Vísir - 18.05.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 18.05.1945, Blaðsíða 4
4 VtSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN YlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Yerð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. BjöigunaistaiíiS. IJúverandi ríkisstjórn er mynduð með það fyrir augum fyrst og fremst að öllum að- gerðum i dýrtíðarmálunum verði skotið á frest, en liins vegar reynt að láta reka á reiðanum, svo lengi sem unnt er. Tekist hef- ir að selja afurðir atvinnuveganna á þessu ári, og er það gott og blessað, en einmitt á þessu sama herrans ári gerðist það, að aðrar þjóðir taka upp eðlilega atvinnuhætti og Jiefja ótruflaða framleiðslu fjrrir heims- markaðinn. Þessar þjóðir sumar hverjar Jiafa liaJdið dýrtíðinni i skefjum, og engin ástæða er til að ætla. að þær muni nú sleppa af henni taumhaldinu. Iiér í blaðinu hirtust nýlega ummæli merkra brezkra stjórnmála- manna, og ennfremur ályktanir flokksþings jafnaðarmanna þar í Jandi, sem eindregið hentu í þá átt, að þjóðin myndi standa sam- einuð í baráttunni gegn aukinni dýrtíð og hruni. En úr því svo er um liið græna tréð, hvað þá um hið visna? Stundarfriður er engin lausri og ríkis- stjórninni sjálfri'er þetta vafalaust Ijóst engu síður en öðrum. Ilyggðusl þeir flokkar, sem að stjórninni standa, ekki að ráðast gegn verðþennslunni, væri algert ábyrgðar- Jej'si af henni að efna til svokallaðrar ný- sköpunar og ráðast í stórfelld kaup á fram- Jeiðslutækjum. Að öllu óbreyltu hér heima iyrir yrði þar um fyrirsjáanlegan hallarekst- ur að ræða, ættum við að standasl samkeppni við þær þjóðir, sem búa við íriun lægri fram- leiðslukostnað en við. Stjórnarblöðin hafa haldið þeirri skoðun mjög á loft, að þeir menn og flokkar, sem vilja ráða bug á verð- jjennslunni vilji fyrst og fremst lækka kaup- gjald ahnennings. Þetta er fjarri öllum sanni, og svo fjarri að jafnvel hefir verið bent á að Ivomið gæti til greina að hækka grunnkaup :í ýmsum greinum, ef takast mætti að vinna bug á verðþenslunni, þannig að hlutur laun- J>ega yrði betri, en hann hefir nokkru sinni v erið. Meiri jöfnuður á að rikja meðal borg- aranna, en tíðkast hefir til þessa, en þann jöfnuð cr ekki unnt að skapa, nema með Jjví móti að dreifa afrakstrinum, til þeirra allra, sem að framleiðslunni vinna, þannig að framleiðsluaflið fari þar á engan liált Iialloka fyrir fjármagninu, enda yrði þá .hlutur verkamanna tryggður sómasamlega. Ríkisstjórnin hefir enn ekki sigrast á erf- Iðleikunum, enda í rauninni óverulegum erf- iðleikum mætt, ngma ef til vill innbyrðis. .Núverandi stjórnarsamstarf verður ckki ■dcrimt eflir því hvað ríkisstjórnin segist ælla að gera, heldur hinu, sem hún framkvæmir. iViðurkennt er af stjórnarblöðunum að fyr- Irætlanir ríkisstjórnarinnar séu enn á „frum- sligi“ og að „árangurs þeirra gæti lítið enn J)á.