Vísir - 30.04.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 30.04.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Mánudaginn 30. april 1945. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Ritfrelsi. tfjvo er sagt um vitskerta menn, að heilsu- ** far þeirra fari nokkuð eftir því, hvernig stendur á tungli. En engu er líkara en að sunnudagur megi ekki renna upp yí'ir Morg- .unhlaðið. Einkum- gœtir slíks ófagnaðar í svokölluðum Reykjavikurhréfuin blaðsins. I gær virðist engu likara en að höfundur bréf- anna œski einskis frekar en að ritfrelsi verði úr lögum numið á landi hér. Víkur liann þar að tvennu, sem hann telur að ekki megi skrifa um. Annarsvegar eru það utanríkis- málin og þá einkum striðsyfirlýsing komm- anna, en hinsvegar fisksölumálin, að svo miklu leyti, sem þau vita að ríkisstjórninni. Virðist höfundur telja, að skrif um þessi mál séu landráð ein eða öllu verri en það. Nú víkur svo einkennilega við, að i sama Llaði hirtist grein eftir fjarstaddan hlaða- mann við* Morgunblaðið, varðandi ummæli rússnesks útvarpsfyrirlesara, sem veitist harkalega að Morgunblaðinu fyrir skrif þess d sambandi við striðsyfirlýsinguna, og lýsir jafnvel yfir þvi, að hlöð hér á íslandi og nokkrir stjórnmálamenn reyni með öllu móti að hætti nazista, að eyðileggja árangurinn af Krímráðstefnunni og koma upp óeiningu milli bandamanna, og þá væntanlega Rússa og engilsaxnesku þjóðanna. Morgunhlaðið myndi segja eitthvað, ef Vísir fengi slika áminningu frá lierraþjóð komniúnista, og ■væntanlega væri þá enginn vafi á lengur um landróðin. Morgunhlaðið gerir sér áminn- ingar Rússans að góðu, verður lúpulegt og fer hjá sér, en til þess þó að sýna iðrun og vfirbót í verki, lýsir hlaðið yfir því, að um þessi mál megi ekki skrifa. Ríkið, það er ég, sagði Frakkakonungur einn, og þótti vel sagt á sinni tíð, en hæpið er að Mogginn og Komm- arnir geti sagt hið sama, þannig, að þjóðin sætti sig við. Hana varðar miklu, livort henni er stefnt út í stríð cða ekki, og þótt rússnesk- ir blaðamenn skilji ekki að hér er ríkjandi jnálfrelsi, eða j’firleitt hvað málfrelsi er, ætti Mogginn að varast að ganga erindi þeirra til nð afnema ritfrelsið, eins og hlaðið sýnist vilja gera. Slíkt veldur að vísu engum hylt- ingum, þótt Mogginn sé seinheppinn í hug- leiðingum sínum, en takmörk liljóta að vera fyrir því, hve blaðið þolir mörg liáðshros almennings vegna hugleiðinganna. Morgunblaðið stærir sig af stærðinni og þykist stórt hlað og' mikið. Stærðin’er tölu- verð, en frá almennu sjónanniði ræður hún ckki úrslitum um gæði eða tilverurétt hlaða- Iieldur öllu frekar hitt, hvernig þar er á málum haldið. Einliverjir munu minnast þess, nð slysfarir Moggans í málflutningi hafa A’erið svo alvarlegar, að ráðamenn hlaðsins hafa þráfaldlega fengið þangað hjálpar- kokka, en ekki fengið vit í blaðið þrátt fyrir það, enda hefir kveðið svo rammt að þessu, að vitrustu menn liafa lýst yfir þvi, að allt vit ryki út í veður og vind, er þeir ættu að miðla hlaðinu greinarstúfum. Sliku málgagni ferst ekki að hreykja sér. Góðir flokks- menn þess liafa uf oft horið kinnroða fyrir það, og kunna ekki að meta stórmennsku- þjjálæðið, sem hleypur i það um helgar. A VETTVANGI SðGUNNAR. Erlent fréttayfirlit dagana 22.