Vísir - 13.09.1944, Qupperneq 3
VlSIR
Miðvikudagur 13. sept. 1944.
Bjön*n élaf§§on f jármálaráðherra:
I fyrrakveld fóru fram um-
ræður á Alþingi um dýrtíðar-
tillögur ríkisstjórnarinnar og
var þeim útvarpað. Talsmað-
ur ríkisstjórnarinnar var
Björn Ólafsson, f jármálaráð-
herra, og birtist ræða hans
hér í heilu lagi.
\
Þær umræður, sem hér fara
l'ram, fjalla um frumv. það til
dýrtíðarráðstaí'ana, sem ríkis-
stjórnin hefir lagt fyrir Alþingi.
Sökum þess að dýrtíðarmálin
varða miklu alla afkomu þjóð-
arinnar og lausn þeirra getur
mótað til góðs eða ills lífið í
landinú næstu árin, er líklegt að
umræður þessar komi víða við.
Aðeins róleg og hleypidómá-
laus athugun á málinu frá ýms-
um hliðum getur gert mönnum
fyllilega' ljóst i hvert öngþveiti
stefnir og hversu óvenjuleg
nauðsyn ej- á því, að snúið verði
við á þeirri hraut, sem nú er
haldið.
Hvað gera flokkarnir?
Sum blöðin hafa látið í ljós
undrun yfir því, að stjórnin
hafi óskað eftir útvarpsumræð-
um um mál þetta, áður en
flokkarnir hafi tekið ákveðna
afstöðu til málsins eða það hafi
verið gjörathugað í þingnefnd.
Stjórnin fór fram á það við
flokkana fyrir nærri tveim vik-
um, að þeir léti uppi afstöðu
sína til frumvarpsins fyrir 10.
þ. m. Ekkert svar hefir komið.
Flokkarnir hafa haft dýrtíðar-
málin til athugunar’nú í nærri
tvö ár. Engar tillögur hafa frá
þeim komið. Nú finnst stjórn-
inni tími ti^ kominn, að flokk-
arnir geri hreint fyrir dyrum
sínum í þessu máli og skýri
þjóðinni frá hvernig þeir ætla
sér að leysa það.
Breyting í nánd.
Hver dagur sem nú liður, fær-
ir nýjar sannanir fyrir því, avð
lok styrjaldarinnar í Evrópu sé
í nánd. Hvört um vopnahlé
verður samið eftir viku eða
mánuð getur líklega enginn
sagt, en þeir sem bezt þekkja
til þessara mála og sjálfir hafa
þræðina i hendi sér, munu vera
þeirrar skoðunar, að um næstu
jól muni styrjöldinni lokið í álf-
unni.
Hér á landi getur fáum dul-
izt, að allt atvinnulíf lands-
manna hefir undanfarin fjögur
ár mótazt og vaxið vegna
beinna áhrifa styrjalda,' nar.
Þensla at’ innuveganna liéfir r-
sakazt af óvenjulegri eftir-
spurn, sem styrjaldir jafnan
skapa, um vörur og vinnukraft.
Þegar ófriðurinn hættir, fellur
niðyr hin óvenjulega eftirspurn,
vegna þess að þörfin minnkar,
en um leið hlýtur ofþenslan að
fjara út.
Þjóðin er eins og skipverjar á
á litlum seglháti.
Meðan stormurinn varir eru
seglin þanin og báturinn þýtur
áfram, en þegar aftur lygnir
fer vindurinn úr seglunum og
skipverjar verða að fara að róa,
hvort sem þeim lílr.r betur eða
ver.
Ef svo er, að allt atvinnulíf
vort hefir undanfarið verið mót-
að af áhrifum ófriðarins, þá er
það bein og eðlileg afleiðing,
að miklar breytingar hljóta að
verða ó því, þegar þessara á-
hrifa hættir að gæta. Lok ófrið-
arins hljóta því að marka mjög
ákveðin og áhrifarík þáttaskipti
í atvinnumálum landsmanna og
þjóðin þekkir ekki sinn vitjun-
artíma, ef hún áttar sig ekki á
þessari staðreynd nógu
snemma.
Til þess að fá heildarmynd af
því, hvernig dýrtíðarmálin
standa nú og hvernig aðstaða
atvinnuveganna er í því sam-
bandi, er nauðsynlegt að fara
nokkuð aftur i tímann.
Stutt yfirlit.
