Vísir - 02.09.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 02.09.1944, Blaðsíða 3
VISIR Kvt-n- og karlmanna- hnazkar, fóðraðir og ófóðraðir, fyrirligjandi. Sveinn Björnsson & Ásgeirsson Umboðs- og heildverzlun. Sextugsaímæli. á á morgun frú Ágústa Jóns- dóttir, kona Þorbjörns Klemens- sonar, Lækjargötu 10, í Hafnar- firði. Frú Ágústa er vinsæl kona og yel látin. Þrátt fyrir stórt og umsvifamikiö heimili, sem hún jafnan hefir stjórnað með mild- um myndarbrag, hefir hún gef- ið sér tima til að taka virkan þátt í margvíslegum nytjá- félagsskap kvenna i Hafnarfirði og i mörg ár var hún einn aðal- kvenkrafturinn i kirkjukórum, bæði i Reykjavik áður en hún fluttst til Ilafnarfjarðar og svo hér, fyi's t í söngkór Garða- kirkju og siðau í sönglcór Fri- kirkjusafnaðarins í mörg ár. Hafði frú Ágústa mjög mikla rödd og vel lagaða til söngs. Hefði hún áreiðanlega orðið mikil söngkona, ef hún hefði lært, en því var ekki til að dreifa um stúlkur í hennar ungdæmi. Það verður lítt á frú Ágústu séð að hún hafi svona mörg ár að baki. Hún er enn kvik í spori og létt í lund eins og tvitug stúlka, og það verður áreiðan- lega glatt og bjart í kringum liana á morgun á sextugsafmæl- inu. Þ. 47 þátttakendur í septembermótinu. Septembermótið hefst á íþróttavellinum kl. 2 á morgun. 47 manns frá 5 íþróttafélögum laka þátt í því, en þau eru Ár- mann, I.R., K.R., F.H. og íþróttaráð Akraness. Keppt verður í 200, 800 og 3000 m. hlaupi, 80 m. hlauipi kvenna, hástökki, langstöklci, sjótkasti og kringlulcasti. Meðal keppenda eru margir færustu og beztu íþróttamenn landsins og má í mörgum iþróttagreinunum búast við harðri og spennandi keppni. Island á striðs- tímum. Crein sem birtist í skozka blaðinu »Scotsman« 11. ágúst s.l. „Island hefir haft ærið að starfa á stríðsárunum,“ sagði Sigursteinn Magnússon ræðis- maður íslands í Slcotlandi í ræðu, sem hann hélt nýlega i „Rotary“-klúbbnum í Edinborg. „Erfiðleikar stríðsins hafa ekki farið fram lijá okkur og höfum við misst bæði menn og skip,“ sagði Sigursteinn, „en fyrir gott málefni. Eg er ekki að skýra frá neinu leyndarmáli þó að eg taki undir ummæli Chur- cliills, forsætisráðherra ykkar: „Aldrei hafa svo margir fiskar verið teknir úr hafinu af svo fáum og á svo skömmum tima.“ Sigursteinn minntist einnig á samband íslands og Skotlands og sagði að eftir árið 1600 liafi löndin virzt missa sjónir livort af öðru en sneinma á 19. öld hafi sambandið verið tekið upp af nýju. Skotar ferðuðust um ísland og skrifuðu bælcur um ferðalög sín. Margir vifðast hafa verið hræddir við þetta land, sem hefir yfi i- sér hrikalegan tignarblæ, sem þeim féll ekki í geð. Ferðamennirnir voru undr- andi yfir að sjá fátæktina og eymdina, sem alls staðar ríkti meðal íbúanna en mitt í allri þessari eymd slcein þó alltaf í menntun og menningu. í kjölfar þessara ferðalaga kom »vo áliugi fyrir íslenzkum málum og þá sérstaklega fyrir íslenzkum bókmenntum. Sam- fara þessu var svo endurvakn- ing á íslandi og Islendingar tóku uipp verzlun við aðrar þjóðir. Leith varð helzta höfnin fyrir verzlun við Bretland og Edin- borg var það fyrsta, sem marg- ir íslendingar sáu af umheim- irium. Þjóðsöngur íslendinga var saminn í Edinhorg árið 1874. Við háskólann í Edinborg stunduðu margir íslenzkir stúd- entar nám, en fyrir styrjöldina var námskostnaðurinn orðinn of mikill til að íslendingar gætu dvalið þar, þó að „British Council“ liefði veitt stúdéntun- um ýmsa aðstoð. Sigursteinn minntist loks á endurreisn lýðveldisins 17. júní s. 1. og sambandsslitin við Dani. FÖR FORSETA. Frli. af 1. síðu. tryggnir vegna illrar reynslu, litu liernámið fyrst óhýru auga. En vinátta og skilningur óx, er þjóðin sannfærðist um, að það vítr ekki ætlun vor að hafa uppi