Vísir - 05.09.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 05.09.1944, Blaðsíða 3
VÍSIR Ferðalag forsetans um Suðurland. Frá utanríkisráðuneytinu: Forseti íslands fer í heimsókn til Yíkur i Mýrdal laugardaginn 9. þ. m. Sunnudaginn 10. þ. m. heimsækir liann Rangárvalla- og Árnessýslur. í næstu viku mun hann heimsækja Gullbringusýslu, Kjósarsýslu og Hafnarfjörð. 1 fylgd með forseta verður forsetaritari. Fágætur minjagripur um lýðveldisstofnun- ina. Bókaverzlun Lárusar Blön- dals á Skólavörðustíg hefir á boðstólum flaggstengur, fagur- lega gerðar, sem búnar hafa verið til sem minjagripir vegna lýðveldishátíðarinnar. Er vafalaust að flaggstengur þessar eru þær fegurstu, sem völ er á og búnar hafa verið til vegna hátíðarinnar. Fóturinn er steyptur pýramidastúfur, en á hliðum hans eru landvættirnar upphleyptar. Skurð mótanna hef- ir Ágúst Sigurmundsson mynd- skeri annast, , en Málmsteypa Ámunda Sigurðssonar hefir steypt fótstallinn í livitmálm. Stöngin er úr stáli, nikkelhúðuð og með renndum hún. Hefir Málmsteypa Ámunda Sigurðs- sonar að öllu leyti annast fram- leiðsluna, en veitt hókaverzlun Lárusar Blöndals einkaumboð til sölunnar. Verða aðeins hún- ar 200 fánastengur af þessari tegund og verður þetta þvi fá- gætur minjagripur. Walterkeppnin: Valur og Fram annað kvöld. Hrslitaleikur milli Fram og Yals fer fram annað kvöld og heí'st kl. 7. Eins og sagt var frá í gær kepptu þessi félög á ssimnudaginn, en úrslit urðu engin, þar eð leiknum lyktaði með jafntefli, 1:1, þótt hann væri framlengdur tvívegis. Hinsvegar er nauðsynlegt að knj^ja fram úrslit milli þeirra félaga, sem kepptu hverju sinni, þar eð Walterskeppnin er út- sláttarkeppni og það félag, sem tapar, er ■ þar með úr leik í mótinu. 1 hléihu milli hálfleika verður keppt í 400 m. hlaupi. Taka þátt í hlaupinu 4 kunnir hlauparar, þeir Kjartan Jó- hannsson, Brynjólfur Ingólfs- soni, Árni Kjartansson og Jó- hann Bernhard. Sjegiisði hanfllnitt- leikir í Hatnariirði. S. 1. sunnudag fóru fram í Hafnarfirði tveir handknatt- leiltir milli hinna gömlu keppi- nauta Hauka og F. H. Var keppt bæði í karla- og kvennaflokkum með 7 manna liði og sigruðu Haukar i báðum flokkum, kvennaflokki með 6:4 ög karlaflokki með 7:6. Reglusamur iðnaðarmaður óskar eftir herbergi í bæn- um. Má vera óstandsett. Til- boð, merkt: „10“, sendist blaðinu fyrir næsta miðviku- dagskvöld. Leikur kvennaflokkanna var rnjög fjörugur og var staðsétn- ingin betri lijá Haukum, þótt hraðinn væri mikill hjá F. H., og gerði það gæfumuninn. En F. II. er í framför pg mega Haukar gæta sín. Karlaflokkarnir áttu mjög spennandi leik, svo sem úrslitin sýna. í lok fyrra hálfleiks höfðu Haukar eitt mark yfir — 4:3 — en i lolc síðara hálfleiks voru liðin jöfn með sex mörk hvor. Þá tókst Haukum að skora úr- slitamarkið. Piltarnir úr Hauk- um staðsettu sig betur, eins og stúlkurnar, þótt F.H. væri fljót- ir á sér, en það nægði ekki. Kvennafíokkarnir kepptu um bilcar, sem Adolf Björnsson haiikamaður hefir gefið,en Stef- án Sigurðsson hefir gefið bikar, sem karlaflokkarnir keþpa um. Eru þeir báðir hinir fegurstu griþir og eru liafnfirzkir í- þróttamenn þakklátir gefendum fyrir rausn þeirra. Vönduð húsgögn til sölu. Stofuskápur, Standlampi, Píanó, Ottóman með viðfestum bókaskáp, 2 armstólar, Radíógrammófónn, SkápborS, Gólfteppi og margt fleira. Allt mjög vandað og vel með farið. Þetta á allt að seljast strax, í einu lagi eða hverf fyrir sig. Þeir, sem vildu kynna sér þetta, sendi tilboð, merkt: „Vandað innbú“, til Vísis fyrir miðvikudagskvöld. Æskilegt er að lekið sé fram, hvað við- komandi hefði hug á að fá keyp.t. i Auglýsing um kennslu og einkaskóla. / ' \, Berklavamarlögin mæla þannig fyrir, samkvæmt 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu i skólum, heimiliskennslu né einka- kennslu. Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taþa í skóla, til kennslu á heimili eða til einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem sjúklingur með smitandi berkalveiki dvelur.“. Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á komanda hausti og vetri, eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fýrir sig og nemendur sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri en mánaðargömul. Þá er ennfremur svo fyrir mælt í ofangreindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra, og skal það leyfi eigi veitt, nema héraðslæknir telji húsnæði og að- búnað fullnægja heilbrigðiskröfum, enda liggi fyrir tilskilin læknisvottorð um að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu né neinn nemendanna séu haldnir smitandi berklaveiki.