Vísir - 26.08.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 26.08.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIF7 DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Gnðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Safnaðarstjórnir og jarðarfarir. j^öngum hefir verið undan því kvartað, hversu óhemjulega dýrar jarðarfarir eru hér i bæn- um. Þessar umkvartanir "liafa sízt verið að ástæðulausu, þótt ekki tæki í hnúkana í þessum efnum fyrr en nú á stríðsárun- íim. Hefir útfararkostnaður hækkað um 500—700%, eftir því sem kunnugir áætla. Sú háðung hefir nú allt of lengi viðgengizt hér, að hægt sé að gera sér útfarir að féþúfu á þann hátt, sem verið hefir, og mundu bæjarbúar taka því með þökkum, að betri skipun væri komið á þessi mál. Verðlagsyfirvöldin hafa sett hámarksverð á líkkistur og lækkað verðið á þeim stórlega, en því er haldið fram af mörg- um, að farið sé á bak við þessa ráðstöfun af þeim aðilum, sem hlut eiga að máli. Ef svo er, sem vitanlega er mögulegt, þá koma þessar ráðstafanir að litlu gagni, ef ekki er hægt að sanna brotin. Æskilegasta lausnin á þessu vandamáli væri sú, að söfnuð- irnir í bænum tæki að sér út- farirnar með því að setja hér upp útfararstöð. Ein slík stöð, sem rekin væri með fullkomn- um tækjum, mundi vera nægj- anleg fyrir bæinh. Ætti með þessu móti að vera hægt að lækka útfararkostnað um helm- ing á við það, sem hann er nú. Auk þess ætti söfnuðunum með þessum hætti að vera mjög auð- velt að koma á virðulegum en fábrotnum útfararsiðum. Það er mikil nauðsyn að nema burtu óþarfa prjál og tildur í sam- bandi við útfarirnar, en til þess að koma því í framkvæmd stendur enginn aðili betur að vígi en safnaðarstjórnirnar sameiginlega. Þetta er verkefni, sem safn- aðarstjómirnar ættu að leysa í sameiningu. Þetta er í þeirra verkahring. Það er auðvelt að koma þessu í framkvæmd og reksturinn er ekki margbrotinn. Aðeins'þarf nokkra áhugasama menn með framkvæmdarvilja, og þeir finnast vafalaust innan safnaðarstjómanna þriggja. A tæpasta vaðið. VerkföII þau, sem nú standa yfir og eru í uppsiglingu, em alvarlegt umhugsunarefni. Ef athugað er, hvaða félög það eru, sem að verkföllunum standa, kemur í ljós, að þau eru ÖU -undir stjórn kommún- ista. Óelrðunum er komið af stað undir því yfirskini, að ver- ið sé að bæta hag verkalýðsins, cn hver sem athugar mál þessi hlutdrægnislaust, getur ekki komizt hjá því að sjá, að hér liggur allt annað á bak við. Með þeim verkföllum, sem á ferðinni eru, er beint stefnt að stöðvun í öllum atvinnurekstri. Kauphækkunarkröfur á þeim tíma, sem allur tilkostnaður verður að fara lækkandi, hljóta að mæta sívaxandi mótstöðu at- vinnuveganna og enda með alls- herjarverkföllum, sem ömögu- I gróðrarstöðinni i Birkihlíð. Ff'rirmyndar grarð- yrkjnstöð í Fossvogi Hefur vaxið & fáum árum upp úr urðarholtum. TOHAN SCHRÖDER, garðyrkjumaður, hefir komið sér upp fyrir- * myndar gróðrarstöð á örfáum árum suðúr í Fossvogi. Gróðr- arstöð þessi er ágætt dæmi um það, hvað unnt er að gera með þrautseigju og framtaki, ef vilji og áræði er fyrir hendi. Vísir hefir