Vísir - 13.09.1944, Page 4
Miðvikudagur 13. sept. 1944.
VISIR
skuldað, því að það gæfi til
kynna að þeir stæði öðrum
mönnum að baki um þjóðholl-
ustu. Slíkt væri mjög fjarri
sanni.
Sumir halda því fram, að frv.
sá kúgunarlög á hendur verka-
lýðnum, gerð i þeim tilgangi
einum að skerða laun Kans. Það
er venjulega auðvelt að þyrla
moldviðri upp í kringum alvar-
leg málefni, svo að sumir menn
missi alveg sjónar á kjarna
málsins. Sú kaupskerðing, er
hér er um að ræða, er engin
kúgunartilraun, enda mundi
hún ekki miklu valda í þá átt.
.Hún er aðeins liður í ráðstöf-
unum til að stöðva hina hættu-
legu þróun dýrtíðarinnar, sem
aðeins getur endað í langvar-
andi atvinnuleysi, ef ekkert er
að gert og hún er látin halda
áfram. Þetta er framlag verka-
mannsins til þess að tryggja
það, að atvinnan geti haldizt,
til þess að tryggja afkomuna
fyrir sig og sína, i stað þess að
láta upplausnarástand vaxandi
dýrtíðar stöðva atvinnutækin.
Hið raunverulega kaup verka-
mannsins byggist ekki á tölu
krónanna, sem hann fær, held-
ur á gildi þeirrar krónu, sem
honum er greidd. Framlag
verkamannsins, sem áður fer
greint, hindrar verðlækkun
krónunnar, þeirrar krónu, sem
honum er greidd í laun. 1 þessu
sambandi tala sumir um fórn.
Hver mundi kalla það fórn af
manni, sem hefir ofhlaðið skip
sitt, að kasta út litlu broti af
•farminum, til þess að ná landi
heilu og höldnu með það, sem
eftir er, í stað þess að láta allt
fara i kaf.
Tvær leiðir í vandamáli.
Það má snúast á tvennan hátt
gegn vandamáli verðbólgunnar.
Það má gera það á þann hátt
sem stjórnin stefnir að, með því
að minnka verðhólguna og
þannig hækka gildi króunnar,
auka kaupmátt hennar og gildi
hins paraða fjár i landinu. Það
er einnig hægt að gera það með
því, að fella gengi krónunnar
og þannig lögfesta verðbólguna
og' þá rýrnun sparifjár, sjóða og
trygginga, sem nú er orðin.
Slikt væri að kippa stoðunum
undan þeim fjárhagsgrundvelli
sem þjóðin hyggir nú á. Hin
siðari leiðin er auðveldari í
framkvæmdinni, eins og jafnan
þegar slegið er undan og gefist
upp. Það er hægara að fljóta
undan straumnum en synda á
móti honum. Að fella gengi
krónunnar væri ekkert annað
en uppgjöf, uppgjöf þreyttra
ráðlausra manna.
Gengisfelling til þess að gera
framleiðsluna samkeppnisfæra
yrði skammgóður vermir. Með
einu pennastriki væri kaup-
gjaldið í landinu lækkað um
þriðjung, ekki í krónutölu held-
ur að verðmæti. Allar innflutt-
ar nauðsynjar mundu hækka að
sama skapi í verði. Verkamað-
urinn mundi fá sömu krónu-
tölu og áður, en maturinn, fatn-
aðurinn, eldiviðurinn mundi
kosta miklu fleiri krónur en
áður. * j
Sparifé almennings mundi
verða lítils virði. Opinberir sjóð-
ir sömuleiðis. Tryggingafé sem
fjöldi manna hefir lagt til hlið-
ar á langri æfi, mundi fara
sömu leiðina.
Ef um er að ræða þær tvær
leiðir sem eg nú hefi nefnt, þá
getur engum skynsömum manni
við nánari athugun dulizt, að
vér eigum að synda á móti
straumnum i þessu efni og sigra
erfiðleikana. Gengisfall í stór-
um stíl eins og nú standa sakir,
væri þjóðarógæfa, það væri upp-
gjöf og vonleysi, vesællegur
flótti frá ábyrgðinrti og gæfi
frið meðan gengið væri frá
öskunni til eldsins.
Stöðvun er nauðsynleg.
Þetta frumvarp er aðeins
stöðvun, eins og áður er fram
tekið. Og þjóðinni er hrýn nauð-
syn að stöðvun geti nú orðið.
