Vísir - 07.09.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 07.09.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritatjðrar: Kristján Gnðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólf.«stræti). Símar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Óvenju lítil laxveiði um allt land í sumar. Leitað um sættir. j^llir vita að samningar gela ekki náðst milli flokkanna arlaga, sem mjög er rætt manna á meðal jiessa dagana. Felur frumvarp þetta i sér fyrri til- lögur ríkisstjórnarinnar, sem byggðust á samningaumleitun- um flokkanna og sem líkiegt mátti telja að þeir sæju sér fært að ganga inn á, ef miðað var við fyrri undirtektir. — Kommúnistar og Alþýðuflokks- menn, sem telja sig málsvara verkamanna, töldu engin tor- merki á að lækka kaupgjaldið litillega, ef samsvarandi lækk- un kæmi á móti á afurðaverði. Framsóknai'inenn höfðu ekki við það að athuga að einhver lækkun yrði á afurðaverði, ef samsvarandi lækkun kæmi í móti á almennu kaupgjaldi, en Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir sitt Leyti léð máls á og ver- ið reiðubúinn til að semja um eignaraukaskattinn, og helztu ráðamenn flokksins beitt sér fyrir samvinnu á þeim grund- velli, enda þótt aðrir valda- minni flokksmenn vöruðu við skattinum, sem hættulegu for- dæmi, engu síður en frestun al- þingiskosninga á sinni tíð. Stað- ið hafði í samningaþófi milli flolckanna um öll þessi atriði, — ekki í vikur, heldur mánuði, — og ér ríkisstjóri greip til sér- stakra ráðstafana til stjórnar- myndunar, vakti það gremju flokkanna, með því að þeir vildu halda samningumleitun- um áfram ,á þeim grundvelli, sem rakinn er hér að ofan. Rikisstjórnin kynnti sér við- horf flokkanna. til þess að geta borið fram miðlunartillögur, sem liklegt var að þeir gætu sætt sig við, og jafnframt yrði ráðist gegn dýrtíðinni af nokk- urri alvöru og árangurs af því mætti vænta fljótlega. En flokk- arnir hafa til þessa skotið fram af sér öllu í ætt við ábyrgð, en reynt að þverskallast gegn eigin tillögum og annara, til þess eins að reyna að sýna, að enn væru það þeir sem ráðin hefðu, þótt þeir væru alltaf að tapa trausti hjá þjóðinni, vegna ráðleysis þegar snúast átti gegn höfuð- vandanum sjálfum. Tillögur þær, sem ríkisstjórn- in hefir borið fram eru vafa- laust fyrst og fremst viðræðu- grundvöllur, sem liklegt er að flokkarnir geti sameinazt um, með einhverjum minniháttar breytingum og ber að taka þeim þannig. Felli flokkarnir hins- vegar tillögurnar og beri fram enga aðra lausn og samþykki bana, verður ekki hjá þingrofi komizt og kosningum. Ríkis- stjórnin reynir með tillögum sinum að sætta hin andstæðu öfl innan Alþingis, sem ekki virðast geta komið sér saman um neitt, —1 jafnvel ekki stjórn- armyndun án málefnagrund- vallar svo sem efst hefir verið á baugi. Tillögur þessar liafa flokkarnir sjálfir mótað í að- alatriðum, hvort sem þeir vilja við þær kannast síðar, eða telja þær getnar í synd og órnerkinga eða föðurleysingja. Gikkir í veiðistöð. íkisstjórnin hefir borið fram frumvarp til dýrtið- af því að gikkur er í veiðistöð- Liölega 1 þús. laxar veiddust í Elliðaánum. Stutt viðtal við Pálmar Isólfsson. ylSIR hafði sem snöggvast tal af Pálmari Isólfssyni, formanni Stangaveiðifélags Reykjavíkur, og innti hann frétta af laxveiði í sumar. Kvað Pálmar hana hafa verið venju fremur trega