Vísir - 14.05.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 14.05.1945, Blaðsíða 4
4 VlSIR Mánudaginn 14, maí 1945 VfSIR DAGBLAÐ tJtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á rnánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjati h/f. „Undir lána hins frjálsa framtaks”. £hurchill er formaður ihaldsflokksins brezka. Á. þingi flokksins, sem lialdið var fyrir skömmu, liclt hann aðalræðuna og lýsti stefnu flokksins við þingkosningar sem jiú fara í hönd. Cliurchill sagði að flokkur- inn ætlaði að ganga til kosninganna „undir fána hins frjálsa framtaks“ og stuðla að ])ví að þær hömlur sem ófriðarástandið liefði: lágt á framtak og frjálsræði einstaklingsins, yrði afnumdar svo fljótl sem kostur væri. Hann sagði ennfremur að spornað yrði gegn því af öllum mætti að verðbólga færi vaxandi í landinu eftir stríðið, því að fólk- ið sem hefði sparað fé á stríðsárunum með ])ví að vinna þrotlaust og fara margs á mis, ætti annað skilið en að fé þess yrði geid verð- Jítið með taumlausri verðbólgu. Verkamannaflokkurinn brezki liefir einn- ig birt stefnuskrá sína við næslu kosningar. Þar kveður nokkuð við annan tón, eins og við er að húast. Flokkurinn vill þjóðnýta Jcolanámur, stálvinnslu, járnbrautir, gas og rafmagn og síðast en ekki sízt Englands- banka. Allt eru þetta stefnuskráratriði sem flokkurinn hefir áður sett fram við kosning- ar. Að öðru leyti vill hann láta einstaklings- framtakið njóta sín. En í stefnuskránni er ,eitt atriði áberandi. Það hljóðar svo: „Notkun hráefna verður að vera skipulögð, matvöruverði verður að lialda í skefjum — — — Vér ósk- um ekki eftir verðhækkunaröldu, sem stendur skamma stund, og hefir i för með sér lirun, eins og eftir síðasta stríð. Vér óskum elcki eftir taum- lausri verðhækkun og verðbólgu, og fá svo í kjölfarinu stöðvun og upp- lausn með víðtæku atvinnuleysi. Ann- i að hvort er: heilbrigðar fjárliagsleg- ar ráðstafanir — eða hrun.“ Þelta segir verkamannaflokkurinn brezki <og gæti það verið skyldum flokkum hér á landi til nokkurrar umhugsunar. Þeir tveir stóru brezku stjórnmálaflokk- ar, sem Iiér hefir verið gctið, munu hafa for- ustuna um málefni Bretlands á næstu árum, hver í sínu lagi eða í sameiningu. Eins og nú er komið, mun fjármálastéfna Breta verða Jiiestu ráðandi í Evrópu og verða þung á met- unum um allan lieim, Aðrar þjóðir, ekki sizt ]>ær smærri, sem við þá hafa mikil viðskipti, Iiljóta að liaga sér eflir fjármálastefnu þeirra. Hér á landi trúa sumir, að íslending- ar geti haft verðbólgu-búskap út af fyrir sig, hvernig sem nágrannarnir liaga málum sín- um. Ileilhrigð fjármálastefna undir fána hins frjálsa framtaks er skilyrði f)rrir áframhald- andi velmegun hér á landi. Kommúnistar róa óllum árum að algerri þjóðnýtingu, útrým- ingu einstaklingsframtaksins og skefjalausri verðhólgu. Þeir flokkar, sem hafa samvinnu við kommúnista geta ekki haldið á loft fána hins frjálsa framtaks og ekki lialdið uppi heilbrigðri fjármálastefnu. Á VETTVANGI SOGUNNAR. Iimlent