Vísir - 28.11.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 28.11.1944, Blaðsíða 3
VISIR Pétur Ingimundarson slökkvi- liðsstjóri, sem út verður hafinn í dag, er fæddur að CJtibleiks- stöðum í V.-Húnavatnssýslu, 6. júlí 1878. Faðir hans var Ingi- mundur bóndi Jakobsson prests í Stéinnesi, Finnbogasonar „assistents4 í Reykjavík, en aðrir synir Finnboga urðu einn- ig þjóðkunnir menn: Teitur járnsmiður í Rvík; Kristófer bókbindari og bóndi á Stóra Fjalli, og Ásgeir á Lamljastöð- um og síðar á Lundum í Borg- arfirði. Er þessi karlleggur rak- inn til Guðmundar á Merkigili, bartskera Guðbrands biskups. Móðir Péturs, og seinni kona Ingimundar, var Sigríður, dóttir síra Sigfúsar Jónssonar frá Reykjahlíð, er prestur var á Tjörn og Undirfelli, og konu lians Sigríðar Björnsdóttur sýslumanns Blöndal í Hvammi. Eru ættir þeirra bjóna svo kunnar að eigi þarf að rekja. Þótt foreldrar hans yæru eigi efnuð fór Pétur því eigi allslaus að heiman, svo vel kynjaður, enda móðir bans dæmafátt val- kvendi og faðir hans um margt maður stórvel gefinn, skáldgáf- aður, hagur vel á smiði og marga íþrótt eins og voru föð- urfrændur bans inargir, læknir góður, enda fjölfróður og fram- sýnni um suma hluti en gengur og gerist. Pétur mun eitthvað þafa fengizt við smíði er hann fór 19 ára gamall til Reykjavíkur til fullnaðarnáms lijá Jóni Sveinssyni trésmíðameistara. Sveinsb'réf lilaut Pétur 1899, en fyrsta húsið, sem hann byggði var Iðnskólinn. Næst tók hann að sér viðbótina við Barnaskól- ann, en byggði síðan mörg ein- stakra manna hús, og vann þeg- ar orðstír fyrir dugnað og kunnáttu. Þó varð ekki aðal- starf lians fólgið í því, að fást við byggingar. Pétur heitinn gerðist þegar lirunaliðsmaður, er bann kom til bæjarins. Þá voru lianddælur nær eingöngu notaðar, og voru 10—12 menn við llverja, en vatnsberaliðið stóð í halarófu frá tjörn, læk eða sjó, og seldi liönd hendi strigaföturnar eða aðra vatnslaupa er til varð grip- ið. Árið 1910 varð Pétur vara- slökkviliðsstjóri. Var þá að vísu vatnsveitan komin fyrir tveim árum, og því orðið- liægara um vik, en um flest var þó ábóta- vant búnaði liðsins. Slökkviliðs- stjóri var Pétur settur 1918, en skipaður i það embætti 1920. Ekki er það ofmælt, að frá því að Pétur Ingimundarson kom að stjórn slökkviliðsins bafi hann til dauðada'gs unnið að því að búa það nýtízku tækj- um og tækni, eftir því sem við varð komið. Fór hann þegar ut- an 1918, að skyggnast um eftir lufreiðadælum o. fl., en tvisvar síðan (og síðast 1937, er Kaup- mannabafnarborg bauð honum á 250 ára afmæli slökkviliðsins þar). Honum tókst þá lika smámsaman að afla slökkvilið- inu hér þeirra tækja, að hann gat með sanni sagt í viðtali á sextugsafmæli sínu, að hann teldi útbúnað þess „mjög sæmi- legan samanborið við það sem bæir á þessu reki hafa.