að þessu sinni, og mundu þurkarmr í sumar hafa valdið þar mestu um. Að öðru leyti sagðist Pálmari svo frá: Láta mun nærri, að meðlimir í stangaveiðfélaginu séu nú milli 150 og 160 talsins. Er þetta fjölmennasti og særsti félags- skapur laxveiðimanna hér á landi og eru allflestir meðlim- irnir úr Reykjavik, en fáir eru búsettir utan bæjarins. Félagið á nú tvær laxveiðiár. Eru það Elliðaárnar og Laxá í Dalasýslu. Hafa félagsmenn skipzt á að veiða í þeim í sumar, eftir því hvenær beiðnir frá þeim hafa borizt til félags- stjórnar og nánara samkomu- lagi þeirra á milli um það, hvaða tíma sumarsins þeir helzt vildu vera við veiðarnar. I Elliðaán- um hafa samtals 56 merih’ í fé- laginu veitt til skiptanna og liafa þeir haft ákveðna viku- og mánaðardaga hver. — Hvað veiddist mikið? spyr fréttaritari. — f Elliðaánuin, sem munu vera beztu veiðiár á öllu land- inu veiddust liðlega 1000 laxar og voru þeir frá 3 og upp í 20 punda þungir, en til samanb. má geta þess að í fyrrasumar veidd- ust um 1500 laxar í ánum. Jafnaðarlega liefir á undan- förnum árum veiðst þetta 12— 1300 laxar þar, svo af þessum tölum má nokkuð marka, hve laxveiði hefir verið hér minni inni. Kommúnistar eru allfjöl- mennur flokkur á Alþingi, sem fyx-st og fremst vinnur gegn núverandi stjórnskipulagi og liefir lýst yfir því í ræðu og riti ár eftir ár, að hann vilji það stjórnskipulagfeigt.Þessir menn standa í samningum við þing- flokkana til þess eins að sýnast, en þeir taka aldrei sæti i borg- aralegri þingræðisstjóm, — taka aldrei á sig nokkura á- byrgð aðra en þá, sem borgar- arnir kunna að telja þá verða að bera vegna spiþingar, undir- róðurs og byltingarstarfsemi og almenns gikksháttar sanntrú- aðra og gagnrýnislausra villu- kenningardýrkenda og hugsun- ai’Iausra eftiræta. Kommúnist- ar vita manna bezt að atvinnu- vegirnir risa ekki undir. kröf- um þeirra um kjarabætur, — þeir vita að tími stríðsgróðans er á enda, þeir greina hrunið augljóslega fx-amundan, en hrunið er gott og guðs blessun í þeirra augum, með því að þá eru líkindi til að eyðimerkur- göngu þeirra sé lokið og Ýyrir- Iieitna landið fram undan, — Sovét-fsland undir rauðu merki alheimsöreiga. Reynslan hefir sannað hver vilji kommúnist- anna er og jafnvel sauðtrygg- ustu vinir þeirra hafa orðið að játa að við þá sé ekki semjandi, með þv, að þeir meini ekkert með samningamakkinu. En er þá ekki kominn tími til, — jafn- vel fyrir þá sauðtryggu, — að horfast í augu við þá staðreynd og fylkja sér til baráttu gegn kommúnistunum undir merkj- um lýðræðis og þjóðrækni, — eða ætla þessir mcnn að láta þá hafa sig að ginningarfíflum öllu lengur? - en áður og kenni eg þar inestu um hinum sífelldu þurkurn, sem liafa verið,um allt land í sumar: f Laxá i Dölum veiddist j mun minna, enda var áin meiri hluta sumars laxlaus og stund- um tæplega laxgeng. Saina máli gegnir um aðrar ár út um land, að veiði hefir verið venju fremur treg, nema á Norðurlandi rætlist nokkuð úr seinni hlutann i sumai’. — Ætlið þið ekki að reyna að eignast fleiri ár? —■ Jú — við höfum rnikinn hug á að fá fleiri ár til umráða, þegar fram í sækir, enda er slíkt alveg nauðsynlegt, og ekki sizt þar sem meðlimir félagsins eru orðnir svo margir, sem raun er á. — Nokkuð fleira, sem þú vildir segja? — Já — félagið hefir i.liyggju að halda 1 til 2 fundi mánaðar- lega í vetur