Vísir - 28.11.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 28.11.1944, Blaðsíða 1
’ Hitstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiöjan (3, hæð) Rltstförar Blaðamenn Simii Auglýsingar 1660 Gjaldkerl 5 Unur Afgreiðsla 34. ar. Reykjavík, briðjudaginn 28. nóvember 1944. 241. tbl. Skaíð í SiegMed Imnna. Myndín sýnir stórskotalið Bandaríkjamanna streyma í gegnum skarð, sem rofið var í Siegfried línuna „einhversstaðar í Þýzka- landi“ 15. sept. s.l. Tveim dögum siðar fóru hersveitir banda- manna yfir landamærin á 14 stöðum öðrum._____________ Danskir þingmenn komast úr landL I nýjasta tölublaði af Frit Danmark, sem hingað hefir bor- izt, er skýrt frá tveim þing- mönnum, sem nýlega hafa sloppið frá Danmörku. Annar þessara manna er Robert Stærmose, sem var hóp- stjóri í nýjasta stjórnmála- flokki Dana, „Dansk Samling“. Hefir hann staðið framarlega í baráttu danskra föðurlandsvina og eftir að hann komst úr landi, fór hann til Bretlands og flutti þar fyrirlestra. Hinn er Oluf Carlsen, þing- maður social-demokrata, og í för með honum var Sigvald Christiansen, blaðamaður við Social-Demokraten. Stettinius tekur við af Hull. Roosevelt forseti hefir fallizt á lausnarbeiðni Hull utanríkis- ráðherra. Hann hefir jafnframt sett Ed- ward Stettinius, 44 ára, utanrík- isráðherra. Er hann yngsti mað- ur, sem gegnt hefir þessu em- bætti síðan árið 1795. Blöð og einstaklingar fara mjög lofsamlegum orðum um Hull og er það allra mál, að á- hrifa hans muni lengi gæta. Wodehouse verður sendur í fangabúðir. Frakkar hafa nú tekið nýja ákvörðun um meðferðina á enska rithöfundinum Wode- house. Ætla þeir að setja hann í fangabúðir jafnskjótt og læknar telja heilsu hans nógu góða til þess, en hann er nú í sjúkrahúsi. Brezk blöð eru óánægð með það, að Wodehouse skuli ekki seldur brezkum yfirvöldum í hendur og segja, að ef honum sé gefið það eitt að sök að liafa talað í útvarp fyrir Þjóðverja, þá sé það fyrst og fremst Bretar, sem eiga að refsa honum. # -_____________________ Moskito-vélar Breta gerðu í nótt árás á Berlín. Amliein — hHja §eufl til $A-l§íu. Browning1 hershöfðingi, sem stjórnaði loftflutta liðinu við Arnhem, verður nú sendur til SA-Asíu. Browning hefir verið næst- æðsti maður í víkingasveitunum hrezku, en Mountbatten lávarð- ur hefir farið þess á leit, að hann verði gerður að yfirmanni her- | foringjaráðsins i SA-Asíu. Sir ! Ilenry Pownall, sem verið hefir | formaður þess, hefir beðizt lausnar sakir heilsubilunar. Skipun Brownings í herfor- ingjaráðið er mjög fagnað í Bretlandi og þykir þar gefa von- ir um að sóknin inn i Burma muni ganga enn hraðar en hing- að til. Blaðamenn liafa nú skýrt frá því, að röntgen-geislar sé notað- ir við tækin, sem flugvélar bandamanna nota til sprengju- miðana i dimmviðri. Tveir helztu skipaskurðir Þýzkalands ófærír. Miklir loftbardagar yfir Þýzkalandi s.l. tvo daga Fyrir viku tókst Bretum að rjúfa tvo af mikilvægustu skipa- skurðum Þýzkalands með loft- árásum. Aðfaranótt síðastliðins þriðju- dags var gerð árás á Dortmund- Emsskurðinn — sú þriðja und- . anfarna mánuði —- og var skurðinum tvístrað á tveim stöðum, þar sem hann var i steinsteyptri rennu yfir lægð. Er skurðui’inn vatnslaus á 25 km. svæði. Hinn skurðurinn er Mittel- landsskurðurinn, sem er í sam- bandi við hinn. Hefir einnig tekizt að tæma hann á 25 km. löngu svæði og.liggur öll umferð niðri á báðum skurðunum. 