Vísir - 04.12.1944, Page 3

Vísir - 04.12.1944, Page 3
VISIR 'fyíötS Zi éUrtr*, Fynr 25 aura á dag getið þér keypt 5 þúsund króna líftryggingu fyrir son yðar eða dóttur (12 ára) til útborgunar við 55 ára aldur. Tryggíí hjá „SJÚVÍ" L SjóvátnjqqiÉaffllaq Islands Nemendasamband Verzlunarskóla Islands: Aðalf undur Sambandsins verður haldinn að Félagsheimili V.R. sunnudagmn 10. des. kl. 2 e. h. D a g s k r á: Venjuleg aðalfundarstörf. S t j ó r n i n. ÁSGBIRSBITD hefur opnað nýlenduvöruverzlun á Baldursgjötu 11 Geymið símanúmerið! ASGEIRSBUÐ Balduisgötu 11. Þjóðlegasta JÖLAGJÖFIN er íslenzkur fáni, á fagurri, listgjörðri lýðveldisstöng ur Bókaverztun lirusar Blöndal. Skólavörðustíg 2. I0L&GIAFIB: Kaffi- og matarstell í'yrir 8 og 12. H 0 L T, Skélavöfðiistíg 22. Fy r sti fundur i Málfundadeildinni verður haldinn að Félagsheimil- inu annað kvöld, þriðjudag 5. des., kl. 9. Þeir, sem hafa skrifað sig á lista, eru vinsamlega beðnir að mæta. ölluni félagsmönnum heimill aðgagnur. N e f n d i n. Ársþing Iþróttaráðs Reykjavíkur heldur áfram i kvöld kl. 8V2 í Oddfellowhúsinu, uppi. Þingið hófst, eins og kunn- ugt er, 22. nóv. s.l. — 1 kvöld munu nefndir skila áliti. Voru þrjár nefndir kosnar á fyrri fundinum, ein til að fjalla um hinar nýju starfsreglur lþrótta- ráðsins, önnur til að semja regl- ur um dómarapróf i frjáls- íþróttum, og sú þriðja til að taka til athugunar ýmsar til- lögur um íþróttamál, er í'ram komu á þinginu. Þá verða rædd ýms mál, og loks verða kosin formannsefni og endurskoð- endur. Fulltrúar á þinginu eru 18, 5 frá K.R., Ármanni og I.R., en 3 frá Ungmennafélagi Reykja- víkur. Þinginu verður væntanlega slitið í kvöld. Jóláb ækurnar: Ritsafn Einars H. Kvaran Ljóðmæli lónasar Hallgrímssonar Hallgrímsljóð Árni, eítir Björnstjerne Björnson. KaupiS þær strax, svo að þér lendið ekki í þrengslunum síðustu dagana fyrir jól. Þetta eru jólabækurnar í ár! H.F. LEIFTUR. Jólaævintýr Charle s fi)ieken§ Hin heimsfræp jólaævintýri, Ohristmas Carol, í þýðingu Karls Isfelds eru komin í bókaverzlanir. Charles Dickens um tvítugt. Bók þessi, sem talin er til þess bezta, sem Dick- ens hefir skrifað, hefir hvarvetna í hinum mennt- aða heimi átt fádæma vmsældum að fagna. Til útgáfunnar hefir ekkert verið sparað. Bókin er prýdd fjölda litmynda eftir H. M. Brock, og eru þær prentaðar erlendis. Bókm er í vönduðu skinnbandi og fallegum shirt- mg. Lítið 1 bókaverzlanir 1 dag og athugið, hvort þetta er ekki eigulegasta jólabókin. Ethel Vance: 149 Á flótta koma þeirra nú óþolandi með öllu. En hann hafði ekki brotið neitt af sér. Hver þremillinn var þetta? Honum var skapi næst að rísa upp og láta til skar- ar skríða, til þess að grafast fyrir hið sanna, en honum fannst einhvern veginn, að ef hann stæði upp mundi hann komast að raun um, að hengt hefði verið á hak hans spjald með háðungarorðum. Ameríska stúlkan sagði allt í einu, ósköp blátt áfram, eins og til þess að segja eitthvað: „Við Suzanna mættum herra Preysing i þorpinu í dag, en hann kom ekki auga á okkur.