Vísir - 16.05.1945, Blaðsíða 4
4
VISIR
VlSIR
DAGBLAÐ
Utgefandi:
BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Gott máleíni.
Jgr söfnun til nauðstaddra Dana var hafin
hér á landi duldist fáum, að þar var um
gott málefni að ræða. og fyllilega tímabært.
Menn hrugðust vel við málaleitun nefndar
þeirrar, sem beitli sér fyrir söfnuninni, en
ríkisstjórn, forseti Alþingis, formenn allra
stjórnmálaflokka í landinu og margt annað
stórmenni skrifaði undir áskorun til þjóðar-
innar'um að bregðast drengilega við og veita
málinu stuðning. Nokkrir ágætir menn sendu
þegar í upphafi rausnarlegar gjafir til þess
að livetja jafnframt aðra til að gera liið
saraa, og síðar hefur alhir almenningur ]át-
ið nokkurt fé af hendi rakna, liver eftir
sinni getu. Mestmegnis í smágjöfum hefir
þegar safnazt um 300 þúsundir króna, en
vitað var um fleiri framlög, sem enn voru
ekki greidd til skrifstofu þeirrar, sem söfn-
uninni veitlu forstöðu, en voru þó þangað
tilkynnt. Bera framlög þessi ljósast vitni um
hug 'alþýðu manna til dönsku þjóðarinn-
ar og þeirra, sem nauð liða í heimalandi
liennar eða erlendis. Vegna þessara gjafa
reyndist nefndinni unnt að verða við til-
inælum sjendiráðs Dana í Stpkkhólmi og
greiða götu landflótta manna, sem þar
dvöldu, með lítilsháttar framlagi. Mátti þó
gera ráð fyr-ir að er Danmörk yrði losuð úr
heljarklóm nazistanna, myndi þörfin fyrir
hjálp verða enn ríkari, og að einmitt þá
myndu íslendingar hregðast vel við og
styrkja Dani í heimalandinu einnig, en .vn
sem vitað er hefir Danmörk verið rúin af
fé og gæðum öðrum.
Ríkisstjórn íslands hefir nú lekið söfnuu
þessa að sér, og ber slíkt vitni uiri liugarfar
hennar. Menn úr ríkisstjórninni eiga greið-
an aðgang að fjársterkum mönnum, sem nú
hafa brugðist vel við, er vænta má sambands
við Danmörku, og Iátið verulegar fjárhæð-
ir af liendi rakna.
Úr þessu stendur þjóðin ull og óskipt að
söfnuninni, eins og á að vera og tilgangur
þeirra manna var ,sem unnið hafa að mál-
inu undanfarið ár. Hafa þeir þannig fengið
viðhorf sitt viðurkennt og geta glaðst yfir
góðum árangri. Er þess fastlega að vænta að
■engin úlfúð verði til að spilla fyrir fjár-
söfnuninni, en að allir þeir, sem aflögu eru
færir leggisl á eilt í fjárframlögum og fjár-
söfnun, þar sem því verður við komið. Er
.goll til þess að vita að einmitt nú verður
fjársöfnuninni hraðað svo sem frekast er
unnt, en jafnframt hafa verið gerðar ráð-
stafanir til að tryggja skip til flutninga á
vörum til Danmerkur, en þar mun vcra
iskortur á klæðum og fæði. Islenzka þjóðin
•er örlát á fé, jafntel um of í óþarfa liluti
jen hvað þá, þegar um framlag er að ræða
lil manúðarstarfa. Danir og Norðmenn hafa
þolað þyngstu raunir ófriðarins. Guð og gæf-
an hafa leitt hörmungarnar að mestu hér
hjá garði. Við erum, aldrei ])essu vant, af-
lögufærir og viljum reynast vinir í raun.
jOrðagjálfur um norræna samvinnu er einsk-
is virði, en sýnum í verkinu viljann og sam-
úðina með frændþjóðunum, og minnumst
þess, að senda þeim þann varning einan,
sem þjóðinni er til sórna, — og alls elckert
lírkast. ]
Miðvikudaginn 16, mai 1945
Stríðið V:
Mönduiveídin þurftu að ná yfirráðum
T yfir
egar Þjóðverjar höfðu
náð Frakklandi á vald
sitt, var augljóst, að stríð-
ið mundi færast suður til
Miðjarðarhafs og Norður-
Afríku innan skamms.
