Vísir - 16.05.1945, Blaðsíða 6
6
visiR
Miðvikudaginn 16. maí 1945
Dollarainnstæður —
Framh. á 2. síðu.
íSkortur
á áfengi.
Eins og kunnugt er hefir
úokkur skörtur verið á á-
íengi að undanförnu. Slafar
isá skortur að nokkru leyti af
Jwi að mikið magn tapaðist
í sjóinn eigi alls fyrir löngu
•og ennfremur var um tíma
erfitt að fá spiritus lceyptan
vestan liafs. Nú mun hins-
vegar vera von á miklum
Ihrgðum af spíritus og öðrum
tegundum áfengis með næstu
iskipum. Eins liefir verið
injög erfitt um útvegun á
~ýmsum rafmagnsvörum og
tækjum í þeirri grein styrj-
oldarárin. Nú litur hinsvegar
-út fyrir að unnt verði að fá
•eitthvað af rafmagnsefni frá
Rretlandi mun það sérstakl.
koma sér vel, ef unnt verður
4>ð fá rafmagnsrör og ýmis-
tegt fleira þaðan á næstu
mánuðum svo að unnt verði
í>ð bæta að einhverju leyti úr
tilfinnanlegium skorti í þess-
um efnum um langt skeið.
Flutningarnir.
— Vegna endurtekinna bil-
ana á skipum j>eim, sem ver-
ið hafa í fastri leigu liingað
lil lands, og hins mikla tjóns,
-sem orðið hefir á okkar litla
•islenzka flota hefir reynzt
erfitt að standa við áætlanir
um flutninga til landsins i
vetur. Tafir skipanna al-
mennt, bæði seinni hluta síð_
-ustliðins ars og það sem af er
þessu ári eru mjög tilfinnan-
Jegar. Tíminn sem farið hefir
ii ferðirnar hefir yfirleitt ver-
ið mjög langur. Tvö hinna er-
lendu skipa, sem verið hafa
•3iér í fastri leigu fóru ekki
nema tvær ferðir hvort, frá
því í ágústmánuði 1944 til
inarzloka 1945 eða samanlagt
í 8 mánuði. Stafaði þessi
seinagangur af ýmsum á-
-stæðum, meðal annars bilun-
um á skipunum og öðrum ó-
fyrirsjáanlegum óhöppum.
Það sem einnig hefir vald-
ið mildum truflunum á flutn_
ingaráðstöfunum Viðskipta-
,ráðs er hversu miklir erfið-
leikar hafa verið á að koma
vörunum frá framleiðeuduin
inni í landi til hafnarborg-
•anna á austurströndinni, þar
sem vörurnar eru teknar í
skip. Má vafalaust rekja þá
erfiðleika til styrjaldarinnar,
jiar sem flest helztu flutn-
ingstæki á landi bæði í
Bandaríkjunum og Iúrnada
Iiafa verið meira' og minna
upplekin við flutninga innan-
lands í þágu styrjaldarinnar.
Hefir vörunum oft seinkað
vegna þessa og vissar nauð-
.synjarvörur ekki komizt í
skip, sem þeim hafði þó verið
íetlað rúm í. Hefir því stund-
um orðið að fylla laust rúm
með öðrum vörum sem eigi
var ætlaður flutningur fyrr
•en síðar. Fram til þessa liefir
þó oftast tekizt að útvega
aukaskip til að bæta úr brýn_
ustu þörfum og er ekki á-
.stæða til að ætla annað en að
lalíhst muni á næstu mánuð-
um að vinna upp þær lafir,
sem orðið hafa á flutningun-
um undanfarið.
í sambandi við flutnings-
málin íná geta þess að frá s.
1. áramótum liafa verið flutt
til landsins um 10.0CK) lonn
af fóðurvöru og áburði, en
,*á sama 'tíma s. 1. ár voru
íflutningar þessara vara 4.800
tonnum.
íslenzki sendiherrann í
’VVashington hefir sýnt
anikinn dugnað og árvekni
við útvegun skipanna,
liæði fyrr og nú, og stjóraar-
völdin í Bandarikjunum liafa
lekið á l>eim niáluiii með
fullkomnum skilningi og vel-
vilja í okkar garð, þrátt fvrir
þá iniklu þörf, sem Banda-
ríkjamenn sjálfir hafa liafl
fyrir allan sinn skipastól og
meira til.
