Vísir - 19.05.1945, Side 4

Vísir - 19.05.1945, Side 4
4 VISIR Laugardaginn 19. maí 1945 VlSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Islendingaz erlendis. ’Bjœr fregnir, sem borizt hafa allt til þessa, *■ af Islendingum, sem erlendis dvelja, hafa hermt, að þeir hafi ekki þolað skort, enda hefir þeim verið veitt sú aðstoð af hálfu ís- lenzkra stjórnarvalda, sem unnt hefir reynzt að koma við. Má þannig telja víst, að hlutur Islendinga í Norðurlöndunum öllum hafi ver- ið sæmilegur, en hins vegar hafa engar frétt- ir borizt af ísienzkum borgurum, sem í Mið- Evrópu hafa dvalizt, og þá allra sízt í lönd- um innan svokallaðs Stór-Þýzkalands. Ymsir þeirra komust í upphafi styrjaldarinnar til Norðurlanda og hafa dvalið þar síðan, en aðr- ir munu hafa lialdið kyrru fyrir eða flutzt um set, eftir því sem ófriðaraldan flæddi lengra og lengra inn yfir Evrópu. Þær fréttir eru sagðar hafa borizt hingað Til lands, að eitthvað af þessu fólki væri hjálp- arþurfi. Rauði kross Islands hefir því í sam- ráði við ríkisstjórnina ákveðið að scnda full- trúa til Mið-Evrópu til þess að greiða fyrir þessu fólki, eftir þvi gem frekast verður við homið, en jafnframt mun fulltrúinn ferðast xun Norðurlönd og kynna sér viðhorf Islend- inga þar, eftir því sem ástæða gefst til. Þetta or nauðsyn, sem allir munu gleðjast yfir að sinnt verður, en jafnframt þarf að gera sem skjótastar ráðstafanir til að flytja þá alla Iiingað heim, sem hingað óska að komast. Ejöldí íslenzkra námsmanna hefir lokið námi •á þessu tímabili. Hafa þeir sumir fengið ein- hverja atvinnu erlcndis, en aðrir ekki, og hafa þeir yfirleitt beðið þess eins, að styrjöldinni yrði lokið, þannig að þeir kæmust til Islands og gætu tekið þar upp störf sín. Ríkisstjórnin mun nú þegar hafa ákveðið að senda skip til Kaupmannahafnar í næsta mánuði, enda verður það tæpast gert fyrr ■vegna margvíslegra erfiðleika og siglinga- hættu. Síðustu fregnir lierma, að verið sé að slæða tundurdufl í Eystrasalti og Norðursjó, on jafnvel þótt siglingar yrðu með öllu liættu- lausar, skortir okkur fullnægjahdi skip til að halda slíkum siglingum uppi, þar eð íslenzk farþegaskip hafa týnzt í ófriðinum, — og raunar þau einu farþegaskip, sem við áttum og hæf gátu talizt til Norðurlandasiglinga. Verður því væntanlega að taka skip úr strand- siglingu til þess að flytja heim þá Islcndinga, scm dvalizt hafa erlendis, cn vilja nú að von- nm komast hcim hið bráðasta. Óstaðfestar fregnir ganga manna á mcðal mn að erlend skipafélög, sem störfuðu hér fyr- ir stríð, hafí í hyggju að taka upp nú þegar Jslandssiglingar að nýju. Yrði sú raunin á, .gæli það bætt nokkuð úr flutningaþörfinni í Iiili, en annað mál er hitt, hvort slíkt reynd- ist heppilegt til langframa, er ísienzkum skipa- félögum vex fiskur um hrygg. Æskilegast ■væri, að við gætum þegar i upphafi fullnægt þörfum okkar í þessu efni. Þótt fregnir liafi borizt til landsins um erf- Jðan hag íslenzkra þegna erlcndis, er engin ástæða fyrir aðstandendur þeirra að örvænta ,nm hag þeirra. Islenzku sendiráðin munu veita þeim alla þá lijálp, sem frekast er unnt og eftir því, sem þau ná til. Ferð fulltmia Rauða krossins greiðir vonandi úr fyrir hinum, eða auðveldar alla fyrirgreiðslu í náinni íramtíð. IMegi þessir menn allir heilir heim koma. Játar sig kenna íúsk og gervimennsku og viH síðan „fjarlægja” nemenduma. Svar til Guðmundaz Hannessonaz. Guðmundur Hannesson! Þegar þú skrifaðir pistil þinn til gerfimanns í Visi 24. þ. m. reynir þú að klóra yfir Iirakfarir þínar með því að scgja, að svar mitt hafi ekki verið annað en „auðvirðileg- ur útúrsnúningur“ og „göm- ul áróðurstugga á íslenzlui 1 j ósmyndaras téttina.