Alþýðublaðið - 18.08.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1928, Blaðsíða 2
tf ALÞÝÐUBLAÐIÐ 2 | ALÞÝÐUBLAÐIÐ | kemur út á hverjum virkum degi. J Afgreíðsla i Alpýðuhúsinu við í < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. í til kl. 7 síðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. [ ! ö'/j — lO'/j árd. og kl. 8-9 siðd. i j Simar: 988 (afgreiðslan) og 2394 ► * (skrifstofan). \ j Verölag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► | mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 ( •J hver mm. eindálka. [ < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ( 5 (í sama húsi, simi 1294). t Hvert stefnir? Afturhaldið í bæjar- stjórninni. Jónas Haligrímsson segir, að mönnunum muni „annaðhvort aft- ur á bak eliegar nokkuð á leið“. Þetta sannast ápreifanlega á bæj- arstjórninni okkar Reykvíkinga. Skulu hér til færð nokkur dæmi, er sýna petta og sanna. Það er talin . sjálfsiögÖ skylda allra bæjarfólaga að sjá aldur- hnignu fólki, sem engan á að', ekkert hefir fyrir sig að leggja og fátækt og einstæðingsskapur pjakar, fyrir sæmilegum saina- stað. Flest byggja jrau gamal- mennahæli fyrir þetta fólk, þar sem það getur haft yndi af að umgangast hvert annað og ekki þarf að vera hornrekur eða nið- ursetningar á misjöfnum heimil- um, sér og öðrum til ama. Bæjarstjórn Reykjavíkur heíir líka viðurkent þetta áður fyrr. Þá var stofnaður sérstakur sjóð- ur í því skyni, að bærinn kæmi upp slíku hæli, Gamalmenna- hælissjóðurinn. Hann mun nú vera milli 90 og 100 þús. kr. í fyrra, þegar sjóðurinn var orðinn það stór, að eitthvað. mátti með hann gera, samþykti svo meiri hluti bæjarstjórnar að iáná einka- fyrirtæki sjóðinn. Þar með vikli hann fyrirbyggja, að bærinn byggði sjálfur yfir gamalmennin og sæi þeim fyrir samastað, eins og til var ætlast er sjóðurinn var stofnaður. Þetta er spor aftur á bak. Eitt helzta skilyrðið fyrar vexti og viðgangi bæjarfélaga og bezta tryggingin fvrir því, að íbúarnir séu ekki féflettir með hlífðarlausu lóðaleigu- og húsaleigu-okri er, að bæjarfélagið eigi sjálft sem mest af lóðum og iendum þeim, sem íhúar þess þurfa að nota til bygginga og ræktunar og það sjálft undir götur, garða og önn- ,ur mannvirki. Það er eina ráðið, sem dugir til þess að fyrirbyggja lóðabrask, óhæfilega verðhækkun lóða og dýrtíð og húsaleiguokur, sem af því stafar. Þetta er svo alment viðurkent af öllum, sem um þessi mái hugsa, að bæjarfélög flest kápp-, kosta nú að ná undir sig sem* mestu af lóðunt og lendum, og verða þau þó oft að kaupa þær rándýru verði, stundum sömu lóð- irnar, sem bæjarfélögin hafa látið áður fyrir ekkert eða nær ekkert. Fjölgun íbúa og aukin atvinna, eykur eftirspurn eftir lóðuhum og þar með verðið. Á því græða braskararnir. Bæjarstjórnin hér kunni líka að sjá þetta — áður fyrr. Hún á- kvað að leigja lóðir hafnarininar, en selja þær ekki, og hún ákvað enn fremur að leigja aðrax lóðir bæjarins til íbúðarhúsabygginga. Með þessu vildi hún vinna tvent. 