beðið Sigurð Sveinsson, garðyrkjuráðunaut Reykja- víkurbæjar, að skýra lesendum blaðsins frá gróðrarstöð Schröders, og gefur Sigurði hér með orðið: Fyrir sex árum var land það, sem nú er Gróðrarstöðin Birki- hlíð, óræktar melar og mýrar. Tók þá Johan Schröder, sem þá var starfandi garðyrkjumaður hér í bænum, land þetta á erfða- festu og hóf þegar framkvæmd- ir um byggingu garðyrkjustöðv- ar og skírði stöðina Birkihlíð. Að vísu var engin skógarhrísla þarna nálægt, en Johan trúði á mátt hinnar íslenzku moldar, jafnvel þó um berangur væri að ræða og var köllun sinni trúr sem garðyrkjumaður. — Hann hafði ekki mikið fjár- magn í fyrstu til að setja í þetta fyrirtæki, en hann hafði trú á starfinu og kunni hin réttu handtök. Að vísu fylgdu starfi hans ýmsir erfiðleikar, en þeir stæltu hann og liertu í barátt- unni, því hann hafði óbifandi traust á gróðurmagni jarðar- innar. Flestar garðyrkjustöðvar hafa verið reistar á betra landi en þessi í Fossvogi, og auk þess upphitaðar með hveravatni. — Hefir því aðstaðan þar, að því leyti verið mun verri. Þegar komið er að Birkihlíð, blasir við manni snoturt íbúð- arhús, þrjú gróðurhús, ásamt miklu af vermireitum. ÖIl þessi hús eru traustlega byggð og haganlega fyrir komið. Það sem mest vekur athygli manns er hversu öllu er snoturlega fyrir komið. Tré, blóm og runnar, sem eru meðfram öllum gang- stígum, gefa stöðinni hlýlegan og skemmtilegan svip, og er auðsjáanlega lögð mikil vinna í það, að gera hana sem falleg- asta. Væri gott, ef fleiri garð- yrkjumenn legðu meira kapp en þeir gera á það, að fegra og prýða umhverfi garðyrkju- stöðvanna. Gæti það þá um Ieið verið öðrum jarðyrkjumönn- um, t. d. bændum, til lærdóms og fyrirmyndar, því mikil vönt- un er ennþá almennt á því, bæði legt er fyrir kommúnistana að vinna. Kröfurnar skapa mót- stöðu, sem fer síharðnandi. Þetta vita kommúnistarnir. En það, sem fyrir þeim vakir, er að skapa upplausn og glund- roða, en ekki það, að bæta kjör verkalýðsins. Kröfurnar ná ekki fram að ganga vegna þess að boginn er þegar spenntur of hátt. Astandið sjálft vinnur á móti verkföllunum. Þetta vita kommúnistarnir, en þeir tefla samt á tæpasta vaðið, og gera það þótt foringjarnir séu farn- ir að skjálfa í sauðargærunni af ótta við það, að tafl þeirra kunrii að -vera ]>egar tapað. í sveitum og kaupstöðum, að öll umgengni utanhúss sé í því ástandi, sem æskilegt væri. Sem betur fer er þó einhver breyting að komast á þessi mál nú á seinni árum. Eigandi garðyrkjustöðvar- innar í Birkihlíð, sem um margra ára skeið starfrækti plöntusölu á Suðurgötu 12 hér í bænum, leggur enn sem fyrr aðaláherzluna á framleiðslu allskonar blómjurta til gróður- setningar í garða að vorinu, og má sjá þess Ijósan vott, bæði í skenuntigörðum bæjarins (sem lceypti plöntur hjá honum síðast. liðið vor) og auk þess í fjöl- mörgum skrúðgörðum hér í bæ, að um fjölbreytt úrval er að ræða. Eg hefi þekkt Johan Schröder frá því hann fyrst kom hingað til landsins fyrir tuttUgu árum, og átti eg því láni að fagna, að vera nemandi lians um eitt skeið. Hann er garðyrkjumaður fyrst og fremst starfsins