Vísir - 04.12.1944, Síða 2

Vísir - 04.12.1944, Síða 2
V-ISIR VISIP? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. II Eríiðleikarnir með fjarlogin. jyjORGUNBLAÐIÐ héfir und- anfarið verið að búa al- menning undir afgreiðslu fjár- laganna, og segir erfiðleika mikla. Það segir svo fyrir nokkrum dögum: „Starf fjárveitinganefndar hefir a'ð þessu sinni veri'S ó- venju erfitt og vandasamt, sem síatar af því hvernig frá fjár- lagafrumvarpinu var gengiö af hálfu fyrrverandi stjórnar. Frv. var þannig lagt fyrir þingið, að rekstrarútgjöldin voru áætl- uð 81.7 rnillj. kr. eða um 8 millj. kr. lægri en í fjárlögum yfir- standandi árs. Þessári lækkun á rekstrarútgjöldunum var náS með þeim hætti, að framlag til verklegra framkvæmda var lækkað stórkostlega“. Það hneykslar blaðið auðsjá- anlega mikið, að fyrrverandi stjórn skyldi leyfa sér að lækka rekstrarútgjöldin um 8 milij. frá því sem nú er. Þetta er mjög skiljanlegt, þvi að nú er boð- orðið: ekkert skal lækka. En l ullyrðingar blaðsins, að lækkun útgjaldanna sé náð með „stór- kostlega“ lækkuðu framlagi til verklegra framkvæmda, eru mjög fjarri sannleikanum, eins og margt annað, sem það segir um fjárlagafrumvarpið. Lækk- un útgjaldanna stafar aðallega af því, að 10 millj. lcr. uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir -var fellt burt. Fyrverandi stjórn taldi ekki lengur fært að greiða þessar uppbætur, nema með stórauknum sköttum, en þá leið taldi hún ekki gerlegt að fara. Mbl. hefir auðsjáanlega lítið kynnt sér frumvarpið. Ann- ars mundi það ekki hafa borið fram þessa röngu staðhæfingu. Viljandi hefir það vafalaust ekki gert það. Ef það hefði kynnt sér og lesið frumvarpið, mundi það heldur ekki hafa fullyrt, að í því væri verklegar fram- kvæmdir „stórkostlega“ lækk- aðar. I fjárlögum fyrir 1944 eru verklegar framkvæmdir (vega- mál, vitamál og hafnargerðir) samtals 17,6 mill. kr. 1 fjárlaga- frv. fyrir 1945 er ætlað til þess- ara framkvæmda samtals 17,1 millj. kr. Mismunurinn, eða hin „stórkostlega“ lækkun er því aðeins 500 þús. kr. Þetta getur hver maður séð, sem vill athuga fjárlögin. Hinn eini munur í þessu efni, sem er á fjárlögum þessara tveggja ára, er sá, að á árinu 1945 er ætlað meira til viðhalds og endurbóta á vegum, en minna til nýbygginga. En hið raunverulega framlag til þessara mála er því nær hið sama bæði árin. Þetta er Mbl. bent á í allri vinsemd, því um það skal ekki efast, að það muni jafnan vilja hafa það sem sann- ara reynist, þótt hitt geti stund- um verið þægilegra. Mbl. er mjög umhugað að gera hlut fyrrverandi stjórnar sem minnstan. Sérstaklega hef- ir það um langt skeið lagt sig í framkróka til að ófrægja og lítilsvirða fyrrverandi fjármála- ráðherra. Nú notar það fjárlaga- frumvarpið til þess og finnur því allt til foráttu og segir að ríkisstjórnin hafi „mikið verk að vinna að koma fjárhag ríkis- sjóðs í lag“. Til að finna slík- um fullyrðingum stað, liefir það hætt sér út á þann hála ís, að segja hlutina öðru vísi en þeir eru, í því trausti, að almenning- ur fylgist ekki svo vel með fjár- málunum, að hann átti sig á hvað er rétt og hvað rangt. Blaðið fárast yfir því, að ekki skyldi hafa verið tekið inn í fjarlögin 27—28 millj. kr. til verðuppbótar á landbúnaðaraf- urðir. Stefna fyrverandi stjórn- ar var sú, aj5 þessar uppbætur yrðu að falla niður frá næstu áramótum, vegna þess að ríkis- sjóður gæti ekki lengur staðið, undir þessum útgjöldum. Þetta var framkvæmanlegt, með því að þeir, sem taka laun í landinu, sættu sig við litla launalækkun um nokurn tíma, eða meðan dýrtíðin væri að þokast niður. Nú lítur út fyrir að þessi launa- lækkun verði framkvæmd í nán- ustu framtíð