Vísir - 26.08.1944, Blaðsíða 1
Kitstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofun
Félagsprentsmiðjan (3.,hæð)
Ritstjórar
Blaðamenn Slmt>
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri S llnur
Afgreiðsla *
34. ár.
Reykjavík, laugardaginn 26. ágúst 1944.
192. tbl.
Bandamenn undirbúa næstu sókn sem
Forseti Islands! boði
Roosevelts forseta
í Hvíta húsinu.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá, var forseti Islands, utanrík-
isráðherra og annað föruneyti
gestir forseta Bandaríkjanna í
kvöldverði í Hvita húsinu á
fimmtudagskvöld.
Meðal boðsgestanna voru ráð-
herrar, liæstaréttardómarar,
ýmsir helztu þingmenn, for-
stjórar sjálfstæðra stjórnar-
deilda, Settinius varautanrilds-
ráðherra, fulltrúar fyrir her og
flota og ýmsir ráðgjafar, enn-
fremur voru meðal boðsgesta
sendiherra Islands í Washing-
ton Thor Thors og Henrik Sv.
Björnsson, sendiráðsritari.
Roosevelt forseti ávarpaði
forseta Islands með hlýjum orð-
um í garð Islands og Sveinn
Björnsson forseti þakkaði með
stuttri ræðu.
á að opna leiðina inn í Þýzkaland.
Bandamenn
15 km. frá Got-
neskulínunni.
Hersveitir bandamanna á ít-
alíu hafa unnið nokkuð á síð-
ustu daga.
Áttundi herinn liefir komizt
nær upptökum Metauro-árinn-
ar uppi í Appenninafjöllum,
þar sem Þjóðverjar hafa gert
tilraun til að lialda undan án
þess að þurfa aðvlenda í bar-
daga við bandamenn.
Flugvélar bandamanna frá
Ítalíu fóru í víðtækar árásir
í gær. %
Efst í Arnodalnum hafa'
bandamenn bætt aðstöðu sina
og eru víða aðeins um 15 km.
frá gotnesku línunni.
100 menn farast
í fellibyl.
Að minnsta lcosti hundrað
manns hafa farizt í fellibyl á
Jamaica.
Fellibylurinn gekk yfir eyj-
una síðastliðinn sunnudag, og
var einliv,er sá versti, sem geng-
ið litefir yfir á þessum hluta
Karaibiska hafsins. Hús féllu
eða fuku út í buskann í hundr-
aða tali, og er hætt við, að fleiri
hafi farizt, en enn er vitað um.
Margvísleg uppskera á eynni
varð einnig fyrir miklu tjóni.
Loftárásir dag
og nótt á
Þýzkaland.
Loftsókn handamanna hélt á-
fram í gær og nótt.
I gær réðust um 1100 amer-
ískar sprengjuflugvélar á ýms-
ar stöðvar Þjóðverja á megin-
landinu. Var meðal annars ráð-
izt á Peenemiinde, þar sem
Þjóðverjar hafa mikla tilrauna-
stöð fyrir allskonar vopn flug-
hersins. Er talið, að tilraunir
séu þar gerðar með rakettu-
sprengjur.
Stórar brezkar flugvélar fóru
líka í leiðangra, meðan bjart
var og réðust þær á rakettu-
stöðvar á strönd Ermarsunds.
Stórhópar brezkra flugvéla
réðust á Þýzkaland í nótt. M. a.
var ráðizt á Russelheim lijá
Frankfurt, en Moskito-vélar
réðust á Berlin.
Sendiherra Vichy-stjórnar-
innar i Ankara hefir v.erið sagt,
að hann teljist ekki fulltrúi
ríkisins framar.
Lið Japana í Burma hefir ver-
ið tvöfaldað síðan Mountbatten
flotaforingi var sendur til her-
stjórnar austur þar.
Mountbatten hefir verið í
London nýlega og er nýkominn
aftur til höfuðstöðva sinna á
Ceylon. Áður en hann fór þang-
að átti hann tal við blaðamenn.
Sagði Mountbatten meðal
axmars, að Japanir hefði gert
allt, sem í þeirra valdi stóð til
að hindra bandamenn í að kom-
ast inn í Burma, en þó ekki
tekizt. Fyrirætlanir banda-
manna eru að vísu ekki eins
stórhuga og Japana, en þó var
Japönum um megn að hindra
hersveitir Breta, Kínverja og
Bandarikjamanna í að brjótast
inn í Norður-Burma og hreinsa
þar duglega til. Tilgangurinn
með þeim hernaðaraðgerðum er
að opna leið til Kina og koma
til þeirra hergögnum og öðrum
nauðsynjum, sem þá vanhagar
nú mjög um.
Mesta orusta
Breta og Japana.
Innrás Japana í Manipur-hér-
Japanir hafa tvöfaldað her sinn í Burma.
Mesta orusta þeirra og Breta var við Dimapur.
