Vísir - 30.04.1945, Side 2

Vísir - 30.04.1945, Side 2
2 VISIR Mánudaginn 30. apríl 1945. Skrifið kvennasíðunni um áhugamál yðar. Kaífi 09 kaffi e; tvennt élfkt. Hvernig stendur á því, að sumar konur laga gott kaffi úr sama kaffi og aðrar laga vont ? Það virðist sannarlega ekki vandasamt verk, að hella á könnuna, og þó tekst þetta svo mjög misjafnlcga, eins og þið kannist allar við. I sumum húsum er kaffið alltaf gott, í öðrum alltaf vont og í öðrum gott annan daginn og ódrekkandi hinn.' Hvernig má þetta vera?- . Eg átti nýlega tal um þetta við húsfreyju nokkni, ,sem er ein þeirra, er áiltaf lagar gott kaffi og mikla reynslu hefir, „Það er ein gullin regla,“ sagði þessi frú mér, „sem mér er óhætt að mæla með, og liún er að „hella á“ um leið og vatnið sýður. Láta það ekki sjóða um stund og hella síðan á, heldur hafa gát á því og hella á könnuna um leið og vatnið sýður.“ Þessa reglu sendi ég svo áleiðis til þeirra, er reyna vilja, og ég vænti þess, að þær komist í hóp þeirra kvenna, sem alltaf og allsstað" ár er hrósað fyrir gott, kaffi. Sama regla gildir, þegar te er lagað. Englendingar eru sagðir manna slyngastir við að laga te og drekka það afar mikið. Ef þú spyrðir þá, hvernig þeir löguðu te, myndirðu fá svar eitthvað á þessa leið: „Hitaðu teketilinn, láttu í hann eina teskeið af tei á mann og eina að auki fyrir ketilinn. Hafðu svo ketilinn 1‘ast við vatnspotlinn og helltu á um leið og sýður.“ Þetta segja þeir um te-ið, en í kaffigerð held eg að við lærum lítið af þeim, því að þar segjast þeir vilja læra af okkur. Reynið nú næst, þegar þið ..hellið á“ — eða „hellið upp Kvenfulltrúi á alþjóðaráðstefnunni. Virginia Croclicron Gilder- sleeve, yfirkennari við Bar- nardskóla í Bandaríkjunum, er nú fulltrúi á alþjóða- ráðstefnunni í San Francisco, en- Roosevelt forseti liafði út- néfnt hana 'sem fulltrúa nokkru fyrir andlát sitt. Mun hún ekki aðeins vcra fulltrúi fyrir sjónarmið kvenna í friðarmálum, en einnig sér- fræðingur í alþjóðlegum málum. Miss Gildersleeve er vel að þessum sóma komin. Hún hefir um 30 ára skeið verið framarlega í hópi þeirra jnáiina, sem liafa barizt fyrir plhióðlegri slofnun til við- halds friði, stofnun, sem gæti haldið uppi reglu, án þess að til styrjaldar kæmi milli þjóða. Miss Gildersleeve hefir lít- ið viljað segja um þessa mik- ! ilvægu ráðstefnu, en hefir þó látið uppi þá skoðun, að hún álíti ráðstefnuna í Dum- barton Oaks vera mun betri friðar-grundvöll en nokkuð annað, sem fram liafi komið, síðan er hún fór að hafa af- skinti af alþjóðlegum mál- um, en þau mál hefir hún látið sig skipta frá því íí lieimsstyrjöldinni fyrri. Gerð- ist hún þá meðlimur í friðar- félagi, sem var undanfari Þ j óðabandalagsins. Miss Gildersleeve hefir oft tekið til máls um fræðslumál Þýzkalands að stríðinu loknu. Hún viðurkennir, að nazistar hafi misnotað skólana stefnu sinni til framdráttar. „En að stríðinu loknu“, segir hún, „þegar versta ill-' gresið hefir verið upprætt, verða Þjóðverjar að setja upp fræðslukerfi og kenna þar sjálfir. Við getum aðeins veitt ])á aðstoð, sem menntafröm- uðir veita hver öðrum. Það er gagnslaust að ætla sér að þvinga Þjóðverja til þess að taka við fræðslukerfi, scm framandi þjóðir hafa húið til. Það er óheppileg að- ferð og óvænleg til þess að fá fylgi.“ Bmðarkjóll. Myndin sýnir ungfrú Char- lotte Roth vera að máta brúð- arkjól þann, er stúlkur í strandvarnaliðinu ameríska mega klæðast, ef þær vilja gifta sig í brúðarskarti. Þessi unga stúlka er trúlofuð og mun gifta sig á næstunni og vill heldur klæðast brúðar- skarti við athöfnina, heldur en bláa einkennisbúningi deildar sinnar. Stúlkur í strandvarnaliðinu eru nefnd- ar „spar“. Kjóllinn er úr hvítu satíni. Höfuðbúnaðurinn er kóróna úr „tyll“ og slæðan nær að- eins niður á olnboga. liJilJij á“, eins og sumir segja —, þessa gullnu reglu og vitið, liver árangurinn verður! (Lögberg). ÓDÝRT KAFFIBRAUÐ. Nokkiai stúlkui vantar 1. eða 14. maí í Elli- og hjúrkunar- heimilið Grund. Upplýsingar í skrifstofunni. GÆFAN FYLGIR hringunum frá SIGUBÞÓR Hafnarstræti 4. Haliakex. 