Vísir - 26.05.1945, Blaðsíða 4
4
VlSIR
Laugardaginn 26, mai 1945
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAUTGáFAN VlSIIt H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Listamannaþingið.
Jamtök listamanna liafa eflzt ó seinni ár-
um til mikilla muna en í dag setja þeir
annað þing sitt. Mun það standa í viku og
verður fyrst og fremst helgað minningu Jón-
asar Hallgrímssonar, sem næstur á eftir Jóni
ÞorláksSyni á Bægisá og Sveinbirni Egilssyni
átti ríkastan þátt í málhreinsun og endur-
skipan ljóðagerðar til virðulegs sess, svo sem
hún hafði Lupphafi notið er lýðveldi ríkti í
landinu. Er þetta vel til fallið, með því að
minningu Jónasar hefir enn ekki verið full-
ur sórni sýndur. þótt ljóð hans lifi á vörum
iþjóðarinnar og hafi ávallt gert frá því er
þau fyrst urðu kunn.. Um þennan þátt lista-
mannaþingsins er ekki nema gott eitt að
segja, enda verður ekki um hann dæmt fyrr
æn eftir á.
Hitt er öllu lakara að þótt samtök lista-
mánnanna hafi eflzt verulega út á við, virð-
ist svo, sem þáu veikist nú mjög innan frá,
með því að samheldni og samstarf er þar
ekki svo sem vera skyldi. Nægir í því efni
að skírskota til klofningsins í rithöfunda-
félaginu, sem er næsta dularfullur og liefir
ekki verið rökstuddur svo sem skyldi. JafiD
framt virðist urgur vera meðal myndlistar-
manna, en sýning þeirra hefir fallið niður
að þessu sinni. Er sú ástæða gefin fyrir þvi,
að þeir hafi ekki átt fullgerðar myndir til
safnsýningar, en Iiefði yiljinn verið nægur
fyrir hendi, er ósennilegt að sýningin Iiefði
strandað á því. Vitað er loks að nokkur álök
hafa verið innan annarra félaga listamanna,
þótt öldurnar hafi enn ekki stigið þar svo
hátt, að samvinna þeirra liafi farið út um
þúfur. Listamenn verða að láta sér skiljast
að þeir eru ekki fyrst og fremst að vinna
fyrir sjálfa sig, lieldur listgreinar þær, sem
þeir stunda og þjóðina i lieild. Gagnvart
þessu tvennu hafa þeir skyldum að gegna,
sem þeir geta ekki og mega eltki skjóta sér
undan, nema því aðeins að fyrir þeim vaki
skemmdarstarfsemi ein, sem hlýtur þó að
hitna á þeim sjálfum að dómi þjóðarinnar.
Þótt nú sé svo umhorfs, sem lýst hefir
verið, er þess að vænta að listamenn gæti
þess einmitt á þessu þingi, að setja niður
deilur þær, sem uppi hafa verið, þannig að
samtök þeirra geti komið fram út á við sem
cin heild,*og unnið þannig að hagsmuna-
málum þeirra, sem eru mörg og margvisleg.
Löggjafinn liefir látið sig nokkuð skipta á-
hugaefni listamanna, en því fer enn fjarri
að fullnægt sé kröfum þeirra í því efni. Þeir
eiga að njóta fullrar viðurkenningar á rétti
sínum hér innan lands sem erlendis, en það
gera þeir i rauninni ekki, þótt það hafi ekki
komið verulega að sök til þessa. Verður að
vinna að því að samtök íslenzkra listamanna
igeti tekið þátt í slíkum alþjóðasamtökum svö
gott sé' og gilt, enda getur það haft verulega
þýðingu fyrir þjóðina. Þrátt fyrir allt og
allt verður hún mæld og vegin eftir andleg-
úm afrekum, en gkki veraldlegri velgengni
eða auglýsingastarfsemi nýsköpunarinnar.
Megi listamannaþingið efla samtök lista-
mannanna og auka á skilning þjóðarinnar
á þeim störfum, sem þessir menn vinna í
þágu hennar. i'
JÖNAS HALLGRÍMSSON
100 áfa mixtmxtg.
