Vísir - 06.12.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 06.12.1944, Blaðsíða 3
VISIR leikstarfsemi, orti ljóð og samdi sögur. Árið 1888 skrifaði hann söguna „Vonir“, er átti eftir að Ijera frægð hans um Norður- lönd og ávinna sér lof hins vandláta Georgs Brandesar. Með sögu þessari settist Einar ofarlega á skáldabekk. Vorið 1895 fór Einar alfarinn lieim til Islands. Dvölin í Vest- urheimi hafði um sumt verið honum harður skóli. En þar hafði hann ort sín beztu kvæði og náð valdi á erfiðri list sagna- gerðarinnar. En bezta g.jöf Vest- urheims honum lil handa var þó vafalaust sú bjartsýni, sem auðgaði umbótastörf og skóld- skap og trúarhyggju hans í svo ríkum mæli, að án hennar væri islenzk menning stórum snauð- ari, því að hann kom víða við og lét sér ekkert mannlegt óvið- komandi. Áhugi hans á aukinni menntun Islendinga, einkum al- þýðumenntun, sýnir þetta og á- hugi hans á bjartari, víðsýnni og lireinlyndari trúmálaskoðun, kærleiksboðskap kristindóms- ins, og ódauðleik sálarinnar. Barðist hann mjög fyrir auk- inni lýðmenntun; og brautryðj- andi sálarrannsóknanna var han hér um langt skeið, ásamt Haraldi prófessor Níelssyni. Efitr að hann kom heim til Islands fékkst hann við blaða- mennsku og stjórnmál i rúman áratug. Hann var rilstjóri ísa- foldar með Birni Jónssyni 1895 —1901. Bitstjóri Norðurlands á Akureyri var liann 1901—1904. Og ritstjóri Fjallkonunnar var hann árin 1904—1906. Og við stjórnmál var liann riðinn all- lengi eftir það. Var hann einn liinn allra fimasti blaðamaður, sem lslendingar hafa átt. Á þvi sviði er hann „framar öllu vits- munamaður, er lætur leiðast af rólegri, ldutlausri íliugun til að taka afstöðu til málanna. Og þegar liann hefir tekið þessa af- stöðu, þá byggir hann trausta varna1 uúra um málsiá'; sinn.“ Úr b,í vígi er liann andstæoi 'g- um skeinuhættur, þótt sjaldan ga ígi hann fram i'yrir virk- ismúrana. Þrátt fyrir þessa hlédrægni var liann um margt íslendingum ágætur leiðtogi. Eftir að Einar H: Kvaran lét af ritstjórn Fjallkonunnar 1906 tekur hann að helga sig skáld- sagngerð og leikrita. Sögusafn lians Smælingjar kom út 1908 og skáldsagan Ofurefli; og framliald liennar Gull 1911. En árið 1913 kom út smásögusafn- ið Frá ýmsi m hliðum. Næstu ritverk Einars eru leik- rit: Lénharður fógeti (1913) og Syndir annara (1915). Næsta ár liefst ir tímabil í skáldskap Einars H. Kvaran og endast þau einkenni í ritverk- um hans, þeim er á eftir komu: Sálin vaknar (1916); Sambýli (1918); Sögur Rannveigar I— II (1919 og 1922); nýju smásög- urnar í Sveitasögum (1923); leikritið Hallsteinn og Dóra (1931); leikritið Jósafat (1932); og Gæfumaður (1933). Ein- kenni þessa tímabils er hin bjartsýna trú lians á gengi mannsnis í þessu og öðru lífi, er hann hafði eignazt frá lifsskoð- un Jesú Krists og vegna áhrifa frá sálarrannsóknunum. — Af sama meiði voru sprottin fyr- irlestrasöfn hans: Líf og dauði (1917) og Trú og sannanir (1919); svo og ritgerðir hans og þýðingar í tímaritinu Mor^- unn (1920—1938). Ekki er það efamál að marg- vísleg áhrif liafa orkað á jafn næmlyndan mann og Einar H. Kvaran. Hann hefir verið tal- inn lærisveinn Brandesar og á- hangandi nýhyggjunnar amer- íkönsku. Umsvifaminnst er að láta liann sjálfan skera úr um þetta. > I Politiken 1923 gerði Einar H. Kvaran grein fyrir því, hvað hann ætti Georg Brandes að þakka. Og að gefnu tilefni segir hann: „Einmitt af þeirri grein má sjá, að eg tel mig ekki vera lærisvein hans, að þvi er til skoðananna kemur. Það væri líka fjarri sanni.