3. ameríski herinn aðeins km. frá Saarbriicken. Sundhöllinni gefíð stökkbretti. Á sunnudaginn var .afhenti brezki flotaforinginn hér á landi Sundhöll Reykjavíkur vandað hickory-stökkbretti að ■ gjöf og tjáði forstjóra , Sund- liallarinnar, frk. Sigriði Sigur- jónsdóttur, að þetta væri örlít- ill þakklætisvottur fyrir heim- | sóknir brezkra sjóliða og sjó- ! liðsforingja í Sundhöllina. Stökkbretti þetta er hinn vandaðasti gripur i hvívetna og nokkur þúsund króna virði. Hefir Sundhöllin á undanförn- um árum verið að reyna að út- vega slíkt bretti, en ekki getað fengið það. Sundhallargestir létu ánægju sína óspart í ljósi í gær yfir stökkbrettinu, og það var ,ó- hemju aðsókn að því frá morgni til kvölds. Laxfoss verðiir Eiaf- fær aam miðjais apríl. Á að komast til Borgarness á 2 klst. Mafinn er undirbúningur að viðgerð á m.s. Laxfossi, sem legið hefir á innri höfninni frá því er hann náðist út eftir strandið s.l. vetur. 1 gær var unnið að því að taka úr honum vélarnar, en áð því búnu verður skipið sett á dráttarbraut til viðgerðar. Tilkynning. Forseti Islands staÖfesti á ríkis- ráðsfundi í gær lög um nýbygg- ingarráð. Á sama fundi veitti hann Birni Sigurðssyni lausn frá héraðs- læknisembætti í, Miðf jarðarhéraði. Ráðgert er að stækka skipið og auka farþegarými þess til muna, ennfremur að skapa far- þegum ýms þægindi, mciri en voru i gamla Laxfossi, og setja nýja hraðskreiða vél í skipið. Samið hefir verið um að Lax- foss verði tilbúinn með huffær- isskírteini um miðjan aprílmán- uð, svo að þá geti hann hafið ferðir milli Reykjavikur og Borgarness að nýju. Það eru fyrri eigendur m.s. Laxfoss, sem hér eiga hlut að máli, en vélsmiðjurnar Hamar, Héðinn og Stálsmiðjan og auk þess Slippurinn, hafa tekið sam- eiginlega að sér að annazt við- gerð skipsins. Ráðgert mun vera að lengja skipið allmikið og setja í það Fundarsamþykktir um íþróttanám og æfingar skólanemenda. nýja Polardieselvél, miklu kraftmeiri en vélin sem fyrir var. Með hinni nýju vél gera menn sér vonir um að hraði skipsins verði allt að 14 mílur á klukkustund, eða vel það. Mun Laxfoss þá fara á 2 klukku- stundum milli Borgarness og Reykjavikur, í stað nærri 3ja klst. áður. Með stækkun Laxfoss verður fyrrst og fremst lögð áherzla á að breya og bæta farþegarýmið, auk þess sem gert er ráð fyrir að það stækki til muna. Verður skipið því að öllu leyti hentugra til farþegaflutninga en áður var. M. a. er hugmyndin að innrétta I sérstakan sal fyrir veitingar og ennfremur að innrétta allmarga svefnklefa, sem einkum eru ætl- aðir langferðafólki. Gamli Laxfoss mátti taka 250 farþega til Borgarness og yfir 300 farþega til