þar sem haldnir verða fræðslufyrirlestrar um veiðiaðferðir og annað sem snertir lax- og silungsveiði. Á stefnuskrá félagsins er lögð rík áherzla á það að menn noti ekki „óheiðarlegar“ aðferðir við veiðiskapinn, enda bar töluvert á því hér áður fyrr og olli það oft miklu tjóni, en sem betur fer nxá slikt heita alveg úr sög- unni nú. Flugvelli skal byggja á 22 stöðum hér á landi. Frv. til laga um ílugvallagerð á íslandi. HÚSBYGGINGARS.TÓÐUR MÆÐR AST YRKSNEFND AR. Mæðrastyrksnefndin liefir á- kveðið að stofna liúsbyggingar- sjóð fyrir sumarheimili mæðra og fyrsta tillagið í sjóð þennan er 10 þús. kr. gjöf, frá börn- um frú Margrétar Gunnlaugs- son. Síðar hafa borizt gjafir frá fleirum í þennan sjóð. Er orðin brýn nauðsyn á sum- arheimili fyrir mæður, því að Mæðrastyrksnefndin hefir til þessa ekki haft neinn fastastað og orðið að fara úr einu hús- næðinu á fætur öðru. Hefir Mæðrastyrksnefndin nú um 10 ára skeið efnt til fjársöfnunar fyrir sumarstarf- semi sína og jafnan orðið vel ágengt. Ríkisstjórnin hefir lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um gerð flugvalla og lendingar- staða fyrir flugvélar. I 1. gr. frumvarps þessa er lcveðið svo á, að flokka skuli flugvelli í 4 flokka eftir stærð þeirra, gerð og búnaði til notk- unar og reksturs. I fyrsta flokki Embætti borgardómara og borgarfógeta veitt. Á ríkisráðsfundi, sem haldin var í dag var Árna Tryggvasyni veitt embætti borgardómara, en Kristjáni Kristjánssyni embætti borgarfógeta. Hafa báðir þessir lögfræðingar, sem áður voru fulltrúar lögmanns, gegnt þess- um embættum sem settir síðan lögmannsembættinu var skipt um síðastliðin áramót. Grettislaug opnuð til afnota. Sunnudaginn 3. sept. s. 1. var sundlaug Umf. Grettis í Mið- firði í V.-Húnavatnssýslu tekin til afnota. Sundlaugin er byggð austan við samkomuhús félagsins með skjólvegg móti noi’ði’i. Stæi’ð laugar er 16.67x7 m. og kring- um hana steinsteyptar stéttir, en böð og búningsldefar verða áfastir samkomuhúsinu og undir leiksviði þess. Öllu er snyrtilega fyrir komið og fylgt fyllstu kröfum um vistleika og ln-einlæli. Ivostnaðarverð laug- arinnar mun vera um 57 þús- undir, en fjárstyrkir hafa feng- izt frá íþróttanefnd ríkisins kr. 16.000.00 sýslusjóði, kr. 5070.00, ungmennasambandi V.-Hún. kr. 2.700.00 og hreppsnefnd kr. 15.000.00. Einstaklingar liafa gefið fé og vinnu og sumir þeirra lagt allmikið á sig. Fólk hér í Reykjavik, sem ættað er úr Miðfii’ðinum liefir einnig lijálpað til. Ákveðið hefir verið að nefna laugina Grettislaug til minning- ar um Gretti Ásmundsson. Fram — K.R. keppa til úrslita í 2. flokksmótinu í kvöld kl. 7.30. Keppt er um nýjan bikar, er verzl. LúllabúS hefir gefi'Ö. H Scrutator; JloudAbi aJbmiwinfyS Merkileg brú. , Jæja, þar fór hún loksins.“ „Það mátti búast við því, að hún færi að fara.“ Þetta var viðkvæðið í gær, þegar sú fregn barst eins og eldur í sinu um bæinn, að loksins hefði Ölfus- árbrúin látið undan. Og hún var sannarlega' búin að standa „sína pligt“ eins og það mundi orðað á nxiður góðri íslenzku. Hún var orð- in meira en hálfrar aldar gömul og var upprunalega byggð fyrir miklu minni og léttari umferð, en hefir farið um hana síðustu árin. Þess vegna hefði eðlilega mátt búast við því, að hún gæfi upp öndina miklu fyrr en raun hefir á orðið. < Ef hún gæti talað. Þessi gamla brú kynni frá mörgu að