Vísir - 26.05.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 26.05.1945, Blaðsíða 3
Laugardaginn 26. mai 1945 VISIR V I er a morgun. Fyrsta vallarmót sumarsins. Á morgun (sunnudag) fer fram fyrsta vallarmót ársins í frjálsum íþróttum, en þaö er „fþróttamót K.R.“. Er þgtta í þriðja sinn í röö, sem K.R. stendur fyrir frjáls- íþróttamóti um þessi mán- aðarmót. Að þessu sinni eru kepp- endur 29 frá fjórum félögum, K.R., Í.R., Ármanní og F.H., en auk þess keppir með sem gestur þekktur amerískur þolhlaupari, Victor J. Dyr- gall. AIls verður kcppí i eftir- töldum 8 íþrótlagreinum og i þessari röð: 300 metra hlajp: 4 kepp- cndur, m. a. bæói núverandi metliafi Kjartan Jóhannsson (Í.R.) og sá fyjrverandi, Brynj. Ingólfsson (K.R.). Er búist við spennandi keppni og jafnvel nýju meti, ef veð- ur verður gott. Langstökk án atrennu: 7 keppendur. Skúli Guðmunds- son (K.R.) er eiirna liklegast- ur til sigurs, en Sveinn Ing- varsson (Ii.R.) getur orðið honum hættulegur. Báðir hafa stokkið 3,01 m., en met- ið er 3,03 m. sett af Sig. Sig- urðssyni (K.V.) 1936. Má al- veg eins reikna með þvi, að það falli. Kúluvarp: Einnig 7 kepp- endur og þeir ekki af lakari endanum. Gunnar Huseby (K.R.) er meðal keppenda og því mjög miklar líkur til að árangurinn verði á alþjóða- mælikvarða. Af öðrum kepp- endum má nefna Jóel Sig- urðsson (Í.R.) og Jón Ólafs- son (K.R.), sem mikils er vænzt af báðum. 3000 m. hlaup: 5 keppend- ur mjög jafnir og góðir, en auk þess hleypur með sem gestur, ameríski þolhlaupar- inn Victor J. Dyrgall. Fyrstu þrír menn úr Víðavangs- hlaupinu þeir Har. Björnsson (K.R.), óskar Jónsson. (í.R.) og Hörður Ilafliðason (Á.) munu reyna að gera sitt til að lianga í honum og gaman verður að sjá hvort þeim tekst það eða ekki. Hástökk: 5 keppendur m. a. methafinn Skúli Guð- mundsson (K.R.) svo árang- urinn verður vonandi á heimsmælikvarða eins og i kúluvarpinu, enda þótt nokk- uð snemmt sé. Hinir fjórir eru Árni Gunnlaugsson, F.IL, Björn Vilmundsson, Jón Hjartar og Jón ólafsson, allir úr K.R. 110 m. grindahlaup: 4 keppendur; Skúli, Brynjólf- ur Jónsson, Finnbjörn og Hjálmar Kjartansson. Keppn- in verður áreiðanlega spenn- andi og skemmtileg og ekki ólíklegt að Skúla takist að ógna metinu. Spjótkast: 7 keppendur frá 3 félögum, Hér eru keppend- ur svo jafnir að ómögulegt er að segja um hvar sigurinn lendir. Jón Iljartar (íslands- meistarinn), Jóel og Finn- björn (Í.R.) hafa mestar lík- urnar, en hinir, svo sem skíðakapparnir Jónas Ás- geirsson og Gísli Kristjáns- son geta orðið þeim skeinu- hættir. 4x200 m. boðhlaup er síð- asta greinin og liklega ekki sú lakasta. í>ar keppa 5 sveit- ir frá 4 félögum og ógerniilg- ur að segja um úrslitin. K.R. á metið 1:36,4 mín. sett 1943. Eins og sjá má af þessu verður þetta mót óvenju fjöl- breytt og spennandi. Og jjeir sem fylgdust með frjáls- íþróttamótunum hér í fyrra gera sér vonir um góðan ár- angur strax á þessu fyrsta móti. Mótið mun hefjast kl. 4,30 e. li. á íþróttavellinum. Finnska stigataílan fcomin út. Ómissandi handbók fyrir íþróttamenn. Nýlega er komin út bók, er nefnist „Stigatafla fyrir frjálsar íþróttir“ (Finnska stigataflan). í bók þessari er liægt að finna hvað þau afrek, er iþróttamenn vinna i hinum ýmsu greinum frjálsa íþrótta, gefa mörg stig. Er tafla þessi því mjög handhæg fvrir íþróttamenn og aðra íþróttaunnendur. Bókin er gefin út að tilhlut- an Í.S.