Vísir - 05.05.1945, Blaðsíða 6
VISIR
6
Langardaginn 5. maí 1945.
„öfeðruð börn"
Framh. af 3. síðu.
ingur um þetta atriði við liin
erlendu ríki.
Til þess að tryggja líf þess-
ara barna hefir bæjarstjórn
ílcykjavíkur ákveðið að veita
jnæðrum þeirra lán, sem ekki
teljist sveitarstyrkilr til
þeirra, en þess er krafist, að
í>ær gefi sakadómara sams-
ítonar skýrslur og þær
tnundu gefa ef íslenzkur
barnsfaðir ætti í hlut og leit-
að væri viðurkenningar á
faðerni barnsins og úrskurð-
ar um barnsmeðlag. Mæðra-
styrksnefndin veitir stúlkún-
um aðstoð í þessum efnum,
ef óskað er, og mætir lög-
fræðingur nefndarinnar þá
*neð þeim í réttinum. Það er
svo fjarri því, að stúlkurnar,
sem eiga þessi börn, geti ekki
fært fram neinar sannanir
jnáli sínu til stuðnings. Þess
eru meira að segja dæmi, að
íeðurnir hafa sjálfir séð um
skírn barnsins og játað fað-
crni frammi fyrir prestinum,
en hafa þó neitað öllu þegar
þeir hafa verið farnir burt
úr landinu og yfirmcnn
þeirra hafa spurt eftir þessu,
\ egna kröfu barnsmóður
þeirra um meðlag.
Hvernig getur slíkt átt sér
stað? Blátt áfram af því, að
jnæður þessara barna njóta
engrar venjulegrar laga-
verndar i þessum málum. —
Halda menn ekki að mörg
börn myndu vera ófeðruð á
íslandi ef íslenzkir feður ó-
.skilgetinna barna þyrftu ekki
annað en neita faðeminu til
þess að málið félli niður? —
Kveriréttindafélag . Islands
Jiefir fyrir löngu borið fram
við ríkisstjórnina áskorun
Landsfundar kvenna um það,
að leitað yrði samninga við
ríki þau, er hér hafa átt setu-
lið, um það að barnsfaðernis-
mál gegn Iiermönnum fengj-
ust rekin fyrir íslcnzkum
dómsfólum. Langt er síðan
GÆFAN FYLGIR
hringunum frá
SIGURÞOR
Hafnarstræti 4.
að félaginu var skrifað að
gerðar liefðu verið ráðstaf-
anir tii þess að leita slíkra
samninga, en ekki hefir enn
fréttzt að þetta hafi tekizt.
Menn eru liér furðu sinnu-
lausir i þessu máli. Það eru
ckki eingöngu þessar um-
komulausu barnsmæður, sem
eru beittar órétti og lítilsyirð-
ingu, þetta er ekki srður
sjáll'stæðismál liins íslenzka
lýðveldis, sem viðurkennt
hefir verið frjálst og full-
valda af þjóðum þeim, sem
hér eiga hlut að máli. Verð-
um við þá ekki að vænta
þess, að þær virði lög Iands-
ins?
Það kann að hafa tafið
framgang þessa máls, að
dómsmálaráðuneytið mun
hafa safnað skýrslum um
tölu þessara barna og hefir
það tekið nokkurn tíma. Þeg-
ar gera skal kröfur um end-
urgreiðslu hlutaðeigandi
ríkja á kostnaði þeim, sem
íslandi stafar af börnunum,
er auðvitað nauðsynlegt að
vita hvað mörg þeirra gætu
])urft að fá meðlög greidd af
opinberu fé. En frá mínu
sjónarmiði er það ekki aðal-
atriðið, hvort Island fær end-
urgreiddan allan kostnaðinn
af börnunum með stórum
fjárframlögum frá þessum
erlendu rikjum, heldur hitt,
að bætt verði úr órétti þeim,
sem hver einstök móðir verð-
ur fyrir, þegar henni er mein-
að að verja mál sitt fyrir
rétti og hún er stimpluð af
almenningsálitinu með móðir
„ófeðraðs“ barns, en barns-
faðir hennar kemst uþp með
það að fleygja frá sér öllum
sinum skyldum gegn hénni
og barninu. Þetta mál er enn
alvaríegra vegna þess að am-
crískum hermönnum var
bannað að giltast íslenzkum
stúlkum, og því banni ekki
létt fyrr en i marz 1944 —
og höfðu íslenzk blöð, bæði
áður en bannið komst á og
eftir, lýst velþóknun sinni yf-
ir því. En í skjóli þessa banns
gátu óvandaðir menn lofað
stúlkunum öllu fögru, án
|)ess að kæmi til nokkurra
efnda.
