Vísir - 05.09.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofun
Félagsprentsmiðjan (3,-hæð)
jnu|| s
0991
i«uiis
«|sg|ej6)v
fJa>IPI«IO
je6u)sX|6nv
UUSUIBQC|g
JBjQjjsiia
34. ár.
Reykjavík, mánudaginn 4. september 1944.
199. tbl.
Þjóðverjjar taka
§íiiii^<»ii^aniið-
itöðvar v
í FinnBaudi.
Til að hraða brottflutningi
liðs sins.
Þjóðverjar hafa tekið á sitt
vald allar helztu samgöngu-
miðstöðvar í Finnlandi.
. Áreiðanlegar fregnir hafa
borizt um þetta til Stokkhólms.
Það er þó ekki skilið þannig, að
Þjóðverjar ætli sér að ná tök-
um á Finnum, til þess að þeir
geti ekki fullnægt skilyrðum
Rússa um afvopnun og kyrr-
setningu, heldur sé þetta gert
til þess að brottflutningar liers-
ins gangi betur.
Dagens Nylieter birtir þá
fregn eftir fréttaritara sínum
í Gellivara, að þangað liafi
frétzt um herflutninga frá
Finnlandi til Noregs. Fór fjöldi
herflutningabíla og lestir stór-
skotaliðs norður á bóginn á
sunnudag og mun hluti liðsins
hafa komið frá Suður-Finn-
landi. Því er ekki undankomu
auðið sjóleiðina.
Palir ná 3 borgnm,
Italskir föðurlandsvinir hafa
nú í fyrsta skipti gripið til |
vopna í stórum stíl gegn Þjóð-
verjum.
I fregnum frá Sviss er sagt '
frá því, að ítalskir föðurlands- !
vinir hafi gert mikla árás á 3
borgir við Lago Maggiore á
landamærum Sviss og Italíu og
náð þeim úr höndum fasista,
sem réðu. Föðurlandsvinunum
hafa verið flutt vopn i flugvél-
um undanfarið og þau látin
svífa til jarðar í fallhlífum.
Innanfélagsmót
I.R. hefst i kvöld.
Innanfélagsmót I.R. í frjáls-
um íþróttum hefst í kvöld kl. 6
á Iþróttavellinum. Mun það
standa yfir í nokkra næstu
daga.
Keppt verður í eftirtöldum
íþróttagreinum: 60 m., 100 m.,
200 m., 300 m., 400 m., 800 m.,
1000 m. og 1500 m. hlaupum,
hástökki, langstökki, þristökld,
kúluvarpi, spjótkasti, kringlu-
kasti og ef til vill fleiru.
Mótið er haldið í þeim til-
gangi, að ná sem beztum ár-
angri, og má jafnvel búast við
nýjum metum, ef vel viðrar.
Sigurinn í N-Frakklandi hinn
mesti, sem um getur í sögunni.
3. herinn sagður
kominn inn
í Þýzkaland.
Fallhlífalið sent til jarðar
hjá Belfort.
Amerískur útvarpsfrétta-
ritari í París sagði frá
því í útvarp í gær, að
framsveitir 3. ameríska hers-
ins mundu vera komnar inn
í Þýzkaland.
Hann var jafnframt þeirrar
skoðunar, að þær mundu jafn-
vel komnar alla leið að Rmar-
fljóti. Engin staðfesting hefir
fengizt á hvorugri fregnmni, en
vitað er, að hersveitir Pattons
hafa undanfarið verið í grennd
við Metz og Nancy og í gsér
var sagt, að þær hefðu tekið
smáborg eina skammt frá
Nancy.
Milli 3. ameríska hersins og
2. brezka hersins, sem lengst
eru komnar í sókninni, eru
þýzkar hersveitir, sem enn eru
talsverðan spöl fyrir innan
landamæri Frakklands. Eru
þær hjá St. Quentin og í Com-
piegne-skógi, en þær forðast
yfirleitt bardaga og reyna að
komast austur til Þýzkalands.
KOMNIR INN I
LUXEMBURG.