landvinninga. Samt munu þeir eflaust krefjast, að þeir fái landið sitt aftur ein- göngu til eigin umráða. Er það eðlilegt og virðingarvert. Islendingar, sem sezt hafa að í Bándarikjunum, eru þekklir að því að vera hrrin- lyndir og skapfastir. i Vilhjálmur Þór utanríkis- málaráðherra, sem fylgir Sveini Björnssyni forseta á ferðalag- inu, sagði: „Vér Islendingar höfum nýlega öðlazt fullt stjórnmálasjálfstæði með end- urstoífnun hins íslenzka lýð- veldis. Vér höfum ríka sjálf- ístæðiskennd og vér stofnuð- um ekki lýðveldi vort í þeim tilgangi1 að verða ósjálfstæðari en áður. Vér ætlum oss að eiga land vort allt og án erlendrar íhlutunai\“ Þannig eiga lýðveldismenn að tala. Eykur það virðingu vora fyrir hinum merku og virðulegu gestum.“ Jinnah ogr Óanclhi hittast. Jinnah og 'Gandhi munu halda fund með sér þann 9. þessa mánaðar. Þeir munu ræða málefni Ind- , lands með tillit til þess að kom- ið verði á samvinnu milli Hind- úaogMúhameðstrúarmanna um stjórn landsins, er Bretar veita því sjálfstjórn. Fundurinn átti að vera i ágúst, en var frest- að vegna veikinda Jinnah. Burma: Bandamenn exu 50 km. suður af Mau- gaung. Bandamenn sækja hægt og bítandi suður með járnbraut- inni frá Maugaung. Þeir liafa tekið þorp, sem er rúmlega 50 km. fyrir sunnan þessa borg, en auk þess hafa þeir gert árásir á stöðvar Jap- ana allmiklu sunnar. Hernað- ur er mjög erfiður vegna úr- komunnar. Kínverjar hafa unnið lítið eitt á í sókn sinni úr austurátt. Aflmeira flugvéla- benzín en þekkzt hefir I Bandaríkjunum er búið að finna nýja aðferð til að fram- leiða flugvélabenzín. Benzín það, sem fi'amleitt er með þessari aðferð, gefur hreyflum miklu meii'a afl en áður, svo að það mun koma í sérstaklega góðar þai’fir, þegar flugvélaflotar bandamanna byrja sókn gegn Japan frá fjar- lægum bækistöðvum. Fram- leiðsla á benzíni þessu verður hafin bráðlega. Opinberir starfsmenn krefjast verkfallsréttar \ Bandalag starfsmanna ríkis * og bæjar liélt fjölsóttan fund í [ Listamannaskálanum i gær. Ræddu menn þar Iaunamál sín og kjör. Samþyklct var ályktun um vanþóknun fundarins á laga- ákvæði frá árinu 1915 sem kveður svo á, að opinbei’ir starfsmenn megi ekki gera vei'k- fall. Ennfremur var samþykkt á^ slcorun til Alþingis þess efnis að þingið og ríkisstjórn korni fastri og réttlátri skipan á launa- greiðslur ríkis og í’íkisstofnana. Kveðjorð. Hallgrímui P. Helgason. Fæddur 5. júní 1916. Dáinn 15. ágúst 1944. Kveðjuorð. Ævi völvan spinnur vorn örlaga þráð, ýmist er hann skammur eða langur. Sldkkjan er oss sniðin í ski'úða vorn af náð og skyndilega stöðvast okkar gangur. I dag er húsi þínu harmur kveðinn sár, því horfinn ertu sýnum bak við tjaldið. Heimanað er fluttur til hinztu hvíldar nár, af höndum þínum innt er stóra gjaldið. Ævi þín varð stutt, það var aðeins komið vor, á árni þínum lifði glaður eldui’, því er ljúft að minnast á þessi gengnu spor, þeim, sem út á djúpið milda heldur. Kristján J. Breiðdal. Aðvörun I Rafmagnseftirlit ríkisins vill, að gefnu tilefni, vekja athygli rafvirkja og annara, er selja raf- magnslampa, á því, að sala lampa, sem eru meS óskrúfuSum lampahöldum — Swanlampahöld- um — er meS öllu óheimil, nema til notkunar í skipum. Jafnframt eru þeir, sem lampa kaupa, varaSir viS því aS taka viS lömpum meS slík- um lampahöldum. Rafmagnseftirlit ríkisms. Vantar krakka frá mánaSamótum til aS bera blaSiS út um Sogamýri Seltjarnarnes. Kleppsholt. DAGBLAÐIÐ VISIB. Frá Stýrimannaskólanum: Námskeið í siglingafræðí fyrir hiS minna fiskimannapróf verSur aS for- fallalausu haldiS á Akureyri og í Vestmannaeyj- um á vetri komanda. Umsóknir sendist fyrir 1 5. september, fyrir AkureyrarnámskeiS, ASalsteim Magnússyni, skipstjóra á Akureyri, og fyrir Vest- mannaeyjanámskeiS