Vísir - 26.08.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 26.08.1944, Blaðsíða 3
VISIR Bókarfreg:ii. Einar Árnórsson: Ari fróði. 190 bls. Útg. Hið íslenzka Bókmenntafélag. Reykja- vík 1942. Mig hefir stórfurðað á því, að ekki skuli enn hafa verið neitt minnzt á þessa hók, svo merkileg og að ýmsu leyti sér- stæð er liún. Þetta er að vísu nokkuð sjálfum mér að kenna, þvi eg hafði löngu ætlað mér að gera það, þó það hafi dregizt úr hömlu þar til nú. Islenzk sagnaritun hefir fram að þessu verið mörgum van- köntum búin. Það liafa margir menn með misjöfn skilyrði fengizt við slíkar iðkanir, og niðurstaðan hefir mjög oft orð- ið eftir því. Menn hafa hagað sér eins og ekki þyrfti annað en að karpa upp úr heimildun- um og setjast svo við og geir- negla þann reiting einhvern veg- inn saman; þá væri allt kom- ið og að minnsta kosti væri það fróðlegt. Sannleikurinn er sá, að sagnfræði er ein elzta fræði- grein sem til er og hafa fáar því náð að þroskast eins vel; henni hafa á langri leið áskotn- azt reynslubornar reglur um það, hvernig vinna þurfi, svo að réttum árangri verði náð, og eru þær i kerfaðri heild nefndar „methodik“, eða stundum lak- ara heiti, „teknik“. Þeirrar fræði er i heild sinni ekki hægt að afla sér af brjóstviti einu, hún verður að nemast eins og hvað annað. Það er sannast að segja, að „methodíkin“ hefir ekki átt upp á pallborðið lijá meginþorr- anum af þeirn fjölda manna, sem hér á landi iðkar sagnfræði. Mun það sumpart stafa af því, að menn hafa ekki vitað um tilveru hennar, en sumpart af því, að menn hafa hér í þessum efnum sem öðrum treyst á þekkingarleysi það, sem kallað er brjóstvit. Undantekningar eru þó, því margir sagnfræðinga vorra, sem sumir jafnframt eru sagnritar- ar, nota „methodilc“ nútíma- sagnfræði út i æsar. Eg nefni prófessorana Ólaf Lárusson og Þorkel Jóhannesson, sem þó af mannlega sldljanlegum ástæð- um hefir til samræmis brugðið út af þeirri braut í VI. bindinu af sögu Islendinga, dr. Björn Þórðarson, Þorstein sýslumann Þorsteinsson, sem viðhefir alla nútíma tækni, en sníður sig að framsetningu nokkuð að Espó- lín og Barða þjóðskjalavörð Guðmundsson, sem oft er blátt áfram „geníal“ i vinnubrögð- um, en hefir stundum fulllaus- ar hömlur á prýðilegu hug- myndaflugi sínu. Síðast nefni eg en ekki sízt, heldur að ýmsu leyti fremst, höfund þessa rits, dr. Einar Árnórsson. I ritum þess höfundar kemur ljósast fram sú kaldhyggja athugunar- innar, sem er undirstaðan undir því, að menn láti ekki blekkj- ast af neinu yfirbprði eða vénjum. Það rít, sem hér er fjallað um, er eitt ljósasta dæm- ið af þessum. sagnfræðikostum hang; ðg má Htíð bláít áfi’am í þéírH. gréiii Vél'a þeim, sem Við fiághíi'æði fást, til fyrir- myndar og jafnvel lærdóms. Eins og nafn ritsins ber með sér, fjallar það um Ara fróða, ævi hans og rit. Það var sízt vanþörf á því, að koma Ara fyr- ir á sínum stað, þvi hann hafði tútnað svo út 1 minningunni, að varla sá i aðra menn fyrir hom um og naumast í hann sjálfan fyrir áliti löngu liðinnar samtíð- ar á honum, sem var orðin áð svo rótgrónum Vaha, að mönn- um frarn á þennan dag hefir ekki dottið í hug að rengja það. Síðan hefir oldum saman verið reynt að rekja flest herraláust bólímenntagóz til Ara, því ef