Forsætisráðlierra Luxem-
burg-stjórnar, sem sitpr í Lon-
don, Dupont að nafni, tilkynnti
í gærkveldi, að hersveitir
bandamanna væru komnar inn
í Luxemburg. Er hersveit, skip-
uð mönnum frá Luxemburg, í
her handamanna í Fralddandi.
i
FALLHLÍFALIÐ
HJA BELFORT.
Þýzkar fregnir hermdu í gær-
kveldi, að bandamenn liefðu
látið fallhlífalið svífa til jarð-
ar lijá Belfort í Elsass-Lothrin-
gen. Fer þá að fækka undan-
haldsleiðum þýzku sveitanna,
sem flýja frá Lyons, og verða
þær að fara enn norðar, áður
en þær geta snúið austur lil
Þýzkalands.
Hersveitirnar, sem sækja frá
Lyons, eru komnar 20 km. fram
Rússar herða sóknina hjá Varsjá
Sækja einnig greitt frá Ploesti.
Rússar hafa skyndilega hert
sókn sína fyrir norðaustan Var-
sjá og sótt talsvert á.
Tóku þeir 900 bæi og þorp
á þessum hluta víglínunnar í
gær og komUst miklu nær Var-
sjá en nokkru sinni áður. Þjóð-
verjar kannast við það, að þeir
hafi orðið að láta undan síga
þarna, en segjast hafa rétt hlut
sinn, þegar þeir hafi flutt vara-
lið á vettvang.
Pólverjar
láta undan síga.
Pólski herinn, sem berst inni
í Varsjá, hefir nú orðið að láta
undan síga fyrir Þjóðverjum úr
gamla borgarhverlinu. Urðu
þeir að liörfa vegna þess, að
þeir hafa ekki fengið neinar
nýjar birgðir 1 langan tíma.
Hafa Bretar hætt flutningunum
vegna þess, hvað aðstaðan er
óhæg og Þjóðverjum tókst að
granda nærri hverri flugvél síð-
ast, þar sem þeir vissu, hvar
þær var að finna.
10,000 fangar
voru teknir langt að báki víg-
stöðvunum í Rúmeníu í gær.
Rússar sækja nú norður og
vestur frá Ploesti og tóku þeir
i gær meðal annars borgina
Brasov, auk 150 staða annara.
Þarna sækja Rússar í áttina til
Ungverjalands og þeir fylkja
einnig liði sínu í áustur- og
norðurhlíðum Karpatafjalla.
Dauðaslys
af völdum bruna.
Það sorglega slys vildi til s.l.
sunnudag, á Eyrarbakka, að
kona að nafni Sesselja Ás-
mundsdóttir, Gamla-Hrauni,
hrenndist svo, að hún beið bana
af. Lézt liún liér á Landsspítal-
anum í gærmorgun.
Er slysið bar að höndum var
Sesselja að kveikja upp í eldavél
og notaði til þess olíu. Failnn
eldur mun hafa verið í vélinni
og gaus eldurinn upp og læsti
sig í föt liennar. Fólk var úti við
heyskap og gat ekki komið
Sesselju til hjálpar fyrr en um
seinan.
Öldungamótið
sem átti að fara fram io. sept. n.
k., hefir verið fellt niður að þessu
sinni, sökum ónógrar þátttöku.
Knattspyrna.
Úrslitaleikur milli beztu flokka úr
brezka setuliðinu hér, fer fram á
Iþróttavellinum kl. 3 á morgun.
Leiðréttingr.
í athugasemdum vegna skipa-
kaupa frá Svíþjóð, er birtust hér
í blaðinu í gær, var sú villa, að
á tveim stöðum stóð „hitaeiningar
pr. kg.“, en átti aðeins að vera hita-
einingar. Þetta leiðréttist hér með.
Bretar tóku nýlega í notkun nýja gerð brynvarinna bíla. Geta
þeir farið með 65 km. hraða á klukkustund á góðum vegi, en 30
km. um móa og holt. Þeir vega tólf og hálfa smálest og eru
búnir mörgum vélhyssum._________
Ntjórnin K'ssnr fram
frv. í dýrtiðarmálnm.
Landbúnaðar-vísitalan hefirpiækkað um'.9.4 \stig!".
Bourg
í norðausturátt og
við Són-fljót, beint
hjá
til Macon
i norðri.