Reksturskostnaður framleiðsl-
unnar og allt verðlag í landinu
er að komast út í öfgar. Vér
seljum í dag fiskafurðir vorar
fyrir hátt verð, en um næstu
áramót, eftir aðeins hundrað
daga, getum vér húizt við að
samningar falli niður og verð
afurðanna fari stórum læklc-
andi. Um leið og verðið lækkar,
vferður reksturskostnaður út-
gerðarinnar að lækka í réttu
ldutfalli til þess að atvinnu-
vegurinn geti lialdið í liorfinu.
Ef söluverð aflans er ekki nægi-
legt til þess að standa straum
af kostnaðinum við framleiðsl-
una, stöðvast reksturinn mjög
fljótlega, þangað til jafnvægi
er náð milli framleiðslukostn-
aðar og söluverðs. Það er von-
laust til lengdar fyrir einstakl-
inga eða þjóð, að afneita þess-
um staðreyndum. Menn geta
alveg eins afneitað flóði, og
fjöru, og sagt að aldrei fjari út.
Vér verðum pinnig að gera
oss grein fyrir þvi, að sam-
keppni á fiskmarkaðinum getur
komið fjrrr en nokkurn varir.
Hugsanlegt er að eftir 1—2
mánuði fari að herast fiskur á
markaðinn í stórum stil frá
löndum sem nú eru lokuð. Einn-
ig er ástæða til að ætla að vegna
breyttrar liernaðaraðstöðu, sé
nú verið að útbúa skip til fisk-
veiða i stórum stíl, sem til þessa
hafa verið bundin við hernað-
inn. Fullyrt er að nokkrar gerð-
ir hinna smærri varðskipa
séu þannig útbúin, að hægt sé
að breyta þeim í fiskiskip með
stuttum fyrirvara. Það verður
því að liafa það hugfast, að af-
koma útgerðarinnar getur
hreytzt mjög skyndilega og áð-
ur en langt um líður.
Ef reksturskostnaðurinn í
landinu verður enn látinn vaxa
stórum og verðlagið hækka
'mikið, með þvi að gefa verð-
hólgunni lausan táuminn, þá
fjarlægjumst vér stöðugt það
mark að geta haft atvinnu fyr-
ir alla þjóðina eftir strið. En
vér nálgumst með óhugnanleg-
um hraða það ástand, að at-
vinnugreinarnar geti ekki stað-
ið undir kostnaðinum með þvi
að engirin vilji greiða það verð
sem þær þurfa að fá.
Verkföllin
og framleiðslan.
Verkfall er nú í iðnaðinum
vegna þess að krafizt er hærri
Iauna sem enn mupdi hækka
verð iðnaðarvaranna. Þó eru
þær fleslar í miklu hærra verði
en samskonar erlendar vörur.
Smjörlíki er hægt að flytja inn
frá Ameriku, greiða af því 30%
toll og selja það á sama verði
og hið íslenzka er selt nú. Is-
Ienzk veiðarfæri eru allt að
25—30% dýrari en erlend.
Dúkar og skófatnaður stenzt
ekki samkeppni við samskonar
erl. vörur, þrátt fyrir háan verð-
toll. Húsgögn eru hér allt að
helmingi dýrari en innflutt
þrátt fyrir hátt flutningsgjald
og 50% verðtoll.
I járniðnaðinum er einnig
verkfall og skipaviðgerðir hafa
stöðvazt. Ástæðan er krafa um
hærri laun. Þó er vafasamt að
skipaviðgerðir séu nokkursstað-
ar i heiminum jafn dýrar og hér.
Uhdanfarið hefir íslenzkum
járnskipum gengið hetur en áð-
ur að fá viðgerðir í Bretlandi
og viðgerðarkostnaðurinn er
þar aðeins lítill hluti af þvi sem
hann er hér. Eitt skip fékk þar
nýlega viðgerð er kostaði um
tíu þús. kr., en mundi að líkind-
um hafa kostað hér um 40 þús.
kr. Þegar stríðinu er lokið, má
húast við að hvert skip sem
þess óskar geti fengið viðgerð
í brezkum skipaverkstæðum. Á
sömu stundu lilýtur mestöll við-
gerð járnskipa að hverfa úr
höndum ísl. járniðnaðarmanna,
yegna þess að kostnaðurinn er
kominn úr liófi fram. Þó er enn
farið fram á að liækka hann.
'Það mun sannast hér hið forn-
kveðna, að skamma slund verð-
ur liönd höggi fegin.