eitthvað var vel gert, hver gat þá hafa samið það annar en Ari. Svipað er alkunnugt úr líð- andi stund; allir vita að „brand- arinn“, sem fæðist einhversstað- ar á milli bæja, er áður en varir kenndur einhverjum, sem menn halda að gæti hafa sagt hann, enda þótt hann hafi ekld gert’ það, og gæti eg sagt margar og áreiðanlegar sögur af því. Um Ara er til prýðilegt dæmi af þessu, því i handriti af Gunn- laugssögu Ormstungu frá 14. öld (Kgl. bókasafnið í Stokk- hólmi 18, 4to) er sagt, að sagan sé skráð eftir frásögn Ara, sem auðvitað engri átt nær. Nú hafa menn setið um ára- tugi og jafnvel nokkrar aldir við að flétta fræðireipi um allt það, sem Ari hefir skrifað af ritum, sem ekki eru nú til, kann að hafa skrifað, gæti hafa skrif- að eða ekld, og ekki úr sandi, heldur úr bókstaflega hreint ekki neinu. Það er þó ekki látið duga, heldur eru menn að brjóta heilann um það, hvað í þessum ritum kunni að hafa staðið. Menn hafa látið blekkj- ast af hinum mörgu tilvitnun- um í fornum ritum, til þess, sem Ari á að hafa sagt, og gert sér i hugarlund, að þar sem íslend- ingabók sé mjög lítil að vöxt- iinum, þá hljóti að hafa verið til eitthvað annað eftir hann, og það meira en lítið. Þar með er leitarleikurinn hafinn, og það er á þessu sviði, sem mér finnst höf. einna helzt slaka á klónni, og vík eg að því síðar. Annars er furða, að ekki skuli menn hafa orðið tortryggnir við þá einkennilegu staðreynd, að allt hið mikla og merkilega, sem flesta grunar að liggi eftir Ara, skuli með öllu hafa farið for- görðum, þó margt annað mis- gott hafi geymzt. Niðurstöður höf. eru í heild sinni þær, að engar sönnur séu fyrir því, að Ari hafi verið höf. að öðru en Islendingabók, og rökstyður hann það, svo ekki verður um deilt. Hann sýnir og fram á það, að ekki sé hægt að sanna neitt um það, hvað liafi verið á hinni svo nefndu eldri gerð Islendingabókar. Menn hafa velt fyrir sér inngangi Ara að þessu riti og haldið misjafn- lega eðlilega á. Höf. segir alveg réttilega, að það sé viðurkennd skýringarregla, að taka þann skilning, er orðin segja til eftir mæltu máli, ef skynsamleg nið- urstaða fæst með þvi móti. Það mætti um innganginn alveg eins vel komast að annari niður- stöðu, þó lík sé, en hann og flestir aðrir komast að um efni formálans. Ari notar tvö atriðis- orð um handbragð sitt við gerð- ir Islendingabókar. Um eldri gerðina svo nefndu, segir hann, að hann „görþa“ hana, en um yngri gerðina svo nefndu, að hann ,skrifaþa“ hana, Hann sýndi biskupum og Sæmundi fróða bókina. Svo segjr hann; „En meþ því at þeim liettþi Svá at hava eþf víþur auka, þá skrifaþa ec þessa of et sama far, fyr utan áttartölu oc con- unga æví, oc íócc því, er mér varþ síðan cunara oc nú er ger sagt á þesi en á þeiri.“ Þettá mætti því lika verða íagt út & þessa lundí m. þar éð þeiM beizt svo, að haldá suniú, Sém eg hafði skrifað obreýttu, en að atlka við annað, j>á afskrifaði eg bólcina eiris Ög þeir gengu frá hérini, að sleþ'ptum ættartölum og konungáæfum (eins og þeir höfðu gert), og bætti því við, sem varð síðar kunnugt og nú er á þéSsari bók umfram það, séiri var á bókinni með breyt- irigúm þeirra biskupa og Sæ- niuridar. Ef þetta væri réttur skilningur, ættu að liafa verið þrjár gerðir Islendingabókar, tvær