“ Þetta er annað atriðið í svari þínu, en hitt er það, að eg persónulega taki vond- ar ljósmyndir, að Carl Ólafs- son ljósmyndari fyrirlíti mig, að einhver náungi hafi feng- ið eftirminnilega útreið hjá útvarpsvirkjum, að það hefði verið hægt að útvega full- komna fagmenn með full- komnar vélar til að ljúka við kvikmynd af lýðveldistök- unni og loks, að það þurfi að f jarlægja vonda menn úr þjóðfélaginu. Þetta eru í liöfuðatriðum sannanirnar fyrir þvi að Sig- urður Guðmundsson sé betri ljósmyndasmiður en Kjartan Ö. Bjarnason, og svarið við grein minni i Visi 14, þ. mt, þar sem þó er ekki minnzt einu orði á neitt ofangreindra atriða. Þetta kallar þú víst ekki útúrsnúning! Þú gætir alveg eins lialdið því fram, að vegna þess að tunglið sé hnöttótt og vegna þess að skór, sem Jón Jónsson á Hornströndum gerði við í fyrra hafi bilað, hljóti Sig- urður Guðmundsson að standa Kjartani Ó. Bjarna- svni framar. “ Sannleikurinn er liins veg- ar sá, Guðmundur, að þú þor- ir ekki að halda áfram við umræðu- og deiluefni okkar, af því að þú hefir orðið rök- þrota fyrir staðreyndunum og auk þess orðið að éta ofan i þig öfugar allar fullvrðing- arnar, sem þú slóst fram í Þjóðviljagrein þinni 7. þ. m. Þú gerir enga tilraun til þess að bera hönd fyrir höfuð þér og getur á engan hátt afsann- ,að þau rök, sem ég leiði fram gegn fullyrðingum þínum. Þess i stað'feynir þú að finna upp alls konar persónulegt nart, bæði i minn garð og anriara, og heldur, að mcð því móti hafir þú „svarað“ fyrir þig. Aðeins í einni einustu setn- ingu lcemurðu inn á vettvang deilu okkar, og það er þegar ].m segir, að „allir heiðarleg- ir mcnn mundu dæma verk tveggja manna, þar serii báð- ir stæðu jafnt að vígi“, og átt þar við ljósmyndir Sigurðar GuðmuiKlssonar og Kjartans Ó. Bjarnasonar. Nú vill ein- mitt svo vcl til í þessu sam- bandi, að eg bað almenning að lcveða upp slíkan dóm, og það varst þú sjállur, Guð- mundur Hannesson, sem varðst manria\fyrstur til að gera það. Sá dómur féll Sig- urði í óhag, samkvæmt játn- ingu þinni í „Þjóðviljanum“ 7. þ. m., og ertu um það sjálf- iáður, hvort þú telur það hafa verið „óheiðarlega“ af sér vikið eða ekki. Hinu verð- ur að sjálfsögðu ekki neitað, að mennirnir stóðu ójafnt að vigi. Annar var faglærður ljósmyndasmiður, sem hafði um fjölda ára haft ljós- myndaiðn að ævistarfi, hinn var prentari að iðn og hafði Ijósmyndatökur aðeins í hjá- verkum. Þrátt fyrir þennan ójafna samanburð, sem er ,.óheiðarlegur“ í augum G. H., var kvartað fyrir hönd atvinnumannsins en ekki á- hugamannsins. Eitt af höfuðákæruefnum þínum á hendur mér, er það, ao ég sé ’ með „óhróðurs- tuggu á íslenzku ljósmynd- arastéttina“, að það hafi ver- ið ætlun mín „að sverta sam- tök ljósmyndaranna og ljós- myndarana sjálfra — um- fram allt.