firéttayfirlit Erlent firéttayfiirlit dagana 6. til 12. maí. Mikið var um dýrðir í Reykjavík í síðastliðinni viku, er stríðinu var lokið, og friðnum fagnað með al- mennum hátíðahöldum. Þriðjudaginn 8. maí voru í Reykjavík, almenn hálíðar- höld í tilefni1 að stríðslokun- um. Klukkustund eftir að Churchill hafði tilkynnt stiáðslok í Evrópu, fluttu for_ seti íslands og. forsætisráð- herra ræður af svölum Al- þingisí Að ræðunum loknum, gengu sendiherrar Bretlands, Bandaríkjanna, Danmerkur, Rússlands, Frakklands og Noregs, fram á svalirnar og hrópaði mannfjöldinn fer- falt liúrra fyrir þeimi Síðan var haldin þakkarguðsþjón. usta i Dómkirkjunni. Ganga til norrænna sendiherra. Seinna um daginn hafði Norrænafélagið boðað, til hópgöngu að bústað sendi- herra Dana og Norðmanna. Hófst gangan um kl. 4,30, og var afar fjölmenn. í farar- broddi var Lúðrasveit Reykjavikur, en síðan kom stjórn Norrænafélagsins og 'þá skátar. Við bústað sendi- lierranna voru flutt ávörp og hlýddi á þau mikill mann- óspektir og götuóeirðir. Er tók að líðá á kvöldið fór að bera á óspektum og óeirð- um í bænum. Hópum drukk- inna brezkra sjóliða og hóp- um íslendinga lenti saman á Arnarhólstúni', en lögregl- unni tókst að skilja hópana og lialda þeim í hæfilegri fjarlægð, hvor frá öðrum. Við það hófst grjplkast og flugU stærðar hnullungar á milli liópanna. Má það vera hið mesta mildi að ekki lilauzt stórslvs af. Seinna um kvöldið liófust' óeirðirnar aíl- ur, einkum á Arnarhóli og víðar. Sá þá lögreglan sér ekki anrtað fært en að nota láragas til þess að dreifa mannfjöldanum. Um kvöldið og nóttina 'voru brotnar rúður í bænnm fyrir hátt á annað hundrað þúsund krónur. Mörg verzl- unarhus í miðbænum voru mjög illa útleikin eftir kvöld- ið. Skeytasambandið við Banmörku opnað. Þann 7. þessa mánaðar var skeytasambandið opnað aftur við Danmörku eftir að það liafði legið niðri i uni 5 ár. Þá var einnig skeytasambándið við Frakklánd opnað og síð- ar i vikúnni var sambandið opnað við Noreg. Þýzk flugvél nauðlendir á Norðurlandi. í fyrri viku lentu fjórir þýzkir flugmenn á norður- strönd íslands. Voru þeir í veðurkönnunarflugi á svæð- inu milli Jan Mayen og ís- lands. Voru þeir í flugvél af gerðinni. Junkers 88. Þrir flugmannanna eru Þjóðverj. ar en sá fjórði Austurrikis- maður. „Barátta Bana“. í vikunrii var opnuð sýning er nefnist „Barátta Dana“. Eru á sýningu þessari ljós- myndir, sem sýna frelsisbar- áttu dönsku þjóðarinnar á ófriðarárunum. Sýningin hefir verið sýnd viðsvegar áð. ur, og fengið allsstaðar liina beztu dóma. dagana 6. til 12. maí. Alla síðastl. viku höfðu menn beðið með eftirvænt- ingu eftir því, að Þjóðverjar gæfust upp, því það var orðið Ijóst að þeir gátu enganveg- inn haldið áfram baráttunni. Ýmsir hægfara menn höfðu tekið við völdum af æstum nazistum og benti það ótví- rætt til þess, að Þjóðverjar væru að undirbúa friðarum- leitanir sínar. Uppgjöf Þjóðverja. Þann 7. maí rélt eftir kl. tólf á hádegi talaði nýi utan- ríkismálaráðlierra Þýzka- lands í útvarpið í Flensborg, og mælti á þessa leiðt „Þýzk- ir menn og konur! Hérstjórn Þýzkalands hefir að skipun Dönilz flotaforingja gefizt upp skilyrðislaust fyrir bandamönnum.