vegna og lætur verkin tala. Næturakstur: B. S. R. Sími 1720. Einn morguninn fyrir skemmstu, þegar góðviSriskaflinn síðasti stóð sem hæst, þurfti eg aÖ rífa mig upp eldsnemma til að koma sendingu með áætlunarbíl vestur í Dali. Þeg- ar eg kom á bílstöðina, var þar staddur gamall og góður Reykvík- igur, sem er kunningi minn. Hann var að fylgja einhverjum til „skips“, ef svo má að orði kveða undir þess- um kringumstæðum. „Sæll vertu og velkominn á fæt- ur,“ sagði þessi kunningi minn, þeg- ar við hittumst. „Þú ert árrisull, þykir mér.“ Eg gat ekki neitað því, að eg þóttist heldur snemma á ferli, því að undir venjulegum kringumstæð- um blunda eg heldur lengur en eg gerði þenna morgun. „Þá ferðu illa með daginn,“ hélt kunningi minn áfram, „því að eg segi fyrir mig, að eg er aldrei af- kastameiri en einmitt þá daga, sem eg fer niður i bæ eldsnemma, venju- lega á sjötta tímanum: Eg segi þér það alveg satt, að þá er Reykjavík ekki verri en sveit- in, þegar hvergi er bíll kominn í gang og kyrrð ríkir á landi 0g sjó. Eg fer niður í Hljómskálagarð eða upp á Amarhól, þegar svo stendur á, og mér finnst eg verá kominn upp í sveit. Ilmurinn úr grasi og runnum hef- ir enn yfirhöndina, því að árans gasstybban úr bilunum er rokin veg allrar veraldar, ■fuglarnir syngja, án þess að hávaði umferðar og athafna- lífs raski ró þeirra — já, það eru engar ýkjur, að það er eins og maður sé kominn langt upp í sveit, ■út i rfki náttúrunnar.“ ArngrímurArngnmsson og lóhanna Magnúsdóttir. Gullbrúðkaup. I dag eiga myndarhjóniri i Landakoti á Álftanesi, þau Arngrímur Arngrímsson og Jó- hanna Magnúsdóttir, gullbrúð- kaup. Hafa þau búið hinu mesta myndarbúi í Landakoti undan- farin tuttugu ár, en fluttust þangað frá Hellu á Snæfellsnesi. Meðan Arngrimur bjó undir Jökli, stundaði hann mest sjó, var ýmist formaður á opnum bátum eða háseti á þilskipum. Var hann mikill aflamaður og hinn mesti lánsmaður á sjó, enda efnaðist hann vel. Eignuð- ust þau hjónin þar sjö börn og ólu auk þess upp einn dreng. Börn þeirra Landakotshjónanna eru öll á lífi og hin myndarleg- ustu. Elztur er Guðjón, tré- smíðameistari í Hafnarfirði. Sólborg, sem er gift Sófusi Óla- syni, og Sæmundur, sem er kvæntur Steinhildi Sigurðar- dóttur, búa nú í Landakoti á- samt föður sínum. Guðrún og Bryndís hafa alþekkta kjóla- saumastofu hér í Reykjavík, en Jóhannes er klæðskerameistari á Akranesi. Yngst er Dagbjört og býr hún nú í Hákoti á Álfta- nesi. I Landakoti hefir Arngrímur búið lengst af með syni sínum Sæmundi. Hafa þeir staðið fvrir miklum umbótum á jörðinni. Hefir töðufengur þréfaldazt í þeirra tíð og hafa þeir reist öll hús, sem nú standa þar, frá grunni. Hefir Jóhanna verið manni sínum mjög samhent í öllu og honum til mikils styrks. Sveitungar þeirra Arngríms og Jóhönnu og aðrir vinir þeirra óska þeim til hamingju á þess- um merkisdegi í lífi þeirra og vona, að þau fái sem lengst að njóta ávaxtanna af löngu og vel unnu starfi. Sveitungi. Næturvörður er í nótt og næstu nótt í Lyfja- búðinni Iðunni, sími 1911. Frá Mæðrastyrksnefndinni. • Kinur þær, sem eiga að fara á vegum