Bandamenn hafa nú tekið
um 65,000 fanga í Suður-Frakk-
landi.
Útbýtt var á Alþingi í gær
frumvarpi ríkisstjórnarinnar
um dýrtíðarráðstafanir. Þetta
eru helztu atriðin:
1. Landbúnaðarafurðir skulu
verðlagðar á þann liátt að reikn-
að sé aðeins með 90% af visitölu
landbúnaðarins sem í gildi kem-
ur 15. sept.
2. Engin dýrtiðarupphót skal
greidd með hærri. vísitölu en
270 stig.
3. Laun eða annað sem dýi'-
tiðaruppbót er greidd af skal
Gotneska línan hefir
reynzt mjög ófullkomið
varnarkerfi.
Olokið við Adríahaf og aðeins fá virki að vestan.
Það er nú komið á daginn, að
gotneska línan þýzka á Ítalíu
er ekki eins erfið viðfangs og
bandamenn gerðu ráð fyrir.
Adriahafsmegin á skaganum
var varnarkerfinu ekki lokið og
litið lið í þeim stöðvum, sem
þegar voru fullgerðar. Munu
Þjóðverjar ekki hafa búizt við
því, að fyrst yrði leitað á þarna.
Á einum stað gátu Pólverjar
ruðzt í gegn, án þess að lileypt
væri á þá skoti. í Pesaro tókst
Pólverjum einnig að sigrast á
einni af fallhlífahersveitum
Þjóðverja og var barizt á göt-
um borgarinnar í tvo daga.
Ekki samfelld
virki að vestan.
Að vestan virðist gotneska
línan ekki vera ýkjaöflug lield-
ur. Bandamenn liafa komizt að
henni þar fyrir vestan Florens,
en á vegi þeirra liafa aðeins
orðið einstök virlci, sem eru að
visu vel búin, en um samfellda
virkjakeðju er eigi að ræða,
nema hún sé norðar.
Bjuggust ekki við
sókn svo snemma.
Það virðist hersýnilegt af
öllu, að Þjóðverjar gerðu ekki
ráð fyrir því, að hand^menn
niundu geta liafið sókn svo
snemma og sízt bjuggust þeir
við þvi, að hún yrði gerð að
austanverðu. Ákvörðunin um
sóknina var tekin aðeins hálf-
um mánuði áður en hún hófst
og siðan voru hafnir miklir her-
flutningar austur yfir skagann,
líkt og þegar áttundi herinn var
fluttur vestur yfir, áður en
sóknin liófst fyrir sunnan Róm
í vor.
20 km. sókn.
Bandamenn liafa farið sam-
tals um 20 km. síðan sóknin
hófst. Þjóðverjar reyna nú að
verja Rimini, sem er rúml. 30
km. frá Pesaro.
Prentarar ganga frá
nýju samnings-
uppkasti
Ilið íslenzka prentarafélag
Iiélt fund síðdegis síðastl.
sunnudag til að ræða væntan-
lega samninga við sprentsmiðju-
eigendur. Lagði stjórn félagsins
fram uppkast að nýjum samn-
ingi og var það samþykkt með
nokkrum hreytingum. Er þar
farið fram á nokkrar breytingar
frá fyrra sanmingi, en þær
munu þó ekki vera stórvægi-
legar. Eldri samningurinn geng-
ur úr gildi 1. okt. n. k.
reiknuð með 95% af gildandi
framfærsluvísitölu (þó aldrei
hærri en 270 stig) fyrsta mán-
uðinn eftir gildistöku laganna.
Næsta mánuð eftir skal reiknað
með 90% og það gilda þar til
nánar verður ákveðið.
4. Fari framfærsluvísitala
yfir 270 stig skal verð landbún-
aðarafurða til bænda lækka
hlutfallslega við skerðingu dýr-
tíðarupbpótar vegna hámarks-
bindingar vísitölu í sambandi
við kaupgreiðslur.
5. Engin dýrtíðaruppbót af
kauphækkunum sem fara fram
frá 1. sept. 1944 til 1. júlí 1945.
6. Eignaraukaskattur á eign-
araukningu áranna 1910, 1941,
1942 og 1943 á eignaraukningu
sem er yfir 50 þús.‘ kr.