1 ársbyrjun 1940 stóð vísital-
an í 112, en á því ári hækkaði
hún um 30 stig. Árið 1941
hækkar vísitalan enn um 35
stig. Er því hækkunin þessi tvö
ár mjög svipuð hvort árið og
frekar hægfara. 1 árslok 1941 er
vísitalan 177 stig. Hefði á þess-
um tímamótum verið tekið
rösklega og af einbeittni í taum.
ana, eins og flestum var þá ljóst
að þörf kral'ði, hefði að likind-
um verið hægt að forðast þá
miklu verðhólgu, er síðar varð.
Á árinu 1942 tók skriðan hins-
vegar að renna fyrir alvöru og
er lítill vali á, að hin pólitísku
átök og áhrif tveggja kosninga,
sem urðu á þvi ári, áttu ekki
óverulegan ])átt í því að svo
varð. Á árinu hækkaði vísitalan
um 95 stig, en 50 stig af þeirri
hækkun koma frám al' verð-
hækkunum, sem fram fóru í
mánuðunum septemher til nóv-
ember, aðallega ó kjöti og
rnjólk. I desember 1942 var vísi-
talan komin upp í 272 stig.
Enginn vafi er á því, að verð
landbúnaðarvara, sérstaklega á
kjöti og kartöflum, liefir verið
sett of hátt um haustið 1942.
Þá hækkaði kjöt úr kr. 4,10 upp
í kr. 7,75, mjólk úr kr. 1,21 í
1,57 og kartöflur úr kr. 60,00
upp í kr. 85,00 í heildsölu.
Hagstofan hefir reiknað út,
að samkvæmt grundvelli sex-
mannanefndarinnar hefði verð
á kjöti haustið 1942 átt að vera
3,59 til hænda, en þeir fengu
kr. 5,21, sem meðalverð á Suð-
urlandi og líklega hærra meðal-
verð norðanlands. Kartöfluverð-
ið hefði átt að vera 64,50, en
varð um 85,00. Samkvæmt
þessu hefir Hagstofan ennfrem-
ur reiknað út, að hefði landbún-
aðarafurðir 1941 og 1942 verið
verðlagðar samkvæmt nefndum
grundvelli, þá hefði vísitalan í
desemher 1942 átt að vera 242,
í stað 272 stig.
Þau mistök, sem hér virðast
hafa orðið, stafa af því, að við
verðlagningu afurðanna var
enginn mælikvarði að fara eftir
í því skyni að halda réttu lilut-
falli milli afurða og vinnulauna.
Þess vegna varð verðsetningin
matsatriði hvérju sinni, með
þeim árangri, sem nú var getið.
Ct af þessu hafði raunverulegu
myndazt kapphlaup milli af-
urðaverðs og vinnulauna, sem
•enginn gat séð fyrir, hvernig
enda mundi, ef ekki yrðu settar
slcorður við slíku kapphlaupi
með frjálsum samningum eða
lagahoði.
Þegar núverandi ríkisstjórn
tók við völdum, 16. desemher
1942, var vísitalan 272 stig, eins
og áður er sagt. Verðlagið inn-
anlands var að miklu leyti að
fara úr reipunum og viðbúið
var að hver hækkunin mundi
reka aðra. Með sérstökum
bráðabirgðaráðstöfunum var
verðlagið stöðvað og í byrjun
ársins 1943 lækkaði vísitalan
nokkuð, vegna fjárframlaga úr
ríkissjóði til verðlækkunar.
Ríkisstjórnin lagði þá fram í
þinginu frumvarp um dýrtíðai’-
ráðstafanir. Flestum er enn í
fersku minni hvernig þingið fór
með það frumvarp, ög hirði eg
elcki um að rekja þá sögu hér.
Þingið vék sér undan því, að
gera nokkrár raunhæfar ráð-
stafanir gegn verðhólgunni. En
upp úr þessu spratt þó starf
sex-mannanefndarinnar og sá
grundvöllur, sem hún setti um
verðlag landbúnaðarafurða.
Þessi grundvöllur, þótt gallaður
sé, kom að vísu festu í verð-
lagningu afurðanna, en hann or-
sakáði jafnframt hækkun á
verðinu og gerði stórum erfiðari
en áður haráttuna við dýrtíð-
ina. Grundvöllur sex-manna-
nefndarinnar styrlcti mjög að-
stöðu framleiðenda landbúnað-
arvara, en eins og hann cr lagð-
ur, hindrar hann það, að verð-
lagið geti breytzt, nema á lil-
tölulcga löngum tíma. 1 þessu
sambandi er þó rétt að hafa
það hugfast, að grundvöllurinn
gildir aðeins meðan ófriðará-
standið Varir.
Á miðju ári 1943 hafði vísi-’
talan komizt niður í 245 stigi
Kjót ........................
Mjólk ...........'........... .