“ „Og hvar var það?“ spurði Marie. „Við vorum að fara inn í búð- ina, þar sem póstkortin eru seld. Hann gekk hratt. Hann hefir víst ætlað að fara að mála, — en annars var hann ekki með á- höldin sín.“ „Herra Preysing,“ sagði hers- höfðinginu. Nú vaknaði beygur í brjósti greifynjunnar. Hún hafði á til- finningunni, að hún hefði ekki nema andartaks frest til þess að búa sig undir það, sem koma mundi. „Af hverju buðuð þið honum ekki til tedrykkju?“ spurði Marie. „Eg er viss um, að greif- ynjan hefði ekki haft neitt við það að athuga — mundi yður hafa mislíkað það, greifynja?“ Greifynjan svaraði engu, en henni tókst þó að brosa, en hún brosti þannig, að stúlkurnar skildu það sem ávítur. Þeim þótti leitt, ef einhver þeirra skyldi hafa sagt eitthvað, sem betur hefði kyrrt legið. Og þær voru alveg vissar Um, að þær hefðu ekki átt að minnast á þetta, þegar þær heyrðu hers- höfðingjann spyrja mjúkum rómi og ískyggilega: „Og hver er herra Preys- mg?“ Þegar enginn svaraði endur- tók hann hvaslega: „Hver er herra Preysing?“ ,,Hann er listmálari," sagði Vlarie. Hann var ekki í neinum vafa um, að það voru þegjandi sam- tök meðal stúlknanna, að stríða honum, og hann ákvað að hætta, en þær voru allar svo þrálegar og hæðnislegar á svip, og Suzanne næstum áhygjufull, að hann þurfti ekki að vera í vafa lengur. Þetta var það, sem lá í loftinu“. Það var þetta, sem hann hafði á tilfinning- unni, áður en þær fóru að tala um það. „Þið hefðuð vissulega átt að bjóða herra Preysing til te- drykkju,“ sagði hershöfðing- inn. „Meðal annara orða, Ruby, er hann pilturinn, sem við eitt sinn minntumst á?“ ,jHvaða piltur?“ spurði hún, eins og hún áttaði sig ekki á hvað hann væri að fara. „Þú manst það vafalaust. Sá, sem fór með þér á hljómleik- ana, listmálarinn, piltifrinn, sem kom varðandi húseign móður sinnar.“ „Já, það er hann,“ svaraði hún. Það var tilganslaust að reyna að blekkja hann. Hann þurfti ekki annað að gera en spyrjast fyrir í þorpinu. Hershöfðinginn sneri sér að stúlkunum og hagræddi ein- glyrninu. „Þið hefðuð vissulega átt að bjóða honum. Eg er viss um, að greifynjuna langar til þess að hitta hann aftur. Mig langar líka til að hitta þenna fræga pilt.“ „Er hann frægur?“ spurði Sully hægt og ertnislega. „Svo er mér sagt. Eða hann bjst við að verða það, — eg man ekki hvort heldur er.“ „Hann er mjög aðlaðandi,“ sagði nýkomna Bandaríkja- stúlkan, sem gat ekki bælt nið- ur sterka löngun til að styðja samlanda sinn. „Er hann það? Þá langar mig enn meira til að kynnast hon- um. En eg skil ekki, Ruby, hvers vegna hann kemur ekki af sjálfsdáðum. Vafalaust telur hann það kurteisisskyldu að heilsa upp á þig. það er það minnsta, sem hann getur gert til þess að endurgreiða vinsemd þína. Eða kannske það sé ekki venja í Bandaríkjunum?“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.