Fall Frakka liafði gefið
Þjóðverjum og bandamönn-
um þeirra yfirráð yfir
Franska Marokko, Tunis og
Alsír, svo að þeir höfð'u yfir-
ráðin á Mið-Miðjarðarhafi.
Þarna gafst því kærkomið
tækifæri til að rjúfa alveg
flutningaleið Breta frá Ind.
landi, svo að herstjórn 'mönd-
ulsins tólc ákyörðun um að
næst skyldi sótt að Suez-
skurði og hann tekinn.
Fyrsta verlc möndulsins í
þá átt var framsókn í
Austur-Afriku, austan
skurðsins, í júlíniánuði 1940.
ítalskar hersveitir sóttu frá
Ethiopiu suður í Iyenya og
norður á hóginn inn i
Egiipzka Sudan. Steðjaði því
mikil hætta að vesturbakka
skurðsins og Rauðahal'sins,
sem er raunveridegt fram-
hald hans. í ágúst fóru ítalir
með her gegn Brezka Somali-
landi, sem er við Aden-flóa,
tóku það og með því móti var
skurðinum raunvcrulega lok-
að að sunnan.
ftalir upp með sér.
Mánuði síðar gerðist það
norður við Miðjarðarhaf, að
Rudolfo Graziani marskálk.
ur hóf fyrstu eyðimerkur-
sókn möndulsins með þvi að
fara yfir landamæri Egipta-
lands. Nú átti einnig að loka
Suez-skurðinum að vestan.
Italir þm-ftu eklci að óttast að
Frakkar mundu koma aftan
að sér, þar scm eftirlit var
liaft með öllu, sem gerðist í
nýlendum þeirra vestan við
Libyu, svo að ítalir þóttust
hvergi hræddir, er þeir sendu
um 250,000 manna her inn i
Egiptaland. El/kert varð um
varnir á landamærunum,
enda höfðu Bretar þar engar
vei-ulegar víggirðingar, eins
og ítalir höfðu komið sér upp
sín megin. ítalir voru raun-
verulega svo sannfærðir um
sigurinn, að þeir liöfðu með-
ferðis sigurmerki úr marm-
ara, þegar þeir fófu yfir
landamærin.
Bretar höfðu miklu minna
lið, svo að þeir sáu, að það
var fásinna að reyna að verj-
ast við Iandamærin. Ilopuðu
þeir því á hæli liægt og liægt,
en ítalir fylgdu þeiny ef tir og
að fáeinum vikum liðnum
voru framsveitir þeirra
komnar til Sidi Barrani, sem
er um 160 km. innan landa-
mæranna. Er hér var komið,
lét Graziani slaðar numið, að
því er virtist til að koma
flutningaleiðum sínum i lag
og fylkja her sínum á nýjan
leik fyrir sóknina, sem álli að
ríða Bretum að fullu í Norð-
ur-Afríku og Miðjarðarhafi
austanverðu. Er hann færi á
slúfana næst, átti ekki að
nema staðar fyrr en við Suez-
skurð.
En í desember fengu Bret-
ar liðsauka, svo að þ'eir urðu
fyrri til en ítalir.
130.000 fangar.
Áslralíumenn, Ný-Sjál#nd-
ingar og índverjar undir
stjórn Sir Arcliibaid Wavells
þreifuðu fyrir sér víð varnir
ílala, komust að þeirri niður-
stöðu, að þær mundu ekki
vera erfiðar viðfangs og lét
til skarar skríða. Þeir her-
tóku Sidi Barrani fyrir jól
og héldu síðan viðstöðulaust
véstur yfir lándamærin.
Ilafnarhorgin Tobruk,
karavanastöðvarnar Derna og
Benghazi leijgsf vestur í
Cyrenaica og fleiri voru tekn-
ir með áhlaupi eftir snarpa
bardaga. Um 130,000 ítalskir
hermenn voru teknir til
fanga og 18. febrúar voru
brezku hersveilirnar komnar
vestur til E1 Agheila. Þeir
höfðu þá farið um 800 km.
siðan þeir hófu sókn sína.