1 fyrsta lagi, að fyrirbyggja að lóðaverð og lóðaleiga stigi upp úr öllu valdi og skapaði óeðli- lega dýrtið, og í öðru lagi að tryggja bæjarfélaginu, þ. e. borg- urunum öllum, gróðann af hinni eðlilegu verðhækkun lóðanna, en hún myndast, eins og allir vita, fyrir samstarf bæjar- búa allra, og á því að réttu lagi að verða sameign þeirra. Nú er bæjarstjórnin önnur orð- in, nú lítur hún meira á hag ein- staklinga, fárra tiltölulega, en hag bæjarfélagsins. Enn er stigið aftur á bak. I fyrra samþykti meiri hluti bæjarstjómar að selja ióðir hafn- arinnar við Hafnarstræti, hafði hún þó ákveðið áður að Ieigja þær, en selja ekki. Verðið mun vera um 90 kr. fyrir fermetra, eða meira en helmingi lægra en lóðir einstakra manna fást fyrir við Austurstræti og á svipuðum stöðum. Með þessu gefur bæjar- stjórnar meirihlutinn einstökum mönnum stórgjafir af samiedgn bæjarbúa allra. í vor samþykti svo borgar- stjóraliðið enn fremur vað sielja byggingarlóðir bæjarins hverjum, sem hafa vildi, með mjög að- gengilegum kjörum fyrir kaup- endur. Engar skorður eru reistar við því, að lóðir þessar komist í brask. Einstakir menn eða félög mega kaupa svo margar lóðir sem þeir vilja, og þeir geta bygt á þeim, seít húsin eða leigt og Iðð- irnar með. Verður ekki alnnað séð, en að íhaldið í bæjarstjórninni ætld sér að leggja alt kapp á að rýja bæ- inn að löndum og lóðum og s.elja þær íeigu einstakra manna. Þetta er líka í fullu samræmi við steínu þeirra yfirleitt í þjóðmál- um, að láta ábyrgðarlausa ein- staklinga fara ,með fé og fram- leiðsiutæki, skalta og valta með hvortlveggja eftir vild sinmi og geðþótta, en draga sem mest úr yfirráðum og áhrifum samfélags- ins. Lóðir bæjarins og Iönd eru tal- in til verðs i reikningum hæjar- sjóðs fyrir 1927 á kr. 2,640 þús- und. Er það lágt metið, við hvað svo sem miðað er. Er því eng- inn vaíi á, að ef Reykjavik held- ur áftam að stækka, þá .marg- faldast eignir þessar í verði á skömmum tíma. Með því að selja þær í hendur einstakra manna, er þeirn gefín verðhækk- unin, sem bæjarfélaginu ber að réttum lögum. En þetta nægir ekki afturhaid- inu í bæjarstjórninni. Bærinn .má ekki einu sinni eiga hús yfir skrif- stofur sínar. Hann verður að leigja fyrir þær hjá stórhýsaeig- endum borgarinnar. á dýrustu I6ð- unum við Hafnarstræti og Aust- urstræti. Bærinn á að borga með leigunni fyrir húseigen.durna hluta af vöxtum og afborgunum af verði húsanna, verði lóöanna, fasteignagjöldum til ríkissjóðs og bæjarsjóðs og hluta af gróða þeirra á eignunum. Beerinn á að selja lóðirnar við Hafnarstræti fyrir 90 krónur fermetra, og leigja síðan í húsum við Hafnarstræti og Austurstræti fyrir leigu, sem samsvarar 200 króna lóðaverði á fermetra. ' ■- Bærinn á að selja efnuðum borgurum lóðir sínar og lendur, lána sjóði sína einstökum mönn- um eða félögum og leigja dýru verði húsnæði í húsum einstakra manna. — Þetta er stefna borg- arstjóraliðsins, afturhaldsins í bæjarstjórninni. Er ekki kominn tími til að stöðva þá á afturhaldinu? Borgari. Ekknastyrkir. Eftir síðasta manntjón (Forseta- slysið) hefi ég séð hrverja rit- smíðina af annari, sem fjalla um, hvað gera eigi af hálfu þjóðfé- iagsins fyrir ekkjur og aðra ætt- ingja þeirra manna, sem sttkt hendir. Allir, sem um mál þetta skrifa, virðast a eitt sáttir um það, að augnablikshjálpin (sam- skot og því um líkt) sé að visu góð, svo langt sem hún nær, en ekki varanleg til frambúðar. Hér er alvarlegt mál á ferð- um, sem krefst úrlausnar, og meira að segja skjótrar úriausnar. Eins og allir vita, þá er venju- lega ein leið, sem