“ Ráðlierrann sagði einriig, að Þýzkaland væri algerlega yfirbugað' af ofurefli óvin- anna og mundi það einungis hafa í för með séi' óþarfa hlóðsúthellingar, að lialda stríðinu áfram. Þannig gafst Þýzkaland loksins upp eftir fimm .og hálfs árs styrjöld. Uppgjöfin undirrituð. Skilyrðislaus uppgjöf Þjóðverja var undirrituð kl. 2.41 i aðalbækistöðvum Eisenhowers i Reims, nóttina áður en Schvérin-Krossigk tilkynnti þýzku þjóðinni um upogjöfina. Fyrir hönd Þjóð- vefja undirritaði .Todl hers- höfðingi, nýi yfirmaður þýzka herforingjaráðsins, en Bedell-Smith, yfirmaður her. foringjaráðs Eisenhowers ritaði undir fyrir hönd bandamanna. Fillltrúar Frakka og Rússa voru einnig viðstaddir og meðundirrit- uðui Friðnum fagnað. Þegar tíðindi þessi báruzt út um heim, var þeim alls- staðar fagnað meðal ahnenn. ings. í Brellandi liafði fólk þyrptzt út á göturnar í; horg- um og bæjurn og dansað af gleði. Kafbátar hætta hernaði. Dönitz flotaforingi gaf úl skipun til kafbáta Þýzkalands og skipaði þeim að hætta bar- áttunni og halda þegar til hafnar. Margir þeirra voru komnir til hafria í Bretlándi þegar vikunni lauk. Sjálfsmorðfaraldur. Lík Göbbels, konu hans og barna fundust í Berlin, höfðu þau öjl tekið inn eitur, cinnig fundu Rússar lík Martins Bohrmans liafði hann og fyrirfarið sér. Konrad H'eiri- lcin foringi Sudeta-Þjóðverja var tekinn til fanga, en lókst að svifta sig lífiriu í fangels- inu. í Noregi frömdu þeir sjálfs- niorð Terboven landstjóri, Redisch stormsveitarforingi og Jonas Lie hirin illræmdi lögreglustjóri Qvislings. Yfirleitt virtist samvizka nazista vera slæm, þvi þcir scm teknir voru höndum, áð- ur en þcir gálu framið sjálfs. morð, eða höfðu ekki kjark til þcss, har öllum saman uni að þeir hefðu verið neyddír til þéss, gegn vilja sínum, að fylgja nazistum. Göring- tekinn höndum. Göring marskálkur Framh. á 6. síðu var HUGDETTUR HÍMALDA Reykjavík hefir vaxið hröðúm skref- um á allra siðustu áratugum og ekki er annað sýnilegt en að sá hraði vöxtur muni halda áfram á næstu árum. Hér er orð- in miðstöð alls þjóðlífsins, héðan og hing- að liggja í rauninni leiðir allra íslend- inga ó einlivern liátt — störf höfuðhorg- arinnar, og slarfléysi, hefir geysimikil áhrif í íslenzku þjóðlífi, iniklu meiri á- lirif heldur en menn alittennt virðast gera sér grein fyrir. Það er tii margskonar „rækni“ og er líklega þjóðræknin þeirra frægust. Hún hirtist i ýmsum myndum, sem ekki skulu taldar upp að þessu sinni. En eg ætla að rabba ofurlílið um einn þótt hennar. Það er flestum að einliverju leyti Ijóst, hvernig Révkjavík er til orðin, hvernig hún liefir á tiltölulega stuttum tíma vax- ið upp úr liálfdönsku og „óþjóðlegu“ verzlunarplássi í það að verða alíslenzk- ur og þjóðlegur bær. En finna ekki marg- ir Reykvíkingar til þess-, þótt þeir liafi