Samkvæmt íögum hefir
Yiðskiptaráð eftirlit með
flutningi til landsins en liins.
vegar ekki afskipti af dreif-
ingu varanna á hafnir á
ströndinni eftir að vörurnar
eru komnar til landsins. Mjög
hefir reynzt erfitt að sam-
ræma flutningana frá Amer-
íku strandferðunum, þannig
að unnt væri að nota sömu
skip til millilanda- og strand-
ferða. Skipsfarmarnir eru
oftast mjög blandaðir, það
er að segja að vörurnar í
hverju skipi eru oftast á
margar hafnir á landinu, en
ekki á einhverja eina liöfn.
Einnig hefir oft staðið þann.
ig á að innflytjendur
á að innfytjendur liafa ekki
vitað sjálfir á livaða liafnir
vörurnar yrðu sendar þegar
komið var með þær til lands-
ins og hefir því reynzt nauð-
synlegt að umhlaða þeim í
Reykjavík.
(Grein þessi var skrifuð
áður en styrjaldarlok urðu
í Evrópu.
Saga stríðsins —
Framh. af 4. síðu.
því eins vel og*liersveitum
Rommels. Brezkar hersveitir
fýlktu - liði við landamæri
Ethiopiu, bæði að sunnan og
norðan og létu síðan til skar_
ar skríða. ítalir flýðu sem
skjólast og sóttu brezku her-
sveilirnar fram með undra-
verðum hraða og höfðu Bret-
ar þó mildu minna lið en
ítalir. En enginn vissi um
það fyrr en allt var um garð
gengið og ítalir brotnir á bak
aftur.
Siðar um sumarið, þegar
Þjóðverjar höfðu tekið Krít
og sú hætta virtist yfirvof-
andi, að þeir mundu færa út
kvíarnar yfir á strendur Mið-
jarðarhafsins austanvert, létu
Bretar til skarar skríða við
að uppræta áhrif Þjóðverja í
Irak og sóttu einnig inn i Sýr-
land með aðstoð Frjálsra
Frakka. Bretum, gekk í raun-
inni erfiðlega i þes'sum bar-
dögum og var þó ekki því til
að dreifa að mlkið lið væri á
móti. Hitt réði aftur á móti
miklu, að Bretar höfðu frek-
ar lítið lið og lítt búið að
vopnum, þar sení þeir urðu
fyrst og fremst að vera við
öllu búnir heima á Englandi
en einnig í Egiptalandi. í
Sýrlandi vildu Bretar líka
komast sem mest hjá.því að
verða mörgum mönnum að
liana, til þess að æsa lands-
menn ekki að óþörfu gegn
sér, því að það gat blátt áfram
rekið þá í fangið á Þjóðverj-
um. En Bretar náðu tilgangi
sínum sein var að þurrka út
áhrif Þjóðverja og lireinsa að
baki sér,svo að þeir gætu beitt
öllum kröftum sinum gegn
Þjóðverjum og ítölum í
Norður-Afríku.
Næsta grein:
INNRÁS ÞJÓÐ-
VERJA f RÚSS-
LAND REYNDIST
MESTA VILLAN.
Léreftstuskur
kaupir
Félagsprentsmiðjan
hæsta verði.
um kolasparnað.
Með því að enn má búast við miklum erf-
iðleikum á því að fá kol til landsins, og
útlit er fyrir að eigi verði hægt að afla
nægilegra kolabirgða til næsta vetrar, er
hér með brýnt fyrir öllum að gæta hins
ýtrasta sparnaðar um kolanotkun, og jafn-
framt skorað á menn að afla og nota inn-
lent eldsneyti að svo miklu leyti sem
unnt er.
Er sérstaklega skorað á héraðs--og sveita-
stjórnir að hafa forgöngu í því að aflað
verði innlends eldsneytis.
Viðskiptamálaráðuneytið,
15. maí 1945.
GAGNFRÆÐASKÓLINN
I REYKJAVlK.
Skrásetning nýrra nemenda fer fram í skól-
anum á morgun og föstudaginn kl. 10—12
og 1—7. Simi 3745. Ekki afgreitt heima hjá
skólastjóra.
ISLENZK FLÖGG
fyrirliggj andi í eftirtöldum stærðum:
125 cm. — 175 cm. -
200 cm. — 225 cm. -
300 cm.
190 cm.
250 cm.
BÆJARFRÉTTIR
□ Kaffi 3—ó’álla virka daga.
Næturlæknir
er i LæknavarSsiofunni, simi
5030.
Næturvörður
er í Ingólfs Apóteki.