—28. apríl. Vikan er sú viðburðarík- asta síðan * stríðið hófst, og fara brátt að sjást þess merki, að Þjóðverjar geta ekki haldið stríðinu áfram nema mjög stuttan tíma. Rússar sækja með miklum þunga til Berlínar og eru í byrjun vikunnar komnir inn í úthverfi hennar að austan og hafa tekið nokkur hverfi. Þegar líður á vikuna tekst Rússum að umkringja borg- ina og kreppa svo að varnar- sveitum Þjóðverja, að fyrir- sjáanlegt er, að ekki liða margir dagar þar til borgin fellur þeim í hendur. Himmler býður uppgjöf. Merkasti athurður vikunn- ar og reyndar stríðsins skeði í lok vikunnar, þegar Himm- ler, yfirmaður heimavíg- stöðvanna í Þýzkalandi, sendi stjórnum Bretlands og Bandaríkjanna tilboð um skilyrðislausa uppgjöf Þjóð- verja. Tilkynning um þetta var gefin út á laugardag um hádegið og kom hún frá skrifstofu forsætisráðherra Bretlands. Þar sem tilboðið var, aðeins stílað til stjórna Bretlands og Bandaríkjanna, treystu þeir sér ekki til þess að gefa neitt svar við þvi fyr en sams konar tilhoð yrði sent stjórn Sovétrikjanna. Uppreist í MUnchen. Annar merkasti atburður vikunnar er uppreist frelsis- hreyfingarinnar í Múnchen, en liún var, að því er virðist, gerð aðfaranótt laugardags- ins. Uppreistarmenn náðu út- varpsstöðinni á silt vald og sendu út fyrirmæli til lier- manna, að hætta að berjast'. Nazistar tilkynntu aftur á móti, að þetta hefði aðeins verið fámenn klíka svikara undir stjórn Ritter von Epp uppgjafahershöfðingja og hún hefði verið kæfð í blóði. Norður-Italía. I Norður-Italíu ruddust herir bandamanna í vikunni gegnum varnir Þjóðverja og ráku j>á norður fyrir Pó. -— 5. og 8. herinn sóttu á eftir 'yfir ána og tókst fljótlega að ná öruggri íotfestu norðan árinnar. Þegar því marki var náð, brast alger flótti í lið Þjóðverja og voru l>eii- tald- ir á óskipulögðum flótta, er síðast fréttist, og varla um neinar varnir að ræða, nema í sterkum virkjum skammt frá Feneyjum, en bandamenn voru að undirbúa sókn að virkjum j>essum. ítalskir föð- urlandsvinir gerðu einnig uppreist gegn j>ýzka hernum í sama nnind og herir handa- manna fóru yfir Pó, og voru flestar stærstu borgir Norð- ur-Italíu í höndum j>eirra eða bandamanna i vikulokin. — Mussolini, ásamt nokkrum helztu aðstoðarmönnum sín- um, var handsamaður og drepinn. Herirnir ná saman. A föstudag var gcfin út sameiginleg tilkynning Rússa og bandamanna, j>ess efnis, að hersveitir Rússa og 1. hers Bandaríkjanna hefðu mætzt við bæinn Torgau, 48 km. fyrir norðaustan Leipzig. San Francisco-ráðstefnan var sett á miðvikudaginn í síðustu viku og hófst með ávarpi, sem Truman forseti flutti. Innlent Iréttayfirlit dagana 22.