Akraness, en • með stækkuninni má liann vafa- laust taka miklu fleiri. Annars er það mál óútkljáð enn sem komið er. Þetta er mikill hnekkir fyrir Þjóðverja, því að flutningar um skurði þessa nema um 75 millj. smálesta á ári. I nótt. . Bretar sendu stórhópa flug- véla til árása á Freiburg og Neuss í nótt, en í fyrrinótl var gerð hörð árás á Munchen. í gær og fyrradag kom lil mikilla loftbardaga yfir Þýzka- landi, er flugvélar Breta og Bandaríkjamanna fóru til árása á ýmsa staði þar. Bandamenn segjast alls hafa skotið niður * nærri 240 flugvélar þessa tvo daga. S. 1. sunnudag boðaði íþrótta- fulltrúi ríkisins, Þorsteinn Ein- arsson til fundar í hátíðasal Menntaskólans, þar sem 16. grein íþróttalaganna var til um- ræðu, en þar segir: „Skólanem- endum er óheimilt að stunda íþróttaæfingar í félögum utan skólanna þann tíma árs, sem skólar starfa, nema með leyfi skólastjóra“. Á fundinum mættu flestir skólastjórar skólanna i Revkja- vík og í Hafnarfirði, svo og í'or- menn íþróttafélaganna og iþróttakennarar á báðum stöð- unum, íþróttanefnd ríkisins, íþróttaráðunautur Reykj avíkur og stjórn Iþróttasamhands ís- lands. Framsögn á fundinum hafði Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi og laldi liann að hrotið væri mjög í bág við ofangreinda grein iþróttalaganna, og óskaði eftir því að þeir aðilar, sem þetta mál kæmi aðallega við, gerðu með sér samkomulag um þetta atriði. Bar liann fram á fundinum tillögur, sem áður liöfðu verið samþydvktar á fundi íþrótta- kennara 8. okt. s. 1., en þær eru svohljóðandi: „Fundur iþróttakennara við skólana í Reykjavík og Hafnar- firði samþykkja að verði reglur samdar um iþróttaiðkanir skólanemenda utan skólanna meðan á skólanámi stendpr, þá verði eftirfarandi fylgt: 1) að nemendur 13 ára og yngri fái ekki slikar undanþág- ur, 2) að nemendur 14 ára og eldri fái undanþágur, en þó þannig að fjöldi allra íþrótta- stunda utan skóla og innan fari ekki fram úr 5 á viku, 3) að nemendur 17 ára og yngri taki ekki þátt í hlaupa- keppnum meðan á skólanámi stendur, 4) að nemendur, sem sækja um undanþágu sýni vottorð frá skólalækni skóla síns um heil- brigði til þess að taka þátt i auknu íþróttanámi.“ Allmiklar umræður urðu. um málið af hálfu allra áðila, en í fundarlok voru ofangreindar tillögur samþykktar. I Iláts saknað frá llíldiiflal* Slysavarnafélag Islands skýrði Vísi svo frá í morgun, að í gærkveldi hefði verið saknað báts frá Bíldudal. Var það M.b. Steinbjörg, BA 273. Þar sem símasambandslaust var við Vestfirði í morgun, var ekki hægt að spyrjast fyrir um livort bátur þessi hefði komið fram eða ekki. Kviknar í út frá sígarettu. Á sunnudagsmorgun um kl. 6 var slökkviliðið kallað inn á Hrefnugötu 6; hafði kviknað þar í húsgögnum. Eldsupptök eru álitin vera þau, að neisti hafi fallið úr sígarettu í stopp- aðan stól kvöldið áður, en leynzt þar yfir nóttina. Urðu töluverð- ar skennndir á innbúi, bæði af eldinum sjálfum og af völdum vatns. Sviss ætlar ekki að vera griðastaður. Sviss mun ekki veita móttöku •neinum