Vísir - 27.11.1944, Page 3
VTSIR
íslenzk al-
frædabók í
vændum.
Fjármagn tryggt til
útgáfunnar.
1 ráði er að gefa út íslenzka
alfræðabók í 12 bindum, og
komi fyrsta bindið út á næsta
vetri, en síðan 2—3 bindi á
ári. Hvert bindi er áætlað um
500 bls. að stærð. Um 50 þjóð-
frægir menn hafa verið fengn-
ir til að skrifa í ritið, en rit-
stjóri þess verður Árni Friðriks-
son fiskifræðngur, og aðstoðar-
ritstjóri Eiríkur Kristinsson. Ut-
gáfufyrirtækið nefnir sig Fjöl-
svinnsútgáfan.
Árni Friðriksson, ritstjóri
alfræðabókarinnar, boðaði
blaðamenn á fund sinn í morg-
un. Þar slcýrði hann m. a. svo
frá:
f s. 1. ágústmánuði kom sam-
an á fund fámennur bópur
manna til að ræða hvort nokk-
uð vit væri í að ráðast í útgáfu-
fyrirtæki sem þetta.
Öllum kom saman um að hér
væri um að ræða mjög þýðing-
armikið menningarmál, sem
varla mætti liggja í láginni, og
eg verð að segja þeim það öll-
um til hróss, sem með mér hafa
unnið að þessu, að þetta sjónar-
mið liefir setið i öndvegi.
Eg býst við að nú sé búið að
tryggja nægilegt fjármagn til
útgáfunnar, en þó má búast við
að enn bætist eitthvað við
sem ekki er þó tekin fullnaðar-
ákvörðun um.
Fyrsti erfiðleikinn, sem á
veginum varð, var sú staðreynd
að enginn íslendingur liafði
reynslu af svona starfi. Það
þurfti því að byrja á að taka til
athugunar viðurkenndar útlend-
ar alfræðibækur og athuga
hvernig sniðið á þeim væri, með
tilliti til þeirrar áherzlu sem
lögð var á ýms áliugamál mann-
legs anda. Var farið í gegnum
Jiekktan lexikon og ■skrifuð upp
cflir ákveðnuin reglum milli
13000—14000 uppsláttarorð.
Úi' þeim efnivið var síðan unn-
ið hagfræðilega, en þannig hafði
auðnazt að skapa einskonar
ramma, sem yrði fvrsta undir-
staða Jressa rits.
Nú er á J)að að líta, að enginn
erlendur lexikon getur verið
okkur til algerrar fyrirmyndar.
Bei- þar fyrst til, að hér er verið
að skapa verk færir hæfi Islend-
inga og verður því að sjálfsögðu
lögð margfalt meiri álierzla á
islenzkt efni og allt sem ísland
varðar en í nokkurri erlendri
alfræðabók. Má þar nefna að
þarna verða hundruð ævisagna
íslenzkra merkismanna, lifandi
og látinna.
Þá ber einnig að virða það
sjónarmið, að íslendingar eru
mjög snauðir af bókmenntum
Tim raunhæf viðfangsefni.líkt og
verkfræði, eðlisfræði, efnafræði
o. fl. og verður því þetta verlc
einnig að gera skyldu sína með
Jjví að bæta úr |)eirri þörf, eftir
J)Ví sem kostur er.
Margir mundu frekar hafa á-
kosið, að gefa út alíslenzka
alfræðabók, í stað alj)jóða-al-
fræðabókar, sem hér er um að
ræða, en að athuguðu máli leik-
ur ekki á tveimur tungum, að
sú stefna sem við höfum valið
er rétt. Að vísu mætti segja að
íslendingar gætu stuðst við er-
lendar alfræðabókur, J)ar sem
um er að ræða almenn efni, en
J)á er J)ess að gæta, að erlendar
alfræðabækur eru tvímælalaust
sjaldgæfir gripir á islenzkum
heimilum. Það nægir að benda
á það, sem hliðstætt dæmi, að
jafnvel merkustu meistaraverk
skáldverka, sem skrifuð éru á
öðrum tungum, ná hér engri
verulegri útbreiðslu, fyrr en
búið er að snúa þeim á íslenzku.