—28. apríl. Bandaríkjamenn eru farn- ir að greiða fyrir för Islend- inga heim að vestan. Aðfaranótt s.l. sunnudags komu heim frá Bandaríkjun- um 13 Islendingar. Komu j>eir allir með amerískum l'Iugvélum. Eins og menn vita er ekkert íslenzkt farþega- skip í förum milli Islands og Ameríku, og er þetta því til mikils hagræðis. Vei’zlunarsamningar við Svíþjóð. Islenzka sendinefndin, sem fór til Svíþjóðar í janúar, kom heim um helgina. Gerði nefndin samninga um kaup á 15—20 dieseltogurum og 8 stærri skipum, allt að 2700 smálestum að stærð. Einnig gerði nefndin samninga um kaup á allskonar iðnaðarvöi'- um, sem Islendinga hefir van- hagað tilfinnanlegast um á stríðsárunum. Þá skuldbinda Sviar sig til að kaupa all- mikið af íslcnzkum fram- leiðsluvörum. Samningarnir voru undirritaðir 7. apríl s.l. Veðurfar. Seinni hluta vikunnar hafa verið töluverðir kuldar hér í Reykjavik, næturfrost all- mikií, allt að sex stigum. Þó var meira frost víða upp um sveitir. Stríðsyfirlýsingar- málið. Nú hefir ríkisstjórnin gef- ið út tilkynningu um gerðir Alþingis í stríðsyfirlýsingar- jnálinu. Komu þrjár tillögur um, hverju svara ætti, ein frá forsætis- og utanríkis- málaráðhcrra, ein frá konnn- únistum og ein frá fram- sóknarmönnum. Tillögur kommúnista og framsóknar- manna voru felldar, cn til- lana forsætisráðherra var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 15. Var liún síðan til- kynnt sendiráðum Islands scm vilji Alþingis i málinu. Síldarverksmiðjan á Skagaströnd. Nýbyggingarráð kom þann 24. þ. m. úr ferðalagi norðan af Skagaströnd. Tilgangur ferðarinnar var að slcoðá hafnarskilyrði og staðhætti fyrir byggingu síldarverk- smiðju.á Skagaslrönd. 1 för með Váðinu voru ýmsir sér- l'ræðingar, svo sem Sveinn Bcnediktsson, formaður síld- arverksmiðjustjórnar ríkis- ins, Axel Sveinsson vitamála- stjóri og ýmsir aðrir. Leizt þeim vel á staðhætti þar nyrðra, cn eins og kunnugt er, var samþykkt á síðasta Alþingi að reisa síldarverk- smiðju og gera höfn þar. Aðalfundur Rauða Krossins. Á aðalfundi R. K..Í. nýlega var Bjarni Jónsson kos- inn formaður í stað Péturs heitins Ingimundarsonar slökkviliðsstjóra. Þá hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að fá tvo nýja sjúkra- l>íla fi'á Ameríku. Ameríski Rauði Krossinn hefur til- kynnt, að hann muni senda Rauða Krossi Islands einn sjúkrabíl að gjöf, í viður- kenningarskyni fyrir góða samvinnu. Sjúkrabilarnir fluttu samtals 1999 sjúklinga á árinu, þar af 198 utan- bæjar. HUGDETTUR HÍMALDA Um daginn var eg að rabba um kvæðið Væringjar eftir Einar Benediktsson, en svo illa tókst til, að meinlegar villur slædd- ust inn i tilvitnun úr kvæðinu. Það var mjög slæmt, en um það dugir ekki að sak- ast, því að alltaf geta slys hent, og þetta hefir verið leiðrétt í bæjarfréttum Vísis og erjudið mun verða birt rétt í lok þessarra lina. En það er rélt að rita hér svolítið meira um Einar. Ekki vii'ðist nú lengur um það deilt, að liann sé eitt risavaxnasta og bezta skáld íslenzku þjóðarinnar. Þær raddir eru þagnaðar, sem héldu því fram, að kveð- skapur lians væri svo torskilinn, að ekki nema fáir útvaldir gætu skilið hann. Ljóð Einars hafa verið mikið lésin. Karl- mennska lians og hugsanaauður, lifs- reynsla hans og orðkymigi á allt brýnt er- indi til íslendinga nútímans. Og þeir finna, livað þeim kemur, hvert á að sækja þrótt- inn, • andlegan kraft í köggla. Þvi meiri sem framsóknarvilji íslendinga er, því bjartari sem trú