Vísir - 13.11.1944, Side 1

Vísir - 13.11.1944, Side 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiöjan (3. hæð) Ritstjórar BlaOamenn Auglýsingar Gjaldkerl Afgreiðsla Slmii 1660 5 linur 34. ár. Reykjavík, mánudaginn 13. nóvember 1944. 228. tbl. Hitler má ekki vera að því að tala. Himmler les ávarp frá honum. Þjóvarnaliðið þýzka var látið sverja Iiitler hollustueið víðsvegar um Þýzkaland í gær. Hitler talaði ekki sjálfur, en liann lét lesa ávarp frá sér. Það gerði Himmler í Miinchen. í ávarpinu segir Hitler, að hann tali ekki vegna þess, að hann megi ekki vera að því að fara frá herbúðum sínum, þar sem liann stjórni stríðinu til þess að Þjóðverjar sigri. Ilann minntist á það, að hver bandamannaþjóðin af annari hefði snúið við honum bakinn, en af konungum væri raunar ekki annars en svika að vænta, því að vorir tíma krefðust leið- toga, sem meira væri í spunn- ið en þá. Eftir fmorðtilraunina í sumar hefði allt stjórnarkerfið verið tekið til enduskoðunar og hver, sem hugsaði sér að gera upp- reist, mundi vægðarlaust tek- inn af lífi. Göbhels sagði, að þjóðvarna- liðið mundi verða sent til allra vígstöðva, innan Þýzkalands og utan. ' Rússar 23 km. frá Búdapest. Sækja bæði að austan og sunnan. Rússar halda áfram að þok- ast nær Budapest úr tveim átt- am, austri og suðri. 1 gær var sagt í herstjórnar- tilkynningu Rússa, að þeir ættu 55 km. ófarna til borgarinnar að austan, en fyrir sunnan hana væri þeir talsvert nær lienni, því að þar væri þeir í aðeins 20—25 km. fjarlægð. Þarna mun átt vjð aðalher Rússa, og eru framsveitir nær • borginni. Rússar tóku 30 borgir í gær og var hin helzta þeirra braut- arstöð á járnbrautinni frá Sol- nok. Hin nýja gjaldskrá Rafveitunnar staðfest Á fundi bæjarráðs Reykjavík- ur 10. þ. m. var lagt fram bréf frá atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytinu, þar sem tilkynnt var, að ráðuneytið mundi stað- festa hina nýju gjaldaskrá Raf- magnsveitunnar, sem bæjar- stjórn samþykkti í fyrra mán- uði, með þeim breytingum: að verð samkv. heimilistaxta R 2 verði 14 aurar hver klwstund, í stað 16 aurar, og að herbergjagjald samkv. sama gjaldslírárliði verði ákveðið 20 lcrónur á ári, í stað 24 kr. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar með tillögum mn, að þessar breytingar verði sam- þykktar. Wang Ching-wei dauður. Wang Ching-wei, forsætis- ráðherra . . Ieppstjórnarinnar kínversku, er lálinn í japönsku sjúkrahúsi. Wang Ching-wei var einn af þekktustu lærisveinum Sun- Yat-sens, föður kínverska lýð- veldisins, en þótti það mjög miður, að Chiang Kai-shek skyldi verða erfingi hans. En liann varðist þó Japönum til ársins 1938. Kínverjar gerðu margar til- raunir til að ráða Wang Ching- wei af dögum. Japanskri skipalest sökkt við Leyte. Bandaríkjamenn hafa ger- egtt skipalest, sem 'rar á leið til Ormok á Leyte. Skipalest þessari var ber- sýnilega ætlað að komast til hafnar í skjóli myrkurs, en flugvélar Bandaríkjamanna réðust á hana í dögun á laug- ardag, þegar hún var að kom- ast inn á Ormok-flóa. Öllum skipunum var sökkt, fjórnm stórum herflutningaskipum og sex tundurspillum. Homma, sem verið hefir yfir- hershöfðingi á Filippseyjum, liefir látið svo um mælt, að Jap- anir hafi yfirráðin í lofti og muni það veita þeim sigurinn um síðir. Homma hefir þó ver- ið settur af og Yamasita, sem sigraði Breta á Malakkaskaga, verið settur yfir herinn á eyj- unum. Þegar Goðafossi var sökkt Allir um borð sýndu stillingu 09 æðruleysi. Barn deyr af brunasárum. Það hörmulega slys vildi til á Eskifirði s.l. miðvikudag, að stúlkubarn, fimm ára gamalt, datt í þvottapott og brendist svo mjög, að það dó af bruna- sárum í fyrradag. Stúlkubarn þetta hét Kristín Hjálmveig Ólafsdóttir. Næturakstur. Aðalstöðin, sími 1383. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. Háskólafyrirfesitur. Símon Jóh. Ágústsson flytur fyr- irlestur á morgun kl. 6.15 i I. kennslusal Háskólans. Öllum heim- ill aðgangur. « Ráðizt a Brenn- er iárnbrautina. Bandamenn héldu áfram í gær árásum á aðdráttarleiðir Kesselrings á N.-ltaliu. Rins og nú standa sakir, hafa Þjóðverjar aðeins eina trygga leið, suður Brennerskarðið, og í gær var ráðizt á fjórar járn- brautarbrýr á brautinni. Þess er ekki getið í tilkynningu bandamanna, hvern árangur árásirnar liafi borið. Minni flugvélar fóru einnig i árásir, samlals 2200 árásir. Áttundi lierinn á í mjög hörð- um bardögum hjá Forli. Neskirkja verður byggð eftir uppdrætti Agústs Pálssonar Minningartöflum verður komið fyrir í anddyri kirkjunnar. Rðalsafnaðarfundur Nessóknar var haldinn í háskólanum í gær, og var þar meðal annars tekin ákvörðun um það, að byggja Neskirkju eftir uppdrætti Ágústs Pálssonar. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var rætt um væntanlega byggingu Neskirkju, og skýrði prófessor Alexander Jóhannes- son, sem er formaður bygging- arnefndar, frá störfum hennar. Sýndi hann enn fremur líkan, sem gert hafði verið eftir upp- drætti Ágústs Pálssonar, og samþykkti fundurinn að byggja í höfuðatriðum eftir þeim upp- drætti. Formaður byggingarnefndar taldi að fé til kirkjubyggingar- innar mundi tiltækilegt með því fé, sem safnazt hefir, en það er um 100 þúsund krónur og með sölu kirkjujarðanna Bygggarðs og Bakka á Seltjarnarnesi, ef viðunanlegt tilboð fæst í þær. Þá gat formaður þess ennfrem- ur, að fyrirhugað væri að koma fyrir í anddyri kirkjunnar minningartöflum, sem kæmu í stað legsteina að vissu leyti. Verða reitir fyrir tvö hundruð töflur í anddyrinu, og verður 6 getur verið luilð eftir áimði. segfir Churchill. Hann var gerður heiðursborgari Parísar. f*hurchill telur ekki með öllu útilokað, að stríðið geti verið á enda eftir sex mánuði. I ræðu, sem hann flutti í gær fyrir nefnd þeirri, sem stjórn- aði vörn Parísprbúa gegn Þjóð- verjum, meðan borgin var ,und- ir stjórn þeirra, lét Churchill í ljósi von um þetta. Þessir dagar, sem Churchill hefir verið í París, hafa verið einhverjir mestu sigurdagar, sem hann hefir lifað. Blaða- menn segja, að sá maður muni aldrei finnast, sem Parisarhúar hafa nokkuru sinni hyllt eins lijartanlega og Churchill, þegar hann þefir látið sjá sig. Heiðursborgari. I gær var Churchill gerður að heiðursborgara horgarinnar og var gefinn nazistáfáni, sem frelsisvinir í borginni tóku her- fangi af Þjóðverjum, áður en bandamenn héldu inn í borgina. Churchill hélt ræðu við þetta tækifæri. Ilann sagði, að hann mundi muna til æviloka hinar hjartanlegu viðtökur, s.em hann hefði fengið. Hann sagði enn fremur, að Frakkar yrðu að koin,a sér upp stórum, öflugum her í skyndi, ])ví að augnahlikið er komið til þess að Frakkland taki aftur sæti sitt með heiðri í hópi Ev- rópu-þjóða. „Eg skil ofboð vel, að Frakk- ar vilja að menn þeirra taki sem mestan þátt í þeim stóror- ustum,“ sagði hann enn frem- ur, „en eg get ekki lofað ykkur löngu stríði, því að vel getur svo farið, að Þjóðverjar verði brotnir á bak aftur áður en sex mánuðir eru á enda.