Vísir - 31.08.1944, Síða 1

Vísir - 31.08.1944, Síða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur; Félagsprentsmiöjan (3. hæð) 1 Rltstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingat* 1660 Gjaldkerl S Ilnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 31. ágúst 1944. 196. tbl. Bandamenn aðeins 30 km. frá Amiens. Tékkar rísa upp gegn Þjóðverjum Slovakia hefir verið sett undir herlög. 1 fyrradag hélt þýzkt herlið inn í Slovakiu og hóf hernám lands. ins, til að styrkja aðstöðu Þjóð- verja gagnvart sókn Rússa vest- ur á bóginn frá Rúmeníu. Slóvakia hefir verið verndar- ríki Þjóðverja, síðan árið 1939, þegar Tékkoslóvakia var troðin undir fótum. Hafa Slóvakar orðið að veita Þjóðverjum lið- veizlu á austurvígslöðvunum. 1 gær hárust svo fregnir um það, að föðurlandsvinir í aust- urhéruðum Téldtóslovakiu — þ. e. Slóvakiu hefði nú risið upp gegn Þjóðverjum og væri barizt í grennd við þi’jár helztu borgir landsins. Inger hershöfðingi, sem er hermálaráðherra tékknesku stjórnarinnar í London, hefir birt ávarp til Tékka og sagt, að hver sá sem berjist gegn Þjóð- verjum teljist í lier Tékka og krafðist þess af Þjóðverjum, að þeir taki tillit til þess. Ráðizt á Kastrup- flugvöllinn. Moskito-vélar, sem voru í eft- irlitsferð, réðust á Kastrup-flug- völlinn hjá Kaupmannahöfn í gær. Þjóðverjar áttu sér einskis ills von, og höfðu þeir skilið eft- ir fjórar flugvélar á vellinum, sem voru ekki í sandpokaskýli. Moskito-vélarnar gerðu þegar vélbyssuskothríð á þær og kveiktu í tveim og löskuðu hin- ar talsvert líka. Framleiðsla bre^tt I IJ. S. A. Bandamehn búa sig nú úndir að breyta að nokkru leyti fram- leiðslu sinni, þegar stríðinu lýk- ur í Evrópu. I Bandaríkjunum mun fram- leiðsla á ýmsum vörum til al- menningsþarfa verða aukin um þriðjung, en hergagnafram- leiðslan verður minnkuð um tvo fimmtu hluta. Þær vörur, sem fyrst munu verða framleiddar, eru kæliskápar, ryksugur, raf- eldavélar, saumavélar ó. s. frv. Gashernaður í aðsigi, segja Bretar. Bretar segjast hafa fengið fregnir af því, að Þjóðverjar flytji nú mikið af eiturgashylkj- um til Belgíu og Hollands. Fregnir hafa horizt um það frá Genf í Sviss, að unnið sé af miklu kappi að þvi að framleiða eiturgasgrímur í Þýzkalandi. í jjessu sambandi minnir brezka útvarpið á aðvörun Churchills í maí 1942, þar sem hann heitir því, að Þjóðverjum skuli goldið í sömu mynt, ef þeir noti gas. Walterskeppnin hefst n.k. sunnd. Waltherskeppnin svonefnda liefst n. k. sunnudag kl. 5 á Iþróttavellinum með leik milli Yals og Fram. Knattspyrnumót þetta, sem kennt er við bikar þann, sem um er keppt, er háð á hverju hausti og er það síðasta mót á árinu, sem meistaraflokk- ur félaganna tekur þátt í. Iíeppt er um bikar, sem ekkja Walthers heitins Sigurðssonar gaf til minningar um mann sinn. Valur hefir unnið mót þettá tvisvar sinnum en K.R. einu sinni. Rúsiar sagðir komn- ii* inn a Bnbarest. Ploesti—lindipnaF teknar i Snemma í morgun hélt sókn Rússa suður eftir Rúmeníu áfram og um hádegi eftir rúss- neskum tíma símuðu erlendir blaðamenn í Moskva, að fram- sveitir Rússa væri komnar inn í úthverfi Bukarest. í gærkveldi höfðu Rússar ver- ið aðeins 27 km. frá borginni, en vörnin var lítil fyrir norðan horgina, enda hefir liún verið á valdi Rúmena sjálfra í nokkura