hermönnum, sem vilja hörfa yfir landámærin. Dr. Kobel, sem er hermála- ráðherra Sviss, hefir lýst þessu yfir í ræðu og bætt því við, að það breyti engu um afstöðu Sviss, þótt hermennirnir verði búnir að fleygja frá sér vopn- unum, þegar þeir ætla að leita .yfir landamærin. I Um 100,000 flóttamenn af ýmsum þjóðum eru nú í Sviss og á landið erfitt með að sjá fleirum farborða. Leikféíag Reykjavíkur sýnir annað kvöld kl. 8 gaman- leikinn „Hann“. Ægir, mánaðarrit Fiskifélags íslands. 9.—19. tbl., 37. árg., er komið út. Efni: Vísindi í þágu framleiÖslunn- ar. Nýjungar i fiskiÖnaÖi Banda- ríkjanna. Sextugur: Sigurjón Á. Ólafsson. Útfluttar afurðir í ágúst 1944. GuÖmundur Þ. GuÖmúnds- son. Síldveiði herpinótaskipa 1944. Fiskaflinn 31. ágúst og 30. sept. 1944. Yfirlit yfir sjósókn og aíla- brögð í sept. og okt. 1944. Hvítabandið heldur fund annað kvöld í Aðal- stræti 12. I Ólafur Briezn skrifstofustjóri En harðast barízt lijá Diiren 09 Jiilich. fiandainenn hrjótast inn í Hiirtgen. J|reytingar hafa litlar orðið á afstöðu herjanna á vest- urvígstöðvunum síðasta sólar- hringinn, en þær hafa yfir- leitt allar verið bandamönn- um í hag. Harðast er barizt eins og áð- ur umhverfis vegina tvo frá Aachen til Kölnar um Duren og Júlich. Hafa Þjóðv§rjar ógrynni sprengjukastara í vörninni þar. Það er níundi ameríski her- inn, sem sækir til Júlich, og hefir hann sótt fram fyrir sunn- an og norðan borgina, svo að hann er í hálfhring um hana. Barizt í Hurtgen. Fyrsti ameríslú herinn, sem sækir til Dúren, mætir talsvert meiri örðugleikum en sá níundi. Hann hefir komizt inn í þorp, sem heitir Langefwehr og er 6 km. fyrir vestan Dúren. Þá hefir þessi sami her rutt sér braut inn í þorpið Húrtgen, við austurjaðar samnefnds skógar, og er barizt þar á göt- unum. 13 km. frá Saarbriicken. Þriðji herinn hefir sótt fram rúmlega 10 kra. síðustu 5 daga og stafar Þjóðverjum nú einna mest hætta af honum, því að hann er aðeins um 13 km. frá Saarbrúcken. Hefir hann tekið franska þorpið St. Avold, sem er um 3 km. frá landamær- (unum. Næst fyrir sunnan er 7. her- inn, sem styrkir óðum aðstöðu sína i Vogesafjöllum og þá tek- ur við vígstöðvahluti franska hersins, sem er alveg búinn að hreinsa til í Mulhouse. 1 verður borinn til grafar í dag. Verður þessa merka borgara minnst hér í blaðinu á morgun. Grikkir vilja ekki láta afvcpnast. Illa ætlar að ganga að af- vopna grísku skæruliðana, að því er fregnir herma frá Aþenu. Þar í landi er um tvo skæru- heri að ræða og er annar undir stjórn kommúnista. Þessi her hefir nú tjáð sig ófúsan til að afhenda vopn sín samkvæmt skipun Skobies, hersliöfðingja bandamanna, og vill að stjórn landsins sjái um afvopnunina, en liún hefir ekkert lið að baki sér til að framfylgja skipunum sínum. Síiaisihilaiiir íegníi ofiiðris. I gærkveldi biluðu símalín- urnar til Vestur- og Norður- landsins. Einnig varð smábilun hjá Vík í Mýrdal. Búizt var við að hægt væri að gera við allar þessar bilanir strax í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.