“ En þótt honum tækist að búa slökkvilið Reykjavíkur svo vel að tækjum, er hitt þq sízt minna vert er hann áorkaði um tækni þess. Sá, er vissi, sagði mér að erlendur maður, sérfróður um slökkvistarf, hefði haft orð á því, að sig langaði til að kynn- ast manninum, sem stjórnað liefði slökkviliðinu er Hótel IsT land brann. En ekki þarf slíka dóma, né aðra jafn lofsamlega, er auðvelt myndi þó að safna um einstök afrek, til þess að ganga úr skugga um hver for- ystumaður Pétur Ingimundar- son hefir verið. Ferill slökkvi- liðsins sannar, að það hefir ekki verið höfuðlaus her þessi 26 ár, sem hann stýrði því. Hvernig tekizt hefir allan þenna tíma að hemja eldsvoða í timbur- húsaliverfum eins og hér eru víða, og það við jafn storma- sama veðráttu, tel ég ganga kraftaverki næst. Við slík skil- yrði er iðulega svo skammt á milli lífs og dauða, að óhætt má fullyrða að þjálfun slökkvi- liðsins og úthúnaður hefir ekki aðeins bjargað milljónum króna að verðmætum á þessum árum, heldur einnig mörgum manns- lífum. Þegar litið er yfir slíkan afreksferil tel ég hiklaust að hann sé hliðstæður því, sem fremst er með öðrum þjóðum. Og það leikur ekki á tveim tungum, að svo einstæður ár- angur sé framar öllu að þakka mannslund og starfi Péturs Ingimundarsonar. Hinn víð- rómaði agi og þrifnaður, sem einkennir starfsemi slökkviliðs- ins, var hyggður á einstakri reglusemi og hagsýni yfir- mannsins, er bersýnilcga kunni að velja sér samherja, og hafði á annan hóginn vakandi auga á réttindum undirmanna sinna og nauðsyn stofnunarinnar, óhlutdeilinn maður, er krafðist þess sama í sinn garð og sinna, en hius vegar gæddur þeirri skapliöfn, er tók aldrei hálft er hann taldi nauðsynlegt heilt, að vitni manns er með honum vann, en átti um leið þá lipurð og háttvísi, er sízt var hætt við að leitaði uppi steina andstöð- unnar til þess að steyta við fót sinn. . Pétur Ingimundarson var einn af stofnendum Rauða Kross Islands og Bálfarafélags- ins, en átti að auki unt 20 ár eða meira sæti i byggingarnefnd liöfuðstaðarins. Þá hefir og slölckviliðið undir hans forystu annast tvær sjúkrabifreiðar fyr- ir Rauða Krossinn og 'sjúkra- flutniiiga með þeim, er hafa verið all umsvifamiklir síðustu árin. Var hans við þessi störf sqm önnur að góðu einu getið. Reykjavikurbær þakkar þá líka starf Péturs Ingimundar- sonar og heiðrar minningu hans með því að kosta útför hans. Er sá sjaldgæfi vottur virðing- ar og þakldætis harlá verð- skuldaður, því að þar á bæjar- félagið á bak að sjá sjaldgæf- um embættismanni. Þegar Pétur Ingimundarson lézt, hafði hann langt og ham- ingjusamt hjónaband að haki. Hann kvæntist 6. júní 1901 GuðT rúnu Benediktsdóttur, bónda og járnsmiðs að Miðhúsum í Vatnsdal, Samsonarsonar, og Guðríðar Tómasdóttur, bónda að Brúsastöðum í Vatnsdal. Fluttu þau hjón, Benedikt og Guðríður, hingað um 1880 með dætur sínar, sem Guðríður kom stórvel til manns, eftir að föður þeirra missti við. Það var brátt hlutskipti hinna ungu hjóna, er bjæjuðu með tvær hendur tómar, að annast stórt og umsvifamikið heimili, og tókst það því aðeins jafnvel og kunnugir vita, að húshónd- inn var heimilisfaðir með ágæt- um, en húsfreyjan honum sam- hent um alla stjórnsemi og frá- bær að dugnaði, enda getur ekki samrímdari hjón. Fimm börn sín og tvo