Meðan liðskönnun fer fram á amerísku flugstöðvarskipi, standa flugvélarnar á þilfarinu
með vængina lagða aftur með hliðunum, eins og fuglar, sem sezt hafa til hvildar.
V.*lslending:ar falla í
innrásinni á megin>
landið.
Flugmaður getur sér orðstír í
loftárásum.
að hefði getað orðið banda-
mönnum stórhættuleg, ef Jap-
anir hefðu haft að baki sér full-
komnar aðdráttarleiðir. En þeir
urðu að sækja yfir há og illfær
fjöll, sem einungis mjóir skóg-
arstígar lágu yfir og engin leið
að koma upp vegum nema á
mörgum árum.
En þrátt fyrir þetta komu
Japanir svo miklu liði vestur
yfir f jöllin, að orustan, sem háð
var við Manipur, mun hafa ver-
ið mesta orusta, sem banda-
menn hafa háð við Japani, að
minnsta kosti sú mesta, sem
Bretar hafa háð við Japani.
Japanski flotinn
bærir lítt á sér.
Blaðamenn spurðu Mount-
batten að lokum um afrek jap-
anska flotans, en fengu það
svar, að heldur færi lítið fyrir
þeim. Hefir japanskt orustu-
skip ekki sézt vestan Malakka-
skaga í háa herrans tíð og önn-
ur herskip þeirra halda sig mest
i höfnum eða upp við land-
steina.
1 nýkomnum vestur-íslenzk-
um blöðum er sagt frá því, að
tveir menn af íslenzkum ættum
hafi fallið í stríðinu.
Annar þessara manna var
Jack Ed'ward Kristján Hannes-
s'on. Hann var flugmaður, gekk
í herinn snemma á árinu 1942,
og var sendur til Englands 1943.
Hann féll 30. júní s.l. Kristján
Hannesson var tæpra tuttugu
og tveggja ára.
Foreldrar hans eru Kári Ösk-
ar Hannesson og kona hans,
sem eiga heima í Vancouver í
Kanada. Kári er ættaður úr
Borgarfirði, bjó Kristján Hann-
esson faðir hans í Eskiholti, að
því er Heimskringla hermir.
Kristján mun haaf tekið þátt
í árásum til stuðnings innrás-
inni.
Hinn íslendingurinn féll í
Frakklandi um líkt leyti. Hann
hét Irvin Paulson og var sonur
þeirra hjóna Jóhanns Paulsson-
ar1 og konu hans, sem búa í
Winnipegosis. Irvin var settur
í herdeild Kanadamanna af
slcozkum ættum, eftir að hann
var sendur til Englands í októ-
ber á síðasta ári.
Þá er sagt frá, því að íslenzk-
ur flugmaður að nafni Hilmar
Clifford Eyjóllsson hafi getið
sér mikið frægðarorð fyrir
hreystilega framgöngu í 30
sprengjuárásum á Þýzkaland.
Hefir hann síðan verið gerður
flugkennari.
Hilmar er sonur Bjarna Eyj-
óflssonar frá Laugarvatni í Ár-
nessýslu og konu hans Guðnýj-
ar Jónsdóttur, sem er frá Víða-
stöðum á Fljótsdalshéraði.
Rarms knir á
virkjunarmöguleikum
Bæjarráð ræddi rafmagns-
mglin á fundi sínum í gær.
1 Lögð var fram tillaga frá j
rafmagnsstjóra, og samþykkt,
að hann t slcyldi halda áfram
rannsóknum á virkjun foss-
anna fyrir neðan Ljósafoss i
Sogi, og geri jafnframt ítar-
lega . virkjunaráætlun um
Botsá í Hvalfirði, í samvinnu
við Rafmagnseftirlit ríkisins.
Rússar un3kring:ja
12 þýzkar herdeild-
ir í Rnmenhi.
RÚKueiiar Negrja Þjóöierjuni
slríð á headsir.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Hljómplötur: Sam-
söngur. 20.45 Upplestur: Sögukafli
(GuÖmundur G. Hagalín rithöf-
undur. 21.15 Hljómplötur: 4) Tón-
verk eftir Mozart og Haycín. b)
Svíta nr. 3 eftir Bach. 21.50 Fréttir.
22.00 Danslög.
Útvarpið á morgun.
Kl. 14.00 Messa í Fríkirkjunni
(síra Árni Sigurðsson). 15.00 Miö-
degistónleikar (plötur) : a) Tatara-
lög. b) 15.25 Syrpa af enskum
þjóðlögum. c) Lög og dansar eftir
Foster. d) Endurtekin lög. 19.25
Hijómplöfur: a) Chaconne eftir Vi-
tali. 1)) Fiðlusónata eftir Veracini.
20.20 Einleikur á píanó (Fritz Weis-
shappel): Preludium og intermezzo
eftir MacDowell. 20.35 Erindi:
Viðhorf Islendinga til konung-
dóms (Skúli Þórðarson magister).