Hvert tonn i tréskipum sem
hér eru smíðuð kostar nú um
10—11 þús. kr. Það er líklega
helmingi hærra en það, sem
hæst er annarsstaðar. Ef íslend-
ingar yrði að kaupa fiskiskip
slíku verði eftir stríðið, þá
mundi vélbátaútvegurinn fljót-
lega verða að leggja árar i bát.
Það sem eg hefi nú talið eru
aðeins fá dæmi um það livernig
íslenzk iðja og framleiðsla er
komin vegna lrins mikla fram-
leiðslukosnaðar sem er hein af-
leiðing dýrtíðarinnar. En þótt
þetta sé napur sannleikur, þarf
enginn að undrast að svona er
komið. Ef vér berum saman að-
stöðu • nágrannaþjóðanna,
þeirra sem íslendingar hafa
rnest skipti við eftir stríðið, er
ljóst, að framleiðslukostnaður
þeirra kemst hvergi í námunda
við kostnaðinn hér á landi. Síð-
an í ófriðarbyrjun hefir verð-
lag hækkað i Bretlandi um 29
stig, í Bandaríkjunum um 25
stig og í Svíþjóð um 54 stig.
En hér á landi er hækkunin 166
stig. Getur nokkrum dulizt
hvaða erfiðleika. Islendingar
eiga fyrir höndum ef þeir fá
ekki skilið í tíma, að atvinnu-
vegir þeirra eru háðir viðskipta-
lögmáli umheimsins?
Ráðstaíanir
annara þjóða.
Þessar þjóðir sem eg nefndi
og haldið liafa verðhólgunni i
skefjum, hafa gert það á svip-
aðan hátt og núverandi ríkis-
stjórn hefir framkvæmt eða
lagt til. En það sem liér skilur
á milli feigs og ófeigs er að þess-
ar þjóðir hófu aðgerðir sinar
strax í hyrjun verðbólgunnar í
stað þess að hér var það ekki
gert að nokkru ráði fyrr en á-
standið var orðið lítt viðráðan-
legt.
I Bretlandi var strax í byrjun
ófriðarinris sett strangt verð-
lagseftirlit og jafnframt var
verð lækkað á ýmsum nauð-
synjavörum með framlagi úr
rikissjóði. Framlag ríkissjóðs í
þessu skyni er lalið að nema nú
um £200 milljónum árlega, en
það er um 113 kr. á hvern íhúa
á ári. Það samsvarar að hér á
landi væri varið rúmlega 14
millj. kr. til verðlækkunar á
ári.
í Bandaríkjunum hefir verið
heitt líkum aðferðum. Ilá-
marksverð liefir verið sett á
landhúnaðarafurðir sem aðrar
vörur og talsvert fé hefir verið
greitt úr rikissjóði til verðlækk-
unar, þótt ekki liggi fyrir tölur
i því efni.
I Svíþjóð liafa verldýðsfélög-
in og samband atvinnurekenda
gert samninga um að ekki skuli
greidd full dýríðarupphót á
laun. Vegna vísitöluhækkunar,
sem nú er 54 stig, fá verkamenn
nú aðeins 21 % hækkun á laun
sín, i stað 54% ef full upphót
væri greidd. Fer þetta eftir föst-
um en nokkuð marghrotnum
reglum.
Hér á landi má slíkt ekki
heyrast nefnt og er lalið kúgun
ef fram er fært. Svíarnir hafa
þó sýnt öllum heiminum að þeir
kunna að stýra húi sínu. ,J4ér
veltur í rauninni allt á því að
verkamenn og launþegar á Is-
landi sýni sama skilning og fé-
lagsþroska og verkamenn Sví-
þjóðar. Auk þessa voru í Sví-
þjóð settar mjög strangar regl-
ur um vöruverð, og sett hann við
ýmiskonar hækkun, þótt kostn-
aður hækkaði.
Pólitískir beinverkir.
VerkföIIin sem nú dynja yfir,
er pólitískir heinverkir í fjár-
málasjúku þjóðfélagi. Allir vita
að núverandi ástand i atvinnu-
málunum getur ekki staðið til
lengdar, en þrátt fyrir það er
haldið áfram að spenna bogann
meðan hann hrestur ekki. Þetta
er einn þátturinn í kapphlaup-
inu um skiptingu gæðanna,
lcappldaup sem þreytt er án fyr-
irhyggju. Sanngjörn og eðlileg
skipting afraksturs atvinnuveg-
anna er sjálfsögð, en liún getur
aðeins hyggst á því hvað at-
vinnuvegirnfr gefa af sér. Þeir
,eru háðir sama lögmáli og hæn-
an sem verpti gulleggjunum. Ef
þeir fá að starfa i friði og með
eðlilegum liætti, flýtur gullið
frá þeim úl til þjóðarinnar. En
sé þeim slátrað er hætt við að
fljótlega verði þröngt í búi.