Næturakstur
annast Litla bílastöðin, simi
1380.
Leikfélag Reykjavíkur
frumsýnir gamanleikinn „Gift
eða ógift“ i kvöld kl. 8.
Fjalakötturinn
sýnir sjónleikinn „Maður og
kona“ annað kvöld kl. 8.
Tuliniusarmótið
heldur áfram í kvöld, og keppa
þá Fram og Valur.
Aðalfundur Taflfélags Rvíkur
var haldinn 13. þ. m. 1 stjórn
voru kosnir þessir menn: Ivar
Þórarinssonar, formaður, Þórður
Jónsson gjaldkeri, Böðvar Péturs-
son ritari. Meðstjórnendur: Ro-
bert Sigmundsson, Hafsteinn Öl-
afsson og Kristján Sylveriusson.
Myndasýning
Sigurðar S. Thoroddsen verk-
fræðings, í Hótel Heklu er opin
i dag frá kl. 1—10 e. h. Næstu
daga mun sýningin verða opin
frá kl. 10—12 og 1—10 e. h.
Nýr rektor við Háskólann.
Þann 14. þ. m. var prófessor
dr. phil. ólafur Lárusson kjörinn
rektor við Iláskóla Islands, frp
15. sept. næstk. til þriggja ára.
Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur á Austurvelli í kvöld kl.
8K>, ef veður leyfir. Stjórnandi
Albert Kíahn. Viðfangsefni: Marz
(Friðarfáni eftir Blankenbiírg.
Forleikur að óp. „Orpheus í und-
irheimum“ eftir Offenbach. Pas
de deux, Gavotte eftir Seidel.
Valsasyrpa eftir Johan Strauss.
Ungverskur dans nr. 5 eftir J.
Brahms. Lagasyrpa úr „Ungfrú
Nitouche" eftir Hervé. Úr
„Gulllna hliðinu": a. Forleikur.
h. Halling, eftir Páll Isólfsson.
Blásið hornin (marz) eftir Árna
Björnsson. — Breytingar á hljóm-
leikaskránni geta átt sér stað.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Hljónjplötur: Söngv-
ar úr óperum. 20.30 Frá útlönd-
um (Jón Magnússon). 20.50
Hljómplötur: íslenzkir söngvar-
ar. 21.05 Sögur og sagnir (Guðni
Jónsson magister). 21.25 Hljóm-
plötur: Þjóðlög frá ýmsum lönd-
um. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok.
TILKYNNING
um afnám bannsvæðis.
Fyrirmæli um bann við fiskveiðum og
siglingum í og utan við Faxaflóa frá 23.
nóvember 1944 og birt eru í 66. tölu-
blaði Lögbirtingablaðsins 1944 eru úr
gildi felld.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið,
15. maí 1945.
Landssöfnunin
er komin upp í 557 þús. krónur.
Leiðrétting.
í Vísi á mánudaginn misritað-
ist það, að Ingolf Ingebriktsen
væri formaður nefndar þeirrar, er
sér um hátíðahöld Norðmanna
1. maí, en formaður hennar er
S. A. Friid, blaðafulltrúi, Þá eru
menn beðnir að athuga það, að
þeir sem ætla að hlýða á guðs-
þjónustu þann dag, eru beðnir
að vera komnir í kirkjuna 10 inín-
útum fyrir kl. 10.
Ábyggileg
stúlka
óskast nú þegar á heimili
Geirs Stefánss. lögfræð.
ings, Kjartansgötu 8, uppi.
Sérherbergi (með þægind-
um). Uppl. í simía 5267.
KROSSGÁTA nr. 53.
Skýringar:
Lárétt: 1 Áburður, 3 þvaga,
5 liljóð, 6 tónn, 7 rönd, 8
horfa, 16 lianga, 12 kast, 14
mjúk, 15 þar til, 17 ónefndur,
18 konungurinn.
Lóðrétt: 1 Skýli, 2 liljóm,
3 skurð, 4 ódáminn, 6 til sölu,
9 fyrr, 11 upþgötva, 13 elska,
16 frúméfni.
RáðnÍRg á krossgötu nr. 52.
Lárétt: 1 Láð, 3 sko, 5 ið,
6 el, 7 Æsi, 8 lo., 10 stef, 12
arm, 14 smá, 15 núp, 17 I.R.,
18 sarpnr.
Lóðrétt: 1 Lilla, 2 áð, 3
slits, 4 orðfár, 6 ess, 9 orna,
11 emir, 13 múr, 16 p;p.