daga. En fyrir austan Bukarest voru Rússar komnir miklu sunnar. Þar áttu þeir víða að- eins um 45 km. ófarna til landa- mæra Búlgaríu. Skrúfað fyrir olíuna. í gær unnu Rússar mesta sig- ur sinn, síðan þeir hröktu Þjóð- verja út úr Rússlandi og jafn- vel enn lengra. Þeir tóku olíu- svæðið Ploesti, sem hefir verið mesta uppspretta Þjóðverja af olíu. Þaðan hafa þeir fengið um tvær milljónir smálesta árlega af hreinsaðri olíu. Fyrir ári var byrjað að gera árásir á heinsunarstöðvarnar og þær eyðilagðar liver á fætur annari, en Rúmenar áttu þó eft- ir allmargar stöðvar. Birgðir til fáeinna vikna. Sérfræðingur í olíumálum ritar um töku Ploesti í Times í morgun . Ilann segir, að Þjóð- verjar muni hafa noklcurra vikna birgðir af olíu, en svo komi að þvi, að þeir geti aðeins nolazt við olíuna, sem fram- leidd er úr kolum. Þá munu þeir verða að slcera notkun sína nið- ur um tvo þriðju eða þrjá fjórðu hluta. " 6. stríðsárið hefst á morgun. Aðf aranótt 1. sept. 1939 réðust Þjóð- verjar á Pólverja Fimm ára strfðs- yfirlit. Á morgun hefst sjötta ár þessa mesta stríðs, sem háð hef- ir verið í heiminum. Það var aðfaranótt 1. sept- ember 1939, þegar Pólverjar voru í fasta svefni sem Hitler sendi sprengjuflugvélar sínar af stað til að láta rigna eldi og dauða yfir borgir Póllands, með- an herinn ruddist inn yfir landamærin á leiðinni til Var- sjár. Hitler ætlaði að leggja undir sig heiminn. Hann liafði gert samning við Stalin. Hann trúði því, að Bretar og Frakkar mundu ekki berjast, því að þeir voru blauðar lýðræðisþjóðir, svo að liann gæti síðan gengið á röðina, unz veldi hans væri orð- ið svo mikið, að enginn gæti staðizt lierskara hans. En hann reiknaði dæmið skakkt, því að bandamennirnir í vestri stóðu við gerða samninga — sögðu honum slríð á hendur 3. sept. — enda þótt þeir heita mætti vopnlausir og gælu ekki hjálpað Pólverjum, enda var rýtingur- inn einnig rekinn í hak þeim af handamanni Hitlers í svívirð- ingunni. Vestur-Evrópa. Svo kom röðin að Norður- löndum. Danir og Norðmenn fengu næst að kenna á valda- fíkn Hitlers og síðan var -ráðizt á Belgíu, Holland og Luxem- burg, jafnframt því sem sótt var inn í Frakkland. Allt gekk eins og í sögu. Eng- inn stóðst hersveitum Þjóðverja snúning, enda liöfðu þeir einir búið sig undir stríðið og varla til nokkur lier í þeim löndum, sem Hitler liafði ráðizt á. Þegar Frakkar höfðu verið brotnir á bak aftur, liélt Ilitler að Bretar mundu sjá sitt óvænna og gefast upp. En ]já var Churchill kominn gær. Löng dagleið. Rússar fóru um 70 km. í gær í sókn sinni til Ploesti. Þeir tóku alls um 200 bæi. Undan- farna daga liafa Rússar yfirleitt farið mjög hratt yfir í Rúmeníu. Norðar á vígstöðvunum hafa hreytingar orðið litlar. Hafa Rússar enn hrundið öflugum á- hlaupum Þjóðverja í grennd við Varsjá og norður í Eystrasalts- löndum. Bráðabirgðastjórnin franska er að sögn farin frá Alsír áleiðis til Parísarhorgar. Grasaferð upp í Kjós. Hið íslenzka náttúrufræðifé- lag gengst fyrir fræðsluferð í grasafræði upp í Kjós næstkom- andi sunnudag, 3. sept. Lagt verður af stað héðan úr bænum kl. 8 árdegis og farið með áætlunarhílum frá Bif- reiðastöð Rejdíjavikur. Steindór Steindórsson, menntaskóla- kennari frá Akureyri, verður í förinni og mun hann og fleiri leiðbeina þátttakendum. Yæntanlegir