stafandi beint frá Ara, en ein frá öðrum, þ. e. 1) frum- gerð Ara, 2) hún með viðbótum og úrfellingum biskupa og Sæ- mundar og 3) afskrift Ara af þeirri gerð með nýjum viðauk- um frá honum. Sú gerð, sem nú er til, ætti því að vera frumgerð Ara að niðurfelldum konunga- ævum og ættartölum, en með viðbótum biskupa, Siemundar og Ara. Þetta kemur svo sem allt í sama stað niður. Um kon- ungaævirnar veit maður af for- málanum fyrir Heimskringlu, að það hafa aðeins verið við- burðir úr æfum konunganna til að hnitmiða tímatal bókarinn- ar betur, en auðvitað verður aldrei vitað, hvernig ættartölun- um hefir verið varið, eða hver missir hefir verið að þeim. En það er alls ekki eyðandi púður- skoti á það, hvað séu viðbætur, og hver eigi þær. Höf. dregur að ýmsu leyti rétthermi Ara í Islendingabók í efa; er það óhætt, og það með fullum rétti. Um það er draum- ur Þorsteins surts í 4. lcap. ólýg- inn vottur. Tekur höf. frásögn- ina í 7. kap. af kristnitökunni, sem ber ólíkindi, svo ekki sé sagt ósannindi, sín greiniiega hið innra með sér og færir hana til rétts vegar (bls. 105—16) svo skilmerkilega, að alls ekki verður um deilt að rétt sé. Á bls. 31—43 færir höf. hin prýðilegustu rök að því, að Ari hafi enga landnámu samið, heldur einn af mörgum, eftir því sem Haukur segir Erlends- son, kastað niður einhverjum athugasemdum um landnám. Hér virðist mér þó höf. slaka ei- lítið á klónni, þar sem hann seg- ir, að „alger synjun um höfund- skap Ara að landnámu er með öllu óheimil, því liún verður ekki iieldur sönnuð.“ Fyrst er það, að það er forn regla „quod gratis affirmatur, gratis et negatur“, því sem staðhæft er sannanalaust má neita sann- analaust, en svo hefir höf. ein- mitt afsannað að fullu, að Ari liafi ritað nokkra landnámu, og þessi varfærni var því óþörf. Höf. reynir að leiða lílcur að því á bls. 36—37, að einar og aðr- ar smáathugasemdir um land- nám og fleira hafi verið til eft- ir Ara, svo að sjái menjar þess enn. Það virðist riiér hafa mis- tekizt. Það er að vísu rétt, að þegar menn í fyrri daga vísuðu til rita annarra manna, var það með þessum eða þvílikum orð- um: segir, sagði eÖa telur N. N. En hitt er jafn víst, að eins vel getur með því verið átt við það, að munnmæli séu höfð eftir þeim manni, sem nefndur er. En, þegar svo er, telur höf. að einhverjar fróðleiksgreinar Ára hafi legið til grundvallar. Ekk- ert af þessu er sannfærandi, og fyrsta dæmið, sem hann tekur, virðist vera algerlega í lausu lofti. I Sturlungu er vísað til Teits Isleifssonar sem heimild- armanns urn landnám Ketil- bjarnar gamla, ög' getyr Ari . auðvitað hafa hafí úpplýsingar frá Teiti, en hann getur alveg eins vel hafa haft þær frá öðr- um, og hér sjást éHgUl iriérki um að LöndiiáriiU-klausan um Keiilbjöi'ri sé frá Ara eða að háriri liáfi skráð fróðleiksgrein- ftt' lim þetta efni, heldur aðeins að hugsanlegt sé að hann kynni að hafa gert það. 1 þetta fer höf. þó með fyllstu gætni. Um Islendingabók bendir höf. réttilega á það, að styrkur henn- ar sé í tímatalinu. Þetta hefir fyrri tíðar mönnum einnig virzt, eins og formálinn fyrir Heimskringlu sýnir. Islendinga- bók er ekkert ritsnilldarverk, og ef það, sem i henni er, mætti hafa annarsstaðar í betri bún- ingi, mundi íslendingabók