Vísir - 23.04.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 23.04.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Mánudaginn 23, apríl 1945. VlSÍR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Mistökin. JJommúnistablöðin viðurkenna í gær að til- finnanleg mistök hafi á orðið í sambandi við fiskflutningana og skýra misfellurnar sjálf nokkru nánar. Annars vegar lýsa þau 37fir því að allmikið magn af farmi einum bafi verið úrskurðað ósöluhæft á brezkum markaði, en hins vegar að faéreysku skipin hafi sum farið eina söluferð yfir vertíð- ina, en um ferðir annarra slíkra skipa er ekki getið af eðlilegum ástæðum. Alkunnugt er orðið að svo miklu magni af farmi Lagarfoss varð að kasta í sjóinn, að tjónið af því mun nema nokkur liundruð þúsundum króna. Við þessu var varað þeg- ar í upphafi, enda var full ástæða til, með ]jví að það hafði sýnt sig er fiskflutning- arnir voru 1 höndum Breta, að allmikilla skemmda varð vart í stóru fiskflutninga- skipunum og háværar óánægjuraddir voru uppi í Bretlandi af þessum sökum, og var sökinni skellt að ástæðulausu á islenzka fisk- ntflytjendur. Átti að vera nauðvelt að var- ast þetla vítið, ef nægrar fyrirhyggju hefði verið gætt. Ef dæma má af fyrri reynzlu gefa slikar skemmdir í fiskinum valdið stór- felldu tjoni og álitshnekki fýrir íslenzka út- flytjendur, sem gæta þess vandlega að ísa fiskinn svo vel sem frekast er unnt og gera aðrar ráðstafanir til að varðveita allar A VETTVAHBI SOGUNNAR. fiskinn óskemmdan, þannig að hann verði góð markaðsvara. Þeir aðilar einir, sem með mál þessi fara fyrir liönd íslenzku ríkis- stjórnarinnar, hafa orðið fyrir alvarlegum óhöppum í þessu efni, og liafa viðurkennt ])að. Bætir það að sjálfsögðu á engan hátt úr mistökunum, þótt sendar séu fyrirspurn- ir varðandi málið til erlendra aðila, eða ann- að yfirklór haft í frannni. Heyrst hefir að Fiskimálanefnd hafi sagt Tipp leigumálanum á skipum Eimskipafé- Jags íslands, enda liefði það fyrr mátt vera. Engin þörf var fyrir skip þessi til fiskflutn- inga, en til annarra flutnihga var þeirra brýn ]>örf og mun félagsstjórnin ekki hafa dulið ])að á nokkurn hátt, þótt hún hafi væntan Jega orðið að beygja sig fyrir valdboðinu. Fiskimálanefnd lýsir ennfremur yfir þvi i kommúnistablöðunum að færeysku skipin hafi farið cina söluferð til Bretlands og selt ■afla sinn á bámarksverði. Þegar þess er gætt nð nú er vertíðin senn á enda, verður á eng- ■an hátt skilið að þessi eina ferð, — eða jafn- vel þótt tvær yrðu, — geti skilað hagnaði sem nemur leigu þeirri, sem ríkið verður að greiða fyrir skipin til verlíðarloka, en þá er leigumálinn útrunninn að því er sum ])eirra varðai’. Sé þess ekki gætt vandlega að ísun og um- húnaður fisks sé í góðu lagi hér eftii-, er við- húið að miklu meira tjón geti orðið af fisk- jflutriingunum, en þegar hefir komið á dag- ánn. Hitar fara í vöxt og fiskurinn má ekki yið miklu, einkum ef hann er hálfsmánaðar gamall í geymslu áður enn honum er dreift íx markað. Mat í íslenzkri höfn hefir þar litla þýðingu, en reynslan á erlendum markaði er iólygnust. Innlent fréttayfirlit Dagana 16.—21. apríl 1945. I vikunni sem leið kvaddi veturinn og sumarið hófst. Má segja að þetta séu ein veigamestu tímamót á ári hverju og þau sem mestan fögnuð vekja í hug og hjarta hvers íslendings. Fjölnisslysið. Nánari fregnir bárust í byrjun vikunnar um Fjölnis- slysið. Er þar skýrt frá þvi, að Fjölnir hafi lent í ásigl- ingu við brezka gufuskipið Laii’dsgrove, undan strönd- um Skotlands. Sökk skipið á fimm mínútum og varð björgunai’bátum ekki komið við. Þeir fimm skipverjar, sem björguðust, komust á b j örgunarfleka. Njálumyndii'. Þessa viku hefir verið opin sýning i Hótel Heklu á rúrii- lega 70 teikningum eftir þrjá íslenzka listamenn, þá Gunn- laug Scheving, Snorra Arin- bjarnar og Þorvald Skúlason. Myndir þessar munu verða birtar í nýrri og vandaðri út- gáfu af Njálu, sem Helgafell géfur