Alfræðabókin
Encyclopædia islandica
Allir hafa heyrt talaS um hinar miklu, erlendu alfræðibækur, til dæmis Salmonsens
IConversations-Leksikon eSa Encyclopædia Brilannica. Þær J)ykja slíkir kjörgripir, aS þær
eru einatt hafSar til heiSursgjafa, en eru samt í fremur fárra manna höndum hér á landi.
Hver maður, sem á alfræðabók, og lærir að nota hana, telur sér ómissandi, að hafa hana
jafnan handbæra. Hitt mun íslendingur fljótí komast aS raun um, að í þessum útlendu
bókum er fjölmargt, sem hann kærir sig ekki um að vita, og i þær vantar meinlega ýmis-
legt, sem hann vildi sérstaklega fræðast um.
ÁstæSan er sú, aS þessar bækur eru miSaSar viS þarfir tiltekinnar þjóSar. Einkum er
óviðunandi fyrir smærri þjóð að nota alfræðabók stærri þjóðar. — í Sahnonsen er miklu
meira um Breta en í Encyclopedia Britannica um Dani. Útlendar alfræSibækur eru ekki
einungis óhentugar fyrir almenning á íslandi vegna málsins, heldur af því, aS í þeim er of
lítiS eSa mjög’ fátt um islenzk efni. Alfræðabók þarf því fremur að semja við hæfi hverr-
ar þjóðar sem þjóðin er fámennari og henni er minni gaumur gefinn erlendis.
Þetta vita íslendingar. Manna á meðal hefir lengi verið rætt um þörf íslenzkrar al-
fræðabókar og þvi meir sem þjóðinni hefir heldur vaxiS fiskur um hrygg. En enginn hef-
ir þorað aS ráSast í slikt fyrirtæki. ÞaS kostay mikiS fé, mikið starf, sameiginlegt átalc
fjölda manna. íslendingar eru „fáir, fátækir, smáir“. Gæti útgáfa slíkrar bókar boriS sig
liér á landi? Er unnt aS fá nógu marga og góSa menn til þess aS taka höndum saman
um aS semja hana?
NauSsynin vex meS ári hverju. Þekkingarkröfurnar til allra manna i öjlum stéttum
verSa meiri og meiri, torveldara aS fá yfirlit um þekkingarforðann. Heimurinn stækkar
vegna fjölbreyttari rannsókna og kunnáttu, smækkar fyrir meiri samgöngur, færist nær oss.
Vér neyðumst itil þess að vera heimsborgarar, svo að oss dagi ekki uppi, en þurfum líka
að vita miklu meira um ísland og íslendinga til þess að glatast ekki sem sjálfstæð menn-
ingarþjóð. íslenzk alfræSibók yrSi hjálp til hvors tveggja: aS þjóSin kynntist umheimin-
um og vissi um leiS betur til sjálfrar sín.
Nokkrir áhugamenn hafa bundist samtökum um aS gera tilraunina upp á eigin spýt-
urB án opinbers styrks eða stuSnings'. Þeir treysta á stórhug, skilning og menntavilja borg-
ara hins íslenzka lýðveldis. GerS hefir veriS áællun um kostnaS og efni, fengin loforS um
stuSning margra ágætra manna i ýmsum fræSigreinum. Þetta er kleift, ef þjóðin vill, ef
nauSsynleg tala áskrifenda fæst. Annars ekki. Hver áskrifandi er ekki aðeins að óska þess
sjálfur að eignast íslenzka alfræðabók. Hann er að gera sitt til, að þ j ó ð i n eignist slíka
bók. Þetta er eins konar þjóSaratkvæ'ðagreiSsIa, þjóSarpróf.