“ Spurningin er þá aðeins hvenær hans Jari að gæta? Verði ekki ráðið við verð- þensluna, hlýtur árangurinn að koma fram i auknum hallarekstri, þeim mun fleiri, sem framleiðslutækin eru. Þetta er ofur einfalt mál og öllum skiljanlegt. Þegar á næsta hausti bíða ríkisstjórnarinnar fyrirsjáanleg- ir erfiðleikar í dýrtíðarmálunum. Takist lienni að ráða fram úr þeim og haldi þann- ig áfram, kann slarf hennar að revnast bet- ur, en ýmsir ætla. VISIR Föstudaginn 18. mai 1945 StríðiS VI: Innzásin í Rússland zeyndis! mesta villan. JJitler hafði lengi dreymtl um að komast yfir auð- lindir Rússlands, er hann taldi loks tækifærið komið til að gera innrás í landið og sigra það. „Ef eg liefði Úral-fjöllin með hinum ótæmandi nám- um þeirra, Siberiu með öllu skógaflæminu og Ukrainu með hveitiökrunum þar, mundu Þjóðverjar geta lifað við allsnægtir.“ Þetta sagði Hitler við nánustu flokks- menn sína á þingi flokksins, sem haldið var í Núrnberg árið 1936. Það er ekki óhugs- aridi, að lionum hafi einnig orðið hugsað til kolanámanna i Don-dalnum og olíunnar í Iiákasus. En svo gerðu Rússar og Þjóðverjar griðasáttmála með sér og þá virtust Þjóð- verjar hafa lagt þenna draum á hylluna. Þá virtust mestar likur til þess, að Rússar og Þjóðverjar mundu taka liönd- um saman til að leggja Ev- rópu undir sig. En þetta bandalag var ekki eins traust og ætla mátti. Vorið 1941 höfðu Þjóð- verjar unnið marga og mikla sigra á ýmsum vigstöðvum en „sigurinn“ var enn víðs i’jarri. Þjóðverjar renndu aft- ur girndarauga til auðlinda Rússlands. En Þjóðverjar gátu ekki hafið sókn suðaust- ur á bóginn, nema þeim hefði fyrst tekizt að bægja burl liættunni, sem þeiin stafaði af Rússum. Áætlun nazista: Fjögurra mánaða stríð. í júní 1941 sendi Hitler Iieri sína inn yfir landamæri Rússlands. Hershöfðingjar hans áælluðu, að* Þjóðverjar mundu vera búnir að gera hreint i Rússlandi eftir fjóra mánuði. Þeir töldu, að þessi sókli mundi verða alveg eins og sóknin inn i Pólland og siðan viðureignin við Frakka, aðeins á stærri mælikvarða. Þeir ætluðu að kljúfa heri Rússa í smáflokka, uppræta þá, halda sigurför sína inn í Moskva og semja friðinn i Kreml. Þjóðverjar sóttu fram í fjórum fyllcingum á 1600 km. víglínu. Takmörkin, sem stefnt var að, voru þessi: Leningrad, Moskva, Kiev og Rostov. Allan júnimánuð, júlí og ágúst virtist allt fara sam- kvæmt áætlunum Þjóðverja. Rússar vörðust af hreysti og harðfengi og eyddu allt lancl, sem þeir neyddust til að hopa af. Umheimurinn vissi ekki annað cn að þúsundir borga og þorpa væri lögð i eyði og íbúarnir höggnir niður sem hráviði. Sólcn var haldið uppi gcgn Leningrad úr tvcim áttum. Finnsk-þýzkur her sótti suður eftir Kirjálaeiði, cn annar her kom að sunnan undir stjórn von Lcebs hershöfðingja og fór hann geyst um Eystra- saltsríkin. Þann 13. ágúst héldu Þjóðverjar inn í Nov- gorod, 160 km. fyrir sunnan Leningrád og tveim vikum síðar hófst hin sögulega um- sát um borgina. Sóknin til Moskva. Sóknin til Moskva hófst með næstum jafnmiklum hraða. Fedor von Bock, hers- höfðingi, stjórnaði her þess^ um, sem sótti frá Austur- Prússlandi og Póllandi, geyst- ist gegnum Minsk og var kominn inn í Rússland sjálft eftir aðeins viku sókn. Um miðjan júlí höfðu framsveit- ir Þjóðverja brotizt gegn um saingöngumiðstöðina Smol- ensk og stefndu til Moskva, sem nú var aðeins um 370 km. lengra inni í landi. Ilerinn, sem sótti inn í Ukrainu, fór næstum sam- hliða þessum og fór