út. Svíþjóðarbátarnir. Fregnir hafa borizt fi’á Sví- þjóð liingað til lands, sem benda til þess, að dráttur verði á smíði báta þeirra, senx lslendingar hafa pantað frá Svíþjóð. Stafar dráttur þessi af verkfalli meðal sænskra járniðnaðarmanna, og er ekki búizt við, að bátarnir komist hingað til larids fyrir síld- veiðitímann. Tveir Islending- ar hafa farið utan til þess að liufa eftii’lit með smíði bát- anna. Sumardagurinn fyrsti . Eins og að undanförnu efndi Barnaviriafélagið Sum- argjöf til hátíðahalda hér í Reykjavík á sumardaginn fyrsta. Börn gengu í skrúð- fylkingum um bæinn, hiðra- svcit lélc við Austurvöll og síra Jakob Jónsson hélt þar ræðu fyrir mörgum þúsund- um manria. Inniskemmtanir Barnadagsins sótt uum 6000 manns, en ])ær voru 19 tals- ins í 11 samkomuhúsum. Alls mun Sumai’gjöf hafa áskotn- azt um 90 þús. kr. þennan dag. Víðavangshlaupið. Víðavangshlaupið íor fram á sumardaginn fyrsta, og var það nú i 30. sin-n, senx það fer fram á þeim degi. Keppendur voru 13 frá 3 félögum. Fyrst- ur að marki varð Ilaraldur Björnsson (KR) á 13:10,8 íxiín., en sveitakeppnina vann IR nxeð 10 stigiuxx. -— Kcppt var um nýjan verð- lauixagi’ip, senx Vísir hafði gefiö. Rauði krossinn. Aðalfundur Rauða krossins var haldinn s.l. föstudag. Fornxaður hans skýrði frá því, að í’áðstafanir hafi vei’ið gei’ðar til þess að fá fyo nýja sjúkrabíla fx’á Ameríku og þann þriðja fær Rauði ki’oss- inn á Islandi að gjö'f frá am- érlska Rauða krössinum. Þá hefir RKl fengið 2 geynxslu- skemmur til afnota fyrir hjúkrunai’gögn sín. Niu deild- ir starfa innan RK. og flestar þeirx-a af miklu fjöri. Erlent fréfitayfirlit Dagana 16. til 21. apríl 1945. Holland. í þessari viku komast Kan- andamenn alla leið til Norð- ursjávar í sókn sinni í Norð- ur-HoIlandi og einangra þar nxeð allt lið Þjóðverja sem berst i landinu. Þegar líður á vikuna hreinsa Kanadanienn til í norðurhluta landsins og taka allmargar borgir. Þjóðvei’jar verjast í vestur hluta landsins og bafa veitl sjó yfir stór landsvæði. Bandamenn ná um % hlut- unx landsins í sínar liendur. Búizt við liörðum vörnum gegn sókn þeirra vestur til stórborganna Amsterdam, Rotterdam og Haag. Bremen — Hamborg. Sóknin til Bremen gengur liægt. Þjóðverjar verjast af öllum mætti og flytja sjóliða úr liafnarborgununx til hjálp- ar setuliðinu. í lok vikunnar er borgin umkringd og bílabrautin riiilli hennar og Hanxborgar rofin. Bretar sækja einnig nxeð nxiklunx þunga til Hani- borgar og eru í lok vikunn- ar konxnir í skotmál við hana. Bardagar hyrja um Harburg, senx stendur við ósa Saxelfar. Bretar taka borgirriar Lauenburg og Luneburg. Hinxnxler fer til Ilamborgar og Bremen til þess að skipuleggja vörnina. Mið-vígstöðvamar. 9. her Bandarikjanxanna sækir hratt fram fyrir austan Saxelfi, en er stöðvaður af harðvítugri gagnsókn Þjóð- verja og verður að liverfa vestur yfir ána fyrir norðan Magdeburg. Fyrir suixnan lxana lieldur þó lierinn brúar stæði sínu. Þjóðv. gera gagn- sókn til Harzfjalla- lil þess að bjarga einangruðu liði, sem berst þar, en sú sókn mis- tekst og laka baridanxenn berstjórn sóknarhersins til fanga. Leipzig — Dresden. Bandamenn tóku Leipzig í þriggja daga urixsát. Aðrar borgir, sem féllu þeim í hend- ur eru Halle fyrir norðan Leipzig og Altenburg fyrir sunnan. Þriðji her Banda- ríkjanna sótti til landanxæra Tékkóslóvakiu og tók Plau- en rétt við þau og síðast í vikunni var liann kominn ýf- ir landmærin og lxafði tekið Asch. Niirnberg var einnig tek- in í þessari viku eftir liarða bardaga. Er hún merkust þeirra borga, sem féllu bandamönnunx í liendur i vikunni, bæði að fólksfjölda og vegna þýðingar Iierinaf fyrir nazista senx liéldu þar flokksþing sín. Síðasla dag vikunnar komu þær fréttir að Frakkar liefðu unxkringt Stuttgart. Rússar. Eftir töku Vrn liéldu Rúss- ar áfranx sókn sinni til Linz, og liöfðu sólt um 100 km. meðfram Dóná, þegar siðasl frétlist. Herir Malinovskis sóttu til norðurs inn í