fóstursyni ólu þau upp, og foreldrar húsbóndans og móðir húsfreyjunnar lifðu hjá þeim mörg ár, allt til dauða- dags. En að auki tókst frú Guð- rún á hendur matsölu, og fórst það svo, að fjöldi viðskipta- manna flutti sig ekki í annan stað fyrr en þeir stofnuðu sjálf- ir heimili, eða fluttu burt. Er- um við stór hópur, gamlir vinir og viðskiptamenn, sem þessa dagana beinum samúð okkar til frú Guðrúnar, barna þeirra og nánustu venzlamanna. Börn þeirra hjóna, er öll lifa föður sinn, eru þessi fimm: Unnur, gift Einari Péturssyni stórkaupmanni; Sigríður, gift Brynjúlfi Dagssyni, héraðslækni í Búðardal; Kjartan, brunavörð- ur, giftur Karen Smith, norskri konu; Tómas, stórkaupmaður, giftur Ragnheiði Einarsdóttur, sýslumanns, Jónassonar, og öl- afur, endurskoðandi í Kaup- mannahöfn, giftur Ruth Sören- sen, norskri konu. En fóstur- synir þeirra hjóna eru Pétur, dóttursonur þeirra hjóna og Guðmundur Guðmundsson, dömuklæðskeri, systursonur frú Guðrúnar. Aðrir nánustu ætt- ingjar liins látna eru hróðir hans, Ásgeir, veggfóðrari og dekoratör liér í bæ, og föður- bróðir hans, præp hon. Þor- valdur Jakobsson, fyrrum prest- ur í Sauðlauksdal. Pétur Ingimundarson var friður sýnum og að öllu vel á sig kominn, hár maður vexti, herðahreiður og miðmjór; manna rekklegastur. Mun liafa líkzt allmikið móðurföður sín- um, síra Sig('úsi, enda hrugðið til ætternis um snarpleika og gildustu karlménnsku. Hann rit- aði fagra hönd og var um margt íþróttamaður; allra manna at- hugalastur og slyngastur lax- veiðimaður. Hafði hann það álit erlendra kunnáttumanna, að hinar nafntoguðu Hardy-bræðra verksiniðjur fengu hamn til að rita í ársrit sitt um stangar- veiði á Islandi. Hann var stál- sleginn í Islendingasögum, og vel að sér í mörgum fræðum, þótt eigi væri hann lahgskóla- genginn, en elcki var það ómerk- ast, að honum var léð sú næm- leiksgáfa, að hann mundi, a. m. k. fyrr á tímum, hafa vérið tal- inn skyggn eða forspár, hefði hann flíkað reynslu sinni. Veit ég, að hann trúði því, að sér væri það oft innblásið — þótt ekki dytti honum i hug að nota það orð — hvað gera hæri er honum reið á skjótustum úr- ræðum. Þótt Pétur heitinn væri fram- ar öllu heimilisrækinn, var hann jafnan glaður, reifur og gamansamur hvar sem hann hittist. Hann har árin svo vel, að fáir gátu trúað að þessi garplegi og ernlegi maður ætti svo skammt ólifað, er hann lagðist í vor, þótt veikin færi þegar hart að. En lijartað mun hafa Verið ofreynt. Og sjálfan mun hann hafa fyllilega grunað hvert stefndi, jafnvel eftir að bati sýndist kominn, og beið æðrulaus þess, sem verða vildi. Hann fékk líka hægt andlát. Yfir honum látnum hvíldi sú lieiða ró, sem við dauðans að- komu ummyndar andlit þess manns, sem skilst sáttur við allt og alla og hefir loldð miklu starfi-og fullu. Reykjavík, 28. nóv. 1944 Sigfús Halldórs frá Höfnum. Næturakstur. B.S.I., sími 1540. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki. Næturlæknir. , Læknavarðstofan, sími 5030. Kelloggs: ALL BRAN CORN FLAKES PEP RICE KRISPIES Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2.. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar Tónlistarsk. Strengja- sveit leikur undir stjórn dr. Urbant- schitsch: a) Serernade í D-dúr, nr. 6, eftiVr Mozart. b) Serenade eftir Hans Gál. 20.55 Erindi: Of sóttur sjór, V.: Ráðstafanir til bóta (Árni Friðriksson magister). 21.20 Hljómplötur: Píanólög. 21.25 Is_ lenzkir nútímahöf undar: Halldór Kiljan Laxness les upp úr skáldrit- um sinum. 21.50 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 22.00 Fréttir. Dag- skrárlok. Stúlka óskast til hreingerninga. — Uppl. í síma 5561. 45 ára er í dag Ástþór Matthíásson, lögfræðing- ur, Sóla í Vestmannaeyjum. Einhver víðkunnasta ástarsaga í víðij veröld: R a m ó n a eftir Helen Hunt Jackson. Sagan af Ramónu er einhver a*llra víðkunnasta ástarsaga heimsbókmenntanna. Hún er hugþekk og ákal'lega spennandi, rituð af slíkri samúð og nærfærni, að ávallt mun talið frábært. Þessi afburða góða skáldsaga liefir farið sigurför um heim allan. Hún liefir verið þ>rdd á mál flestra menningar- þjóða og kvikmyndin, sem eftir sögunni var gerð, er sýnd aftur og aftur við frábæra hylli. Amerískt stórblað hefir komizt svo að orði, að Ramóna sé bók, sem maður vaki yfir heila nótt. Það er vissulega ekki ofmælt. Flestum mun reyn- ast örðugt að leggja þessa óvenjulega hugþekku bók frá sér, fyrr en lestri hennar er lokið. Þeftta er bókf sem hver einasta ung stúlka þráir að eignast og lesa. . Sagan af Tiima litla, hið óviðjafnanlega snilldarverk stórskáldsins Mark Twain, er nýkomið út. Það mun erfitt að, benda á drengjasögu, sem nýtur jafn frábærra og óskiptra vinsælda og þessi hók, enda er þetta afburða listaverk, sem lesið er og dáð á flestum tungumálum heims. Og sagan af Tuma litla á óskipt mál með öðrum snilld- arverkum um það, að hennar njóta jafnt ungir sem gamlir. En drengirnir láta ekki taka þessa bók af sér. Þeir eigna sér hana fyrst og fremst, enda skrifaði höfundurinn hana lianda þeim. Þetta et békf sem dKenguíinii yðar ies aít- ur og aítur. Engin bók veitir honum jaðn var- anlega ánægju og þessi. Hjartanlega þakka eg hina innilegu samúð og miklu hluttekningu auðsýnda mér og mínum við andlát og jarðarför ö n n u dóttur minnar. Reykjavík, 27. nóv. 1944. Karl Einarsson. Litla dóttir okkar, Sólrún Eygló, andaðist 25. þessa mánaðar. Lára Þorsteinsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Lindargötu 11. Við þökkum hjartanlega öllum þeim, sen\ vottuðu okkur hluttekningu og samúð við fráfall mannsins míns og föður okkar, Jóns Kristjánssonar, er fórst með Goðafossi 10. þ. m. Sólveig Jónsdóttir og börn. Jarðarför Jóhanns Þorbjörns Péturssonar , fer fram fimmtudaginn 30. þ. m. frá Dómkirkjunni og hefst kl. 1 e. h. frá Þórsgötu 15. Þá verður kistan borin í Góðtemplarahúsið og fer þar fram kveðja kl. 1%. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Börn, tengdabörn og barnabörn. Ethel Vance: 146 Á flótta okkur, meira heldur en ykkar maður þarna handan liafsins.