Kartöflur ...................
Af þcim mismun, sem cr á
kjöti og mjólk, greiðir ríkis--
sjóður nú til verðlækkunar 1,90
fyrir kg. af kjöti og 16—18 aura
fyrir liter af mjólk. Hinh mikli
verðmunur, sem er á kartöfl-
um, stafar af því, að undanfarið
misseri hafa erlendar kartöflur
verið seldar á 80 aura kg. Er
það nær helmingi lægra verð
en innlendu kartöflurnar kosta.
Fjárframlög ríkissjóðs til
verðlækkunar er áætlað að
muni nema nú um einni milljón
króna á mánuði fyrir kjöt og
mjólk. Þetta fjárframlag lækk-
ar vísitöluna kringum 14 stig.
Ef engum fjárframlögum væri
beitt, ætti vísitalan raunveru-
lega að vera nú 280 stig, í stað
266.
Hækkunin, sem kemur 15.
septemher á kjöt og mjólk og
kartöflum, má ætla að hækki
vísitöluna um allt að 17 stig. Af
])cssu er hækkunin af kartöflun-
' um einum rúmlega 7 stig. Um
5 stig al' þessari hækkun munu
koma fram í vísitölunni fyrir
september.
Ef allt verður látið laust.
Ef hætt verður'greiðslum úr
ríldssjóði 15. sept. og þessar af-
urðir verða séldar samkvæmt
framangreindri verðlagningu,
mun vísitalan verða um 297
stig. Við það mundi svo hætast
eftir einn til tvo mánuði frek-
ari hækkun, cr mundi sækja á
með miklum þunga.
Það er ekki auðvelt að áætla
hversu mikið mundi kosta ríkis-
sjóð að greiða niður alla þessa
hækkun á vísitölunni, en eg
gæti trúað að til ]>ess þyrfti yfir
tvo tugi milljóna yfir árið, eða
allt að 2 milljónir króna á mán-
En vegna verðhækkunar, sem
stafaði af samlcomulagi sex-
mannanefndarinnar, og öðrum
ástæðum, hækkaði ‘vísitalan í
árslok upp í 266 stig. Siðan hef-
ir liún haldizt nokkuð stöðug
með fjárframlögum úr ríkis-
sjóði
Á nýjHm vegamótum.
Þetta er í fáum dráttum
gangur málsins. Ennþá hefir
ekkert verið gert af hendi þings-
ins til þess að stöðva vöxt dýr-'
tíðarinnar varanlega. Ríkis-
stjórnin hefir haldið verðbólg-
unni í slcefjum í nærri tvö ár,
aðallega með verðlagsráðstöf-
unum’og fjárframlögum. Þing-
ið hefir ekki trevst sér til að
svipta stjórnina heimild til
slílcra ráðstafana, en sumir
flokkar ])ess hafa gert stjórn-
iiíni allan þann óleik, er ])eir
hafa mátt. Mundu þó margir
'ætla, að ]xið væri sameiginlegt
áhugamál allra þjóðhollra
manna, að lcoma i veg fyrir hin-
ar örlagaríkustu afleiðingar
verðhólgunnar.
Nú stendur þjóðin á nýjum
vegamótum í þessu máli. Ný
verðhækkun á landhúnaðar.vör-
um stendur fyrir dyrum og nú
verður að fara að hugsa fyrir
því ,að létta af ríkissjóði þeim
miklu útgjöldum, sem hann
notar nú lil að standa á móti
flóðbylgju dýrtíðarinnar. Sam-
lcvæmt úlreilcningi Hagstof-
unnar hælckar vísitala landhún-
aðarins um 9,4 stig.
Samkvæmt hinu nýja verði
landbúnaðarvara er talið að út-
söluverð á lcjöti, mjólk og kar-
töflum ætti að vera sem hér
hér segir:
kr. 9,90 lcg., er nú lcr. 6,50
— 1,76 — — — — 1,45
- 1,54 — , — — — 0,80
uði. Engum getur dulizt, að
slílct mundi ríkissjóði gersam-
lega ofviða til lengdar.
Landbúnaðarvisitalan nýja
lcémur til framkvæmda 15.
sept., ef eklcert er gert fyrir
þann tíma, sem hindrar verð-
hæklcuiiina á einn eða annan
hátt.
Ríkisstjórninni er Ijóst, að
hún liefir slcyldu til að leggja
til málanna það, sem hún telur
nauðsynlegt til þess að forðast
öngþveiti í þjóðfélaginú, en
hinsvegar er það á valdi Al-
])ingis, hvort tillögur hennar ná
fram að ganga, eða hvað gert
verður í málinu. Verði ekkert
gert, er það elclci hennar sök.