“ Mér liefði þótt einkar við- eigandi, Guðmundur Hannes- son, að þú liefðir fært ein- hver rök fyrir jafnþungri á- sökun. En það gerir þú að sjálfsögðu ekki frekar en fyrir öðrum fullyrðingum þínum, enda skal þér sagt það í fullkominni hreinskilni, að til þess ertu ekki máður. Það væri fróðlegt að sjá, livað úr þér yrði, ef þú ættir að gera tilraun til að standa við þessa fullyrðingu, t. d. frammi fyrir dómstólunum. Ilitt er svo annað mál, að slíkum andlegum kújónaskap mun ég þó ekki beita þig. Til slikrar réttarverndar geta þeir gripið, sem livorki hafa Iiæfileika né hugrekki til að standa fyrir máli sinu sjálfir. Á mjög „smekkvísan“ hátt, eins og þín var von og vísa, Guðmundur, dylgjar þú um ]iað, að ég „eigi fyrirlitningu Carls Ólafssonar skilið“. „Eg geri svo vel og skil yður ekki“, sagði karlinn og hið sama verð ég að segja. Carl Ólafsson hefur aldrei látið neiria fyrirlitningu í ljós við mig og aldrei neina óvild, enda hefi ég lialdið Carl þannig, að hann þyrði að scgja meiningu sína við mann sjálfan. Eg hefi skipt miklu meir við Carl en nokk- urn annan ljósmyndara — einmitt af þvi að eg bar virð- ingu fyrir vinnubrögðum bans. Hann vann nær allar mínar rriyndir þar til er ég tók að vinna að þeim sjálf- ur. Og ef það cr tilefni til fyrirlitningar, fæ ég ekki að þvi gert. En jafnvel þótt svo væri, að Carli Ólafssyni væri af einhverjum • ástæðum í nöp við mig, dregur það þó á engan hátt úr mati mínu á honum sem alveg sérstak- lega liæfum og velvirkum fagmanni. Þú heldur þvi fram — þrátt fyrir allt — að cg sé að reyna að veðra mig upp við suma ljósmyndara (sbr. þó fullyrðingar þínar um ó- hróðurstuggu mína á ís- lenzku ljósmyndarana, og að ég sé að sverta samtök þeirra og þá sjáll'a). Þetta á ég að gera til þess að reyna að fá hjá þeim vottorð um vinnu- liæfni Kjartans Ó. Bjarnason- ar! Og vegna þcss að ])ú ótt- ast, að þetta vottorð kunni að fást, villu fyrir ])itl leyti láta vera útræft um þelta mál. Gáfulegt af þér! Margur hyggur mig sig! En ég skal fullvissa ])ig um það, Guðmundur, að ég þarf c-kki að fá lánuð annara augu til að dæma um þessa liluti. Því aðeins sá ég mér fært að lofa vinnubrögð Kjartans Ó. Framh. á 8. síðu. fsland í í gær og fyrradag var fslands fréttunum. minnzt í fréttum brezka útvarps- ins, en að þessu sinni með nokkuð öðrum hætti en oft áður. Nú var landsins ekki getið í sambandi við það, að þýzkum kafbáti hefði verið sökkt við strendur þess eða að þýzk- ur kafbátur hefði komið þar til liafnar til að gefast upp. Nei, þetta var í sambandi við flug- samgöngur framtíðarmnar, sem við vonum að verði um ísland, að minnsta kosti að einhverju leyti. Pað voru nokkrir æðrulausir flugmenn, sem höfðu hrugðið sér i flugvél sinni norður yfir heimskautið og tyngað aftur. * Aðeins Erlend blöð rita nú mikið um flug- hin fyrsta. málin, og má á þeim skilja, að flugsamgöngur allar muni reknar með öðrum hætti eftir stríðið en fyrir það. Kannsóknaleiðangrar — og frekar fleiri en einn — verði farnir um allar leiðir, sem flognar. verða, til þess að ganga úr skugga um hætt- ur þær, sem þar kunna að vera „á fleti fyrir“, og hvernig bezt muni