þeirra e^á hlutverk lands þeirra og þjóðar, því mejri rækt sem þeir leggja við tungu sína og þjóðlegar bók- menntir, því meira verður Einar lesinn, því betur skilur fólkið gildi lians og gjafir. Strax í fyrslu Ijóðunum, sem gefin voru út 1897, markast hin þróttmikla slefna hans og livatning til íslenzku þjóðarinnar. Hann hvetur til að breyta bókadraumnum og böguglaumnum í.vöku og starf, trúa á sina eigin hönd, en ekki undur. Hann seg- ir, að fólkið sé „snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda“ og það er litil „þjóð,sem geld_ ur stórra synda“. Hann hvetur hana til að i-eisa i verki merki viljans, þvi að viljinn sé allt, sem þarf. Hann bendir á þúfurnar og minnir á. plóginn, vill láta brjóta tóftir gamla, fallna bæjarins og byggja nýjan, sem á að vera bjartur og lilýr. Hann talar um níddar og eyddar sveitir og endalausar beitir upp lil lieiða, og rotnar og rýrar sinu- mýrar og að stækka þurfi túnið. Hann benti út á hafið og spurði, livort menn vissu, „hvað Frakkiim fékk til hlut- i ár“ og á eftir kemur þessi dásamlega setn- ing: „Fleytan er of smá, sá-grái er utar“! Og livað átti að dorga lengi dáðlaust upp vlð sandinn? Ilonum þótti þjóðin vera „Ljargarlaus. við frægu fiskimiðin“. Og hvatningarorðin reka livert annað...... Eða kvæðið dásamlega um Rcvkjavík. Það ætli að vera á hvers manns vöruni. Trúin á bæinn okkar var el^ki sterk fyrir um fimmtíu árum. Ilér þótti hætlan mest, hér þróaðist frónskan verst, hér tömdu menn sér útlenzku tízkuna og hérvartung- an í nauði Einar Benediktsson sá annað, hann gat komið auga á það, sem framtíðin bar i skauti sínu, og hann vonar, að Reykjavík „vaxj scnn og verði stór og rik“. Og liann veit, að þegar aldna öldin flýr og nýr andi kemur af hafi, til þess „að vekja land og lýð“, þá muni „betri daga niorgunsól“ sldna „hátt um slrönd og hlíð“, og þá muni „sjást, að bylgjan botnar hér.“ Já, þetta mikla kraftaskáld sá fram á við. Við- vitum nú, að það var satt, sem hann sagði. Sjórinn hefir verið sóttur lengi á annan hátt en gert var, þegar Einar orti sín fyrstu hvalningarljóð og Reykja\’ílc cr orðin stór og rík og hér er á margan liátt gróandi þjóðlíf, þólt segja megi, að hvað sumt snerlir þekkiiborgin okkar ekki sinn vitjunartíma. Ilún gæti verið miklu ríkari og miklu fegurri, ef allir legðust á eilt um að láta svo verða. Það er ekki gert nóg af því að nema burt ýmislegt, sem háir henni og óprýðir hana, hún þarf að vei-a jafn- fögur, svo að hún liæfi umhverfinu, og geti orðið öðrum uppvaxandi bæjum landsins sönn fyrirmynd. Ilingað kemur fjöldi landsmanna, sem annarsstaðar býr, og þetla fólk þarf að geta flutt héðan með sér heim í áttliagana hcilbrigðan smekk og liolla strauma. Erindið, sem misprentaðist á mánudag- inn var, á að vera svona: „En dalinn þau muna, með hamra og hlíð og hljómandi fossa og ilmviðsins runna. Og liandan þess alls skín svo fræg og svo frið vor fortið í sjónhring blóðleitra unna. Það sólarlag er þeirra árdegis ljós, þar á upptök vor framtíð við hnígandi ós, þar skal yngjast vor saga.við eldforna brunna.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.