ekki liaft hátt um það, að þeir eru ekki eins „þjóðræknir“ gagnvart Reykjavík og fjöldi manns gagnvart „sveitinni sinni“? Hér í bænum hefir verið stofnaður fjöldi félaga, sem hafa það að höfuð- markmiði, að hlú að minningum heim- an úr liéraði, gefa út blöð og bækur, er fjalla um landslag og sögu og málefni áttliaganna, og er þetta á margan hátt mjög lofsverð starfsemi. Þó að fólk liafi „fluið“ átthagana af ýmsum ástæðum, eins og t. d. Vestur-ísléödirigarnir sína kæru fósturjörð, þá er i fyllsta máta skilj- anleg rækt þeirra .við fyrri lieimkynni,. þar sem oft er eftir meira eða minna af nónumskyldmennum eðagóðum kunn- ingjuiTi. Tengslin við heimahagana geta margt gott af sér leiti. En-— þetta fólk, og við hin, sem hér erum fædd og upp- alítt', verðum lika að sýna Réykjavík „þjóðrækni"! Það er auðvitað liælt við, þegar. um svo ungan bæ er að ræða, að aðkomu- mönnum finnist þeir vera hálfgerðir út- lettdingar í liinum nýju heimkynnum. Það er oft sérslakur hljómur í því, þeg- ar menn segja: Eg er Þingeyingur, Skag- firð'ingur, Eyfirðingur o. s. frv. Og eg liefi einu sinni lieyrt mann segja, og það í fúlustu alvöru: Eg er bara Réykvíking- ur! Það var auðheyrt, að lionum fannst það eiginlega mestu vandræði, að liann var ekki eitthvað annaðf En þetta er að breytast, þó að hægt fari, en samt finnst mér bæjarvitundin ekki nærri nógu rík í Reykvíkingum, jafnt þeim, sem fæddir eru liér og uppaldir og.hinum, sem aðfluttir eru. Þetta er okk- ar bær, eða borg, okkar lieiður allt, sein þar er gotfi, okkar skömm alll, sem þar er slæmt! Það þarf að mynda óliugaflokk á ýms- um sviðum, aigerlega ópólitíska áliuga- flokka, sem liafa það að markmiði, að fegra og prýða Réykjavik, safna gögn- um um hana á öllum sviðum og gefa þau síðan út í heppilegum og smekklég- um útgáfum'. Það þarf að koma upp byggðasafni fyrir Reykjavik, þar sem sýnd verði þróun hennar í stórum drátt- um frá upphafi byggðarinnar. Þangáð mun síðan æskulýðurinn streyma og sjá, hyernig Reykjavík var og til samanburð- ar liefir liaiin, hvernig hún er orðin. Það mundi llvetja unga fólkið til að sýna borginni sinni fulla rækt, þá umhyggju- semi, sem hún á skilið. Umhverfi Reykjavíkur er ákaflega fag- urt, fjallahringurinn dásamlegur. Eri það er ekki nóg, að ramminn sé fallegur, mvndin, sem í honuin er, Reykjavík sjálf, borgin, verður að vera samboðin um- liverfinu! í góðu veðri er gaman að liorfa af Skólavörðuholtinu á t'egurð fjallanna og" J>að gíeður líka augað, að sjá Iiina nýju byggingu sjómannaskólans. Þar er verið á réttri leið um fegrun Reykjavíkur. En maður, lítlu J)ér nær! Brággarnir allt í kringum þig!, Hvílík sjón! Skyndibústað- ir hermanna úr framandi landi eru liér íhúðarhús Reykvíkinga! Það er einkenni- legt, að horfa á kolryðgað járnið í sól- skininu. Mann langar til að lyfla sér upp fyrir þetta, sjá þaðt ekki, liori'a aðeins á fegurð fjallanna! En J>að er ekki hægt að flýja, það, sem næst manni er!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.