með stórauknum sköttum eða gengisskerðingu, sem lendir á hverju mannsbarni i landinu. Hina umræddu fjár- hæð, 27—28 millj., vantaði því ekki i frv. Hún átti þar ekki að vera. En nýja ríkisstjórnin byggir sína tilveru á öðrum for- sendum. Hún ætlar að taka upp þessi útgjöld og bún ætlar að leggja á skattana eða taka lán til að standast útgjöldin. Þar skilur á milli feigs og ófeigs, og framtíðin á eftir að leiða í ljós, hvor stefnan muni vera heilladrýgri. Dylgjur blaðsins um erfiðan hag ríkissjóðs eru næsta barna- legar. Hagur ríkissjóðs, þegar nýja stjórnin tók við, var i mjög góðu lagi og þannig hefir hann verið undanfarin þrjú ár. En á þessu- getur náttúrlega orðið mjög skyndileg breyting, ef ríkissjóði eru bundnir bagg- ar, ætlúð útgjöld, langt umfram það, sem hann þolir. Nýja stjórnin hefir ákveðið útgjöld, sem ríkissjóði er um megn að greiða, nema tekna sé aflað með miklum sköttum eða háum lán- um. Hvort tveggfa er hættuleg fjármálastjórn, eins og nú horfir. Það mun koma i ljós, að hin- ir „stórfelldu gallar“, sem Mbl. segir vera á fjárlagafrv., eru aðallega faldir í því, að fyr- verandi fjármálaráðherra hefir ekki tekið upp í það útgjöld á ýmsum sviðum, sem núverandi stjórn mun vilja bera fram, einkum ráðherrar jafnaðar- manna og kommúnista. Þessir flokkar koma á hverju ári með útgjaldatillögur svo tug-millj- ónum króna ski])tir við umræð- ur fjárlaganna. Áður hafa flest- ar slíkar tillögur verið felldar. En nú eru þær sendar gegnurn ríkisstjórnina og nú verða þær samþykktar, ])ótt erfitt verði að finna tekjur á móti. Þessar tillögur eru nú komnar fram, milljónir kr., og er nú sýnilegt að krókurinn beygist að því sem verða vill. En það er þægilegt að halda því á loft, að „erfið- leikarnir“ við að koma saman fjárlögunum stafi af „frágangi'1 fyrverandi stjórnar. Ef fjárlagafrv. verður sam- þykkt með öllum þeim tillögum, sem meiri hluti fjárvetinga- nefndar leggur til, þá verður éyðsluskriðan ekki stöðvuð fyrr dn allt er komið um þverbak, fyrst hjá því opinbera og svo hjá einstaklingunum. Að afgreiðslu fjárlaganna verður vikið hér í blaðinu á morgun. Stúlka óskast til afgreiðslu. Uppl. á Laugavegi 89. Húsnæði fylgir. Mataræði íslendinga er í mörgum efnum ábótavant. Tillögur til úrbóta frá manneldisráði. Eins og sþýrt var frá í Vísi nýlega hefir komið fram á þingi frumvarp til laga um manneld- isráð. Er hlutverk ráðs þessa að vera heilbrigðisstjórninni til ráðuneytis um þau mál, er að manneldi lúta, og gera tillögur um framkvæmdir rannsókna á því sviði. Árið 1939 var stofnað tii rannsókna á mataræði lands- manna, og til þess stofnuð sjö manna nefnd, sem síðan liefir að jafnaði gengið undir nafn- inu manneldisráð. 1 ráðinu áttu sæti landlæknir, kennarinn i heilbrigðisfræði við háskólann, forstöðumaður rannsóknar- stofu háskólans, berklayfirlækn - ir, tryggingayfirlæknir, hag- stofustjóri og einn af banka- stjórum Landsbankans (Vilhj. Þór). Ráðið hefir nú skilað af sér störfum með bréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, en þá lágu fyrir skilríki um niðúr- stöður ráðsins i sérstakri bók, eftir íramkvæmdarstjóra þess, dr. med. Júlíus Sigurjónsson. Hefir bók þessi nú verið gefin út með samþykki ríkisstjórn- arinnar. Eins og skýrt er frá í bókinni, virðist svo, að algengustu á- gallar mataræðis bér á landi séu þéir, að minna sé af ýmsum vitamínum í daglegu fæði manna en æskilegt er talið, og á ])etta einkum við um C- og að líkindum D-vitamín. Bendir ráðið á ýmsar ráðstaf- anir til úrbóta,. og er þetta það helzta: 1. Með tillit til C-vítamíns ber að stefna að stóraukinni framleiðslu grænmetis og á- vaxta, þeirra tegunda, er líkur eru til, að