500 gr. haframjöl. 250 gr. hveiti. 250 gr. smjör. 125 gr. sykur. 1 peli mjólk. tesk. hjartarsalt. 2 tesk. salt. 2 tesk. lyftiduft. Allt hnoSaS saman og síöan flatt út mjög þunnt. Skoriö sundur- og ,,pikkað“ meö gaffli. Rúgkex. 250 g.r. rúgmjöl, 250 gr. hveiti. 250 gr. smjörlíki. 1 tesk. salt. 1 tesk. sykur. 2 tesk. kúmen. peli vatn. Hnoöaö, flatt þunnt út, skor- ið í ferhyrninga og pikkað með gaffli. Penslað’ með eggi eða vatni. Haíiamjölsteila. 300 gr. smjörlíki. 1 bolli sykur. 2 bollar haframjöl. 2 boílar hveiti. 1 tesk. natron. Öllu hnoðað saman. Bakað i venjulegum tertubotnum í ca. 15—20 mínútur. Mjög stökk. Sultutau sett á milli. Kókcskaka. 1 bolli sykur. 1 Y\ bolli hveitj. 2/2 tesk. lyftiduft. Y\ tesk. salt. bolli kakaó: 2 eg-g- 1^2 dl. mjólk. 2 matsk. smjgr.’ Möndlur ef vill. Ollu blandað asman. Bakaö við meðalhita í Y\ klukkustund. Bezt að nota hringform. örvdTvn drMMfv ufrwtjnA'&iJn /uxm v ftA W>\Jr'\Æ á vn Jr\Url fy Joan Bennetl: Aðlaðandi ei konan ánægð. (Hér á eftir fer kafli úr bólc Joan Bennett -— kvik- myndastjörnunnar frægu. Er bók þessi alveg uppseld, og er það gert fyrir þær, er ekkert eintak geta fengið, að birta hér kafla úr henni. Ef til vill mun kvennasíðan sýna lesendum sínum aðra kafla síðar). Varaliturinn og notkun hans, Það má furðu gegna, hve margar stúlkur misnota enn varalitinn. Annað hvort nota þær rangan lit, smyrja litn- um kæruleysislega á varirn- ar eða, og sú sökin er þyngst nú á tímum, 110 ta öf mikið af honum. Til þess að átta sig á rétt- um lit, verður að fara eftir húðar- og háralit. En pensill er nauðsynlegur, til þess að varirnar verði sléttar og hrcinlegar. Hann er lika nauðsynlegur til þess að vara- liturinn endist lengur, bæði á vörunum og í hylkinu. Með bursta má ná litnum, þó að lítið sé eftir í hylkinu, og með þvi að nota hann, tollir lit- urinn vel á vörunum. Það, sem aðallega mælir á móti því, að nota pensil við varalitinn er, að við það þarf nokkura æfingu. Maður verð- ur að æfa sig við það, 'læra að halda olnboganum stöð- ugum og draga hinar réttu línur varanna upp með ör- uggri liendi. Óreyndar ungar stúlkur í Hollywood læra „listina“ fljótt, með því að æfa sig. Og nú skulum við heyra, hvernig það má verða. Hafið spegilinn fyrir fram- an yður og haldið á burstan- um eins og málarapensli, tak- ið vel af litnum á burstann og byrjið á því að draga upp hiiia eðlilegu ytri línu efri varar með mjóu, flötu striki. Stvðjið olnboganum t. d. á stólbak, til þess að liendin verði stöðugri. „Ég hefi líka litla fingur sem „stoð“, með þvi að styðja honum á hök- una um leið. Byrjið nú að „mála“ og strjúkið burstan- um frá vinstra munnviki efri varar fram á miðja vör. önn- ur „strokan“ verður frá miðri efri vör að hægra munnviki. Og þriðja strokan éftir neðri vörinni frá vinstri til hægri. Síðan fyllið þér upp með burstanum það, sem enn er ólitað. Leyndardómurinn við hina siðustu sléttu línu er æf- ing — og snör handtök. Eftir 15 til 20 mínútna æf- ingu eruð þér útfarin í þess- ari list með varapensilinn, og l)að er list, sem borgar sig að læra, þvi að þá er úr sög- unni hálfkákið við snyrtingu varanna, öfgarnar við að smyrja of þykku lagi á ])ær' og hin sífellda „endurtekn- ing“ á málningunni. Lilurinn er sléttur og fallegur á vör- unum og tollir lengur en ella. Flestar þær stúlkur, sem nota varapensilinn, mála varirnar af mestu leikni. Bæta svolitlu við þykkt þeirra sumstaðar og draga úr annarstaðar, eftir þvi sem bezt fer á, en þetta fer auð- vitað eftir smekk og æfingu. Ef varirnar eru of þunnar, má fara svolítið út fyrir hina eðlilegu ytri línu varanna, ekki þó út fyrir munnvikin. Framh. á 6. síðu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.