Mæðrastyrksnefndarinn- ar að Laugarvatni, korni mánudag- inn 28. þ. m. í Þingholtsstræti 18, 1 kl. 9,30 f. h. — Nefndin. Háttatími og fótaferð. Það var ofur eðlilegt, að talið bærist að háttatíma og fótaferð Reykvíkinga almennt, þegar svona var komið. Við vorum alveg sam- mála um það, að bæjarbúar fari bæði alltof seint í háttinn og á fæt- ur. Hér hanga menn við allskonar dund eða óhollar skemmtanir fram á rauða nótt og komast svo ekki á fætur fyrr en seint og síðar meir og þá venjulega þreyttari en þegar skriðið var í rúmið. Og verst er, að fáum finnst neitt við það athug- andi að koma of seint til vinnu eða svo slæptur, að verkið er illa af hendi leyst og engin löngun til að gera það vel. En hvað er við þessu að gera, þegar þeir, sem skapa eiga for- dæmið um stundvísi og ástundun við vinnuna, eru oft lausastir á sín- um vinnustað? Er þá ekki von, að þeir, sem undir þá eru gefnir, skáki í því skjóli, að ekki séu þeir neitt verri en fyrirmyndirnar Gaman og aJlvara. En nú er nóg komið af þessum hugleiðingum. Eg er að hugsa um að segja þeim, sem runnið hefir í skap við að taka til sín orðin hér að framan, tvær nýjustu stríðs- skrítlumar, sem eg hefi heyrt, svona til að reyna að koma þeim aftur í gott skap fyrir helgina. „Sú saga gengur, að hálfbróðir Hitlers hafi verið drepinn. Þykir sumum sem þessi fregn hefði get- að verið hálfu betri.“ JZ Scrutator o 'HaAclbi í sveit í Reykjavík. Ruslhreinsunln í bænum: Lokið við að hreinsa svæðið milli Garða- strætis og Rauðarárstígs. Eins og getið var um hér í blaðinu fyrir skömrnu, gengst nú bæjarstjórn • og lögreglan fyrir allsherjar ruslhreinsun á lóðum manna í bænum. Vinnur stöðugt 5 rnanna flokkur að þessu, undir stjórn Sigurbergs Elíassonar, en umsjón með verkinu af hálfu lögreglunnar hefir Stefán Jóhannsson lög- regluþjónn. Lokið er nú við að hreinsa svæðið mili Garðastrætis og Rauðarárstígs niður að Skúla- götu. Allmisjafnlega bregðast eigendur verksins við komu hreinsunarmanna og eru jafn- vel dæmi þess, að þeim hefir verið hótað kæru, ef þeir tækju einsldsnýtt rusl, þótt í lögreglu- samþykktinni standi, að skylt sé lóðareigendum að halda lóð- um sínum hreinum og hafa þær sæmilega útlítandi./ Sýnir fólk þetta með þessu merkilegt skiln- ingsleysi á slíku nauðsynjaverki sem hreinsun lóða og porta í bænum er. Æskilegt væri, að fólk, sem á ýmiskonar muni, er það hírðir ekki um, liggjandi á lóðum í portum eða einhversstaðar á al- mannafæri, tald sig nú til og flytji það burt af þeim, sem það kærir sig ekki um, en komi hinu sæmilega fyrir, því að þeir Stefán og Bergur kunna að vera á næstu grösum og hlífa ekki neinu, sem þeir telja vera til óþrifnaðar og vansæmdar fyrir bæinn. 