Í. en um útgáfuna hafa séð þeir Magnús Baldvinsson og Ingólfur Steinsson. Bókin verður til sölu á íþróttamóli K.R. á morgun. HATÍÐAHdLD 17. JÚNl. Orðsending frá ríkis- stjórninni. Ríkisstjórnin vill hér með beina þeim tilmælum lil allra bæjar- og sveitarstjórna i landinu, að þær bafi forgöngu um almenn hátíðahöld um land allt á hinum nýja þjóð- hátiðardegi, 17. júní. Verður það að sjálfsögðu að fara eftir mati þeirra, er forgönguna hafa, hversu há- tíðahöldunum skuli fyrir komið á hverjum stað, en þó vill ríkisstjórnin láta í Ijós þá ósk, að stefnt verði að því að haga svo skemmtunum og öðrum mannfagnaði, að allir eigi þar sem greiðastan og jafnastan aðgang. Rikisstjórn íslands, 23. maí 1945. Norðmenn hafa sett á lagg- irnar skrifstofu, sem á að sjá um að fólk sem liefir orðið að rýma íbúðir sinar vegna Þjóðverja eða quislinga, fái þær sem fyrst aftur. Landssöfiuinin nálgast nú tvær milljónir. Sambandið og kaupfélögin gefa 150 þúsund krónur. I gær barst skrifstofu Landssöfnunarinnar bréf og 100 þúsund króna ávísun frá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga. Er gjöf þessi frá sambandinu og allflestum sambandsfélögum, en jafn- framt er frá því skýrt, að þau félög, sem ekki taki þátt í gjöf þessari, hafi gefið til söfnunarinnar livert á sín- um stað, og muni þau tillög nema um 50 þús. kr. Á hvítasunnunni söfnuð- ust tæpar 6.600 kr. i kirkjum í Reykjavík, og afhenti síra Friðrik Hallgrímsson dóm- prófastur í gær það, sem safnazt hafði hjá söfnuðum þjóðkirkjunnar. Gamall mað- ur, S. að nafni, kom og af- henti 50 kr. á skrifstofunni, en kom að vörmu spori aft ur og bætti 50 kr. við. Eg á xiokkur dekk felga 16x475 og 500. — Vil skipta og fá 16x650. — Aðeins skipti koma til greina. LOFÍUR, Nýja Bíó. Kappsigiinga- bátur er til sölu af sérstökum istæðum. — Til sýnis í bragga nr. 13 við Nýbýla- veg og Hafnarfjarðarveg vestanverðan kl. 6-8 í dag. Haglega gerður veggskjöldur af Jóni Sigurðssyni. Síðustu daga hefir verið til sýnis i skemmuglugga Har- aldár Árnasonar haglega gerður veggskjölcþir af Jóni Sigurðssyni forsela. Ýmsir málsmetandi menn hér í bæ, hafa farið lofsamlegum orð- um um skjöldinn, sem er gerður úr ljósum málmi, liúðaður með eir, og „oxider- aður“. Er hægt að panta hann i síma 2287 milli kl. 5—7 daglega. Barnakórinn Sólskinsdeildin. Á morgun ld. 1.30 e. b. syngur Barnakórinn Sól- skinsdeildin undir stjórn Guðjóns Bjarnasonar i Gamla Bió. Rennur ágóðinn allur til Landssöf nunarinnar. Þess má vænta, að margir vilji hlýða á söng barnanna og styi’kja um leið gott mál- efni. Aðgöngumiðar fást i verzl- unum til hádegis og eftir það á skrifstofu Landssöfnunar- innar, Vonarstræti 4, senx verður opin lil kl. 10 í kvöld. Mæoradagoirinn er á mcrgun. Eins og að undanförnu hefir Mæðrastyrksnefnd blómasölu þann dag, og verða bau afhent í eftirtöldum skólum: Austur- bæjarskóla, Miðbæjarskóla, Laug- arnesskóla, Mýrarhúsaskóla, Skildinganesskóla. Einnig verða þau afhent í Elliheimilinu og i Þingholtsstræti 18, á morgun kl. 9 f. h. Börn fá sölulaun, og þeim duglegustu verða veitt verðlaun. TILKYNNING ins Tekið verður á móti pöntunum á aðgöngu- miðum að skemmtunum Sjómannadagsins 3. júní næstkomandi í skrifstofu sjómanna- blaðsins Víkmgur, Bárugötu 2, fyrst um sinn alla virka daga kl. 2—4 e. h. Allir pantaðir aðgöngumiðar verða að vera sóttir fyrir mánaðamót. Mæðradagurinn er á morgun og eru bá blómabúðir okkar opnar - frá kl. 10—4. Fléra. Lifla blómabúSin. Blómabúðm Gaxður. Kakiusbúðin. Blóm & Ávextir. Blémaverzlun Önnu Hailgrímsson. Verzlunin Stígandi, Laugavegi 53. Býður yður fyrsta flokks ferðaútbúnað, svo sem: Tjöld, allar stærðir, tjaldbotna, bakpoka, allar stærðir, svefnpoka, þrjár gerðir, hliðartöskur, vatnsfötur, innkaupatöskur. Einnig alls konar fatnað og útbúnað. syngur í Gamla Bíó á morgun kl. 1,30. Aðgöngu- miðar hjá Eymundsson, Sigríði Helgadóttur, Hljóð- færahúsmu og á skrifstofu Landssöfnunarinnar, Von- arstræti 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.