvinnuleysi eða
kreppu.
Slík stofnun hefði mörg
verkefni og hqn mundi betur
en flest annað ryðja brautina,
svo að náð yrði því marki, að
útrýma atyinnuleysi.
nú öll komin í fastara og betra
horf en áður hefir verið. Örð-
ugleikarnir, sem félagið á nú i
höggi við, er skortur á auknu
húsnæði, því að enn er mikil
þörf fyrir heimili barna hér í
bænum. Að vísu eru vistarlieim-
ilin fyrir börn ill nauðsyn, því
Suðurborg.
starfrækja leikskóla, bæði í
Tjarnarborg og Suðurborg með
samlals 26 börn, en í vetur
munu um 70 börn bætast í þann
hóp. Leikskólarnir eru aðeins
starfræktir hálfan daginn, eða
eftir hádegi, en þar fá börnin
ekki mat.
Þrátt fyrir þessa aukningu
sem verður í vetur í leikskól-
unum, vantar enn tilfinnanlega
dagheimili og leikskóla fyrir
börn. En bæði er það að hús-
næðisleysi og fólksekla veldur,
að ekki verður í bili Iiægt að
reka heimilin í stærri stíl en
orðið er, og auk þess er mikil
vöntun á leiktækjum. Leik-
tækjagerð er á mjög frum-
stæðu stigi enn sem komið er
hér á landi, en binsvegar erfitt
að afla þeirra erlendis á þess-
um tímum.
Það dregur nokkuð úr starf-
semi Sumargjafar, að í einu
heimilinu, Suðurborg, eru tvær
íbúðir í einkanotkun sem
ekki hafa fengizt laus-
ar enn sem komið er, og er
það hin hrýnasta nauðsyn fyrir
starfsemina, að fá þær lausar
þegar í stað, auk þess sem það
er af ýmsum öðrum ástæðum
mjög ólieppilegt að hafa einka-
íbúðir í sama húsi og barna-
heimili er rekið.
Sumargjöf hefir nú starfað
um 20 ára skeið og starfsemin
æskilegra væri að þau gætu al-
izt upp á heimilum foreldra
sinna eða annarra aðstandenda,
en þau eru nauðsyn samt, sem
úr þarf að bæta. Aftur á móti
slíta leikskólarnir og dagheimil-
in hörnin ekki úr sambandi við
foreldra sína né heimili, heldur
eru þau sem einskonar skólar,
sem börnin sækja.
Annar örðugleiki, sem Sum-
argjöf á við að stríða, er liinn
gífurlegi rekstrarkostnaður, sem
alltaf er að aukast. Og þó eru
daggjöldin mikið undir kostn-
aðarverði. Kostar dvöl barns
þar 7 kr. á dag á vistarheimili,
5 kr. á dagheimilum og 2 kr. á
leikskóla, en þess má þó geta,
að margir , hlutaðeigendur
greiða ekki fullt verð.
Heimilin eru öll rekin árið
um kring nema Grænaborg,
sem leigð er undir skóla að vetr-
inum.
Þess má loks geta að frá kom-
andi hausti verður Vesturborg
gerð að upptökuheimili barna.
Er það barnaverndarnefnd, sem
ráðstafar þangað börnum fyrir
hönd bæjarins, en Sumargjöf
annast rekstur heimilisins eftir
sem áður.
Næturlæknir.
Læknavarðstofan, sími 5030.
Næturvörður /
er í Reykjavíkur apóteki, sími
1760.
r
Scrutator:
o
/&aAAi)t cdlinejwwfys
Morgunfréttirnar.