Þegar þess er gætt, að Is-
lendingar líta öðruvísi á
barneignir utan lijónabands
en ýmsar nágrannaþjóðirnar,
og að óskilgetin börn íslenzk
eru miklu rétthærri en hjá
þessum þjóðum, ])á er ekki
að furða, ])ótt óskilgetnum
börnum fjölgaði í landinu,
#nöíðíöö mynÉsföskólínn
Yoisýnmg 1945.
Myndlistadeildin: Blýants-, kol- og krítarteikningar.
Vatnslitamyndir. Iiöggmyndir.
Kcnnara- og smíðadeildin: Ilúsgögn og búshlutir. Renni-
smíði, tréskurðir o. fl.
Síðdegis- og kvöldnámskeið: Teikningar barna. Tré- og
málmsmíði drengja. Smíði svifflugulíkana. Leður-
vinna. Bókband. Tréskurður. Rennismíði. Skraut-
málun (,,rósamálun“) húsgagna og búshluta. Tækni-
teikning. Fjarvíddarteikning o. fl.
Sýningin er í HÓTEL HEKLU. Opin daglega kl. 1—7
og 8—10 síðdegis. — Helmingur af tekjum sýningarinnar
verður varið til þess að styrkja efnilegustu nemendur
myndlistadeildarinnar og kennaradeildarinnar til fram-
haldsnáms erlendis.
þegar giftingar voru bannað-
ar milli íslenzku stúlknanna i
og þessara gesta, sem dvöldu
héí* langdvölum og höfðu að-
dráttarafl þess ókunna og
fjarlæga.
En við gætum vænzt þess,
að böm þessara amerísku
ríkishorgara þyrftu elcki að
vera réttlaus, þó þau væru
óskilgetin. Það er að minnsta
kosti fjarlægt íslenzkum
hugsunarhætti.
— I bréfi hinna þjóðkunnu
kvenna til bæjarstjórnarinn-
ar var þessi 200000 meðlags-
fúlga, sem veitt var úr bæj-
arsjóði, talin sönnun þess að
þörf væri á að koma upp
uppeldisstofnun fyrir ung-
lingsstúlkur, sem væri nokk-
urskonar fangelsi, því þær
væru skyldaðar til að dvelja
þar sér til betrunar. Ekki var
þó minnzt á það, hvort marg-
ar af barnsmæðrunum væru
á þeim aldri, að barnavernd-
arlög næðu til þeirra. Það var
heldur ekki minnzt á það,
að barnsmæðurnar myn<Iu
þurfa öðruvísi húsnæði.
Eg er frú Guðrúnu Guð-
laugsdóttur þakklát fyrir þá
djörfung, sem hún hefir sýnt
með því að rísa upp gegn
þeirri uppástungu, að endur-
vakr.i væri svipuð óhæfa og
átti sér stað meðan heimilið
á Kleppjárnsreykjum var við
lýði, ungmennadómurinn
slarfaði og frk. Jóhanna
Knudsen fékkst við yfir-
heyrslur. Eg vil líka þakka
fyrrv. ráðherra Einari Arn-
órssyni fyrir það drengskap-
arbragð, að létta þessu af
þjóðinni.