HVAÐ ER BOÐiÐ? Alfræðabókin verrSur tólf bindi, hvert 500 blaSsiSur, hvcr blaSsiSa
aS lelurmergS eins og tvær SldrnissiSur, alls 6000 blaSsiSur, samsvarandi 12000 Skirnis-
síSum. 1 henni verSa um 2000 myndir í texta og litprentaSar myndir og landakort á sér-
stökum blöSum aS auki. Um hiS fiölbreytta efni, sem raSaS verSur eftir stafrófsröS upp-
sláttarorSa, er ekki unnt aS gefa neina hugmynd, en’visa má í skrána um samverkamenn
hér á eftir. Þetta á að vera fjöiskrúðug fræðibók fyrir hvern fslending, fjársjóður fyrir
börn og unglinga á hverju heimili, handbók fyrir hina lærðustu menn utan fræðigreina
þeirra, — lykill að almennri sjálfsmenntun, leiðbeining til sérmenntunar. — Hún á að kynna
íslendingum umheiminn og bæSi þeim og erlendum fræðimönnum ísland og Islendinga.
Hún mun verða vitni um, að íslendingar séu menntaþjóS, en samt framar öllu tryggja þaS,
að þeir verði menntaðri þjóð.
Hvað kostar. þetta? Þetta verSur dýr hók, enda stærsta rit, sem nokkurn tíma hefir
verið iáðist í aS gera á íslandi á svo skömmum tínia. Samt verSur bókin ekki gefin út,
nema unnt sé aS hafa hana mjög ódýra i hlutfalli við stærS, kostnaS og frágang. Hvert
bindi mun kosta óbundiS 80 krónur, í sterrku léreftsbandi 100 krónur, í vönduSu skinn-
bandi 120 krónur. Allir munu sjá, að 80 krónur fyrir 1000 Skírniss/íður með mvndum er
langt fyrir neðan venjulegt bókaverð nú. — VerðiS getur haggast lítils háttar, læklcað eSa
hækkað, ef miklar ver.rðsveiflur gerast á prentkostnaði eða bókbandi. En mjög mikið af
kostnaðinum, ritlaun, jmppir o. s. frv., er óhjákvæmilegt að greiða á fyrsta ári, svo að
hann breytist ekki.
Hvenær kemur bókin út? Fyrsta bindi nnin konia á næsta vetri, siðan 2—3 bindi á
ári, unz verkinu er lokið. Mikið kapp verður lagl á að hraða vinnu og prentun, um leið
og gætt verður ýtrustu vandvirkni við livort tveggja.
Áskriftir sendist sem allra fyrst. Undir tölu þeirra áskrifenda, sem gefa sig fram á
næstu tveimur mánuðum, er það komið, hvort yfirleitt verður talið óhætt að ráðast í þetta
stórvirki eða allur undirbúningur þess hefir verið unninn fyrir gýg.
Eg undirritaður gerist hér með áskrifandi að
ALFRÆÐABÓKINNI
og er undirskrift mín bindandi fyrir allt ritið.
Ritið óskast:
1) Óbundið,
2) Bundið í léreft.
3) Bundið í skinn.
Nafn: ....'...........................
Staða: ...............................
Heimilisfang: ........................
Vinnustaður: .........................
Kaupendum gefst einn-
ig kostur á að skrá sig
á pöntunarlista hjá bók-
sölum bæjarins. Trygg-
ið útgáfuna. Takið á-
kvörðun í dag.
Almennan félagsfund
heldur félagið að Félagsheimilinu,
Vonarstræti 4, í kvöld kl. 8,30 síð-
v degis.
Fundarefni: 1. Hr. Pétur Magnússon fjármálaráðherra
ræðir um verzlunar- og viðskiptamál.
2. Yms félagsmál. r— Fjölmennið stundvíslega.
Stjoraixi.
Bezt að auglýsa í VÍSI
Það hefir verið myndað sérstakt félag, Fjölsvinnsútgáf-
an, til þess að hrinda J)essu fyrirtæki í framkvæmd. Fyllið
út eyðublaðið og sendið áskrift til:
FJÖLSVINNSÚTGÁFAN,
c/o. Eiríkur Kristinsson ,cand. mag.
P. O. Box 182, Reykjavík.
Hér að neðan eru taldir þeir, sem þegar hafa lofað að
vinna að útgáfunni.
Höfundar:
Starfsgrein:
Ágúst H. Bjarnason prófessor, dr. phil.
Alexander Jóhannesson prófessor, dr. phil.
Árni G. Eylands framkvæmdastjóri
Árni Friðriksson fisldfræðingur
Árni Kristjánsson píanóleikari
Bogi Ólafsson yfirkennari
Einar Arnórsson hæstaréttardómari
Einar Jónsson mag. art.