ræktaðar verði hér á landi án óhæfilegs tilkostn- aðar, enda sé jafnframt aflað vitneskju um það með tilraun- um og rannsóknum, í hverjum tegundum sé mest C-vítamín og hverjar geymsluaðferðir henti bezt til varðveizlu þess. Kar- töfluneyzla landsmanna þyrfti og að aukast allverulega frá ]iví, sem nú er. Meðan þessu er ekki komið 1 viðunandi horf — en viðbúið er, að það muni taka alllangan tíma — er sérstök á- stæða til áð greiða sem mest fyrir innflutningi ferskra á- vaxta, einkum þeirra tegunda, sem auðugastar eru af C-víta- míni, svo sem sítrónum, appel- sínum og öðrum Citrustegund- um, enda sé jafnl'ramt lilutast til um, að unnt sé að selja á- vextina við sem vægustu verði og skömmtun tekin upp, líkt og á sér staði um aðrar erlendar neyzluvörur, til þess að tryggja almenna dreifingu þeirra. 2. Greiðasta leiðin til trygg- ingar gegn skorti á A- og D- vitamínum er að neyta daglega þorskalifrar eða lýsis, og er þess einkum þörf börnum og barns- hafandi konum. Ráðið telur mjög æskilegt, að teknar verði upp reglubundnar lýsisgjafir í öllum barna- og unglingaskól- um landsins, jafnt í sveitum sem kaupstöðum. En frá skól- um og heilsuverndarstöðvum, þar sem þær eru, mætti og beina áhrifum í þessa átt til þeimil- anna, t. d. með því að senda þangað áletruð spjöld, þar sem bent væri á nauðsyn þess ao byrja nógu snemma að gefa börnum lýsi. Þá mætþ og úl- búa sams konar spjöld til af- hendingar hverri barnshafandi konu. 3. Þótt svo virðist, sem yfir- leitt sé nokkru betur séð fyrir B^-vítamíni í fæðu vorri en hin- um vítamínunum, þeim, er rannsóknirnar ná til, er hætt við, að víða — og þá einkum í kaupstöðum — geti nokkuð skort á, að svo mikið fáist af því sem æskilegt er talið. Svo sem kunnugt er, hafa sumar styrjaldarþjóðirnar horf- ið að því ráði að auka Bj-vít- mín-magn fæðunnar með því að blanda hreinu Bj-víta- mini (thíamíni) saman við allt liveiti, sem notað er til brauð-. gerðar, hafi það áður við möl- unina verið svipt mestöllu B- vítamíni. Ennfremur hafa verið tcknar upp sérstakar mölunar- aðferðir, sem ætlað er að tryggja, að vítamínmagnið skerðist lítið eitt þrátt fyrir mikla mölun, en geymsluþol hveitisins verði meira en venju- legs liveitis. Vill manneldisráð leggja til, að leitað verði frekari upplýs- inga um þá reynslu, er þegar hefir fengizt í þessum efnum, svo og hvort þannig malað hveiti væri fáanlegt og þá með hvaða kjörum. Annars er athug- andi, hvort ekki væri hagkvæm- ast að vinna að því, að allt korn verði flutt inn ómalað, en mal- að hér á landi með þeim aðferð- um og á þann hátt, er bezt þætti henta. Af öðrum einstökum atriðum viðvíkjandi mataræði almenn- ings má nefna, að í kaupstöðum mun neyzla mjólkur og mjólk- urafurðá enn víða vera minni en æskilegt er, einkum þar sem börn og unglingar eiga í hlut. — Heildarmjólkurframleiðslan mun þó vera nægileg til þess að sjá öllum landsmönnum far- UNGLINGA vantar til að bera út blaðið um Lindargötu, Norðurmýri. Sóleyjargötu. Laugaveg eíri. Talið strax við aígreiðsluna. — Sími 1660. DAGBLAÐIÐ VlSIR. Jon Sigurðsson. Þeir, sem vilja gefa fallega og kærkomna jólagjöf, gefa stóra steypta veggmynd af Jóni Sigurðssym. Þér get- ið fengið hana beint af verkstæðinu frá mér, Skólavörðu- stíg 42. v Vagn Jóhannsson. Ef yður vantar rafvirkja, þá hringið í síma 5740. — Fljót afgreiðsla Vönduð vinna. H.F. GLÖÐIN Skólavörðustíg 10. borða, og víðast mun mega bæta úr mjólkurskortinum með auk- inni rætkun í grennd við kaup- tún og kaupstaði, enda hafa víða orðið framfarir í þessum efnum á seinni árum. Neyzla eggja er almennt milclu minni en æskilegt er, og væri vel, ef takast mætti að auka framleiðslu þeirra að mun eða