jafnvei enn hraðar. Brynsveitir Rundsteds fóru nærri við- stöðulaust gegnum Lwow og flæddu út á slétturnar og ak- urlendi Norður-Ukrainu eftir 13 daga. Þann 13. júlí voru þessar hersveilir búnar að taka iðnaðarborgina Sitomir, sem var um 150 km. innan landamæra Rússlands og nálguðust borgina Berdisjev, sem var um 130 km. fyrir suðvestan takmark þeirra, Iviev. En er hér var komið, tók að draga lalsvert úr hraða sóknarinnar og 22. ágúst neyddust Rússar til að sýna eins áþreifanlega og lnegt var, að þeir ætluðu sér ekki að lála Þjóðverja komast yf- ir neitt verðmætt, er þeir sprengdu upp stifluna miklu yfir Dnjepr um 400 km. fyrir neðan Kiev. Þrem vikum sið- ar lilkynnti Rundsleds, að her lians hefði tekið Iviev. í fyrstu gekk liernum, sem sótti syðst inn í Rússland, undir stjórn von Ivleists, eins vel og hinum herjunum. Þeir sóttu hratt yfir Bessarabíu inn i Suður-Rússland og um- kringdi Oriessa, aðra stærstu hafnarborg Rússlands, seint i júlí. Þaðan var sókninni haldið livildarlaust áfram og hver borgin teldn af annari, Nikolajev, Kerons viðDnjepr- ósa, j ár niðnaðarm iðs töðin Kriovi Rog og mangan-borg- in Nokopol í Dnjepr-bugð- unni. ógurlegt tjón. En þótt sókn Þjóðverja gengi ótrúlega fljótt, varð það samt brátt ljóst, að lmn liafði alls ekki gengið eins fljótt og Þjóðvcrjar höfðu gert sér vonir um. Þegar líða tók á sumarið varð ]jað banda- mönnum æ betur ljóst, að Hitler befði gert kórvillu með þvi að ráðast á Rússa og kunnu menn þvi skiljanlcga ckki sem verst. Herir Rússa voru Iivorki illa æfðir né svifaseinir, eins og Hitler liafði gert ráð fyrir. Útbún- aður þeirra var góður og her- foringjarnir vandanum vaxn- ir. Þeir liáðu nýja tegund varnarstríðs, sem olli miklu meiri eyðileggingu en varn- araðferðir, sem menn liöfðu áður beitt og þeir börðust með vaxandi öryggi, er þeir fundu, að þcssi aðferð var hin rétta. Orusturnar, sem háðar voru á auslurvígstöðvunum, voru að öllu leyti stórkostlegri og ægilegri en þær, scm háðar liöfðu verið fram að þvi í stríðinu. Ilinir föllnu skiptu milljónum á báða bága. Á nrikilvægustu stöðum, hjá Leningrad, Orel og Bryansk í greniul við Moskva, Pollava fyrir austan Kiv og víðar berst leikurinn fram og aftur. Framh. á 6. síðu. Fyrir kl. 7 Vinna liættir í Félagsprentsmiðj-.. I kvöld. unni klukkan tólf á morgun — laugardag — og verður svo fram- vegis á laugárdögum i sumar. BlaðiS verður því að vera mun fyrr á ferðinni þessa daga en ella, og eru þvi auglýsendur eða aðrir, sem þurfa að lcoma einhverju í blaðið, áminntir um að koma því til augiýsingastjórans eða ritstjórnarinnar ekki síðar en klukkan sjö i kvöld. Því fyrr sem þetta berst blaðinu, því fyrr mun það geta komið út i fyrramálið, og ætti öllum að vera hagur að því. Munið, að koma auglýsingum eða öðru efni fyrir kl. 7 í kveld. * Her manns Eg sagði fyrir nokkuru, að nú að sfcörfum. inundi ekki standa lengi á því, að farið yrði að gera vorhreingern- ingarnar á götum bæjarins og á þessu hefir ekki staðið, því að um þessar mundir er unnið af kappi að þessum málum. Skipta þeir menn hundruðum, sem starfa að þessu og er þegar búið að gera við nokkrar götur, m. a. Túngöt- una, sem