21.00 Hljómplötur: Norðurlanda-
söngvarar. 21.15 Upplestur:' Smá-
saga (Anna Guðmundsdóttir leik-
kona). 21.35 Hljómplötur: Fiðlu-
sónatá eftir Brahms í A-dúr, Op.
100, nr. 2. 22.00 Danslög.
Nærri 2 milljónir
komnar á land í
N.-Frakklant
Fcrtugur
er í dag Sigurður G. Jónsson,
Hofsvallagötu 21, starfsmaður hjá
Kol og Salt.
Vörn Þjóðverja í Rúmeníu er
alveg' að fara í mola og geys-
ast Rússar suður til Galatz-
hliðsins.
Fangatalan fer dagvaxandi
og tekur stór stökk upp á við
á hverjum degi, síðan Rúmen-
ar gengu handamönnum á
hönd. Má vera að það stafi af
því, að rúmenskar lierdeildir
hafi gengið bandamönnum á
hönd. I gærkveldi var talið, að
fangarnir væri orðnir 105,000
að tölu, en þá fimm daga, sem
sóknin hafði þá staðið, töldu
Rússar, að þeir hcfði fellt 100
þúsund Þjóðverja.
12 herdeildir
umkringdar.
I gær tilkynntu Rúss'ar, að
þeir hefði umkringt 12 þýzkar
herdeildir suðvestur af Kishi-
nev, og er nú verið að uppræta
þetta lið. Þá tvo daga, sem her
þessi hefir verið umkringdur,
hafa 13,000 menn gefizt upp.
Tjón Þjóðverja hefir verið
mikið í þessari sókn. Þeir hafa
misst 200 flugvélar, en auk þess
hafa Rússar tekið eða eyðilagt
um 660 skriðdreka og sjálfak-
andi fallbyssur.
Rúmenar segja
Þjóðverjum stríð á hendur.
I gær tilkynnti nýja rúm-
enska stjórnin, að hún væri í
stríði við Þýzkaland, og í Kairp
í gær heyrðist rúmensk út-
varpsstöð skýra frá því, að föð-
urlandsvinir hefði tekið Buka-
rest.
Bandaríkjamenn
komnir til Troyes.
j^laSamenn síma frá NorSur-
Frakklandi að stórkost-
legur sóknarundirbúningur
fari nú fram þar, svo að slíks
Kafi aldrei sézt nein dæmi áS-
ur í hernaSarsögunni.
I fregnum frá Þýzkalandi er
þess getið, að Þjóðverjar telji
tvær milljónir manna komnar
á land. Bandamenn segja ekk-
ert um það, hvort sú ágizkun
sé nærri sanni, en á hitt er eng-
in dul dregin, að her hafi aldrei
verið eins vel að öllum her-
gögnum og flutningatækjum
búinn og Bretar og Bandaríkja-
menn. Og þegar þessi sókn fer
af stað, mun hún ekki stöðvast
fyrr en í Þýzkalandi, eins og
segir í einni fregn.
Þjóðverjar
gefast upp.
Þýzka liðið í París gast loks
upp í gær. Foringi þess, von
Schlobitz, undirritaði uppgjaf-
arsamninginn í Montparnasse-
stöðinni. Nú eru aðeins leyni-
skyttur á einstaka stað í borg-
inni.
Þegar De Gaulle kom til Par-
ísar í gær var honum tckið af
miklum fögnuði. Lýsti hann yf-
ir því, að fjórða franska lýð-
veldið væri stofnað.
SÓKNIN SUÐAUSTUR
FRÁ PARÍS.
Bandaríkjamenn kömust í
gær til horgarinnar Tróyes,
sem er við Sígnu. ofarlega. Eru
liardagar skæðir þarna, því að
Þjóðverjar hafa eflzt mjög
að liði undanfarna dagá, en
flutningaleiðir ameríska liers-
ins hinsvegar orðnar langar og
erfiðar.
Enn hefir verið þrengt svæði
Þjóðverja norðan við Signu-
ósa og er haldið uppi miklum
árásum á liðið, er það leitast
við að komast -yfir fljótið.
60 KM. FYRIR NORÐ-
VESTAN MARSEILLES.
í gærkveldi voru framsveit-
ir bandamanna komnar um 60
km. norðvestur fyrir Marseil-
les á leiðinni til Arles við Rón.
Hefir Þjóðverjum tekizt að
koma einhverju liði þarna suð-
ur eftir og er því sóknin liæg-
ari en áður.
Ennþá er barizt i Toulon, en
engar fregnir herast af liðinu,
sem tók Grenoble.
Messur á morgun:
Dómkirkjan: Messa'ð kl. 11 f. h.
Síra Friðrik Hallgrímsson.
Hallgrímsprestakall: Messað kl.
11 f. h. i Austurbæjarbarnaskólan-
um. Síra Sigurbjörn Einarsson.
Fríkirkjan. Messað kl. 2 e. h.
Síra Árni Sigurðsson.