Er þetta
aðeins barlómur?
Sumir munu nú ef lil vill
segja, að óþarfi sé að vera með
þennan barlóm, þvi að þrátt
fyrir aðvaranir og hrakspár
undanfarin tvö ár, hafi allt
gengið vel og velgengnin hafi
aldrei verið meiri en nú. Er því
nokkur ástæða til að ælla, að
farsældin geti elckí enn lialdið
áfram að vaxa, þótt dýrtíðinni
sé engar skorður settar?
Eftir síðasta ófrið var ástand-
ið í Bandaríkj unum ekki ósvip-
að því sem hér er nú. Af völdum
ófriðarins streymdi gullið þang-
að og verðbólga magnaðist. Hin
falska velgengni var meiri en
nokkurn tíma hafði áður þekkst.
Þjóðin var farin að trúa, að vel-
sældinni væri engin takmörk
sett og menn hlógu að þeim sem
vöruðu v.ið ástandinu. Á noklcr-
um dögum lirundi spilaborgin
og þá hófst fjárhags- og at-
vinnukreppa hin mesta sem
heimurinn hefir séð til þessa. I
Ameríku varð eitthvert liið
mesta fjárliagshrun, sem komið
hefir þar í landi og leiddi af sér
almennar þrengingar og at-
vinnuleysi.
Það verður sama lögmálið
sem endurtekur sig hér með
nokkrum öðrum hætti vegna ó-
líkra staðhátta en með svipuð-
um árangri, ef ekki verður tek-
ið í taumana nógu snemma.
Verðíallið
hlýtur að koma.
Verðfall á ísl. afurðum og
framleiðsluvörum hlýtur að
koma þegar friður er fenginn
og viðskiptin leita í eðlilegan
farveg. Þess vegna eru þau átök,
sem nú eru gerð um hælckun
launa og þar með alls fram-
leiðslukostnaðar, eins og glíma
við skuggann sinn. Þessi átök
gela ekki fært nokkrum aukinn
hagnað raunverulega, vegria
þess, að sjálft ástandið, hin ó-
umflýjanlega rás viðhurðanna,
hlýtur að þurrka slíkt í hurtu.
Vér getum að sjálfsögðu setl
hvaða verð sem oss sýnist á eig-
in afqrðir og vinnu, en vér liöf-
um ekkert vald lil þess að skipa
nokkrum að greiða þetta verð.
Þess vegna er síreitan til einkis.
Hún fer í hága við lögmál við-
skipta og atvinnu. Atvinnu-
greinarnar geta ekki horið
koslnaðinn. Þeim, sem nú herða
róðurinn í þessu efni, fer eins og
manni sem sáir vorkorni sinu
að hausti. Sáðkorriið þolir ekki
hreytingu árstriðanna og það
gefur enga uppskeru. Svo verð-
ur um allar kauphækkanir sem
nú kunna að hætast við kostnað
vorrar ósamkeppnishæfu fram-
leiðslu. Þær gefa enga uppskeru,
hera engan ávöxt. Vegna þeirrar
breytingar á standinu i heimin-
um, sem nú stendur fyrir dyrum
og ekki verður umflúin en vér
fáum ek-ki við ráðið.
Ritað á vegginn.
Það gengur því hrjálæði næst
og væri fjörráð við framtíðar-
heill þjóðarinnar, ef nú ætti að
láta allan framleiðslukostnað í
landinu stórhækka, nokkrum
vikum áður en rás viðburðanna
gefur irierki um lækkandi verð
á öllum sviðum. Viðvörunin
hefir verið rituð á vegginn nú
þegar. Straumhreytingin er
framundan. Hvernig mundum
vér.líta á hyggindi þess manns,
sem klifrað liefði hátt en reyndi
þó að klifra enn hærra vitandi
þess, að fallið væri óumflýjan-
legt og yrði þvi þyngra og átak-
anlegra sem hann færi hærra.
\rér mundum álíta að honum
væri ekki ljóst hvað hann væri
að gera.