ítalir höfðu heðið svo al-
geran ósigur, að þeim var um
megn einum að stöðva Breta,
ef þeir hefði leitað lengra.
Allar líkur eru til, að Bretar
hefði getað tekið alla Libyu
af ítölum, ef þarna liefði ekki
komið tvennt til: í fyrsta lagi
hafði Wavell neyðzt til að
senda talsverðan hluta liers
síns til hjáípar Grikkjum,
sem áttu þá í þrengingum og
í öðru lagi fengu Italir lijálp
frá Þjóðverjum, sem sendu
eyðimerkursérfræðinginn
Ronmiel suður til Libyu.
Hann liafði með sér þýzkar
vélahersveitir.
Rommel var ekki seinn á
sér að, hagnýta sér, hversu
' jlla Bretar voru staddir.
Skriðdrekar lnms gerðu harða
árás á liðBreta við ElAgeheila
seint í marz og varð það að
láta undan síga.. Þann 4, apríl
liöfðu Bretar liörfað til Beng-
liazi. Þrem dögum siðar tók
Rommel Deriia og þar í
grennd voru þrír brezkir
hershöfðingjar teknir til
fanga.
Hörfað austur
til Egiptalands.
Rommel lét ekki staðar
numið, því að hann sá að
hann mundi geta lcomizt
lengra, svo að hann sótti á
íneð ofurkappi. Herd.eildir
hans, sem Þjóðverjar gáfu nú
nafnið „Afrika Korps“, linnlu
ekki sókninni, fyrr en sveitir
Wcivells höfðu verið hraktar
alla leið inn í Egiptaland og
sókn hans austur á bóginn
var mun hraðari en sólcn
Breta hafði verið vestur á
bóginn um vetupinn.
Rommel hreinsaði alll
austurhérað Libyu, en einni
borg náði liann ekki, Tobruk,
þar sem lítilli brezkri sveit
tokst að hrinda áhlaupum
Iians. Bardagar voru harðir
alveg fram í maí, þegar Bret-
ar voru aftur komnir austur
fvrir landamæri Egiptalands.
Þá fyrst gaf Rommel skipun
um að sókninni skyldi iiætt,
þar eð flutningaleiðir hans
voru orðnar hællulega lang-
ar og herinn orðinn þreyttur.
I grennd við Sollum var lát-
ið slaðat numið og meðan
hitarnir voru sem meslir
voru báðir herir um kyrrt,
meðan þeir unnu að því að
draga að sér menn og nauð-
synjar.
Hrein.sað til í
Austur-Afríku.
Meðan þetta gcrðist i I-i-
byu liafði einnig verið barizt
af kappi í Austur-Afríku en
þar hafði hersveitum mönd-
ulveldanna gengið langt frá
Framh. á 6. síðu
Hömlum Eg býst nú ekki við því, að lesend-
af létt. urnir sjái btöðln taka niiklum slakka-
skiptum, þótt fréttahönilum þeini,
sem á þeim hafa hvílt i fimm ár og fimm
daga, hafi nú verið aflétt er ófriðnum er liœtt
í Evrópu. Þau breytast ekki eins mikið og
þýzku blöði, sem komið hafa árum saman út
undir handleiðslu Göbbels, en fá svo allt í
einu yfir sig foringja úr herjum Breta, Banda-
ríkjamanna eða Rússa. Þvi að þessar liömlur
hafa verið sannarlega litlar, þegar þess er gætt,
hversu ægilegt stið var um að ræða og mikil-
vægt, að örygismálin færu ekki í handaskol-
um, þvi að það gat haft ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar.