þátttakendur gela fengið nánari upplýsingar um ferðina í símum 5869 og 5487. Náttúrufræðifélagið efnir ár- lega til kynnis- og fræðsluferða um nærsveitir Reykjavíkur og eru þær hinar fróðlegustu. Þetta er önnur för félagsins á þessu ári. Forseti situr veizlur í New York, Hefir m. a. verið gestur „International Chamber of Commerce". til sögunnar. llann hafði lengi varað við hættunni af Þjóðverj- um, en verið eins og hrópand- inn í eyðimörkinni. Þegar Eng- lendingar sáu, að hann hafði liaft á réttii að standa, var hon- um falin stjórnin. Hann lofaði engu — nema blóði, svita og tárum. Nú var ekki liugsað um annað en að styrkja varnirnar, svo að Þjóðverjar gæti ekki gert innrás í Bretland, og jafnframt að und- irbúa innrás á meginlandið, sem yíst var, að yrði að gera, ef átti að sigra Þjóðverja. Ilitler greip lil flugvélanna og ætlaði að eyðileggja flugher Breta, en þótt Þjóðverjar liefði margar flugvélar, stóðust þær þó ekki fyrir flugvélum Breta, þótt þær væri fáar, því að gæðin réðu. t Suður-Evrópa. Meðan Hitler hélt uppi loft- sókn gegn Bretlandi veturinn 1940—1941, gerðiát sitt af hverju suður við Miðjarðarliaf. Eilt var það, að Mussolini þótti hernaðarfrægð ítala vera helzt Frh. á 3. síðu. Á mánudag sat forseti Islands hádegisverð hjá International Chamber of Commerce og voru þar viðstaddir um níutíu menn, sem framarlega standa hver á sínu sviði. Voru þar margar ræður fluttar fyrir minni Is- lands og forseta, og jjakkaði hann með glæsilegri ræðu, sem hefir verið víða getið í blöðum og útvarpi. Lagði hann nieðal annars áherzlu á, að vér vænun norræn þjóð og myndum halda áfram sambandi voru við hin Norðurlöndin strax og stríðið hefir verið unnið. Þá hefir forseti flutt tvö stutt ávörj) í útvarpi, annað á dönsku til Norðurlanda, og hefir það þegar verið hirt í blöðum hér, en hitt á ensku. I síðdegisboði aðalræðis- mannsins og konu hans að Wal- | dorf Astoria hótelinu voru hátt , á þriðja lnindrað manns. Að- j alræðismaðurinn fagnaði for- seta með ræðu, en hann svaraði og sagði meðal annars: „Það er vorlíugur í íslenzku þjóðinni, það finn eg bezt á ferðum mínum um landið, þar sem margir sögðu, að ferðalag mitt hefði verið áframtiald af 17. júní. Nú finn eg hversu 17. júní á djúp ítök með þjóðinni, eg finn líka hve stórt Island er, þegar eg sé yður öll hér, og mér er Ijóst, að för mín hefði verið ófullkomin, ef eg hefði eigi séð yður.“ Aðalræðismaðurinn ávarpaði síðan utanríkisráðherra, en liann svaraði meðal annars á þessa leið: „Góðir landar, mér eigi síður en forsetá en ánægja að því að vera hér í þessum stóra hópi Islendinga. Þegar eg átti heima hér í borg, mátti telja Islend- inga á fingrum sér. Áður slitn- uðu höndin við þctta land, en ])egar þér komið heim aftur, vona eg að yður megi takast að varðveita þau, efla þau og styrkja.