FrumvarpiS.
Frumvarp það, sem hér ligg-
ur fyrir, er hvorki stórt skref
né miklar aðgerðir. En það er
stöðvun. Það ætti að geta stöðv-
að frekari vöxt verðhólgunnar
og hindrað að sú þróun, sem nú
. virðist ætla að sprengja öll
hönd og liða sundur fjármála-
og atvinnukerfi laridsins, geti
haldið áfram.
Eg skal með fám orðum geta
lielztu atriða frumvarpsins.
Uppistaðan í því er þreföld.
I fyrsta lagi lækkun á verði
landhúnaðarafurða um 10%. 1
öðru <ki£i læklcun á dýrtíðar-
uppbót allra, sem laun taka í
landinu í hlutfalli við lækkuu á
verði afurðanna. 1 þriðja lagi
skattur á‘ þá, sem eignazt hafa
mikið fé á ófriðarárunum.
Til þess að setja sem sterk-
astar skorður við aulcningu
verðbólgunnar, er álcvæði um
það að dýrtíðaruppbót megi
aldrei. reikna með hærri visi-
tölu en 270, Ef framfærsluvísi-
talan fer hærra, greiðist engin
dýrtíðarupphót með því, sem
fram yfir er. En til þess að
hindra það, að vísitalan fari
langt upp fyrir 270, er svo á-
lcveðið, að verð landbúnaðar-
vara skuli. lælcka i réttu hlut-
falli við ])á slcerðingu, sem laun-
þegar verða fyrir vegna há-
marksbindingar vísitölu i sam-
bandi við kaupgreiðslu.
Heimilað er að ríkissjóður
haldi áfrarn greiðslum til verð-
lækkunar til áramóta. Eftir
þann tíma er gert ráð fyrir að
þær falli alveg niður. Við þaðj.
mun vísitalan hæklca, en ])á
kemur til framkvæmda álcvæð-
ið um að verðlag afurðanna
lælcki í hlutfalli við þá skerð-
ingu, sem launþegar verða fvrir.
Eftir því sem næst verður
komizt, mundi vísitalan að lík-
indum hælcka um áramótin um
allt að 20 stig, eða upp í 286,
en lælckun á afurðaverðinu, sem
næmi um 6%, mundi lælcka
vísitöluna ofan í 279 og í nám-
unda við það mundi hún að
likindum stöðvast.
Samkvæmt 5. gr. frumvarps-
ins slcal engin dýrtiðarrippbót
greidd af kauphækkunum, sem
fara fram á tímabilinu 1. sept.
1944 til 1. júlí 1945. Er þetta á-
kvæði sett til að hindra nýjar
kauphækkanir, því að þær
stefna að aukinni verðbólgu og
vinpa ])ví öfugt við tilgang
frumvarpsins.
Þá er eftir að minnast á þann
hluta frumvarpsins, sem fjallar
um eignaaukaskattinn. Þetta er
skattur, sem allir flokkar hafa
tjáð sig fúsa að samþykkja.
Þess vegna er hann hér borinn
fram, í því skyni að jal'na met-
in í samhandi við þær byrðar,
sem mönnum eru lagðar á herð-
ar með frumvarpinu. Eg slcal
fúslega játa það, að hér er um
mjög óvenjulega skattlagningu
að ræða, sem eklci getur lcomið
til mála að framkvæma nema
undir mjög óvenjulegum kring-
umstæðum. Ef hændur og laun-
þegar verða að taka á sig
nokkra byrði til þess að stöðva
rýrnun krónunnar, þá virðist
ekki ósanngjarnt, að þeir sem
grætt hafa mikið fé vegna ó-
friðarástandsins, fé, sem nú er
í hættu vegna verðbólgunnar,
leggi nokkuð al' mörkum til
tryggingar afkonni almennings
eftir stríðið.
Skatturinn verður engum of-
viða og snertir ekki nýbygging-
arsjóði fiskiflotans. Hversu
miklu hann nemur, er elcki auð-
velt að segja um nákvæmlega,
en eftir því sem næst verður
komizt, mun hann nema um
11—12 milljónum lcróna. Lagt
er til að skátturinn verði allur
notaður til tryggingar afkomu
almennings eftir stríðið, með
því að stofnaður verði með hon-
um sjóður, er nefnist atvinnu-
tryggingarsjóður og ráðstafa
má aðeins af Alþingi með sér-
stökum lögum um atvinnu-
tryggingar í lándinu.
