Vísir - 07.09.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 07.09.1944, Blaðsíða 3
isaasifi VISIR f Bjarni Grímsson frá Öseyrarnesi andaðist 29. ágúst s.l., að heim- ili sínu, Barónsstíg 59 hér í bænum, eftir stuttt legu; hafði áður um nokkur ár verið mjög veill á heilsu. Hann var fæddur á Öseyrar- nesi 4. des. 1870 og voru for- eldrar hans Grímur óðalsbóndi Gíslason Þorgilssonar frá Syðraseli við Stokkseyri, og Elín .Bjarnadóttir óðalsbónda Hannessonar í Óseyrarnesí. Systkin Bjarna voru 5, er upp komust, og ólst hann upp með þeim og í nábýli við frændsyst- kini sín, börn Þorkels Jónsson- ar, sem einnig bjó í Óseyrar- nesi, er voru flest nokkru eldri, en eigi að síður voru börn Gríms og hin yngstu af börnum Þorkels leiksystkin i æsku, og féll víst vel á með þeim, og var barna og unglingahópur þessi mjög glæsilegur og vel uppal- inn. Af þessum lióp eru nú að- eins tvær konur á lífi: Valgerð- ur, systir Bjarna, gift kona hér ,í bænum, og Ingibjörg, gift kona á Laugabrekku í Reykja- vík, dóttir Þorkels. Eg, sem rita þessi minningar- orð, var rúmum þremur árum eldri en Bjarni og ólst upp á næsta bæ við Óseyrarnes, aðeins tæpur hálftíma gangur milli hæjanna, og var eg því tíður gestur í hópi unglinganna þar á uppvaxtarárum mínum, og var mér óblandin ánægja að vera með þeim. Grímur í Ós- eyrarnesi hafði heimiliskenn- ara á vetrum fyrir börn sín, eftir að þau komust á námsald- ur, og var sá síðasti þeirra hinn landskunni fræðimaður Bi'ynj- ólfur Jónsson frá Minna-Núpi, er mun háfa haft mjög góð á- hrif á þessa unglinga, náms- áhuga þeirra og skapgerð. Einn vetur kom upp barnaveiki á heimili Gríms, og kom hann þá þremur elztu börnum sínum til Eyrarbakka, og fékk þau tekin um tíma inn í barnaskólann þar. Eg var þá þar i skólanum og mæltist Grímur til þess við mig, að eg væri þeim hjálpleg- ur við námið, ef eg gæti, svo að þau gætu haft full not af kennslunni þennan tíma og var mér það ljúft, því þau voru öll mjög skemmtileg, og höfðu á- gæta hæfileika, en þó fannst mér að Bjarni bæri þar af. Eft- ir lát föður síns, er andaðist 26. febrúar 1898, fluttist Bjarni að Stokkseyri, sem síðar varð eign hans, og gerðist verzlunarmað- ur. Fyrst hjá Edinborgarverzl- un, svo hjá Ólafi kaupm. Árna- syni og síðast hjá kaupfélaginu Ingólfi. Árið 1901 gekk Bjarni aci eiga eftirlifandi konu sína, Jóhönnu Hróbjarsdóttur óðals- bónda Hannessonar á Grafar- bakka í Hrunamannahreppi, hina ágætustu konu, sem var honum ástríkur og styrkur lífs- förunautur til dauðans. Þau eignuðust 7 börn og misstu eitt þeirra á fyrsta ári, en 6 eru á lífi uppkomin og mannvænleg. Þau eru þcssi: 1. Grímur pípulagningameist- ari. 2. Dagbjarlur, stýrimaður á m.s. Esju, giftur Aðalheiði Tryggvadóttur. 3. Haraldur múrarameistari. 4. Hróbjartur stórkaupmaður, giftur, og er kona hans Eve- lyn, f. Hobbs. 5. Sigríður, er reltur iðnfyrir- tæki hér í bænum, og 6. Elín skrifstofumær. Þau hjónin Bjarni og Jó- hanna reistu bú á Stokkseyri árið 1901 og bjuggu þar til þess að þau fluttu til Reykjavíkur 31. desember 1926. Á Stokks- eyri hafði Bjarni á hendi mörg aukastörf í almenningsþarfir. Hann var í hreppsnefnd, skóla- nefnd, safnaðarstjórn, stjórn sparisjóðs, og í stjórn Flóa- áveitunnar, allt þetta um lengri og skemmri tíma, og bendir það ótvírætt til þess, að hann hafði fullkomið traust sveitunga sinna. Bú þeirra hjóna var víst aldrei mjög stórt, en myndar- legt i alla staði og lieimili þeirra hæði á Stokkseyri og hér fyrir- myndarheimili. Þá kem ég að því, sem var stór og veigamikíll þáttur í lífi Bjarna, það var sjómennska hans og formennska við fiski- veiðar í Þorlákshöfn. Hann mun hafa byrjað sjómanns- starfið rúmlega 15 ára, fyrsta árið með föður sínum, sem um langt skeið var nafnkunnur for- maður, en varð að hætta for- mennsku, sökum