40 ára verður í dag hinn góðkunni knatt- spyrnumaÖur Gunnar GuÖnjósson, húsgagnabólstrari, Laugaveg 59. SR-dagur að Kolviðarhóli. Iþróttafélag Reykjavíkur efn- ir til hátíðahalda að Kolviðar- hóli um þessa helgi. Er þetta í annað skipti, sem iR-ingar efna til slíkra hátíðahalda, en ætlun þeirra er sú, að hafa þar héðan í frá á ári hverju iR-dag og gera hann að nokkurskonar „þjóðhátíðardegi“ Reykvíkinga, sem gæti orðið Reykvíkingum hátíð hliðstæð þeirri, sem haldin er á hverju ári í Vestmannaeyj- um. I fyrrasumar fóru þessi há- tíðahöld fram í fyrsta skipti, svo sem fyrr segir, og var látin fara fram nokkur hluti af inn- anfélagskeppni félagsins í frjálsum íþróttum. Að þessu sinni munu koma þarna fram margir ungir íþróttamenn, sem að undanförnu hafa verið á námskeiði hjá félaginu. Að ! sjálfsögðu munu einnig eldri og reyndari íþróttamenn sýna þarna listir sínar og taka þátt í keppni, sem fram fer í tilefni dagsins. Margt annað verður til skemmtunar, svo og dans. Verð- ur dansað í veitingastofunni á Kolviðarhóli. Aðstaða á Kolvið- arhóli til að halda iþróttamót og útiskemmtanir er hin bezta frá náttúrunnar hendi og á sumrum þarf húsakostur ekki að takmarka aðsókn, ef fólk hefir með sér tjöld og sefur í þeim yfir næturnar, sem það dvelur þar. I þetta skipti munu það að- eins verða iR-ingar og gestir þeirra, sem koma saman á Hólnum og gera sér glaðan dag. Fyrri úrslit I. fl. mótsins á morgun: K.R.—Valur kl. 1,30. Akurnesingar—flafn- firðingar * kl. 5. Eins og áður var skýrt frá, heldur 1. flokks landsmótið á- fram á morgun og hefst það kl. 1.30 e. h. á Iþróttavellinum. Keppa þá KR og Valur, en kl. 5 keppa Kriattspyrnufélag Hafn- arfjarðar og Knattspyrnufélag Akraness. Leikar standa nú þannig á móti þessu, að þau 2 félög, sem sigra á morgun, keppa síðan til úrslita. Það merkilegasta við leik Ak- urnesinga og Hafnfirðinga er það, að flokkar frá þessum stöðum hafa aldrei áður keppt á Iþróttavellinum hér og verður þessi leikur því einskonar bæja- keppni milli þessara tveggja staða. Báðir flokkarnir eru skip- aðir úrvalsmönnum, hvor frá sínum stað. — Hafnfirðingar hafa áður tekið þátt í móti þessu og unnið það. 2. flokks mótið liefst á 1- þróttavellinum n. k. mánudag, kl. 7 e. h. Keppa þá Valur og Frarn, en n.k. þriðjudag kl. 7 lceppa KR og KH (Knatt- spyrnufélag Hafnarfjarðar). nKling-klangu fer til N or ðurlandsins. „Kling-klang“-kvintettinn fer í dag áleiðis til Norðurlands- ins og mun efna til söng- skemmtunar eftir því sem tími vinnst til. 1 kvöld munu þeir félagar syngja á Akranesi, en á Akur- eyri næstk. mánudagskvöld. Þaðan fara þeir svo til Siglu- fjarðar og e. t. v. víðar ef timi vinnst til. Kling-klang kvintettinn hefir ekki komið fram opinberlega síðan í fyrravetur að hann hélt nokkrar söngskemmtanir, bæði í Reykjavík og Hafnafirði, við ágætar undirtektir. I kvintettinum eru: Ólafur Beinteinsson, Guðmundur Sig- urðsson, Björgólfur Baldurs- son, Jón Guðbjartsson og Gísli Pálsson. Árni Björnsson píanó- leikari annast undirleikinn. Tíðindalaust í vinxiudeiIiixiitL Ekkert hefir gerzt undatt- farna daga í deilum Iðju við F.U. og Dagsbrúnar við olíu- félögin. Vísir átti tal við sáttasemj- ara í gær, og skýrði hann blað- inu svo frá, að allt stæði við1 hið sama í þessum deilumálumi Fara engar viðræður framy þar- sem báðir aðilar haldá fasf við hina fyrstu afstöðu! sína 1 máf- inu. á góðum gúmmíum ósk- ast. Mætti vera eldri gerð, helzt Ford. Uppl. í síma 5619.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.