Vísir - 30.04.1945, Side 6

Vísir - 30.04.1945, Side 6
6 VISIR Mánudaginn 30. apríl 1945. Jón Sigurðsson níræður. í dag er níræður Jón Sig- urðsson fyrrum bóndi á Bala- skarði í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Jón er fæddur 30. apríl 1855 að Undirvegg í Kelduhverfi. Foreldrar hans voru Sigurð- ur bóndi í Undirvegg Sig- urðsson, Þorsteinssonar á Ás- iaugarstöðum í Vopnafirði. Þeir voru systkinasynir, Jón Magnússon forsætisráð- tierra og Jón á Balaskarði. Sigurður í Undirvegg og Vil- að segja frá liðnum dögum. IJann man vel Hjálmar skáld frá Bólu. Jón fylgist vel með virðburðum tímans gegnum útvarpið og hefir gaman að ræða um menn og málefni. Jóni var jafnan við hrugð- ið hve hann var léttlyndur og leit björtum augum á til- veruna, og svo er enn. Hinn fríði öldungur á gott og friðsælt ævikvöld hjá syni sínum og konu hans, frú Sig- ríði Guðnadóttur, og efa eg eigi að margir munu minnast hans á þessum heiðursdegi hans. Pétur Ingjaldsson sóknarprestur. borg, kona sr. Magnúsar Jónssonar á Hofi, siðast í Laufási, voru systkini. Móðir Jóns Sigurðssonar og kona Sigúrðar var Ingi- björg Jónsdóttir, bónda í Fjósatungu, Árnasonar á Tjörn í Aðaldal. Vegna vensla við sr. Magnús Jóns- son, er fékk Hof á Skaga- strönd 1860, flutti Sigurður bóndi i Undirvegg burt úr átthögum sínum vestur að Hrauni á Skaga, og ólst Jón þar upp ásamt systknium sín- um. Hann kvæntist árið 1887 Guðnýju Pálsdóttur frá Ytra- Ilóli á Skagaströnd. Þau hófu búskap á Yzta- gili i Laugadal og bjuggu sið- an á Njálsstöðum og Bala- skarði. Varð hjónaband þeiira hið farsælasta. Voru þau 55 ár i hjónabandi og eignuðust 14 börn, og eru af þeim 13 á lífi. Þó Jón væri bóndi, hafði hann þó ríka hneigð til annars frekar; var íþað einkum verzlunarstörf. Var hann árum saman verltstjóri og verzlunarmað- ur í haust- og vorkauptíð hjá Pétri Sæmundssen verzlunar- stjóra hjó C. Höefnersverzl- un á Blönduósi. Það kom sér þá vel að Jón átti stjórnsama konu, er gat verið húsbóndi á sínu heimili í fjarvcru mannsins, og var það mjög rómað, hve henni fór það vel úr hendi. Jón lét sveitarmálefni nokkuð til sín taka. Sat hann í hreppsnefndum Vindhælis- og Engihlíðarhrepps og var eitt sinn ocklviti í þeirri síðar- arnéfndu; hann var og í sóknarnefnd Höskuldsstaða- sóknar. Þau hjón hættu búskap 1920 og fluttu til sona sinna, Péturs og Páls, er bjuggu á Ilofi á Skagaströnd. Konu sína missti Jón 1942 og flutti með Páli syni sínum til Skagastrandarkauptúns 1944, þar sem hann er skólastjóri. Jón var vel ern lengi fram eftir árum, hár og spengileg- ur, fríður sýnum, og hvitur á hár og skegg. Var hann hinn virðulegasti í framgöngu. — Hann hefir nú legið rúmfast- ur tvö síðustu árin. Minni hans er enn furðu gott, bg þann kann því frá mörgu Varaliturinn — Framh. af 2. síðu. Ef varirnar eru þykkar, er heta að mála ekki alveg að mörkum þeirra. Hafið munninn ekki alveg lokaðan, meðan þér málið varirnar, og þerrið þær að lokum lauslega með andlits- farða. Húsgögn. Höfum fyrirliggjandi tvær gerðir af svefnherbergis- húsgögnum. Pólerað birki með innlögðu mahogni og bónað birki. — Tökum að okkur smíði á alls konar húsgögnum. Húsgaguavinnustofa Ölafs H. Guðbjartssonar, EgilsgÖtu 18. h hvers manns disk frá SlLD & FISK Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofutími 10-12 og 1-6 Aðalstræti 8 — Sími 1043 Stúlka óskast Caíé Centxal Hafnarstræti 18. Sími 2200 og 2423. Cólíklútax. Klapparstíg 30. Sími 1884. Brandur Brynjólfsson lögfræðingur Banlcastræti 7 Viðtalstími kl. 1.30—3.30. Sími 5743 Frá Miðbæjarskólanum. Börn , í Miðbæjarskólahverfi fædd 1938 komi til prófs og innritunar í Miðbæjar- skólann miðvikudaginn 2. maí n.k. Börn, sem eiga nöfn, er byrja á A—K, komi kl. 10 f. h., en L-—ö kl. 1 e. h. Böm fædd þetta ár (1938) eru skóla- skyld frá 1. maí n.k. að telja. Ef barn kemur ekki til innritunar á til- settum tíma, ber forráðamanni að gera undirrituðum grein fyrir því