Einari Torfasyni, stýrimanni eSa Ársæli Sveinssyni, útgerSarmanni, Vest- mannaeyjum. Skólastjóri Stýrimannaskólans. Frá Stýrimannaskólanum Nýir nemendur, sem fengiS hafa loforS um skóla- vist á vetri komanda, verSa aS gefa sig fram viS undirritaSan eSa tilkynna þátttöku sína fyrir 15. september. AS öSrum kosti mega þeir búast viS aS aSrir verSi tekmr í þeirra staS. Skólastjóri Stýrimannaskólans. Verksmiðjuhús og bilaverkstæði ti! sölu. Verzlunar- og verksmiSjuhús mitt í Gunnars- sundi 2, HafnarfirSi, er til sölu, ásamt vélum og verkfærum. Ennfremur er til sölu bílaverkstæSi mitt viS Hverfisgötu 27 í HafnarfirSi, ásamt vél- um, verkfærum og vörubirgSum. — TilboS send- ist mér fyrir 10. þ. m. Réttur áskilinn til aS taka hvaSa tilboSi sem er, eSa hafna öllum. Skafti EgHsson. Þökkurn innilega auðsýnda samúð við fráfall bróður okkar og sonar. Else, Xenia og M. E. Jessen. Byggt í Rvík fyiir 92.5 millj. kr. á iveim ámm. Á árunum 19k2 og 1943 hafa alls 715 nýjar íbúðir af mis- munandi stærðum (1—8 her- bergi) bæzt við hér í bænum. Visi hefir borizt ítarleg skýrsla frá Sigurði Péturssyni» byggingafulltrúa Reykjavík- ur, um byggingarfi'amkvæmd- ir hér á árunuin 1942 og 1943. Árið 1942 voru reist 261 hús, þar af 153 ibúðai'hús, 2 verzl- unar- og skrifstofuhús, 29 verk- stæði og verksmiðj uhús, 5 gripa og alifuglahús, 82 geymslur og bifreiðaskúrar. I þessum 153 íbúðai'húsum voru samtals 361 íbúðir. Allur byggingarkostn- aður á árinu mun hafa numiS um 45 millj. króna. Á árinu 1943 voru reist 251 hús, þar af 141 ibúðarhús, 6 verzlunai'- og skrifstofuhús, 22 verkstæði og verksmiðj uhús, 2 gripa og alifuglahús og •'Sði geymsluhús og bifreiðaskúrar. I ibúðarhúsunum vorn saaixlals. 354 íbúðir, þar með taldar íbnð-~ ir, sem vitanlegt er að gerðar- Ihafa verið í kjöllurum húsa, án samþykktar hyggjnga- nefndar. B y ggin gakosínaður- alls nam um 47,5 míllj. Jnc. 1942 voru byggðir 202,335,00 rúnxmetrar bæði af timburhús- um og steinhúsum, en árið 1943 180,990,00 rúmnxefrar. ■ Auk þess segir í skýrslunni, áð hreytingar á eldri húsum, er ekki liafa liaft neina rum- málsaukningu í för með sér, svo og girðingar um lóðir og fleira, sé ekki tekið með í yfir- liti þessu, — en til slíks hefir verið varið óvenjumiklu fé bæði árin. Frá fundi bæjarráðs; Tvö ný skuldabréía- lán Reykjavíkuxbæjar Bæjarráð hélt fund f gær og voru þar allmörg mál tekin til meðferðar. Fyrir fundinum lá m. a. frumvarp x'afmagnsstjóra um mikla lxækkun á rafmagninu — allt að 50—60% á flestum gjaíd- skrárliðum. Frv. verður til fyrstu umræðu á næsía bæjar- stjórnai'fundi. Lagt var fram bréf frá Lands- banka íslands, þar sem bankinm býðst til að tryggja sölu & skuldabréfum tveggja lána, sem bæjarstjórn Reykjavíkur Iiyggst að taka á næstunni. Annað þess- ara lána, að upphæð 7 rnillj. kr. til greiðslu á sænska Sogsláninu I frá 1935, en hitt, að upphæð 7.5 millj. kr„ til hilaveitunnar. Bæjarráð hefir ákveðið að fela hitavéitústjóra að semja fi'v. til bréytinga á gjaldskrá hitavetiunnar. Verði þar þær' breytingar gerðar, að hið svo-- kallaða fastagjald Iiverfi úr sög- unni, en gjaldið fyrir notkun vatnsins skv. mæli, hækki að sarna skapi. Bæjax-ráS hefir fyrir sitt leyli samþykkt byggingu einnar hæð- ar ofan á leikfimishús Miðbæj- arskólans, og falið húsameistara málið. I þessu húsnæði er fyrir- hugað að liafa lækningasfofnr og aðra stai'fsemi skólastjórnar- innar en ekki kennslustofur. Loks skýrði borgarstjóri frá efni frv. er liann hefir samið til nýrrar byggingalöggjafár fyrir Reykjavíkurhæ. Bæjarráð sam- þykkti að niæla með frumvarp- inu. Sumardvalabörnin frá Menntaskólaselinu koma í bæ- mn á mánudaginn 4. þ. m. kl. 12 á hádegj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.