Eg efast ekki um, að hinar
áðurnefndu þjóðkunnu kon-
ur trúi þvi að stefna þeirra
1 þessum málum sé æskunni
til góðs. Eg er hinsvegar full-
viss um það, að þó reynt væri
að vanda sem bezt til þeirrar
uppeldisstofnunar, sem þær
óska eftir, mundi hver stúlka
sem þar hefði verið, bera þess
merki alla ævi/Jafnt mundu
koma þangað stúlkur, sem
ekkert hefðu annað af sér
brotið en að lenda í því harn-
ungar að verða ástfangnar,
og væru jafn saklausar fyrir
])ví, og stúlkur, sem hefðu
verið í slæmu umhvérfi og
væru óheppilegir félagar fyr-
ir hinar. Enginn mundi
reyna að setja þá karlmenn
á betrunarstofnun, sem hefðu
verið í kunningsskap við
þessar stúlkur og hætt er við
því að ekki þætti ástæða til
að senda dætur efnaðra
manna á slikt heimili. Þetta
yrði þvi til þess að gera mun
á körlum og konum, fátæk-
um og ríkúm. Hitt er annað
mál, að þörf er á dvalarheim-
ilum í Reykjavík fyrir ungar
aðkomustúlkur, sem hér eru
við nám eða stunda liér at-
vinnu, og engu síður fyrir
pilta. T ómstundaheimilum
er þörf á bæði fyrir þctta
unga aðkomufólk og æskulýð
Réykjavikur, sem býr við
þröng húsakynni. Hallveigar-
staðir og æskulýðshöllin fyr-
irhugaða ætti að geta hætt úr
])eirri þörf. Eg er viss um
að engin önnitr ráð muni
duga til þess að bæta siðferði
unglinga en betri aðbúð og
uppelrii barna á öllum alriri
og framhaldsnám unglinga,
bættir skólar og auknir, betrí
húsakynni, hollari og fjöl-
hreyttari skemmtanir og end-
urbætt hugarfar eldri kyn-
slóðarinnar. Þetta er sú á-
hyrgð, sem hvílir á okkur öll-
um, livort sem við erum for-
eldrar eða barnlaus. Ef með-
vitundin um þessa ábyrgð
væri jafn rílc hjá alménningi
eins og umhyggjan um sið-
ferði náungans, þá mundum
við láta það ganga fyrir öllu
að búa æskunni betri kjör, og
það mundi takast.
22. ntarz 1945.
Laufey Valdimarsdóttir.
Frá Hæstarétti.
Þann 23. apríl var kveðinn
upp dómur í málinu Sigurður
Berndsen gegn Pétri Otta-
syni.
Atvik máls þessa eru þau,
að 11. nóv. 1941 var m.b.
France, þá eigu áfrýjanda,
dreginn á land i drúttarbraut
stefnda. Gerði stefndi ráð
fyrir að gert yrði við bát-
inn og tók hann kr. 500,00
fyrir uppsátur bátsins og
geymslu hans til 1. júli 1942.
Var fé þetta greitt 15. marz
1942. Aldrei var þó byrjað á
hinni fyrirhuguðu viðgerð og
kom svo að stcfndi krafði á
frýjanda um slyppleigu fyrir
tímabilið frá 1. júlí 1942 til
20. nóv. 1943, kr. 15,00 pr.
<lag, og kvað stefndi þá upp-
hæð evra i samræmi við aug-
lýsingu verðlagsstjóra. Nam
upphæðin samt. kr. 7155,00.
I héraði urðu úrslit málsins
þau, að áfrýjandi var dæmd-
ur til greiðslu nefndrar fjár-
hæðar. Áfrýjandi, Sigurður
Berndsen, skaut þá málinu til
hæstaréttar og urðu úrslit
þess þar, að krafa Péturs
Ottasonar var lækkuð í kr.
2500,00, og segir svo í for-
sendum hæstaréttardómsins:
„Komið er fram í flutningi
málsins, að áfrýjandi greiddi
stefnda kr. 500,00 fyrir tíma
bilið 11. nóv. 1941 til 30. júní
1942, og svarar það til ca. kr.
2,16 dag hvern, og gerir það
kr. 1030,32, sem varakrafan
er miðuð við. Aðalkrafan cr
hinsvegar miðuð við það, að
í áðurnefndum kr. 500,00 séu
faldar kr. 222,00 fyrir upp-
sátur, og því hafi áfrýjandi
raunverulega aðeins greitt
fyrir geymslu bátsins kr.
272,00, er sv;>ri til ca. kr. 1,17
livern dag, og verði það kr.
558,09. Hið lága gjald fyrir
tímann frá 11. nóv. 1941 til
30. jviní 1942 verður að telja
miðað við það, að stefnrii
gerði við hátinn og hefði á-
góða þar af. En 1. júlí 1942
verður að ætla, að einráðið
hafi verið, að ekki skyldi við
bátinn gert. Áfrj jancli mátti
])á gera ráð fyrir því, að hann
yrði framvegis að greiða
sanngjarna þóknun fyrir
geymslu bátsins, og verður
])á ekki miðað við gjald það,
sem áfrýjandi greicírii fyrir
tímann 11. nóv. 1941 til 30.
júní 1942. Og eigi verður
helriur miðað við 15 lcr. gjald
það, er í héraðsdómi er lagt
til grundvallar, með því að
stefndi gerði áfrýjanda eigi
viðvart um það, að hann
myndi krefjast slíks gjalds,
eða að áfrýjandi yrði að hirða
bátinn annars kostar. Eigi er
])vi haldið í'ram, að báturinn
liafi verið vcrulega fyrir
stefnda í starfi hans, en hann
lilaut þó að hera ábyrgð
geymslumanns á bátnum, og
þykir hann ]>ví eiga sann-
gjarna þóknun fyrir geymslu
hátsins tímabilið frá 1. júlí
1942 til 20. okt. 1943, og þyk-
ir hún hæfilega ákveðin kr.