Eiríkur Kristinsson cand. mag.
Finnbogi Rútur Þorvaldsson verkfræðingur
Finnur Guðmundsson dr. rer. nat.
Fr. de Fontenay sendiherra
Guðmundur Kjartansson mag. scient.
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri
Ingólfur Davíðsson mag. scient. ’
Jóhann Briem listmálari
Jóhann Sæmundsson læknir
Jón EyJ)órsson veðurfræðingur
Jón Gíslason dr. phil.
Jón Jóhannesson prófessor
Jón Magnússon fil. kand.
Jón Vestdal dr. ing.
Jón Þorleifsson hstmálari
Klemens Tryggvason hagfræðingur
Knútur Arngrimsson skólastjóri
Kristinn Ármannsson cand. mag.
Kristján Eldjárn mag. art.
Magnús Jónsson, licencié és lettres
Mattliías Þórðarson, prf. þjóðminjavörður
Ólafur Briem mag. art.
Ólafur Hansson cand. mag.
Óskar Bjarnason efnafræðingur
Pálmi Hannesson rektor
Sigurbjörn Einarsson dósent
Sigurður Guðmundsson arkitekt
Sigurður Nordal prófessor
Sigurður H. Pétursson gerlafræðingur
Símon Jóh. Ágústsson dr. phil.
Skúli Þórðarson mag. art.
Steingrímur Þorsteinsson dr. phil.
SteinJ)ór Sigurðsson mag. scient.
Sveinn Þórðarson dr. rer. nat.
Teresía Guðmundsson veðurfræðingur
Þórhallur Þorgilsson bókavörður
Þorkell Jóhannesson prófessor
Þorsteinn Þorsteinsson liagstofustjóri
Þórunn Hafstein, frú
Heimspeki
Tungumál
Búskapur
Dýrafræði
Tónlist
Enskar bókm.
Lögfræði
Þýzkar bókm.
Málfræði
Verkfræði
Dýrafræði
Danskar bókm.
og austurl.fræði
Jarðfræði
Skógfræði
Jurtafræði
Höggmyndalist
Læknisfræði
Veðurfræði
Rómv. bólun.
Isl. saga
Sænskar bókm.
Efnafræði
Málarahst
Hagfræði
Landafræði
Grískar bókm.
Fornleifafr.
Franskar bókm.
Isl. fornleifafr.
Norr. goðafr.
Sagnfræði
Efnafræði
Isl. staðfræði
Trúarbrögð
Byggingarhst
Islenzkar bókm.
Jurtafræði
Uppeldisfr.
Sagnfræði
Isl. bókm.
Stjörnufræði
Eðhsfræði
Norskar bókm.
Rómanskar bókm.
Isl. saga
Hagfræði
Kvenl. fræði
Aðalritstjóri verksins verður: Ámi Friðriksson.
Aðstoðarritstjóri: Eiríkur Kristinsson.
Þegar litið er yfir þau nöfn, sem að ofan eru skráð, ætti
J)að að vera ljóst, að J)egar hefir tekizt að tryggja nægilega
sérþekkingu og starfsorku iil þess að skila þessari útgáfu,
J)ótt mikil sé, heilli í höfn. Þó er enn eftir að leita til margra
sérfræðinga, sem nauðsynlegt er að fá til samvinnu, og er
óhætt að gera ráð fyrir, að tala J)eirra, sem að starfinu
standa, áður en lýkur, verði yfir eitt liundrað.
f ALLSKONAR
AUGLÝSINGA
rEIKNINGAR
VÖRUUM BLDIR
VÖRUMIÐA
BÖKAKÁPUR
BRÉFHAUSA
VÖRUMERKI
TnWT VERZLUNAR-
MERKI, SIGLl.
AUSTURSTRÆTI IZ.
• •
H VOT
Sjálfstæðiskvennafélagið
heldur fund í Oddfellowhúsinu uppi í kvöld kl. 8,30 e. h.
Áríðandi félagsmál á dagskrá.
Inntaka nýrra félaga. Konum- heimilt aÖ taka meö
sér gesti. — Kaffidrykkja.
S t j ó r n i n.
I