Bréf hagstofunnar:
Samkvæmt fyrirmælum fjár-
málaráðherra hefir hagstofan
safnað gögnum þeim, sem nauð-
synleg eru til þess, að ákveðin
verði landbúnaðarvisitala í ár
samkvæmt reglum þeim, sem
landbúnaðarvísitölunefndin í
fyrra varð ásátt um. Hefir nú
verið unnið úr þeim gögnum og
sendist hér með niðurstaða þess
útreiknings.
Þess skal getið, að samkvæmt
tillögu landbúnaðarvísitöhi-
nefndar var skýrslum um kaup-
greiðslu hænda léitað úr tveim
hreppum i hverri sýslu á land-
Frh. á 3. síðu.
Bandamenn
geysast norður
eftir Hollandi.
V erkamannafélagið Dags-
brún hóf í gær samúðar-
verkfall með „lðju“, og nær
verkfallið til allra vinnuveit-
enda, sem eru meðlimir í Fé-
lagi islénzkra iðnr.ekcnda, á
hvaða sviði sem er.........
Járniðnaðarmenn hófu einn-
ig verkfall í gær og nær það
til um 140 manna, sem starfa
að þeirri iðngrein liér í hæ.
Ekki hefir frétzt af neinu sam-
komulagi í þeim vinnudeilum,
sem nú standa yfir, né lieldur
í þeim, sem fyrir dyrum standa.
Mikiö þýzkt lið
króað inni,
JJempsey hershofðingi hefir
látið svo um mælt við
blaðamenn, að sigur banda-
manna í Norður-Frakklandi
mundi vera mesti sigur, sem
um getur í hernaðarsögunni.
Sagði hann, að þýzka her-
stjórnin hefði algerlega misst
tökin á her sínum og þar að
auki liefði manntjón orðið svo
mikið, að óvist væri, hvort
nægilegt lið væri fyrir hendi til
þess að manna alla Siegfried-
línuna.
Menn Dempseys hafa lagt
mikið af mörkum til þéssa sig-
urs, því að það voru fyrst þeir,
sem gerðu Bandaríkjamönnum
mögulegt að brjótast suður af
Cherbourg-skaga, með því að
binda mikið lið hjá Caen, en
siðan hafa þeir leikið þýzka
herinn svo illa, að liraði í sókn
á Frakklandi hefir aldrei verið
meiri en siðan 2. brezki herinn
fór yfir Signu.
Sóknin inn í Holland.
Síðdegis í gær tilkynnti dr.
Gerbrandy, forsætisráðherra
liollenzku stjórnarinnar í Lon-
don, að brezkar hersveitir væri
komnar yfir landamæri Hol-
lands. Var ekld getið um, hvar
þær væri, en gert ráð fyrir því,
að þær væri komnar í grennd
við Breda, sem er um 15 km.
innan landamæranna.
Áður um daginn höfðu Bret-
ar tekið hafnarborgina Ant-
werpen og lokað þar með land-
leiðum til undanhalds fyrir
Þjóðverja, sem enn eru í strand
héruðunum.
Mikið lið króað inni.
* Varla mun fara hjá því, að
það sé mikið lið, sem enn er
dreift um strandhéruðin nyrzt
í Frakklandi og í Belgíu. Skipt-
ir það að líkindum nokkurum
tugum þúsunda, því að sókn
bandamanna var svo hröð og
flutningatæki af svo skornum
skammti fyrir lið þetta, að fátt
eitt hefir komizt undan.
Ávarp
til Rotterdambúa.
Eisenhower hershöfðingi
gerði Rotterdambúum orð í
gær og bað þá leitast við að
verja hafnarmannvirki borgar
siíinar fyrir eyðileggingasveit-
um Þjóðverja.
Bernhard prins hefir verið
settur yfir lieimaher Hollend-
inga, sem hefir verið innlimað-
ur í aðalherinn.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Er-
indi: Um sýkla og sníkjudýr, I.
(Ófeigur Ófeigsson læknir). 20.55
Hljóinplötur: a) Tvíleikur fyrir
fiÖlu og píanó, eftir Schubert. b)
Kirkjutónlist.