var orðin mjög illa útleikin, en unnið er við aðrar, eins og Austurstrætið, en það var allt rifið og tætt sunnan-til þar sem umferðin fór um götuna. * Amerísku Einn kunningi minn liringdi til sigaretturnar. min í gær út af amerísku sigar- etlunum, en auk þess hefi eg fengið bréf frá öðrum um þetta sama mál. Hafa þeir báðir hcyrt, að amerískar sigarettur sé komnar til landsins, en ekki eigi að selja þær fyrst um sinn og segir svo um þetla í bréfinu: „Það væri gaman að fá það upplýst, hvort það sé ætlunin að svæla út ensku sigarettunum, sem keyptar voru til landsins og fáir vilja nú reykja, þótt það sé fullyrt, að amerískar sígarettur sé komnar til Tóbakseinkasölunnar. Það eru þær, sem menn vilja heizt fá, en það leyfist bara ekki að selja þær. * Líkt og með Þetta er i annað skipli, sem Tó- neftóbakið. bakseinkasalan tekur upp slíkar einojkunaraðferðir í viðskiptum sinum. Fyrra skiptið var, þegar menn voru neyddir íil að kaupa sænskan „snör“, ef þeir vildu fá neflóbakið í blikkdósunuirts Það var ekki hægt að koma þeim sænska út með öðru móti, en þótt menn hafi neyðzt til að kaupa liann, hafa víst flestir hent honum. Þarna er það sama uppi á teningnum, að nota aðstöðu fyrirtækisins til að neyða menn til að kaupa vöru, sem þeir vilja alls ekki. Það hefði vist heyrzl hljóð úr horni, ef eitthvert einkafyrir- tæki hefði leyft sér slíka framkomu gagnvart viðskiptavinum sínum.“ * 17. maí. Norðmenn áttu daginn í gær. Þeir hafa ekki lialdið liann liátíðlegan í heimalandi sínu siðan árið 1939, en í gær reyndu þeir hka að vinna þau ár upp, sem úr höfðu fallið, með því að láta vera enn meira um dýrðir en áður. Eg hlustaði á útvarp frá Noregi um tíma í gær. Það var helgað deginum, eins og vænta mátti og það var gleði í hverri rödd, sem i útvarpinu heyrðist. En það var ekki aðeins heima í Noregi, sem menn glöddust, þvi að alls staðar úti um heim, þar sem norskir menn dveljast, var dagurinn hátíðisdagur. * Hér| í Norðínenn hér í Reykjavík hafa Reykjavík. alltaf haldið daginn hátiðlegan og þeir gerðu það í gær eins og endra- nær, en þó með öðrunv hætti en venjulega. Dag- urinn rann líka upp við önnur skilyrði en á undanförnum árum, því að nú þurfti ekki leng- ur að bera fram óskina um að landið yrði bráð- lega leyst úr hers höndum. Nú var liægt að þakka fyrir það, að Noregur var orðinn frjáls aftur og hafði sloppið við þær hörmungar, sem því hefðu vérið saméara, ef landið hefði orðið orustuvöllur í annað sinn i þessu stríði. * Þýzkir í Þeir hljóla að hafa veriðeitlhvað rugl- Burrna. aðir kollegarnir við Þjóðv. i fyrra- kveld, líklega ekki búnir með sigurhá- tíðina eða ])á haldið einlivcrja sérslaka hátið yegna sigursins á Borgundarhólmi. Þar stóð nefnilega þessi klausa undir aðalfyrirsögninni á fyrstu síðu: „i Burma halda þýzkar her- sveitir áfram sókn sinni gegn bandamönnum. Eru varnir Þjóðverja þar allar í molum." Já, þannig stóð það svart á hvítu og meira að segja mjög svart, því að allt var þetta haft með feitu letri, til þcss að menn gælu tekið betur eftir því — og látið sannfærast. Gangi ykkur betur næst, piltar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.