svo, að eggjaneyzla lands- manna gæti orðið sem svaraði einu eggi á dag. Þá væri og æskilegt, ef takast mætti að auka sildarneyzluna verulega. Ekki skortir þar fram- leiðsluna, en að vísu mun, þótt ótrúlegt mætti virðast, víða ó- hægt um vik að afla sér hæfi- legs heimilisforða af góðri síld. Enn má finna það að matar- æði landsmanna, að mjög víða er tilfinnanlegur skortur nýmet- is. Mikils hluta kjöts síns neyta landsmenn saltaðs og misjafnl. verkaðs eða eftir að það hefir verið of lengi geymt frosið. Nýr og óskemmdur fiskur er fátiður á borðum sveitafólks og jafnvel í sumum kaupstöðum er soðn- ingarfiskur yfirleitt ' stóruni verri en skyldi, einkum í Reykjavík. Nýrrar lifrar og hrogna, eins hins hollasta ný- metis vors, eiga flestir lands- menn sjaldnast nokkurn kost á að afla sér. Er mikil þörf á, að um þetta sé bætt. Bridgebókin eftir fæst í næstu bókabúð. Lærið að spila Bridge. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Aðaistræti 9.--Sími: 187f» Sandcrépe svart, hvítt og blátt. VERZL.C! 2285. r Scrutator: Brandur Brynjólfsson lögfræöingur Bankasiræti 7 Sími 57í3 Þrengsli í samkomuhúsum. „H“ skrifar mér á þessa leið um þrengslin í samkomuhúsunum og annaS er þaS snertir. Eg rakst um daginn á pistil hjá Hannesi á Horninu um yfirfull samkomuhús. Þa‘8 voru orð í tíma töluð. Eg er hissa á því, hversu lít- ið blöðin hafa minnzt á þetta mál, en, það er þó orðið tímabært, og' þó að fyrr hefði yerið. Allsstaðar, hvert sem maður ætlar á ball hér í bæ og víðar, er svo yfirfullt, að tæplega er viðlit að snúa sér við á dansgólfinu, og þá er ekki loft- ræktingunni fyrir að fara. Eg hefi mjög litla ánægju af því að fara út á gólfið og verða fyrir tómum „pústrum" og hrindingum, þann tíma, sem maður dansar, og svo er efalaust um marga fleiri. Svo er það „Borgin“. Eg verð að segja það, að þó að oft sé hnjót- að í þjónana þar, þá hafa þeir undra- verða stillingu og þolinmæði til að bera, því að vægast sagt veit sumt fólk, sem þangað kemur, lítið um hinar almennustu kurteisisreglur. Mér þykir leiðinlegt að sjá unglinga, allt frá 15 ára aldri, vera þar, og mér er sagt, oft kvöld eítir kvöld. Og þar er sama sagan; þegar dans- að er frá kl. 9—11,30, eru fádæma þrengsli. Svo er það allt fólkið, sem stend- ur í ganginum, aðeins til þess að „kíkja“. Enda er það erfiðleikum þundið, að olnboga sig fram á snyrti herbergin, gegnum allt þetta „kíkju- fólk“, og það sinnir engu orðum „piccolosins" um að fjarlægja sig. Enda eru sennilega fáar höfuðborg- ir í heiminym, sem hafa upp á eitt sæmilegt veitingahús að bjóða, þar sem dansað er frá kl. 9—11.30. Nú eru ekki vandkvæði á því að selja upp hina ofmörgu aðgöngu- miða á Borgina, eftir að hljómsveit- in kom, enda ekki að ástæðulausu. Okrararnir nota sér það líka, að allt er uppselt löngu áður eri ballið byrjar, því að þarna er meiri „l)usi- ness“ heldur en á bíóunum, og al- menningur er svo vitlaus, að hann gleypir við miðunum frá 30—50 kr., eða jafnvel meira, og þykist hepp- inn, að geta komizt inn, i stað þess að fyrirlíta svona fjörulalla. En þetta, eins og margt annað, verður ekki upprætt, fyrr en fólkið tekur sjálft í taumana. Tarzan. Eg hefi hvað eftir annað verið spurður um Tarzan, hvers vegna hann komi ekki í blaðinu, og eru merin að vonum orðnir langeygir eftir honum. En eg get glatt alla Tarzan-vini með því, að honum hafi ekki orðið neitt misdægurt, og muni fara að heimsækja menn daglega, eins og áður. Þolinmæðin þrautir vinnur allar, í þessu efni sem öðru. Gæfa fylgir trúlofunar- hringxmum frá sTgurþör, Hafnarstr. 4. Gasvélar óskast keyptar, helzt stórar. Sími 5327.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.