Tékkó- slóvakíu og tóku bæinn IIou- douni (Goding). Þegar sein- ast fréttist voru þeir koirittir fast að Brúnn, annarar stærstu borgar í Tékkóslóv- akíu. Þjóðverjar greindu frá Framh. á 6. síðu HUGDETTUR HIMALDA Nú er blessað sumárið komið enn á ný. Það eru ekki innantóm orð, þegar ís- lendingar óska liver öðrunx gleðilegs sum- ars. Menn eru að gefa síriuiri eigin fögnuði útrás, vor- og smnaröfl hafa verið að brjót- ast uin í þeim og á sumardaginn fyrsta og fyrstu dagana í sumri kenxur þessi sólar- og gróðurgleði upp á vfirborðið. Það býr i okkur aldaganxall geigur við mvrkrið og kuldanri, nxinningarnar um langa vetur og liarðá i fásinni og framkvænxdaleysi eru djúpt ristar í þjóðarsálina, en sumardag- urinn fvrsti cr lausnarstundin, þá er okiriu IjTt af bug og herðunx. Eg lieyrði nýlega einn bezta listamami þjóðarinnar lesa Væringja eftir Einar Benediktsson. Eg hefi margoft lesið kvæð- ið, mér er það alltaf unun og uppörvun að teyga af snilldarbrunni þessa mikla skálds, láta kraftinn læsast um mig og gefa ftiér von og trú og þrótt. Það var nautn að heyra þennan leikará fara með Væringja, liann gaf hverri setn- irigu líf og fyllingu og lét ekkert tapast af undramætti þessa óðar. Hann vissi, hvaða lilutverki hann var að gegna og hafði tækni og skilning og nxátt til að gera kvæð- inu þau skil, sem því eru verðug. Þetta er mikiís virði, að frábærir is- lenzkir leikarar taki fegurstu perlurnar i skáldskap okkar og rétti fólkinu .þær í bikar binnar snjöllustu framsagnarlistar. „Vort land er í dögun af annari öld. Nú rís elding þess tíma, sem fáliðann Virðir. — Vor 'þ'jöð skal ei vinna með vopnanna 1 fjöld, en með víkingum andans, unx slaði og liirðir. Vort lieimslif er tafl fyrir glöggeygan gest, þar sem gæfan er ráðin, ef léikurinn sést — og þá haukskyggnu sjón ala fjöll vor og firðir“. Nú er ný öld að renna upp, nýtt sumar i lífi islenzku þjóðarinnar og við skulum vona, að það verði þeir tímar, sem virða fálioann, og við vitum, að við getum ekki notað þau vopn, senx mest liafa verið notað i bciminuin á undanförnum ár. um, enda höfum við cnga löngun til að beita slíkuin vígvélum. Einu vopnin, sem líklegt er að bí4i og komi að gagni til að hadla uppi rétti okkar, eru „vikingar and- ans“. Ef við eigunx þá ekki eða ef við teflum þeinx ekki fram, þá er voðinn vís, sjálfstæðið ekki nema á pappírnum. Útþráin befir auðkennt íslendinga. Unx Væringjaun segir skáldið: „Hann stendur hér enn, sem liann stóð hér fyrl’, með stórgerðari vilja, þögull og kyrr, og langferðahugann við lágreista bæimi.“ Og útþráin rixun fá byr undir báða vængi á riæstu árum. Það verður auðveldara en nokkuru sinni áður að komast utan. Unga fólkið ftxun viða fara til að leila sér nxennt- uriar, fjár og frama, og þá verður það lífsnauðsyn þjcVðarinnar, að lýsing skálds- ins eigi í fyllsta nxáta vel við: „En dalinn þau muna, með liainra og hlíð og hljómandi fossa og ilmsins runna. Og bandan þess alls skín svo fræg og fríð vor forlið í sjónhring blóðbeilra unna. Það sólarlag er þeirra árdegis ljós, þar á upptök vor framtíð við hnígaridi rós, þar skal yngjast vor saga við eldforna brunna.“ Það er gleðiefni, Jxegar ungt fólk og al- orkumikið getur farið til annara landa og menntazt þar og mannazt, sótt þangað þekkingu og reynslu, sem eklci er hægt að fá Iiér heima. Sé dugurinn seigur og úðin djúp, þá mun rætast drauinuririn um dáðírnar. og listirnar, þegar gengið er „í höfðingjans búð“. En far unga fólks- ins verður að snúa heiiri, eins og Einar segir, á þeim bug má ei vera brigð, þroski þess „er skuldaður bernskunnar bvggð“ og því á að taka tveim höridunx, þegar það kemur og fá því verkefni í bendur, hverj- unx eftir sinni tegund, við sitt bæfi — þá nýtist utanförin vel, þá rís „hámenning' íslands, sem æskuna dreýinir,“ því að „Vor landi vill mannast á heimsins liátt, en hólminn á starf hans, líf hans og mátt“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.