“ — Og í sama skipti segir hann, að ameríska nýhyggjan hafi engin áhrif á sig liaft. Hann var liénni kunn- ugur, sérstaklega af bók Wil- liams James um trúarreynsluna. En honum virlist stcfna þessi hvíla um of í lausu lofti; en liann var svo mikill vitmaður, að sannanalausar staðhæfingar liöfðu yfirleitt ekki áhrif á hann. Á hverju reisti þá hinn mikli vitmaður, mannvinur og rithöf- undur sitt meginstarf ? Hvernig skapaðist með honum sii lífs- skoðun, cr gerði hann að önd- vegismanni í íslenzku þjóðlífi? Því hefir hann svarað sjálfur ó þessa leið: „Eftir margra ára efasemd- ir- og vafahyggjú myndaðist íífsskoðun mín af árangri sál- arrannsóknanna og af kenning- um Krists í guðspjöllunum. Það voru sálarrannsóknirnar, sem vísuðu mér á guðspjöllin.“ Og umhugsun hans um stað- rcyndir tilverunnar leiddu til þess, að hann kvað upp þennan dóm: „öfl tilverunnar fyrir ut- an oss eru ekki ill í sjálfu sér, ekkert þeirra. Skynsemi gæddu verunum er ætlað að læra að ráða við þessi öfl, beina þeim i rétta átt, nota þau til þess að koma fram þeim vilja, sem bak við tilveruna stendur, að því leyti, sem þeim auðnast að skilja þann vilja. Sá lærdómur er af- ar mikilsvérður þáttur í þeim þroska, sem mönnunum er ætl- að að ná. Og að hinu leytinu geta þessi öfl snúist gegn oss, ef vér leggjumst undir höfuð að læra að ná tökum á þeim. Eftir þvi sem þroskinn vex, komumst vér smátt og smátt að raun um það, að margar tak- markanirnar detta úr sögunni. Þær hafa ekki verið fólgnar í eðli hlutanna sjálfra. Þær hafa verið fólgnar i þroskaskorti sjálfra vor. Því meira sem vér þekkjum og skiljum tilveruna, því dásamlegri verður hún. Því stei’kari verða líkurnar fyrir því, að í henni sé einn allshei’j- arvilji. Og þvi sennilegra verð- ur það, að þegar komið er á nógu hátt þi’oskastig, verði það bersýnilegt, að sköpunarverkið sé í raun og veru gætt tak- markalausri fi illkomnun. Þá komurn vér að siðferðis- legu hliðinni, i flunum, sem búa í sjálfum os'-. Þar er, eftir því sem eg lít a, alveg sömu sögu itgja. öflin eru ekki ill, þau er oss virðast ískyggileg. En vér verðum að læra að temja þau, beina þeim í rétta átt. Leggjumst vér það undir höfuð, er voðinn vís.“ Þessi kafli hefir vei’ið valinn úr ritverkum Einars H. Kvar- an af því, að í honum er í stuttu máli, en skýrt og skorinort, skýrt frá lifsskoðun hans. Þarna talar mikill liugsuður og vit- maður. En vit lians var alstað- ar „i föstu bandalagi við hina óskeikulu fegurðartilfinningu lians. Því að Einar H. Kvaran hefir ávalt leitað fegurðar. Og hann hefir ávalt fundið feg- urð: i náttúrunni, í mannssál- ununi og i sínum eigin stíl.“ I dag er liðinn hálfur níundi tugur ára frá fæðingu Einars H. Kvaran. Til þess að minnast þessara tímamóta liefir ritsafn hans verið gefið út, og er þar allt, sem hann vildi að út kæmi, nema blaðagreinar. Ritsafn, þetta er ágætur leiðsagnari þeim, sem unna kristilegri mannúð og vilja stefna lífi sínu á brautir þroska og fegurðar: fegurðar í umhverfi, fegurðar í mannssálum og fegurðar i ís- lenzlcu málfari. Eiríkur Albertsson. Ritsaín Einars H. Kvaran 6 bindi, ca. 2500 bls. er ágætasta jólagjölin, sem þér getið geíið vinum yðar. HJ. LEIFTUR t*'1* ÞEH V3TIÐ! Að SlLD & FISKUR cr full- komnasta fiskverzlun lands- ins, en vitið þér, að SlLD & FISKUR er einnig fullkomn- asta kjötverzlunin? Höfum ávallt á boðstólum' Dilkakjöt: Súpukjöt Læri Læri, niðursneidd Hryggir, lieilir Kótelettur Léttsaltað kjöt Léttsaltað hakkað kjöt Hamborgarhryggir liamborgarlæri Lifur og hjörtu. Svínakjöt: Steik Kótelettur Síður (fylltar með eplum og sveskj- um) Hamborgarhryggir Hamborgarfile. Nautakjöt: Steik Smásteik Hakkað kjöt Buff, sem er barið fyrir yður í þar til gerðri vél. Fjölbreyttustu salötin og á- skurðurinn er hjá okkur. — Nýr fiskur og lifur daglega. Bezta fiskfarsið, sem á mark- aðinn hefir komið. Allt á einum stað. Hreinlæti er heilsuvernd. S/toéMfAfm , Bergsstaðastræti 37. Sími 4240. Jólagjafir: Kaífi- og matarstell fyrir 8 og 12. H0LT Skólavörðustíg 22. Leikíöngin fást sí Ethel Varvce: 151 C I L 0 R E A L Franskur ekta augnabrúna- litur. E R L A, Laugavegi 12. Krlstján Guölaugsson