segja, ef hún gæti talað. Hún gæti sagt frá mörgum merkisatburð- um á mestu framfaraöld hér á landi, ekki sízt á sviði bættrar um- ferðartækni og umbóta á ýmsum sviðum, sem hafa leitt til aukinnar og fjölbreyttari umferðar um hana. Hún mundi segja frá því, að það hafi ekki verið erfitt að hleypa hestvögnunum fram og aftur yfir ána hér áður fyrr, þegar hún var upp á sitt bezta, en svo þegar hún (fór að eldast og lýjast var jafn- * framt fárið áð gera meiri kröfur til krafta hennar og þols. Og hún mundi fyrir löngu hafa farið að kvarta undan því óréttlæti að ekk- ert skyldi gert til að létta undir með henni í hinu vandasama og erfiða starfi. Nýja brúin. Það fer ekki hjá því, að hafizt verður handa urn byggingu nýrrar Ölfusárbrúr hið fyrsta. Ef eg man rétt, þá er þegar búið að gera ým- iskonar rannsóknir á stæði fyrir nýja brú, sem mig minnir að eigi að vera fyrir ofan þá gömlu, sem nú hefir sagt upp vistinni. Þarna verður að korna fögur brú óg hún á ekki aðeins að vera fögur, heldur þannig byggð, að hún full- nægi nútímakröfum um breidd og annað er að^því lýtur Og svo er auðvitað það skilyrðið, sem ekki er veigaminst, að brúargerðinni þarf að hraða, því að Brúarhlaða-leiðin er aldrei til frambúðar. j 1 Innrásarbátar. Menn eru með allskonar bolla- leggingar um það, hvernig bezt verði að halda uppi flutningum við Selfoss, unz ný.brú kemur. Sumir vilja láta setja upp öfluga kláf- ferju fyrir menn og varning, aðrir vilja hafa nógu marga ferjubáta og tvo menn hitti eg í gær, serrt þótti sjálfsagt, að athuga hvort hægt væri að koma þarna við innrásar- báti eða bátum og reyna þá að herja þá út úr setuliðinu. Sumir menn vilja alltaf leita til þess með öll vandamál. En vonandi verður fundin viðunandi lausn og heldur fyrr en síðar. skulu vei’a flugvellii’ með eigi færri en þrem rennibrautum, gerðum úr steinsteypu, malbiki eða öðru varanlegu slitlagi. Lengd brauta og bi’eidd skal nægileg fyrir stórar millilanda- flugvélar. Skulu þar vera bygg- ingar þær, tæki og búnaður, sem nauðsynlegt telzt til að full- nægja millilandaflugi. í 2., 3. og 4. flokki skulu vera flugvellir af mismunandi stærðum, sem miðast við inn- anlandsflug. Flugvellir af 1. fl. gei’ð skulu vera í Reykjavík og á Reykja- nesi. 2. fl. vellir skulu vera í Eyjafirði, lijá Egilsstöðum á Völlum og á Melatanga í Horna- firði. —- 3. ,fl. vellir skulu vera í Borgarfirði, bjá Sönduin í Miðfirði, lijá Blönduósi, hjá Sauðárkróki, í Vestmannaeyj- um, nálægt Siglufirði, hjá Húsa- vík og hjá Kópaskeri. — 4. fl. vellir skulu vera á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Kambsnesi bjá Búðardal í Dalasýsln, Hólmavík, Melgraseyi’i við ísa- fjarðardjúp, Vopnafirði, Búð- um í Fáskrúðsfirði, Fagui’hóls- mýri, Mýrdal i V.-Skaftafells- sýslu og á Geitasandi i Rangár- vallasýslu. Flugvélaskýli og dráttai’- brautir fyrir sjóflugvélar skulu vera í Reykjavík, í ísafjarðar- kaupstað, á Akureyri, á Aust- fjörðum og á Vestfjörðum. Þá eru í 4. gr. ákvæði um þráðlausar talstöðvar á 1. og 2. fl. flugvöllum, svo og annars staðar er nauðsyn krefur. Gert er ráð fyrix’, að kostnað- ur við gerð, rekstur og viðhald þeirra flugvalla, sem um getur í frumvarpinu, ásamt nauðsyn- legum mannvirkjum, tækjum og búnaði, greiðist úr í’íkissjóði eftir því, sem fé verður veitt til í fjárlögum. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið skal setja á stofn sérstaka stjórn flugmála, þegar tímabært þykir og fellur þá nið- ur starf flugmálaráðunautar í’íkisins. Forstöðumaður þess- arar stofnunar skal nefnast flugmálastjóri. Þar til þessi skipan verður gerð, hefir at- , vinnu og. samgöngumálaráðu- neytið stjórn þessara mála og er vegamálastjóri og flugmála- ráðunautur ráðuneytinu til að- stoðar við allar framkvæmdir. ÖLFUSÁRBRÚIN. Framh. af bl. 1. brúna. Aðvaranir voru festar upp beggja megin brúarinnar. Einu bilanirnar, sem vart hefir orðið á brúnni áður, eru að komið hefir fyrir að hengi- stengur, sem festar eru við burðarstrengina og halda brúnni uppi, hafa sbtnað. Þær hafa jafnharðan verið endur- bætlar og nýjar settar í stað- inn, og voru í fyrra sumar, til frekari öryggis, settar nýjar hengistengur í alla hrúna. Síð- ast nú í sumar voru settar nýjar og gildari hengistengur i alla miðbrúna. Brúin hefir síoan í fyrra verið undir svo að segja daglegu eftirlili. Það liefir aldrei orðið vart bilana á sjálfum burðarstrengj- unum þar til nú, aðfaranótt PUDL0 vatnsþéttiefni í steinsteypu, múrhúðun og útkúst (hvítt- un), fyrirliggjnadi. SÖGIN H/F Höfðatún 2. Sími 5652. Húsnæði — Heils dags vist. Get útvegað ágæta stúlku í heils-dags-vist þeim, sem get- ur útvegað mér 1 til 2 her- bergi. Tilboð sendist blaðinu fyrir laugardagskvöld, merkt „V Ö N D UГ. Sveitasögur, Stuttar sögur, Syndir annara, Ritsafn Þor- gils gjallanda, Minningar Ingunnar frá Koi’nsá, Ritsafn Jóns Sigurðssonar, Islenzka myndabókin, Islenzk menn- ing, Þrúgur reiðinnar, Ljóð- mæli Gísla á Eiríksstöðum. Bókabúðin, Klapparstíg 16. ÍBDÐ Rishæð, 2 herbergi og eldhús, i nýju húsi, til leigu 1. okt. 3ja ára leigusamningur. — Tilboð merkt: Rishæð“, send- ist afgreiðslunni. miðvikudags, að skyndilega bilaði festing allra þriggja sti’engjanna öðru megin, þann- ig, að þeir runnu úr festunum og önnur hlið brúarinnar féll niður. Ákveðið er, að hefjast ni'i þegar handa og reyna að lvfta brúnni og styrkja liana svo, að hún vei’ði a. m. k. gangfær. Er búist við, að þetta takist, ef engin sérstök óhöpp koma fyx’- ir. En ekkert má út af bera, t. d. ef hvessir, þá er hætt við að fleiri hengistengur hili á þeim burðarstreng, sem nú heldur brúnni upjxi og hún falli niður í ána. Útvegaðir hafa verið bátar á fei’justað, rétt fyrir neðau brúna, og er fólk og flutningur ferjað þar yfir. Er fyrirliugað að bæta lendingar heggja meg- in árinnar og fá betri farkosti. Haustið 1941 var gerð áætl- urr og uppdrættir að tilhögun nýrrar brúar, og þá þegar rætt um aðkallandi nauðsyn henn- ar. Var ráðuneytinu skrifað nokkru síðar og farið fram á fjárveitingu til nýrrar brúar. En vegna vandkvæða á útveg- un efnis til búarinnar, þótti ekki unnt að hefja fram- kvæmdir. Sjálfsagt er, að nú þegar vei’ði hafizt handa um byggingu nýrrar brúar, en jafn- vel þótt efnið fáist, tekur það alltaf alllangan tíma að byggja brúna. Þá verður og nú þegar haf- ist handa um viðgei’ð á vegar- kaflanum frá Gröf í Hreppum upp að Brúarhlöðum, cn þar er nú eina bílfæra leiðin austur yfir Hvítá og er þessi kafli ill- fær, að minnsta kosti þegar blotnar um. Þessi leið um brúna á Brúarhlöðum, er um 125 km. lengri og kemur því að mjög ófullkomnum notum. Úrslitaleikur 2. flokks mótsins í kvöld 7.30. iimi - ii.it.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.