“ Hann leit dálítið hrokalega á Mark og bætti við: „Eg lít á allt frá því sjónar- miði séð, livað hagkvæmast er. Eg lield kyrru fyrir þar, sem eg get liaft eitthvað upp úr mér.“ „Þú ert rómantískur, karlinn minn, — nei, þér tekst ekki að gabba mig.“ Mark liló. Fritz sagði ekki meira og brátt var komið að gistiliúsinu. Mark bað hann að koma með sér inn, til þess að hánn gæti skrifað ávísun lianda honum. Fritz tók ávisunina og af því hvernig hann hraut liana samna mátti sjá, að hann var heiðar- legur maður. Því næst liorfði liann á Mark og sagði all áhyggjufullur á svip: „Heldurðu nú, að þú getir hjargað þér upp á eigin spýt- ur?“ „Þú heldur, að eg geti ekld komist af án þín,“ sagði Mark, bíddu og sjáðu.“ Þeir kvöddust hlýlega. Mark fór inn i herbergi sitt, kveikti ljós, og hallaði sér út af. Klukkan var orðin fimm. „Eg sima til hennar eftir nokkrar klukkustundir“, hugs- aði hann. „Rödd mín skal þó heyrast i húsi hennar, þótt eg komist þanga ðekki.“ Hann fór að liugsa um, hvað hann skyldi segja við hana. En nú var barið að dyrum. „Kom inn!“ Það var gistihúsþjónninn, er kominn var. Það var furðusvip- ur á andliti hans. „Herramaður nokkur vill tala við yður.“ „Hvað heitir hann?“ Mark hafði aldrei heyrt nafn hans fyrr. Hann settist upp. „Hver? Hvað sögðuð þér að hann héti ?“ Þjónninn endurtók nafnið. „Og þér eruð ekki í vafa um, að hann vill tala við mig?“ „Hann spurði um herra Prey- sing.“ „Eg kem niður.“ En sá, sem vildi við hann tala, var að ganga upp stigann. 22. kapítuli. Það leið að tedrykkjutíma. En greifynjan liafði ekki enn heyrt í bifreið hershöfðingjans, svo að hún tók þá ákvörðun, að líta enn einu sinni inn til Enmiy. Hún sat á rúmstokknum. „Yður líður betur?“, sagði greifynjan hissa. „Eg er að reyna að prófa styrkleika minn.“ Raddstyrkur Emrny virtist hafa auldzt, og hljómurinn minnti á leikkonurödd. Þegar liún nú hafði setzt á rúmstokk- inn og var búin að jafna sig dálítið, var liún gerbreytt, að greifynjunni fannst. Greifynjan var að reyna að athuga, hvort þau væru sviplík, Emmy og sonur hennar. Já, það var eitt-. livað, sem bar skyldleikanum vitni. Hún settist hjá henni, tók í hönd hennar og sagði: „Þér eruð ekki með hita, Vænti eg?“ „Eg held ekki. Mér líður vel. Eg hefi borðað ávexti og druklc- ið mjóllc. Það bragðaðist mér vel, eins og þér munuð geta nærrk“ „Eg þorði ekki að koma með meira. Sjáið þér til, það er eng- inn í húsinu, sem veit að þér eruð hérna, nema eg. Þjónustu- stúlkur mínar vita það ekki.“ „Eg sldl —“ Emmy horí'ði á liana liugsi á svip. Henni var fjarri skapi að spyrja margs. „Eg verð þess kannske vald- andi, að þér komist í hættu,“ sagði hún. „Eg verð að komast héðan sem fyrst.“ „Nei, nei, ekki enn. Það er ókleift." Greifynjan mælti af ákafa og innileik. „Hugsið ekki um þetta nú, fyrr en búið er að undirbúa allt. j Það verður bráðlega. Sonur yð- ar gerir það, sem unnt er.“ Greifynjunni var skapi næst að láta Mark hafa heiðurinn af að hafa bjargað Emmy. En IEmmy var ekki kona, sem hægt var að fara í kringum. Hún 2 hallaði sér nú aftur í rúminu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.