“ Þeir, sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru því áminntir um að senda umsóknir sínar til lög- reglustjórans í Beykjavík hið allra fyrsta, ásamt til- skildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einkasóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur, en innan takmarka læknishér- aðsins, má senda ú skrifstofu mína. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 4. sept. 1944. Magnús Péturssoxi. Anstaibæjarskólinn. Skólaskyld í september eru börn 7 til 10 ára að áldri, fædd 1934 til 1937, að báðum árum með- töldum. Börn á þessum aldri, sem sókn eiga í Austur- bæjarskólann, komi til viðtals miðvikudaginn 6. þ. m. sem hér segir: 10 ára börn (fædd 1934) kl. 9. 9 — — (fædd 1935) kl. 10. 8 — — (fædd 1936) kl. 11. 7 — — (fædd 1937) kl. 14. Kennarar komi og taki hver á móti sínum bekk. Skólastjórinn. Steinsieypuvél óskast til kaups eða leigu. Uppliölun með útbúnaði og börum þarf að fylgja. Upplýsingar hjá Finni Thorlacius, Vonarstræti 12, ld. 6—8. Eiginmaður minn og faðir, Karl Guðmundsson, læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 7. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hins látna, Flókagötu 33, kl. 1 e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þuríður Benediktsdóttir, Guðmundur'Halldór Karlsson. Faðir og tengdafaðir okkar, Friðrik Bjarnason, andaðist í gær. María Friðriksdóttir. Sigurgísli Guðnason. ALÞINGI. Frh. af 1. siðu. inu í stað eins i fyrra eða alls úr 38 hreppum. Ekki var þó unnið úr skýrslum nema úr 34 Jireppum, þvi að skýrslur þær„ sem bárust eftir 20. ágúst (3 vikum síðar en lilsldlið var)» var ekki unnt að taka með. Landbnúaðarvisitölunefndin taldi einnig æskilegt, að skýrsl- urnar um tekjur verkamanna yrðu gerðar nokkiu'U víðtækari, ef kostur væri á, með því að taka með fleiri kauptún. Hefir >það nú verið gert og bætt 5 kauptúnum við þau 6, sem tek- in voru í fyrra. Þessi 5 kauptún eru Akureyri, Neskaupstaðm-, Sauðárkrókur, Eyrarbakki og Ólafsvík. Hins vegar hafa ekki veiið teknir með í þennan samanburð einhleypir menn, né heldur menn, sem hafa haft áhættu- þóknun eða yfirleitt aðrar tekj- ur en af eigin vinnu, nema þá aði mjög óverulegu leyti, og er þaði i samræmi við tilætlun land- búnaðarvísitöluneíndar:. Meðaltekjuupphæðir árið 1943, sem fengizt hafa upp úr framtölum fyrir verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn í ann- ara þjónustu, í því úrvali, sem notað hefir verið, voru sem hér segir: Reykjavík, 20.132 kr. Kauptún, -með yfir 1000 íbu- um 14.482 kr. Kauptún, með undir 11)00 ibúum 9.968 kr. Kauptún alls (vegið meðal- tal) 16.816 kr. Þessar tölur gilda fjTÍr ajpia- naksárið 1943, en við samán- burð við kaup bóndans er iipt- að tímabilið september—rágust. Fyrir því er meðaltekjuupphæð- in hækkuð um það, sem fram- færsluvísitalan er hærri fýrir það tímabil heldur en fyrir almanksárið 1943. Sú hæídsun.'. nemur nú ekki nema tæpl. 2% (en í fyrra 25%) og lcemst jiá meðaltekjuupphæðin upp i 17.136 kr. Þar frá drekst svo 6.45% samkvæmt reglum land- búnaðarvísitölunefndar, og kemur j>á út 16.031 kr., sem. telst kaup bóndans. Viðvíkj andi verðlagníngunní skal þess getið, að engin ull hef- ir verið flutt út síðan í fyrra, og hefir hún því verið sett með sama verði, en liins vegar hafa gærur verið fluttar út fyrir nokkuru lægra verð en í fyrra, og hefir verð þeirra þvi verið lækkað með hliðsjón af jivi. Ef hins vegar yrðu horfur á betrii markaði fyrir ull og gærur, svo að hækka mætti verð þeirra, þá mundi verðið á kindakjötii lækka sem j>ví næmí. Þorsteinn Þorsteinsson.: INNKAUPASAMBAND RAF- VIRKJA. Frh. af 2/sÍðu. áður en nokkuð er afráðið,‘á- samt hinu, að Innkaupasam- bandið hefir yfir áð ráða full- komlega samkeppnisfærum [ starfskröftum, þar sem auk áð- I urnefnds verkfræðings hr. Þor- 1 valdar Hlíðdal, eru flestir þeir iðnlærðir menn, sem þessa iðngrein stunda hér á Iandi. Iðnlærðir menn hafa til þessa lítið komið nálægt þeim virkj- unum, sem framkvæmdar hafa verið liér á landi. En j>au verk- efni, sem þeir þó hafa annast á þessum sviðum, hafa sizt staðið að baki þeim, sem leit- að liefir verið með til erlendra aðila, sem enda eins oft hafa framkvæmt þau með óiðn- lærðum mönnum. Við væntum þvi, að í framtíð- inni geti íslenzkir menn ann- azt jjær virkjanir, sem jijóðin þarfnast, og islenzkir staðhætt- ir gefa tiíefni til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.