Frá fyrrverandi Scrutator, Bjarna
Guðmundssyni, hefir mér borizt
þessi orðsending:
„Eg get ekki orða bundizt urn
útvarpið okkar, sjálfsagt af þvi að
eg hefi lengi fengizt við gagnrýni
á útvarpi í Vísi. Það sem mér ligg-
ur helzt á hjarta núna eru morgun-
fréttirnar, sem eg veit að mörgum
vinum mínum eru mjög kærkomn-
ar. Eg ]>akka þær Axeli Thorsteins-
syni fyrst og fremst, af þvi að hann
er þeirra fyrsti þulur, en auðvitað
á Jon Magnússon fréttastjóri þar
einnig óskilið mál. Þess er þá fyrst
að geta, að sú aðferð að nota sér-
stakt einkennislag fyrir fréttalest-
urinn er mjög góð og heilbrigð, og
mætti bæta mjög um meðferð frétta
oftar að deginum með því að nota
sömu aðferð. Hins er rétt að geta,
að það er fallegra að gera eins og
Axel, að leika helming lagsins fyrst,
Iáta það deyja út og hef ja svo frétta-
lesturinn, en leika lok lagsins á eft-
ir. Er þetta áð vísu smávægileg at-
hugasemd, en þess ber að gæta að
það er með slíkum smáum og ein-
földum meðölum að stíll skapast.
Hitt er miklu lákara að leika allt
lagið í einu, eins og nú er gert,
meðan Axel er í fríi. En bezt er
þó hugmyndin að hafa sérstakar
mórgunfréttir, og er eg viss um
I-
Garðsskagavitinn fluttur
einnig.
Vitinn, sem var á Vatnsgeym-
inum, hefir nú verið fluttur í
turn Sjómannaskólabyggingar-
innar.
1 tilkynningu frá vitamála-
stjóra um þetta segir svo, að
Ijóshorn vitans, ljósmagn og
einkenni sé óbreytt, en staða
hans er örlítið breytt og hæð
hans er nú orðin 71 m. yfir sjó.
Þann 7. þ. m. var slökkt á
Papeyjarvita sakir bilunar, en
nú liefir verið kveikt á honum
aftur.
Flutningur mun fara fram á
Garðsskagavita næstu daga, og
verður því slökkt á honum til
30. þ. m.
að margir væru fegnir, jafnvel þótt
aðeins væri lesið fréttayfirlit, en
ítarlegar fréttir er auðvitað ekki
að forsmá.
Fréttayfirlit.
Að því er mikil bót, sem nýlega
hefir verið upp tekið, að ljúka
fréttalestri með því að endurtaka
aðalatriði fréttanna. Er það saft að
segja hin mesta furða að þetta
skuli ekki hafa verið gert fyrr. Á
það einkum viÖ um hádegisfréttir,
því að margir missa þeirra, jafnvel
eftir að þær eru komnar á fastan
tíma, en eru ekki lengur hornreka
milli 12.20 og 12.30 eins og oft áður.
Þó sýnist mér heppilegra að hafa
þær á minútunni 12.30. og innleiða
þær með 'sama einkennislagi og
morgunfréttirnar. Lagið má gjarna
koma á undan tímamerkmu, 'en
tveim sekúndum áður en tímamerk-
ið er gefið ætti að stöðva lagið og
kynna tímamerkið og fréttirnar.
Þétta væri í samræmi við þraut-
prófaða venju brezka útvarpsins,
sem öllum ber saman um að vel
hafi gefizt. Eg ætlazt ekki til að
þessi nýbreytni verði tekin upp
strax, ep mér þætti vænt um ef
forráðamenn útvarpsins myndu
eftir henni og sæu sér fært að taka
hana upp, þegar allir hafa gleymt að
einhverjum öðrum varð það á að
stinga upp á henni.
Fjárxnálaráðstefnan
í Bretton Woods.
Framh. af 1. síðu.
ekki bindandi eða teknar upp í
reglugerðum stofnana. Var ís-
lenzka ríkinu áætlað einnar
milljónar dollara framlag til
sjóðsins og einnar milljónar
dollara hlutafé til bankans og
voru 2—4 þjóðir lægri.
Þess ber að gæta, að hér er
aðeins um tillögur að ræða, en
enga skuldbindingu, eins og áð-
ur er bent á. Og einnig ber þess
að gæta, að af þessum fram-
lögum fellur ekki til útborgun-
ar í uppbafi nema 25% til sjóðs-
ins, allt í gulli eða gullsígildi,
og 20% til bankans, þar af 2%
í gulli eða gullgildum gjald-
ejæi. Framlögin eru að öðru
leyti ncrkkurskonar tryggingar-
fé, sem innkalla má eftir sett-
um reglum.