Sjóðurinn yrði þvi hin fyrsta
undirstaða slílcra trygginga,
sem ætti að verða einn þáttur-
inn í skipulagningu vinnunnar
og haráttunni gegn atvinnu-
leysi eftir stríðið. Það hlýtur að
verða citt af höfuðverkefnum
þjóðfélagsms á næstu árum, að
útrýma óttanum við slcort og
örbirgð með því að veita ein-
staklingunum öryggi fyrir
sæmilegri lífsafkomu.
Gagnrýni flokkanna.
Þessu frumvarpi verður vafa-
laust fundið margt til foráttu
og um það deilt, hver af þeim
aðilum, er frumvarpið snertir,
beri verstan hlut frá liorði. Það
er liin smáborgaralega hlið
málsins. Ef menn vildu líta á
það, livað þjóðinni í heild er
fyrir hcztu, þá mundu l'lokks-
sjónarmiðin hverfa. Eg hefi
ekki gert ráð fyrir því, að.ekki
væri hægt að benda á galla eða
annmarka á frumvarpinu. Það
, gengur að ýmsu leyti skemmra
en ríkisstjórnin hefði kosið. En
engum mun það ljósara en hv.
þingmönnum sjálfum, hversu
miklum erfiðleikum er bundið
að leggja fram dýrtíðartillögur,
sem enginn flolckur hefði nokk-
uð út á að setja. Þess vegna
geng eg þess elcki dulinn, að til-
lögurnar verða harðlega gagn-
rýndar af talsmönnum flokk-
anna, á þann hátt, að hver mun
verja hagsmuni þess, er hann
telur sinn umbjóðanda og benda
á veilur frv. í því ljósi. Eg
vænti þess, að einhver þeirra
taki málstað þess aðiljans, sem
mest á 1 húfi, þjóðarheildar-
innar.
Eg býst við því, að bent verði
á ])að sem megingalla frv., að
eklci séu settar öruggar skorð-
ur gegn hælckun grunnkaups og
að laúnþegum sé innan handar
að knýja fram hælckun á grunn-
kaupi sínu, til þess að gera að
cngu skerðingu, sem frumvarp-
ið gerir ráð fyrir. Ef svo færi,
mundi byrðin lenda eingöngu á
framleiðendum.
Þessu er því til að svara, að
stjórnin mun fús til að breyta
5. gr. frv. á þá leið, að öll kaup-
hækkun sé bönnuð frá 1. sept.
1944 til 1. júlí 1945 og að verk-
föll, sem hafin eru í því skyni,
að gera að engu þetta ákvæði,
séu ólögleg. Ef þingið vill setja
þetta inn í frv. til þess að bæta
úr göllum þess, þá mun það
eklci gert að deiluefni af hendi
stjórnarinnar. Ef þingið hikar
við að setja inn þetta ákvæði,
þá virðist lítil ástæða til að á-
saka stjórnina fyrir að hafa
látið það undir liöfuð leggjast.
• 'jssk.v ■■ v. v-w.- • *
Þáttur launþeganna.
Annars vil eg benda á það,
að þótt launþegar vildu bregð-
ast sinni þegnlegu slcyldu um
þátttöku í aðgerðum gegn dýr-
tíðinni, þá eru talsverðir örð-
ugleikar á því, er til fram-
lcvæmdanna kemur. 1 fyrsta
lagi mundi slíkur skortur á l'é-
lagsþroska og þegnskap verða
fordæmdur af almenningsálit-
inu og skapa stórkostlega mót-
stöðu gegn slíkum kauphækk-
unum. I öðru lagi þyrftu laun-
|>egar nálega að þrefalda kröf-
ur sínar á við það, sem nú er
framborið, vegna þess að hin
nýja grunnkaupshækkun tæki
eklci dýrtíðaruppbót. Slík hækk-
un á grunnlaunum yrði ekki
auðfengin undir þessum kring-
umstæðum, nema menn geri ráð
fyrir að verkalýðsfélögin hafi
þessi mál svo í hendi sér, að
þau geti einhliða álcveðið allt
kaupgjald í landinu. Slíkt vill
víst enginn viðurkenna, enda
væri þá allt unnið fyrir gíg, er
stefnir að lækkun framleiðslu-
kostnaðar.
Þólt eg hafi orðið nokkuð
fjölorður um þetta atriði, er
það eklci af því, að eg hafi
nokkurn tíma efazt um, að
verkamenn og aðrir launþegar
sýni eklci jafnmikinn þegnskap
og aðrir í baráttunni við dýr-
tíðina, ef þeir eru sjálfráðir og
geta látið slcoðun sína í ljós.
Slíkt vantraust væri óverð-