þeirra bíður, sem missa fyrirvinnu sína, og þessi leið er að fara á sveitinia, eins og menn orða það. Ef annar aldarandi væri ráðandi, en nú er, ■væri þetta í sjálfu sér mjög eðliieg og sjálffarin ieið. Sveitar- eða bæjarsjóðurinn, þessi fjár- hirzla, sem allir borgarar þjóð- félagsins leggja siinn skerf til, í þágu heildarinnar, er eina rétta hjálpin, þegar anniað þrýtur. Og þar sem verðgangur er bannaður og engum ætlað að deyja úr sulti eða seiru í þessu menningarinnar 1 landi, þá vifðist ofboð eðlilegt að þangað sé leitað. En það.er-næst- um svo, að menn vilji aiment heldur þola „ís 'og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svarta- dauða“ (eins og skáldið kemst að orði) heldur en að leita þessarar hjálpar. Sveitarsjóðimir, fá'ækrastyrk- Knattspyrnukappleikar á Akureyri. Akureyri, FB„ 17. ágúst. Víkingur kepti hér í gærkveldl við Knattspyrnufélag Akureyrar. Vann með 4 :2. Verður kept aft- ur seinni hluta dags í dag. — irnir, eiga sér langa sögu og raunalega. Aldarandinin helir kom- ið því inn í meðvitund manna, að hjálp þjóðfólagsins í þessarS mynd hljóti að skerða manngildl þiggjandans. Og lögin hafa sett stimpil rangliælfe og ómannúðar á verkið — skert rétt þiggjandans og sett hann á bekk með saka- mönnum. Út yfir alt hefir þó tek- ið, á hvern hátt slíkar styrkveit- ingar hafa verið fram kvæmdar. Einasti mælikvarðinn, sem hefir verið fyrir útgjöld þessi, hefir, verið sá, að þiggjandinn horféllx ekki. Sveitlægur maður má ekki einu sinni vera lúsalaus, sagði kona, sem þiggur af sveit, við mig nýlega. Og þetta er, því mið- ur, saninleikur. Svo langt geng- ur hin almenna hnýsni og eftir- lit, að sjáist þurfalingur þokka- lega tii fara, þá er f j. laus, eins og stundum er sagt. Út yfir alt ganga þó sveitar- flutningarnir. Sá, sem þetta ritar, vissi^ einu sinni til þess, að sjó- maður, sem átti konu og 3 böm, var veikur um þriggja mánaða tíma, og þar sem veikindi þessi voru þess valdandi, að fyrirvinna hans hrökk ekki til, þá leitaðl hamn lítils háttar styrks. Styrk- inn hefði hanin senniiega getað endurgreitt bráðlega, því .vertíð yar í nánd, sem er venjulega aðal-tekjulind sjómanna. En sveit- arstjórnin, sem í hlut átti, var nú ekki á sama rnáli, heldur flæmdi manninin á sina sveit, ■setti fjölskylduniBi niður á eyði- býli og þar mátti maðurinn sitja allan veturinn — aðgerðalaus. Þetta dæmi er nóg til þess, að sýna fjármálaspeki íslenzkra sveit- arstjóma sumra — og mannúð. Það hefir verið ■ mikið um það rætt, að stofna beri ekknasjóð. Hugmyndin er góð, en ekki að sama skapi viturleg, ef siílvur sjóður ætti aðallega að fá tekjur sínar frá vérkalýðnum, eins og fyrir sumum virðist vaka, eða ef aðrir flytu með þá með jöfn gjöld án tillits til efnahags. Og með slíkum sjóðmyndunum, þá er ver- ið að velta útgjöldunum af heild- inni yfír á bök verkalýösins, sem þó virðast hafa nægar byrðar að bera. Alt þetta er gert vegna inn- gróinna gamalla hleypidóma, um skömmina, sem fylgi þvi, að vera þurfamaður. Einasta hugmyndin, sem ég hefí séð og mér 'virðist nýtileg, er komin frá J. J. ráðherra. Vili hann að útflutniingsgjaild sé lagt á sjávarafurðir, og renni það í tryggingarsjóð sjómanna, er greiði' aðstandendunum bætur, ef þeir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.