“ Eining. I lok ræðu sinnar hvatti Churchill Frakka eindregið til samheldni og samvinnu, og hét á þá að fylkja sér um hinn glæsilega foringja sinn, De Gaulle hershöfðingja. Churchill tilkynnti Frökkum, er hann kom þangað, að banda- menn hefði afráðið, að Frakkar skyldu eiga sæti í stjórnar- nefnd Evrópu. hver reitur seldur á eitt þús- und króniir. Mundi á þann hátt fást um tvö hundruð þúsund krónur til byggingarinnar. Dr sóknarnefndinni gengu þeir Sigurður Jónsson skóla- stjóri, Helgi Ti'yggvason kenn- ari og Guðjón Þórðarson, en hann er fluttur burt úr sókn- inni. 1 þeirra stað voru kosnir: Ingimar Brynjólfsson stórkaup- maður, Magnús Andrésson verzlunarfulltrúi og Karl Torfa- son aðalbókari. Fyrir í sóknar- nefndinni voru þeir Guðmund- ur Ágústssson framkvæmda- stjóri og Lárus Sigurbjörnsson fulHrúi. Fiskverðið í Bret- landl ★ Búist við meiii verð- lækkun en venjulega. Fisksöluverðið í Bretlandi breytist 21. okt. s. 1. upp í svo- kallað vetrarhámarksverð, sem stendur fram í marzmánaðar- byrjun. Hækkun þessi nemur tæpum shilling pr. stónið eða úr 5 sh. 5 pense í 6 sh. og 4 pence. Ofangreint verð er miðað við verð á þorski og ýsu, en aðrar fisktegundir hækka í hlutfalli við það. Er það venja, að fiskverðið Iiækkar í Bretlandi á veturna vcgná þess að þá berst minna að af fiski heldur en á haustin. 1 ]æssu^ sambandi má geta ]æss, að matvælaráðuneytið brezka liefir gefið út tilkynn- ingu um þetta mál, þar sem m. a. er ákveðið að rannsókn fari fram á fiskverðinu. Gert er ráð fyrir að rannsókn þessi verði til þess að lækka fiskverðið til muna næsta vor. Þegar Vísir fékk tilkynningu um það á laugardaginn, að hægt væri að birta fregnina um að Goðafossi hefði verið sökkt, var orðið svo áhðið, að ekki vannst tími til að skýra nákvæmlega frá slysinu eða birta viðtöl við einhvern þeirra, sem af komust. Síðan hefir málið allt skýrzt, og fer hér á eftir nánari lýsing af slysinu. Er okkur var bjargað um borð í björgunarskipið fengum við þar mjög góðar viðtökur og skjóta læknishjálp handa þeim sem þurftu. Vil eg sérstaklega geta þess, að allir um borð í Goðafossi tóku æðrulaust þeim hlutum, er að liöndum þar.“ Engin lik rekin ennþá. Slysavarnafélag Islands hefir gert ráðstafanir til þess að ganga á fjörur suður með sjó, ef ske kynni að lík hefðu rekið að landi úr Goðafossi. En er blaðið fór í prentun hafði enn ekki frétzt að sú leit hefði bor- ið árangur. Samúðarkveðjur vegna Goðafossslyssins Ríkisstjórninni hafa borizt mörg samúðarskeyti og kveðjur vegna hins hörmulega slyss og manntjóns er varð er Goðafossi var sökkt. Meðal þeirra, sem sent hafa samúðarkveðjur, eru allir sendimenn erlendra ríkja, er hér dvelja og fjöldi annara aðiíja. Skipinu var sökkt um kl. 1 á föstudaginn af þýzkum kaf- báti. Fékk skipið á sig tundur- skeyti og hæfði það mitt skip- ið. Skipið var statt á Faxaflóa um tveggja klst. siglingu frá Rvík. Samtals fórust 24 manns. Af 31 manns skipshöfn björguðust 17, en 14 fórust. 