að haga ferðum á hverri „rútu“. Þessi flugferð frá íslandi er einhver af hiuum fyrstu, sem farin er í þessu skyni, og er áreiðanlegt, að hún er aðeins hin fyrsta. Fleiri verða farnar -á eftir. * Hæltta á Þegar Early Duncan, flughershöfð- ísingu. ingi, fór liéðan fyrir skenmistn, átti hann tal við blaðamenn um störf sin hér.. Sagði hann þá meðal annars um flug- ferðir um ísland, að það væri ein hætta, sem fylgdi flugferðum hér um land og flugmenn virt- ust vera smeykir við. Sú hætta er ekki storm- arnir, sem hér geysa svo tiðum, ekki úrkom- ur, sem flestum útlendingi þykir nóg um eflir sfutta dvöl hér, nci, það er hvorugt af þessu! sem flugmennirnir óttast. Það, sem þeir hræð- ast, þegar þeir eru á flugi hér við land, er ísingin, sem sezt á vængi flugvélanna. Kannske þeim finnist ísland réttnefni? * ^ Fyrirspurn Mér hefir horizt fyrirspurn um um benzín. það frá „bíleiganda“, hvort von I muni á nokkuð auknum benzin- skannnti i suruar, úr því að striðinu i Evrópu sé lokið. Bendir hann á það, að einkabílar í Bretlandi eigi að fá benzín á ný frá mánaða- mótum. Eg veit ekki um skqmmtinn hér, en held, að samanburður við Bretland sé ekki réttmæt- ur, þvi að þar liafa einkabilar ekkert benzín 'fengið um nokkurra ára skeið. Þar bregður mönnum eins í brún við að sjá einkabil á ferð og sumir segja, að íbúum sumra hverfa í Reykja- vík bregði í hrún við að sjá lögregluþjón!! En eg lcem fyrirspurninni hér méð áleiðis. * Lands- Það varð fljótlega ljóst, að lands- söfnimin. söfnunin handa bágstöddum Dönum og Norðmönnum mundi verða mesta og skjótasta söfnun, sem stofnað liefði verið til liér á laiídi. Hún mætir alls staðar skiln- ingi og góðvild þeirra, sem til er leitað, og margir hafa látið af hendi rakna upphæðir, sem fyrir nokkurum árum hefði talizt stór- auður með þjóð vorri. Gildi hverrar krónu er að vísu minna nú en áður, en það bæta gef- endurnir upp með því að hafa þær fleiri. Gæti eg trúað því, að söfnunin komist nokkuð á aðra milljón króna síðdegis í dag. * Ekki öll kurl En því fer fjarri, að öll lrurl komin til grafar. sé komin til grafar, því að enn er ckki húið að tilkynna nema lítið hrot þeirra gjafa, sem væntanleg- ar er utan af landi. Svo að citt dæmi sé tek- ið uin söfnunina utan Reykjavikur, má geta þess, að Kirkjukór Húsavíkur hefir safnað 1050 lcrónum. Það er mikil fúlga frá svo lillum bæ sem Húsavík er, en þó má íullyrða, að marg- ir munu á eftir konut, sem hafa fullan hug á þvi, að verða eklci eftirhátar Húsvíkinga. Ef söfnunin gengur svo vel framvegis sem undan- farið, þá nemur lnin 2—3 inilljónum um það er lýkur. * Herðið róð- Nú fara í hönd tveir helgidagar urinn í dag. — hvítasunnan — og má þá gera ráð fyrir því, að eitlhvað kunni að draga úr söfnuninni, þvi að margir munu velja sér önnur umhugsunarefni um hátiðina en þessa söfnun. En þó ætti það ekki að þurfa að vera, því að þótt menn taki sér frí frá við- skiptum og störfum, ætti ekki að þurfa að vera um neitt frí í mannúðarmálum að ræða. En fari þó svo, ættu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig með þvi að minnost söfnunarinn- ar i dag og senda henni peninga eða flíkur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.