Núverandi ríkisstjórn hefir
jafnan talið það aðalhlutverk
sitt, að liakla dýrtíðinni i skefj-
um. Þá tuttugu mánuði sem
hún hefir starfað hefir dýrtiðin
staðið í stað. Nú er svo komið,
að nýr þungi hætist við, og i
dag verður ekki séð að stjórn-
inni verði mögulegt að halda
verðhólgunni í skefjum nema
Alþingi fái henni þau vopn i
, hendurnar sem henni eru nauð-
synleg i baráttunni. Ef Alþingi
synjar um þetta, eða hefst ekk-
ert að, er ekki útlit fyrir að rik-
isstjórnin hafi tök á að sporna
móti flóðhylgjunni. Flóðið verð-
ur þá að skella yfir. Alþingi eitt
liefir valdið til að hindra þetta
og það her því eilt ábyrgðina af
afleiðingunum.
Hvað verður,
ef ekkert er gert?
Ef hætt verður öllum aðgerð-
um í dýrtíðarmálunum 15. sept.
liækkar vísitalan eftir næstu
mánaðamót upp i 297—300 stjg.
Næstu tvo mánuði á eftir liklega
um 10—15 slig í viðhót. Þegar
svo er komið að vísitalan er orð-
in yfir 300 stig er mest aliur
iðnaðurinn í landinu dauða-
dæmdur, enda væri þá hein
skylda að heimila innflutning
hverskonar erlendra iðnaðar-
vara til þess að útvega lands-
mönnum ódýrari vörur. I byrj-
un næslu vertíðar mundu frysti-
Iiúsin að líkindum slöðvast.
Bátaútvegurinn mundi hera svo
skarðan hlut frá borði, að mjög
vafasamt er um reksturinn.
Sildarafurðirnar mundu ekki
seljast á næsta ári fyrir það
verð er riæmi framleiðslukostn-
aðinum, enda þyrfti verð á
injöli og lýsi að hækka mikið
frá því sem nú er. Sildarútgerð-
in gæti því slöðvast alveg næsta
sumar með sama áframhaldi.
Þetta eru ekki glæsilegar
horfur. En hér stoðar ekkert
annað en gera sér grein fyrir
hvað framundan er.
Skylda alþingis.
Ríkisstjórnin leggur fram
•þessar tiljögur vegna þess að
'iiún telur skyldu sína að benda
á leiðir sem geta stöðvað dýrlíð-
ina. Hún er reiðuhúin að ræða
aðrar tillögur, að ræða aðra
lausn á málinu. Aðalatriðið er
ekki formið eða það hver til-
Jögurnar ber fram, heldur ár-
angurinn sem næst, hvaða leið
sem farin verður. Ríkisstjórnin
lieldur því ekki fram að hennar
tillögur séu eina rétta leiðin. En
hún heldur því fram, að Alþingi
heri skjdda til, ef það vill ekki
aðliyllast þessar lillögur, að
hera fram og samþykkja aðrar,
sem tryggi ekki lakari árangur.
Alþingi getur ekki lengur látið
undir höfuð leggjast að stöðva
verðbólguna með enihverjum
ráðum ef það vill ekki algerlega
bregðast skyldum sínum og
trausti þjóðarinnar. Ef það
vegna innhyrðis sundrungar
treystist ekki til að koma i veg
fyrir það öngþvciti í ]>jóðfélag-
inu sem er að skapast, þá er það
ekki hlutverki sínu vaxið og
öngþveitið mun halda áfram að
vaxa meðan svo stendur.
Á engu er nú lrinu unga lýð-
veldi meiri þörf, en að hin elzta
og virðulegasta stofnun liennar,
Alþingi, skipi þann sess i lífi
þjóðarinnar sem lil er ætlazt og
framkvæmd hennar frelsi og
framtíðarheill er undir komin.
Myndlistarsýning
Mazteins Guðmunds-
sonar og Jóhanns
Briem.
Listamennirnir Marteinn Guð-
mundsson, myndhöggvari, og
Jóhann Briem, málari, opnuðu
myndlistarsýningu á laugar-
daginn er var. Sýnir Marteinn
J8 höggmyndir og Jóhann 26
olíumálverk, en auk þess vatns-
litamyndir og litaðar þjóðsögu-
teikningar.
Sýningin velcur mikla athygli
og hefir fjöldi sýningargesta
sótt Iiana. Á hak við liana ligg-
ur mikið starf og gott af hálfu
beggja listamannanna. Mörg
ágæt verk eru þarna til sýnis
°g þeim svo haganlega fyrir
komið, að þau njóta sín til fulls.