hið fyrsta. Skólastjjóri. Fxá baxnaskólunum. öllum börnum, fæddum á árunum 1935— 1938 (að báðum meðtöldum), er skylt Sam- kvæmt gildandi fræðslulögum að sækja vor- og haustskóla í ár. Það eru mjög eindregin tilmæli okkar, að hlutaðeigandi foreldrar og forráðamenn sendi eigi vorskólabörn burt úr bænum í'yrr en skóli er úti, en það verður 31. maí. Skólastjórar barnaskólanna. MISLITAR HERRASKYRTUR nýkomnar. Vexzlun Ingibjaxgax Johnson. Bókaútgáfa Menningarsjððs og Þjóðvinafélagsins. Tvær nýjar bækur: Úrvalsljóð Hannesar Hafstein. I bókinni eru nálega 80 kvæði og vísur, sem Vil- hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri hefir valið. Hann ritar einnig snjallan og ýtarlegan formála um hið mikilhæfa skáld og stjórnmálamann. Þetta er þriðja bókin, sem kemúr út í safninu Islenzk úr- valsrit. Áður hafa komið út úrvalsljóð Bólu- Hjálmars og úrval af kvæðum og óbundnu máli eftir Jónas Hallgrímsson. Anna Karenina, IV. bindi, eftir Leo Tolstoj, í þýðingu Karls Isfchl ritstjóra. Þessi hrífandi ástareaga, sem er talin ein allra fullkomnasta skáldsaga veraldarinnar, er nú öll komin út. — I stuttum eftirmála er skýrt frá höfundinum og gefið yfirlit um helztu rit hans. — örfá eintök eru til af ársbókunum frá 1941 —43. Nýir félagsmenn geta því fengið öll bindi þessarar skáldsögu meðan upplag endist. Bækur þessar hafa þegar verið sendar til umboðs- manna úti um land. Félagsmenn í Reykjavík vitji þeirra í anddyrj Safna- hússins, opið kl. 1—7, og í Hafnarfirði i verzlu“ Valdimars Long. BÆJABFBETTIK Næturlaiknir er i Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Næturaksfcur. í nótt annast B.s. Bifröst, sími 1508, og aðra nótt B. S. í., sími 1540. Helgidagslæknir á morgun er María Hallgríms- dóttir, Grundarstig 17, smi 4384. 50 ára verður 1. maí Margrét Þor- valdsdóttir Fahning, Hrísateig 15. * Háskólafyrirlestur á frönsku. Mme de Brézé mun flytja fyr- irlestur í 1. kennslustofu Há- skóláns mánudag 30. apríl kl. 6. Efni: Frakkland á 17. öld í bréf- um Mme de Sévigné. Öllum heim- ill aðgangur. Útvarpið í kvöld. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20.30 Erindi: Vorið og skógrækt- in (Hákon Bjarnason skógrækt- arsi jóri). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á sítar. 21.00 Frá útlönd- um (Axel Thorsteinsson). 21.20 Útvarpshijómsveitin: Sænsk og finnsk pjóðlög. — Einsöngur (Einar Sturluson): a) „Syngi, syngi, svanir mínir“ (Jón Lax- dal). b) „Augim bláii“ (Sigfús Einarsson). c) „Söngur um þig“ (Gurfis). d) „Eg elska þig“, Grieg. e) „f fjarlægð“ (Karl O. Run- ólfsson). 22.00 Fréttir. Útvarpið á morgun. 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 I-Iádegisúíivarp. 15.30—16.00 Mið- degisútvarp. 16.00 Hátíðisdagur verkalýðsfélaganna: a) Ræða (Hermann Guðmundsson, for- seti Alþýðusambands íslands). b) Þættir úr frelsisbaráttu mann- kynsins. — Samfeld dagskrá. — Uppiestur og tónleikar. 18.30 Barnatími. 20.20 Hátiðisdagur verkalýðsfé- laganna: a) Ræða (Björn Bjarna- son, rkari Alþýðusambands ís- lands). b) Leikrit: „ósigurinn“ eftir Nordahl Grieg. (Leikstjóri: Lárus Páisson). 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Bamaspítalasj. „Hringsins“ hefir borizt gjöf að upphæð kr. 20.000.00 (tuttugu þúsund) frá tveim ónefndum fyrirtækjum kr. 10.000.00 frá hvoru. (Afhent fjár- öflunarnefnd ,,Hringsins“). Fyr- ir hönd félags okakr færr eg gef- endum kærar þakkir. Ingibjörg Cl. Þorláksson. KR0SSGATA nr. 44 Skýringar: Lárétt: 1 vöxtur, 6 bogna, 8 klaki, 9 tvíhljóði, 10 knýja, 12 grjóthrun, 13 samtenging, 14 utan, 15 dýr, 16 spik. Lóðrétt: 1 drekkur, 2 lög- ur, 3 hætta, 4 fangamark, 5 greinir, 7 rika, 11 kvæði, 12 afkvæmi, 14 veru, 15 vafi. Ráðning 43: Lárétt: 1 hákarl, 6 ostur, 8 Ra, 9 K. ó., 10 gát; 12 áta, 13 ur, 14 ál, 15 Óla, 16 skassi. Lóðrétt: 1 hörgul, 2 kort, 3 asa, 4 R. T., 5 lukt, 7 ró- andi, 11 ár, 12 álas, 14 ála, 15 ók.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.