Fimm hæstu framlögin til
Gjaldeyrisjöfnunarsjóðsins eru
1. Bandaríkin ... $2750 millj.
2. Bretland . ... .... 1300 —
3. Rússland .......... 1200 —
4. Ivína ......... 550 —
5. Frakkland .... 450 —
og til Alþjóðabankans:
1. Bandarikin . .t. $3175 millj.
2. Bretland .......... 1300 —
3. Rússland ..... 1200 —
4. Kína ............... 600 —
5. Frakldand .... 450 —
Á fundinum voru fulltrúar
fyrir allar hinar Sameinuðu
þjóðir og þær þjóðir, sem með
þeim vinna. Reglur voru sett-
ar um síðari þátttöku annarra
'þjóða og er þá heimild til að
hækka stofnfé sjóðsins og
bankans, hvors um sig, upp í
10.000 milljónir dollara.
Ríkisstjórnin mun síðar
leggja skýrslu sendinefndar-
innar fyrir Alþingi, ásamt til-
lögum sínum um þátttöku.
Iþrótta- og ungmenna-
samband stofnað í
V. Barðastrandrsýslu,
Einkaskeyti til Vísis.
Patreksfirði í dag.
Föstudaginn 18. ágúst var
stofnað að Sveinseyri við
Tálknafjörð ungmenna- og í-
þróttasamband Vestur-Barða-
strandarsýslu.
Formaður var kosinn Albert
Guðmundsson, ka upfélagss tj óri.
Sambandið hélt íþróttamót á
sunnudaginn var með keppni í
frjálsum íþróttum, sundi og
handknattleik. Iþróttafélag
Bílddælinga sigraði og hlaut 69
stig, Drengur í Tálknafirði 26
stig, Hörður á Patreksfirði 21
stig og Umf. Morgun í Ketils-
Nýkomið:
Svart og dökkblátt
Pilsaefni.
ísgarnssokkar,
svartir og mislitir,
verð frá 3.95.
Silkisokkar,
svartir,
verð frá 6.35 parið.
Barnasokkar,
svartir og mislitir,
verð frá 3.40.
Sporthárnet
í öllum litum.
Hvítar
Dömublússur.
Hvítar
Uppvartningssvuntur.
Gamarchebuxur, *
þrír litir.
Stormblússur
á dömur, herra og börn.
Hvít
Dívanteppi,
tvær breiddir,
verð frá 31.50.
Damask-rúmteppi,
tvær stærðir.
Dömutöskur,
mjög smekldegt úrval.
Bútar seldir í dag og
á morgun.
Verzl.
Anna Gunnlaugsson,
Laugavegi 37.
Nýkomið:
E i n 1 i t
Kjólaeím
og ljósleitt
Flauel.
H. T0FT
Skólavörðust. 5. Sími 1035.
2 kolaofnar
óskast. — Sími 5228.
Hænuungar.
Nokkrir hænuungar á 5.
mánuði eru til sölu. Uppl. í
Laugarási við Múlaveg.
Stangaveiði
í Haukadalsá til leigu
27. ágúst til 2. sept. (7
daga). Heimilt að veiða
á 3 stengur. —
Upplýsingar í síma 1280
Matsveinn
í millilandásiglingum óskar
eftir herbergi sem fyrst. Ein-
hver fyrirframgreiðsla ef
óskað er. Tilboð, ásamt leigu-
kjörum, sendist afgreiðslu
blaðsins, merkt „Matsveinn“,
fyrir fimmtudagskvöld. —
dalshreppi 5 stig. Þessi 4 félög
stofnuðu sambandið. Bílddæl-
ingar unnu einnig handknatt-
leikinn, með 5 stigum. Hörður
hlaut 4 stig, Drengur 2 og Morg-
un ekkert stig. — Fréttaritari.