ekki vera haldið svo á loft, sem gert er. Hún lifir að vissu leyti í hugsuninni „betra að veifa röngu tré en engu“. Þetta er al- þekkt hlutskipti fornra rita, og má sem dæmi þess — eitt af mörgum —- benda á hið fræga en vanskapaða rit „canon Mura- torii“, sem guðfræðingar munu kannast við. Það hefir einhver, eg man nú ekki lengur hver, haldið því fram, að framsetn- ingin á Islendingabók væri svona snubbótt og viðvanings- leg af því, að Ari, eins og segir i formála Heimskringlu, hafi fyrstur manna ritað á norræna tungu, sem þó ekki er ýkja sennilegt, og að hið „óþjálfaða“ mál hafi þess vegna verið hon- um fjötur um fót. Þetta er harla óliklegt, svo ekki sé meira sagt, því Ari bregður fyrir sig full- komlega lifandi og fjörugum frásagnarhætti, bæði í 4. og 7. kapítula Islendingabókar, sem að þvi leyti stinga í stúf við ^ bókina að öðru leyti. Eftirtak- anlegt er það, að þessi stíllip- urð, sem þarna skýtur upp koll- inum, verður algerlega á kostn- að áreiðanleikans. Lokadómur dr. Einars um Islendingabók er vafalaust alveg réttur. Hann segir: „Verður Islendingabók ekld jafnað til samfelldrar sögu um menn, atburði, stjórnskipun eða þjóðhagi. Hún geymir að- eins allslitnar greinir um nokkra merkilega atburði með ivafi nokkurra greina urn efni, sem landssöguna skipta engu. Islendingabók er í rauninni safn minnisgreina, mismunandi rækilegra, svó sem mitt á milli annáls og samfelldrar lands- sögu.“ Með riti þessu er höf. búinn að koma Ara fróða fyrir á sinn stað. Hann er höf. Islendinga- bókar, og ekki neins annars svo vitað sé, en ágæti þess rits er ekki í frágangi eða fram- setningu, heldur í efni og sér- staklega í tímatali. Virðist höf. um þetta hafa afgreitt Ara að fullu og endanlega. Áður en skilizt er við, get eg ekki stillt mig um að benda á litið atriði* sem hefði mátt hag- ræða betur. Þegar ekki er vis- að til nafngreindrar útgáfu af fornritunum verður að vitna i kapítula, eins og höf. líka ger- ir, nema þegar liann vitnar i Landnámu. Þar vitnar hann til blaðsíðna, án þess að tilgreina útgáfu. Hér hefði þurft að vitna til blaðsíðna, án þess að tilgreina útgáfu. Hér hefði þurft að vitna í parta og kapí- tula. Er ég var að Ieíta uppi tilvitnanir hans, hafði eg of mikið fyrir, því hann hafði hvoruga útgáfúna notað, sem ég hef (Kbh. 1843, Sig. Kr.>. Svo þakka ég höf. þessa góðu bók, sem er tvennt í senn, bein- línis skilgóð frásaga af Ara fróða og óbeinlínis lærdóms- ríkur leiðarvísir um heimilda- mat. Guðbr. Jónsson.. Aðalfundur Prestafélags Suðurlands. Aðalfundur Prestafélags Suð- urlandsv verður haldinn að Þjórsártúni á morgun (27. ág.) og mánudaginn (28. ág.). 1 sambandi við fundinn messa þessir prestar á eftirtöldum stöðum: Kálfholtskirkju: síra Jón Þorvarðsson og síra Valgeir Helgason. Marteinstungukirkju: síra Guðmundur Einarsson og sira Friðrik Hallgrimsson. Hagakirkju: síra Sveinbjöm Sveinbjörnsson og síra Árelíus Níelsson. Skarðskirkju: síra Ámi Sig- urðsson og síra HelgiSveinsson. Árbæjarkirkju: síra Ólafur Magnússon og síra Eiríkur' Brynjólfsson. Hábæjarkirkju: síra Brynj- ólfurur Magnússon og síra Sig- urbjörn Á. Gíslason. Dagskrá fundarins verður þannig: Venjuleg aðalfundarstörf. — Umræður um Altarissakrament- ið, frummælendur síra Sveinm