Áður hafa þverveggir skipt
myndilstarsalnum á sýriingum
en nú nýtur salurinn sín til
fulls og verk listamannanna
njóta sín betur en ella.
Að þessu sinni eru ekki tök
á að lýsa sýningunni nánar,
en lnin á það fullkomlega skil-
ið, að henni verði gerð betri
skil af hálfu sérfróðra manna
í listinni.
Náttúrufræðing-urinn,
2. hefti 14. árg. er nýkominn út.
Efni: Fuglalíf í Borgarfirði. —
Flórunýjungar 1944 — FjölbreyUni
litareinkenna íslenzka sauðfjárius
o. fl. — „Allt er í heiminum hvei f-
ult“. — Austan af Síðu og Mýr-
dalssandi. — Nýíslenzk grasateg-
und. — Sitt af hverju. — Kötlu-
gosið 1918.
Sjómannablaðið Víkingur,
II. árg., er nýlega komið út. At' •
efni blaðsins má nefna m. a.: Eitt
er nauðsynlegt eftir Halldór Jóns-
son, Ósigur, þýdd saga, Oft eru
kröggur í vetrarferðalögum eftir
Hallgrím Júlíusson, Mennt er mátt-
ur eftir J. E. B., Fiskinaðarvél, Mit-
suru Toyama, þýtt, Um hvað er
talað ?, Örlög briggskipsins Polly,
Ms. Edda, Svíþjóðarbátarnir, Gróði
Eimskipafélags íslands, Slysavarna-
málefni o. fl.
Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Framhald af fyrri tilkynningum
um gjafir og áheit, afhent á skrif-
stofu „Hinnar almennu fjársöfn-
unarnefndar“ kirkjunnar, Banka-
strætiii.
E. E. (áheit) 100 kr., N. N. (á-
heit) 50 kr., J. G. (áheit) 50 kr.,
V. B. (áheit) 30 kr., N. N. (áheit)
500 kr., Jói J. (áheit) 50 kr. J. B.
(áheit 100 kr„ Kona (áheit) 50 kr„
Kona (áheit) 25 kr„ Finnbogi
Finnbogason (gamalt áheit) 20 kr„
Ásta (áheit) 5 kr.„ J. B. (áheitj
roo kr„ N. N. (áheit) 50 kr„ S.
M. (áheit) 500 kr„ Guðrún (áhe.it)
20 kr„ J. B. (áheit) 100 kr„ Ó-
nefndur 100 kr. Jóhann Pálsson,
stýrim., Isafirði (áheit) 100 kr„
Kona (áheit) 50 kr„ Jóna (áheit)
100 kr„ J. B. (áheit) 100 kr„ S.
G. (áheit) 25 kr„ Ónefnd kona
(áheit) 35 kr„ Tryggvi (áheit) 20
kr„ M. H. (áheit) 10 kr„ M. H.
(áheit) 10 kr„ Elín Sigurðardóttir
(áheit) 50 kr„ J. B. (áheit) 100
kr„ Á. P. (áheit) 30 kr. Bernhard
Petersen stórkaupm. 500 kr„ G. B.
10 kr„ V. B. 25 kr„ G. H. (áheit)
30 kr„ J. B. (áheit) 100 kr„ —
Afhent af hr. biskupi Sigurgeir
Sigurðssyni 20 kr. — Samtals: 3.165
kr... — Áður birtar safnanir: kr.
117.319.46 eða alls kr. 120.484.46.
Kærar þakkir. — F.h. „Hinnar al-
mennu f jársöfnunarnefndar“, —
Hjörtur Hansson, Bankastræti 11.
Tímaritið Straumhvörf,
3. hefti, 2. árg. hefir blaðinu
borizt. Efni þess er sem hér segir:
Alþingi á Þingvelli (sr. Sigurbjörn
Einarsson), Nýtt viðhorf i upp-
eldi íslenzkrar æsku (Sören Sör-
ensen), Nokkur orð um stjórn-
arskrána (Þorsteinn G. Símonar-
son), Þess skal getið, sem gert er
(Ástríður Eggertsdóttir), Heilindi?
(sr. Sigurbjörn Einarsson), Joch-
ums-nafnið í ætt Matthíasar (Lúð-
vík Kristjánsson), Hneykslið á
Lögbergi (Egill Bjarnason), Þjóð-
arbúskapur á áætlunargrundvelli
(Klemens Tryggvason), og loks
grein um Sambandsríki Norður-
landa (Atos Wintanen).