HsstaréttarlögmaðDr. Skrifstofutlmi 10—12 og 1—S. Hafnarhúsið. Simi S4M. AÐALFUNDUR SNÆFELLINGAFELAGSINS verður haldinn í Oddfellowhúsinu föstudaginn 8. des. kl. 8,30 e. m. — Skemmtiatriði eftir fundinn. Einsöngur: Hr. Guðmundur Jónsson. — Dans. S t j ó r n i n. Á flótta bifreiðina og fleira. Nei, kann- ske væri bezt, að hann héldi, að Mark væri enn að gera eftir- grennslanir. Vitanlega gat hver sem var í þorpinu sagt honum frá útförinni, en það var ekld líklegt að Kurt færi að spyrja um það, sem í þorpinu gerðist, nema ef einhver grunur í sér- staka átt hefði vaknað í hug hans. Ef hún nú léti hann ráða og Mark lcæmi til miðdegisverð- ar, færi kannske allt vel. Og á morgun komast þau á brott, liann og móðir hans, hugsaði hún. „Skrifaðu lionum nokkrar lín- ur,“ sagði hann, „eg skal flytja honum þær sjálfur.“ Hún hugsaði um, hvort hún ætti að hætta á, að segja eitt- livað i bréfinu í aðvörunarskyni, vara hann við að minnast á andlát móður hans. „ó, ef eg aðeins væri úrræðabetri,“ hugs- aði hún. ,Ef þér er þetta áhugamál, skal það vera svo,“ sagði hún loks. „Eg heimsæki hann sjálfur í gistihúsinu. Hafið engar á- hyggjur — mér gengur greið- lega að finna það. Aðlaðandí glæsimenni eins og hann hel’ir vafalaust vakið á sér athygli allra þorpsbúa.“ Hann hélt áfram í þessum dúr, brosandi, ísmeygilegur, horfði ýmist á þessa stúlkuna eða liina, en þær tóku ekki und- ir. Þeim leið illa yfir að hafa koniið greifynjunni í vanda. — Hún var föl — vottur sársauka í svip hennar. Hún drakk kalt tevatnið, lagði frá sér bollann. „Má bjóða meira te?“ Enginn óskaði eftir því, en hershöfðinginn hélt áfram: „Við bjóðum honum í skíða- ferð á morgun. Hann er váfa- laust afburða skíðamaður — mesti íþróttamaður. Og hann getur sýnt okkur hvernig þeir iðka skíðaiþróttina í Ameríku.“ Ein stúlknanna mælti nokkur afsökunarorð og fór — og hin- ar gerðu slíkt hið sama. Allar nema Suzanne og ameríska stúlkan. Þær dokuðu við, því að þeim fannst, að greifynjunni væri einhver vernd í nærveru þeirra. Hershöfðinginn var ekki i neinum vafa um hvers vegna þær dokuðu við þessar tvær. Hann gat ekki hellt úr skálum reiði sinnar meðan þær voru þarna. Honum var svo mikið niðri fyrir, að allar æðar þrútn- uðu. Honum varð óglatt. Loks stóð hann upp og sagði: „Jæja, Ruby, eg verð að fara og hafa fataskipti — og svo fer eg á fund piltsins. Við verðum komnir aftur klukkan átta.“ Hún fylgdi honum ekki til dyra eins og hún var vön. Hann kys$ti hönd hennar. „Eg veit að þú verður fögur í kvöld — á þessu kvöldi.“ Það var orðið kalt. Og hann hresstist brátt, er hann kom út i svalann. Hann varð fljótt þreyttur, eins og lamaður. Það sem lá eins og fárg á honum, var að honum hafði verið sýnd lítilsvirðing. Og Ruby átti sök á því. I 15 ár hafði hún aldrei vakið afbrýðisemi í hug hans — þar til nú. Hann gat ekki áttað sig á þessari breytingu, að hún, sem var svo mild og góð og í öllu hafði hagað sér að óskum hans, skyldi nú áræða að rísa upp gegn honum. Honum fannst, að hér væri ekki um það að ræða, að hún sýndi honum mótþróa, heldur og stétt hans og jafnvel föðurlandi hans. En honmn flaug ekki í hug, að hún myndi gerast sér ótrú. Hann taldi, að einhverjar tilfinningar — móð- urtilfinningar — hefðu vaknað í hug hennar til þessa pilts. Því miður hafði hún aldrei eignast barn. Nú höfðu niðurbældar ]irár þessu skyldar blossað upp. Vafalaust í seinasta sinn. Það var alkunna, að konur þjáðust af þessu. En hve þetta hafði breytt henni — og hve djarf- mál hún var orðin! Það hafði alltaf verið auðvelt að skjóta henni skelk í bringu. Nú var það ekki liægt lehgur. Nú var það hún, sem særði hann — hers- höfðingjann. Hann sárkenndi til. En hér slcyldi breyting á verða. Þetta skyldi verða bælt niður. I leiftur-áhlaupi, eins og í styrjöld, skyldi öll mótspyrna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.