ögmundsson og síra Jóri Gu&- jónsson. Stjórn Prestafélags Suður- lands skipa nú þeir síra Hálf- dán Helgason, Mosfelli, síra Garðar Svavarsson, Reykjavík og síra Sigurður Pálsson, Hraungerði. Bretar gera tilraun með síld til mann- eldis. Bretar eru fyrir nokkura byrjaðir tilraunir á að þurrka og frysta síld til manneldis. Matvælaráðuneytið hefir gef- ið þinginu skýrslu um þessar tilraunir og sagt, að þær hafi gefizt vel til þessa, en þeim sé þó ekki lokið enn. Er ætlunin að senda síld þá, sem fryst verður og þurrkuð, til þjóðanna í her- numdu lönduniun á meginlandi Evrópu. BEZT AÐ AUGLYSA I VISI »oacx»oooooocxxxxsooooooQt* Dagblaðið Vísir fæst á eftirtöldum stöðam: Bergstaðastræti 10 — Flöskubúðin. Bergstaðastræti k0. Ávaxtabúðin — iTýsgötu 8. Stefáns Café — Skólavörðustíg 3. Nönnugötu 5 — Verzlun. Hverfisgötu 69 — Flórida. Hverfisgötu 71 —- Verzlunin Rangá. Laugaveg 45 — Kaffistofan. Laugaveg 72 — Svalan. Laugaveg 126 — Holt. Laugaveg 139 — Verzlunin Ásbyrgi. Þorsteinsbúð — Hringbraut 61. V esturgötu 16. Konfektgerðin Fjóla. Vesturgötu 45 — West End. Vesturgötu 48 — Svalan. Blómvallagötu 10. Bókastöð Eimreiðarinnar. ÓHÁÐ TIMARIT ER ÓMETANLEGT og þvi verðmætara, sem bolmagn þess er meira. Timaritið JÖRÐ er engu liáð nema sannfæringu ritstjóra síns, sr. Björns O. Björnsson. JÖRÐ hefir haft frumkvæði um margt og flutt greinar og skáldskap eftir fjölda úrvalshöfunda svo sem Svein Björnsson, Sigurð Nordal, Gunnar Gunn- arsson, Árna Pálsson, Kristmann Guðmundsson, Jón Magn- ússon skáld, Arnór Sigurjónsson, Guðmund Friðjónsson, Pál Kolka, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Ragnar Ásgeirs- son, Theodór Arnbjörnsson, sr. Sigurð Einarsson, Pétur Sigurðsson erindreka, Guðmund Finnbogason. Sögur JARÐAR liafa ávallt verið frábærlega skemmti- legar. Mgndirnar margar og fallegar. JÖRÐ1 hefir oftar en einu sinni flutt styrjaldarlandabréf, og er nýbyrjuð að flytja skrá um nýútkomnar bækur og skákþætti auk ann- ars smælkis. I 3. liefti þessa árgangs, sem nú er að koma út og er helgað þjóðhátíðinni 17 Júní s. 1., skrifa m. a. þessir höf- undar i JÖRÐ: Guðmundur G. Hagalín, Kristmann Guð- mundsson, Páll Kolka, sr. Pétur Magnússon og Jón Sig- urðsson frá Yztafelli. Þar verður og nýlegt útvarpserindi ritstjórans, „Hlustar þjóðin á rödd Guðs? Þakkar hún?“ I heftinu verða frábærar landslagsmyndir. Alls koma út 6 hefti á þessu ári og verður sérstakt höf- undaval i seinni heftunum þremur, enda verður varið fjór- um sinnum meira fé til ritlauna í þau þrjú hefti en í fyrri heftin þrjú og fimm sinnum meira en í allan árganginn í fyrra. Sendið JÖRÐ áskrift og eigið hlut að þvi að hún fái sýnt fil hlitar hvers óháð tímarit með bolmagni er um komið. [Klippið þetta áskríftaréyðublað úr og sendið í pósthólf I 412, Reykjavík.] Ég undirritaður gérist hér með áskl'ifándi að tímaritinu JÖRÐ frá ársbyrjun 1944 og óska, áð iriér sé sent með póst- kröfu það, sem út er komið af ýfristandandi órgangi. Nafn: ............. .......................... Heimili: ................................................ Bréfhirðing: ■, v.'.v..................................... Póstafgreiðsld: •........................................

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.