12 farþegar voru með skipinu, en aðeins 2 af þeim björguðust, en 10 fór- ust. Á meðal farþeganna, sem fórust var dr. Friðgeir Ólason læknir, kona hans Sigrún og 3 börn þeirra ung. Eins og áður er sagt, kom tundurskeytið á mitt skipið bakborðsmegin. Reif það stórt gat á það og er líklegt, að kynd- arar þeir og vélstjórar, er fór- ust, hafi þá strax látist. Flest fólkið var uppi við, eða í reyk- skála skipsins. Mönnum tókst brátt að losa alla björgunar- fleka skipsins, 5 að tölu. Strax eftir sprenginguna tók skipið að síga mjög í sjó að aft- an, og var mönnum þegar ljóst hvert stefndi. Loftskeytastöð skipsins eyðilagðist við spreng- inguna, svo að ekki var hægt að senda út neyðarskeyti. Menn tóku nú að henda sér fyrir borð og klifra upp á björgunarflek- ana. I nafnaskár þeirri, sem Vísi var látin í té á laugardag, var nafni eins skipverja — Lofts Jó- hannssonar, kyndara —t ofauk- ið. En það var tekið út jafn- skjótt og blaðið gekk úr skugga um, að hann hefði ekki verið með skipinu. Viðtal við Guðmund Árnason. Vísir hefir átt tal við Guð- mund Árnason, sem var skip- verji á Goðafossi og fer frásögn hans hér á eftir: „Eg var staddur i eldhúsi skips- ins ásamt Sigurði Oddssyni, I. matsveini, Guðmundi Finnboga- syni, II. matsveini, Láru Ingjaldsdóttur ]>ernu og Sigríði Þormar, sem var þar að hita mjólkurpela fyrir frú Sigrúnu konu dr. Friðgeirs Ólasonar. Þegar sprengingin varð þeytt- ist eg til og féll um stund i öng- vit. Þegar eg rankaði við mér hljóp eg strax út á þilfar og lcomst þaðan upp á efra þilfarið. Þar voru fyrir skipverjar og eitthvað af farþegum. Komst eg hrátt út á fleka, sem var við skipshliðina og var fyrir í hon- um Baldur háseti. Síðan bættust fleiri á þennan sama fleka, alls um 10 manns að eg tel. Var þá fyrst gripið til þess ráðs að losa árarnar á flekanum, og hituðu menn sé síðan við róður. Við gerðum okkur ljóst, að við vor- um fullmörg á flekanum, sök- um þess að sjór var næstum far- inn að fljóta yfir hann. Náðum við til annars fleka og skiptum okkur. Glímunámskeið fyrir fSSy. byr jendur. Á undanförnum árum hefir Glímufélagið Ármann efnt til glímunámskeiða fyrir byrjend- ur, sem hafa verið mjög vel sótt og horið ágætan árangur. Nýtt námskeið hefst á mið- vikudaginn kemur í liúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargölu og verða æfingar eftirleiðis á miðvikudögum og laugardögum kl. 8 til 9. Kennari verður Jón Þorsteinsson, íþróttakennari, en honum til áðstoðar kenna ýmsir beztu glímumenn Ái-manns. Þá hefir. félagið nýlega hafið kennslu í glimu fyrir ungliilga 14 til 16 ára og er kennai’i þeirra lir. Ingólfur Jónsson. Nv bók. Islenzk samvinnufélög hundr- að ára — heitir nýútkomin bók, sem Arnór Sigurjónsson hefir samið, en Snælandsútgáfan gef- ið út. Rit þetta er gefið út í tilefni af því, að 4. nóv. s.I. voru 100 ár liðin frá því að fyrsta verzl- unarfélagið hér á landi var stofnað í Háls- og Ljósavatns- hreppum. Þessi saga hinna fyrstu sam- vinnufélaga hér á landi er einn þáttur alþýðlegrar félagsmála- sögu þjóðarinnar á 19. öld. Bók- in er : 3. hundrað hls. að stærð og prýdd nokkurum myndum, þ. á m. myndum af helztu braut- ryðjendum þessarar fyrstu verzluilarhreyfingar. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.