Enn skín sól um öxnadal,
áin niðar ljóðin ljúfu,
lambamunnar kroppa þúfu,
frjáls er hjörð í fjallasal.
Enn þá himins heiða djúp
grætur sínum gleðitárum,
gefa þau sem fyrr á árum
jörðu gullinn geislahjúp.
Mikilvirk er tímans tönn.
Hvað sjá augun? Hvílíkt undur!
Klofnað hefur fjall í sundur,
bráðnað land sem belji hrönn
dettur nið’r í dalsins faðm.
Drangar uppi á verði vaka,
veðurhaminn á sig taka,
hvorki líta blóm né baðm.
Lítið vatn í leyni býr
undir bröttu bergi liggur,
bergsins mynd í laumi þiggur.
Gráleit urðin gróðurrýr
þar sem Drottins heilög hönd
raðað hefur ráðum niður,
ríkir eilíf kyrrð og friður.
Hönd sú knýtir heilög bönd.
Liggja falin lítil spor
yfir hrauni, og uppi í fjalli
undir bröttum hamrastalli,
gróðri vafin, geyma þor.
Blómin seyddu barnsins mund,
brúnaljósin skinu skærar,
skarti búnar urðu hærar
,,Fífilbrekka gróin grund“.
Ö, hve sæll þar undi sér
fríður sveinn í föðurranni,
fljótt þó sorg í veröld kanni
andans flug í auðn ei fer.
Þraut varð honum þjóðarböl,
úr því vildi ’ann öllu bæta,
orkuvera landsins gæta,
þótt hann hlyti kröm og kvöl.
Gott er oft að geta séð
inn í heima horfnra tíða,
hlusta, vaka í þögn og bíða
andans gróa blómabeð.
Þiggðu dauði þína skál,
menn þótt hverfi sjónarsýnum,
sönnum vmum aldrei týnum.
Eilífð bindur sál við sál.
Ennþá svífur andans glóð
yfir björtum blómagrundum,
berjareit og víðilundum.
Hann er að sknfa Hulduljóð,
Gunnarshólma og Grasaferð.
Grætur himinn fögrum tárum.
ísland, þú ert enn í sárum
og í leyni söknuð berð.
Ö, hve smá hans urðu laun,
hann fékk ei^ sín bein að bera
við brjóstin, sem hann þráði að vera
móður jarðar mikla raun.
Þótt að lengist tímatal,
meðan óma íslenzk ljóðin,
óskabarn sitt metur þjóðin.
Enn skín sól um öxnadal.
H u g r ú n,
Dánarafmæli. Bréfið, sem ég birti fyrst í dag,
er frá „gömlum stúdent“: „Það
er Ieiðinlegt að vita til þess, að listamcnn okk-
ar skuli ganga á undan í því, að tala um hundrað
ára „dánar^lfciæli" Jónasar Hallgrímssonar.
Þetta orð „dánarafmæli“ er búið til út i .loftið.
Mér finnst það hart, að listamennirnir, sein eiga
að ganga á undan í þvi áð kenna mönnurn fag-
urt inál og rétt, skuli þess í stað kenna fólkinu
slíka vitleysu. Því að margir hafa þegar tekið
orðið upp þessa siðustu daga, einstaklingar, út-
varp og blöð.
*
Ártíð. Hið rétta orð í þessu sambandi er „ár-
tíð“ og hafa menn getað séð það í til-
kynningu þeirri, sem háskólinn hefir gefið út
i tilefni af því, að hann ætlar að lieiðra minn-
ingu þessa ódauðlega snillings ís'lenzku þjóð-
arinnar. Það er sérstaklega leiðinlegt, að þessi
villa skuli slæðast inn i frásagnir um slíkan
mann, sem hafði manna mest vald á islenzkri
tungu á sínum tima. Við æltum að heiðra minn-
ingu hans með því meðal annars, að útrýma
málvillum í ali um hann: Segjum ártíð, en
ekki dánarafmælis."