“ Um hádegi á þriðiudag var forseta, utanríldsráðherra og föruneyti ekið til ráðhússins í New York, þar sem fjöldi fólks var saman kominn í boð La Guardia borgarstjóra, til að fagna gestunum. Þegar komið var til ráðhússins var leikinn þjóðsöngur Islands og Banda- ríkjanna. Borgarstjóri bauð forseta velkominn með snjallri ræðu og lauk máli sínu á ís- lenzku á þessa leið orðrétt: „Herra forseti. Viljið þér bera kveðju fólksins hér í borginni til þjóðar yðar. Skilið til þeirra, að það beri vinsemdarhug í hrjósti til hennar og óski henni alls hins bezta. Lengi lifi ís- lenzka lýðveldið." Fréttatilkynning frá utnarítSsráðuneytinu: t? §kipnm NÖkkt fyrip •Bnpönum. Amerískir kafbátar hafa enn höggvið allmikið skarð í skipa- stól Japana. I gær var tilkynnt i Pearl Harbor, að sökkt liefði verið fyrir Japönum 17 skipum. Með- al þeirra voru tveir tundurspill- ar, níu flutningaskip af meðal- stærð og tvö olíuflutningaskip. Flugvélar bandamanna hafa einnig gert siglinguni Jajjana talsverðar skráveifur, því að þær hafa laskað þrjú fljótaskip á Jangtse-ánni i Ivína og stórt flutningaskip í Amoy. Auk þess hefir verið ráðizt á nokkur skip, sem voru á siglingu í Kuril- eyjum. Þar var ef tirlitsskipi söklct, annað laskað og kveikt í olíuskipi. Landsmót 1. íl.: KR og Akurnesingar — úrslif á laugardag. Síðasti leikur í 1. fl. lands- mótinu, sem staðið hefir yfir nú að undanförnu, fer fram n. k. laugardag ld. 4,30. Keppa þá KR og Akurnesingar, en þessi félög eru þau einu, sem ekki hafa verið sigruð í þessu móti. Leiðin styttist lika óðum til Belgíu. 19 þýzki herinn í úlfakreppu. ^andamenn fara með gríðar- legum hraða norður frá Signu til Somme og hafa á einum stað farið 40 km. leið á aðeins 24 klukkustundum. Það var frá brúarstæðinu við Vernon, sem brezkir og kanad- iskir hc^'menn í 2. brezka hern- um sóttu fram þessa löngu leið, en hún er tæpur helmingur leið- arinnar til Somme. Síðar í gær fréttist um töku borganna Beauvais og Gournay og loks í morgun var sagt, að 2. herinn mundi ekki vera nema um 30 km. frá Ami- ens og hann sækir þangað gegn lítilli nrótspyrnu. Til Belgíu. Hersveitir Pattons, sem tekið hafa Soissons og fleiri borgir á leiðinni til Belgíu, eru að kom- ast til Laon og í morgun var á- æltað, að þeir fremstu væri að- eins 60 km. frá Sedan, sem er rétt fyrir sunnan landamæri Belgíu. Þessi sókn hefir raunverulega gert vörn Þjóðverja i Calais- héraði vonlausa, en þó er lítið gert til að stöðva liana, því að mótspyrna þýzku hersveitanna er hvarvetna hverfandi . Til Italíu. I Suður-Frakklandi hafa bandamenn sótt austur fyrir Nizza, svo að þeir eru nú aðeins 20—- 25 km. frá landamærum Italiu. Þótt Þjóðverjar verjist þarna af talsverðu kappi, geta þeir ekki stöðvað ofurefli bandamanna. 1 Rón-dalnum eru Þjóðverjar í hinni verstu úlfakreppu. Hafa bandamenn sótt langt norður fyrir Montélimar, en þýzku her- sveitirnar hafa tafizt á undan- haldinu við það, að brýr hafa verið sprengdar í loft upp á ])verám þeim, sem renna í Rón. Við eina slíka tálmun gereyddu bandamenn baksveit Þjóðverja, sem hafði meðferðis flutninga- tæki, er tóku samtals 5 km. langan vegarspotta. Islenzk bifreið ekur á brezkan flugmann. I gær ók íslenzk bifreið á brezkan flugliðsmann og hélt síðan áfram án þess að skifta sér af hinum særða manni. — Flugmaðurinn særðist allmikið, en þó ekki lífshættulega, að tal- ið er. Þetta atvikaðist með þeim hætti, að tveir hrezkir flugliðs- menn gengu suður Melaveg og héldu sig vinstra megin á vegin- um. Skámmt fyrir norðan gatnamót Fálkagötu kom bif- reiðin R 410 á eftir þeim, ók á þann flugmanninn, sem innar gekk á veginum, svo hann féll í götuna og slasaðist verulega. Bifreiðin hélt síðan áfram Frh. á 2. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.