*
Tilslakanir. Það er til orðtak, að til þess séu
lögin að brjóta þau, og þannig var
nú með þessar reglur stundum, að þær voru
brotnar. Stundum var það gert með samþykki
hersins, ef einhverjir stórviðburðir höfðu gerzt,
sem állir vissu þegar uái, þóft ekki hefði birzt
um þá á prenti eða í útvarpi. Þannig var til
dæmis, þegar Goðafossi var sökkt hér úti á
flóanum. Og ef ofviðri skall á, sem orsakaði
mikið tjón, þá var einnig slakað til, þvi að
þeir, sem eftirlitsins gættu, vissu, að þarna áltu
svo inargir hlut að máli, sem nauðsynlegt var
að fengju að vita vissu sína um ættingja og
vini. En þó mun réttara að segja i þessu til-
felli, að nauðsyn brýtur lög.
*
Brot. En það kom líka fyrir, að uin hrein
brot væri að ræða, eins og þegar sagt
var frá hafís hér í blaðinu einu sinni. Hann
mátti ekki nefna af því, að hann gat ráðið
miklu um siglingaleiðina til Norður-Rússlands.
En þegar svona kom fyrir, þá var skotið á
fundi, málin rædd i bróðerni og hinn brot-
legi lofaði „belrun og bót“, eins og i vísunni
slendur. Þó var hætt við þvi, að l>etta kæmi
fyrir við og við, þvi að mönnum hættir til
að gæta sin ekki, þegar eftirlitið er ekki þeim
xnun strangara, og harðara eftir þvi gengið,
að ölluni reglum væri hlýtt út i yztu æsar.
*
Tundurduflin. Áður en Bandaríkjamenn komu,
áttu blöðin stundum í brösum
við öryggisþjónustu Breta, eins og lesendur
þeirra hafa ef til'vill tekið eftir á sínum tíma.
Blaðamönnum tókst yfirleitt ekki eins vel að
lynda við þá, sem þar stóðu fyrir, og margt
þótti manni einkennilegt, scm þaðan var upp
runnið. Eg man nú einna helzt eftir tundur-
duflunum. Þá voru rekdufl á floti víða yið land
og þóttu liinn versti vágestur. Útvarpið birti
daglega og oft á dag aðvaranir um duflin, en
blöðin máttu ekki minnast á þau. Mun þó lít-
itl vandi að sjá, að ef lialda átti leyndu um
tundurduflin fyrir erlendum niönnum, þá átti
auðvitað ekki að láta útvarpið segja frá þeim
um allar jarðir.
*
400 kr. á hvert Eg var að lesa.í sænskum fregn-
mannsbarn. um, að Sviar hefðu veilt öðr-
um þjóðum, og þá einkum ná-
grannaþjóð sinni, Norðmönnum, allskonar
lijálp, sem svarar 400 kr. á hvert mannsbarn
í landinu. Það er mikið fé, enda hefir þörfin
verið mikil og margir munu Svium þakklátir
fyrir hjálpsemi þeirra. Qg varlaMnundu þeir
hafa verið þess megnugir, að hlaupa þannig
undir bagga, ef þeir hefðu neyðzt út i stríðið
eins og aðrar þjóðir.
*
Hvað gefa í þessu sambandi datt mér í hug,
íslendingar? að það væri fróðlegt, ef Hagstof-
unni eða einliverri annari stofn-
un yrði falið að rannsaka, hversu miklu hjálp
við íslendingar höfum veitt ýmsum bágstödd-
um þjóðum eða einslaklingum þeirra á siðustu
árum. Við höfuin safnað handa Noðmönnum,
Dönum, Einnum, Frökkum og víst líka lianda
Rússum, og ef allt er talið saman, sem lands-
menn hafa látið af hendi rakna lil þessara
aðiljg, þá gæli eg trúað að það yrði all-álitleg
fúlga. Ekki sízt þcgar það bætist svo við, scm
nú er verið að safna.
*
Þetta má Eg býst ekki við því, að við höf-
kynna. um gefið eins mikið á hverja sái
og Svíar, enda er þar óliku sainan
að jafna. En okkur ælti ekki síður að þykja
það nauðsynlegl, að gera þelta framlag okkar
heyrin kunnugt, en þeim sitt. Við höfum hlot-
ið betra lilulskipti en margur aiinar, en not-
um þá nokkuð af því, sem við höfum borið
úr býtum til að létta þjáningar annara. Heim-
urinn mú gjarnan vita það.