*
Finnst ekki Eg fletti strax upp í orðabók Sig-
hjá Blöndal. fúsar Blöndal, þegar eg var bú-
inn að fá þetta bréf, til þess að
ganga úr skugga um, að hinn gamli stúdent
hefði á réttu að standa, þvi að þeim getur skjátl-
ast, eins og öðrum. Blöndal hafði ekkert dánar-
afmæli á boðstólum, en þó sitlhvað annað í því
sambandi, svo sem „dánardægur". Næst fletti
eg upp „ártíð“ og þar stóð svart á livítu, að
það orð þýddi — já, „dánárafmæli" (afsakið
orðskrípið). Eg styð tillögu hins gamla stúdents
um að við leggjum það niður.
*
Jónas Hall- Það hefir breytzt og eigi litið
grímsson. álit það, sem Jónas Hallgrimsson
naút meðal þjóðarinnar meðan
hann lifði og hrærðist meðal hennar. Maður
nokkur hér í bænum á bréf, sem ritað var
meðan Jónas var uppi. Þar ber lia.rla lítið á
þeirri virðingu og ástsæld, sem skáldið nýt-
ur nú meðal þjóðar sinnar. Ef eg man rétt,
þá er talað um Jónas með megnri óvirðingu.
En nú er öldin önnur, nú hefir þjóðin öðlazt
skilning á því, hvað hann hefir gert fyrir
hans og hvers virði það hefir verið henni, að
hann orti hin gullfallegu kvæði sín. Sú þjóð
er ekki fátæk, sem hefir ált annan eins and-
ans meistara og Jónas Hallgrímsson.
*
Landssöfnunin. Nú er hver að verða síðast-
ur til að leggja hönd á plóg-
inn til styrktar fólki þvi í Danmörku og Nor-
égi, sem styrjöldin hefir svipt helztu nauð-
synjum til lífsframfæfis. Söfnunin er að nálg-
ast tvær milljónir króna, eins og eg spáði á
laugardaginn, og þó mun enn mikið ókomið,
bæði héðan úr bænm og utan af landi, bæði
peningar og fatnaðargjafir. í upphafi var svo
ráð fyrir gert, að söfnunin slæði aðeins í hálf-
an mánuð, yrði lokið i kveld, en þótt einhver
komi og berji á dyr lijá söfnunarnefndinni
rétt eftir lokunartíma, þá má hann vera viss
um það, að „fyrir honúm mun upp lokið verða“.
*
Einn eftir. Þeim fækkar smám saman nazista-
foringjunum, sem leika lausum hala
eða eru í lifenda tölu. Hitler er sagður marg-
dauður, Himmler drakk blásýru, Göring tók i
höndina á amerískum hershöfðingja, svo að sá
fékk skömm í hattinn, Dönitz er orðinn fyrr-
um foringi, og svo mætli lengi telja. Það er
víst aðeins einn hinna æðstu, sem cnn hefir
ekki fundizt — Ribbentrop, refurinn, sem fcr
líklega huldu höfði einhvers staðar, þvi að hvergi
hefi eg heyrt eða séð sagt frá láti hans. En
vafalaust skýtur hann bráðlega upp höfðinu
aftur.
*
Hjóna- Það er til máltæki, sem segir: „Allt
skilnaðir. er mest í Ameríku“. Eg ætla ekki
ekki að fara að færa ncinar sönnur
á það hér, heldur aðeins að segja frá tveim
broslegum hjónaskilnaðarsögum, sem eg las um
daginn í amerísku blaði. önnur segir frá manni,
sem sækir um skilnað á þeim forsendum, að
hann hafi ekki verið með rétt gleraugu, þegar
hann kvæntist konunni sinni! Hann uppgötvaði
misgáninginn eftir fjórar vikur! Hin sagan cr
um vasaþjóf, sem stal veski úr vasa sjóliða.
Þegar hann fór að skoða veskið, rakst hann á
mynd af konunni sinni!