2500,00 með 5% ársvöxtum
frá 11. marz 1943 til greiðslu-
dags.
Eftir þessum málalokum
þyldr rétt að dæma áfrýjanda
til að greiða stefnda í máls-
kostnað fyrir báðum dómum
saintals kr. 1000,00.“
BÆJARFRETTIR
Næturlæknir
er í Læknavarðsi;ofunni, sími
5030.
Næturvör-ður
er i Lyfjabúðinni Iðunni.
Næturaksitur.
í nótt annast B.s. Ilreyfill, sími
1033, og aðra nótt B.s. Bifröst,
sími 1508.
Helgidagslæknir
er ólafur Jóhannsson, Njáls-
götu 55, sírai 5979.
50 ára
er i dag Jónas ólafsson, Berg-
staðastræti 9 B.
Sendiherra Dana
og frú hans taka á móti gest-
um í dag eftir kl. 3.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir gamanleikinn „Kaupmað-
urinn í Feneyjum" annað kvöld
kl. 8.
Fjalakötturinn
sýnir „Mann og konu“ á morg-
un kl. 2.
Leikfélag Templara
sýnir vegna áskorana skopleik-
inn „SundgarpUrinn“ í G.T.-hús-
inu á m'orgun kl. 3 e. h.
Barnakór Borganess
kemur i bæinn i dag. Ivórinn
mun aðeins halda eina söng-
skemmtun hér í bænum. Þetta er
annar barnakórinn, sem kemur
i heimsókn til Reykvikinga.
Söngstjóri kórsins er Björgvin
Jörensson. Söngskemmiíun kórs-
ins verður á morgun kl. 1,15
Síra Halldór Kolbeins
var kosinn prestur í Vest-
mannaeyjum. Hlaut hann 853 at-
kvæði.
Börn,
sem vilja selja merki barna-
starfsemi þjóðkirkjunnar geri svo
vel og komi á eftirtalda staði lcl.
10—-12 f. h-: 1 bíósal Austurbæj-
arskólans, stofu númer 3 i Mið-
bæjarskólanum og í Laugarnes-
kirkju.
Messur á morgun:
Dómkirkjan: KI. 11, sira Frið-
rik Hallgrímsson, kl, 2, sira Sig-
urjón Árnason ((ferming).
Hallgrímssókn: Messa í Dóm-
kirkjurini kl. 2 síðd. (ferming).
Síra Sigurjón Arnason.
Nespresitakall: Messa kl. 2,30 e.
h. i Mýrarhúsaskjla. Síra Jón
Thorarensen.
Laugarnesprestakall: Barna-
guðsþjónusta kl. 10 f. li. Síra
Garðar Svavarsson.
Fríkirkjan: Messað kl. 2 síðd.
Sira Árni Sigurðsson.
f kaþólsku kirkjunni í Reykja-
vík, hámessa ld. 10. 1 Hafnarfirði
kl. 9.
Hafnarfjarðarkirkja: Messað á
morgun kl. 2 (ferming). Sira
Garðar Þorsteinsson.
Keflavíkurkirkja: Messa kl. 2
e. h. Síra Eiríkur Brynjólfsson.
Lágafellskirkja: Messa á morg-
un kl. 12.30. Síra Hálfdán Helga-
son.
Fríkirkjan í Hafnarfirði: Mess-
að á morgun kl. 2 (altarisganga).
Síra Jón Auðuns.
Útvarpið í kvöld.
19.25 HljómplöCur: Samsöngur.
20.20 Leikrit: „Júpíter hlær“ eft-
ir A. Gronin (Leikstjóri: Ævar R.
Kvaran). 22.00 Fréttir. 22.05
Danslög til miðnættis.
Hrl. Gunnar J. Möller flutti
málið af hálfu áfrýjanda, en
hrl. Gunnar Þorsteinsson af
1 hálfu stefnda.