sjúkleika, og tóku þeir bræður, Bjarni og Páll, síðar bóndi í Nesi í Sel- vogi, við formennskunni. Páll var rúmu ári eldri, eða um 17 ára, og var hann þvi talinn for- maður, og var Bjarni með hon- um tvær vertíðir, en byrjaði svo formennsku á eigin skipi rúmlega 18 ára að aldri. Þó þeir bræður væru yngri en flestir aðrir, er þeir byrjuðu for-# mennsku, fór þeim bóðum það starf svo vel úr hendi, að þeir voru von bráðar taldir meðal hinna allra fremstu formanna um 38 ára skeið, er þcir stund- uðu það starf. Þegar Bjarni byrjaði for- mennsku, réðust til hans ungir og röskir hásetar, er sumir voru víst með honum alla hans for- 1 mannstíð. Iiann varð fljótlega meðal fremstu sjósóknara og aflamanna, og báru hásetar hans fullkomið traust til hans alla tíð, og var það maklegt, því að um leið og hann var djarfur sjósóknari, var hann aðgætinn og varð aldrei fyrir neinu slysi. Eg geri ekki ráð fyrir að Bjarni hafi nokkru sinni haft neinn háseta, sem vildi gera at- hugasemdir við sjósókn hans, en ef svo hefði verið, gæti ég hugsað, að hann hefði sagt eitt- hvað líkt og stendur í kvæðinu „Eggert Ólafsson“: „Eg trúi á Guð, en grýlur ei, og gleð mig við reiðan sjó“. Bjarni gladdi sig oft við „reiðan sjó“, það er eg viss um; hann var ávallt glaður og með örrugum hug; j hans stefna í lífinu var fram- sækni, hetjulund og glæsi- mennska. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur stundaði hann fiskimatsstörf, meðan heilsan leyfði, og mun það hafa farið vel úr hendi, eins og annað, er hann starfaði. Við Bjarni vorum, eins og áð- ur segir, uppaldir í nágrenni livor við annan og vorum leilc- bræður í æsku, og tókst með okkur góður kunningsskapur og vinátta, sem hefir haldizt alla tíð, og eru minningar mín- ar um hann mjög ánægjulegar, en mér finnst þegar hann er fallinn frá, stórt skarð höggvið í hóp þeirra samferðamanna, j sem ég hefi metið mest af þeim, sem eru á líku aldursskeiði og ég, en ég veit að það er sam- kvæmt óriúfanlegu lögmáli, er allir verða að lúta, einn í dag og anriar á morgun, og eg veit, R ú s i n u r Klapparstíg 30. - Sími: 1884. Ung stúlka með barn öskar eftir víst á harnlausu heimili. — Tilboð, merkt: „65“, sendist Vísi fyr- ir n.k. laugardag Miðstöðvarketill til sölu, Uppl. á Hverfisgötu 114. Telpukápur teknar fram í dag. Dömukjúlar teknir fram daglega. KJÖLABOÐIN Bergþórugötu 2. Tyggigúmmí Klapparstíg 30. - Sími: 1884. ÞurrkaSur Saltfiskur Þurrkuð skata íslenzkar gulrófur ágætar. Hafliði Baldvinsson Hverfisgötu 123. Sími 1456. Kvenmaður óskast. til gólfþvotta í Nýju Efna- laugina. Upplýsingar þar. í góðu húsplássi, með góðum vélum og lager, til sölu nú þegar. — Tilboð, merkt: „Saumaverkstæði“, sendist blaðinu fyrir föstudags,- kvöld. BEZT AÐ AUGLTSA í VÍSI að „látinn lifir, það er huggun harmi gegn“. Farðu vel í fegri heim. Þökk fyrir samveruria. . Sigurður Þorsteinsson. Húsgagnasmiðir. Okkur vantar húsgagnasmiði og trésmiði til að vinna við hús- gögn og innréttingar. G. Skúlason & Hlíðberg h.f. Þóroddsstöðum. Framtíðarstarf. Ungur maður óskast til skrifstofustarfa hjá þekktu fyrirtæki í miðbæntim. Umsókn, helzt með mynd af um- sækjanda, merkt: „FramtíSarstarf“, sendist afgreiðslu þessa blaðs sem fyrst. Skrúfblýantur og kveikjari — einn og sami hlutur — nýkomnir aftur. Nokkrar tegundir af vindla- og sígarettukveikjurum. Lögur (lighter fluid). Tinnusteinar (flint). BRISTOL, Bankastræti 6. Ábyggileg 14 ára telpa getur fengið atvinnu í búð nú þegar .Tilboð sendist blað- inu, merkt: ,,Ca. 14 ára“, strax. Ungir listamenn! Þér, sem viljið taka þátt í fjölbreyttu skemmtikvöldi, sem fram fer í næsta mánuði, sendið nafn yðar og heimilisfang í lokuðu umslagi, merktu „Skemmtikvöld“, til Vísis fyrir 15. þ. m. — Allir þeir, sem hafa lagt stund á dans, söng og hljóðfæraslátt, koma til greina. Til sölu goður járnrennibekkur og lítið púnktsuðutæki. Upplýsingar í H.f. RAFMAGN, Vesturgötu 10. Sími 4005. Amerískar KVENKÁPUR t í dökkum litum. — Ódýrar. - BREIÐABLIK Laugavegi 7 4. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðlaug Hannesdóttir, er andaðist 31. f. m., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni n. k. föstudag. Athöfnin hefst kl. 1,30 að Elliheimilinu Grund. — Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda. Hannes og Gestur Magnússynir. Paa de fraværende Slægtninges Vegne önsker det Kgl. Danske Gesandtskab at udtale sin hjertelige Tak til de mange, der ved Begravelsen af Kaptajn Hans Kr. Pedersen, O.B.E., Kok Walter Knudsen og Fvrböder Kaj Lauritzen tilkendegav deres Deltagelse. Leiðrétting. Vegna ummæla í grein, er birtist í dagblaðinu Vísi 4- þ. m. og greinargerðar í öðr- um dagblöðum, um stofnun hlutafélagsins Innkaupasam- band rafvirka, óskum vér eft- ir að birt verði eftirfarandí leiðrétting: í greinargerð félagsstjórnar- innar segir m. a.: „Að stofnun þessa innkaupasambarids standa því sem næst 80% af öllum starfandi rafvirkjameisturum á öllu landinu.“ Samkvæmt upplýsinguni frá Rafmagnseftiriiti ríkisins, er tala löggiltra rafvirkja á land- inu um 105, auk þess mrunu vera starfandi méð bráða- birgðarlöggildingu um 40 raf- virkjameistarar og er þanníg tala þeirra alls um .145. Að stofnun Innkaupasam- bands rafvirkja, lilutafélag,, standa 12 löggiltir rafvirkja- mesitarar, skv. firmatilkjmn- ingu i Lögbirtingablaði nr^, 41,. frá 23. júni s. 1., eða um 8% af löggiltum rafvirkjum, en ekH 80%, eins og ranglega var- hermí. í Vísi segir: „Ástæðan sem til þess lá, aS samband þetta var stofnað var' sú, að rafvirkjar gátu ekki leng- ur sætt sig við að þurfa aðhaupa- ófullnægjandi efni tíl að virinai úr, en slíkt hefir fram aS þess-- um tíma valdið þeim míklum erfiðleikum i rafmagnsfram- kvæmdum þeirra.“ Er stríðið liófst, tók fyrir öll viðskipti við Evrópu, nema við Bretland og síðastliðiS hálft annað ár hefir orðið að kaupa allar rafmagnsvörur frá Banda- rikjunum. 1 Bandaríkjunum og Bref- landi tíðkast efni af öðrumgerð- um en hér var notað, og af þeim\ ástæðum og vegna styrjaldar- innar hefir þurft að nota þaðl efni, sem fáanlegt hefir verið.. Ströng vöruskömmtun Iiefir verið í Bandaríkjunum á öllu raflagnaefni og rafvörum, og jafnvel framleiðslubann á t. d. öllum heimihstækjum, síðan fyrstu styrjaldarárin. í þessu sambandi má geta þess, að al- gert útflutningsbann var á ölf- um rafmagnsvörpm frá Banda- ríkjunum, frá því í september 1943 til ársloka, að undanlekmt 15.000 dollara verðmæti, er ráð- stafað var af Viðskiptaráði til Raftækjaverksmiðjunnar hJF. i Hafnarfirði. Ennfremuir skaí tekið fram, að fyrirhugað út- flutningsmagn á rafmagnsvör- um til Islands, fyrstu tvo árs- fjórðunga þessa árs kom ekki til framkvæmda í Bandaríkj- unum. Það magn af rafmagnsVörum sem nú hefir verið úthlutað í Bandarikjunum, fyrir siöari .helming ]>essa árs, er langt frá því að fullnægja þörfum lands- ins. ‘ Frá Bretlandi hefir verið al- gert útflutningsbann á raf- magnsvörum frá því í árs-- byrjun 1943. j í Vísi segir: j „að þeir aðilar, sem hafa haft 1 á hendi innkaup fyrir rafvirkj- ana, hafa reynzt harla Iinir í þessum starfa sínum, og' ekki nándar nærri fullnægt þeím kröfum sem gera verður til þeirra manna, er slíkt verk hafa tekizt á hendur.“ Þessi ummæli skulu ekki vé- fengd, enda mun hér átt við þá aðila, er rafvirkjar hafa fram- selt þau gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi, er þeim hefir verið úthlutað. Hitt skal hins- vegar tekið fram að við fyrir- tæki vor starfa þaulvanir menn, með margra ára reynslu í þess- ari grein. P. Smith. Raítækjasalan h.f. Electric h.f. Terra Trading Co..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.