Vísir - 16.06.1945, Síða 4

Vísir - 16.06.1945, Síða 4
4 VISIR Laugardaffinn 16. júní 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. 17. )únL. JJinn 17. júní í fyrra töldu ýmsir, að lýð- veldisstofnunin væri frekar i orði en á Jiorði, enda myndu mörg tormerki á fram- ikvæmdinni, er frá liði. Slíkar spár liafa ekki yæzt. Stórveldin hafa viðurkennt, — og við- nrkenndu raunar þá þegar, — endanleg sam- Jjandsslit við Danmörku og eftirfarandi ráð- stafanir, sem gerðar voru til lýðveldisstofn- unarinnar, og Danir sjálfir liafa sýnt fullan skilning á málsviðhorfum íslenzku þjóðar- jnnar. Þá sögðu menn ennfremur, að meðan •erlent setulið dveldi hér í landi, þótt sam- kvæmt beiðni þjóðarinnar væri að forminu fil, — þá gætum við ekki talizt sjálfstæð þjóð. En þar var um hugtakarugling einn að ræða. Nú er striðinu lokið og innan stundar dvel- ur hér ekki erlent selulið. Friðarsamning- um er hinsvegar ekki lokið, og munu nú augu manna liafa opazt fyrir því, hve örlagaríkt og heillavænlegt spor var sligið, er ekki var hvarflað frá stofnun lýðveldisins á þeim tíma, sem sambandslögin gerðu ráð fyrir og orð- ið hefði, ef friður hefði verið ríkjandi i álf- unni. Um þessi úrslit málsins þarf ekki að ræða nú. Allir munu dæma þau á einn veg. j Á morgun mun alþjóð fagna stofnun liins Islenzka Iýðveldis. Þótt dimmt væri yfir Þing- jvöllum og gengi á með hryðjur og raunar Stórrigningu mestan hluta dagsins, hafði það ekki þýðingu fyrir allan þann fjölda, sem þar var saman kominn. Menn fögnuðu ðeginum af heilum liug og voru i liátíða- jskapi. Dagurinn er og verður öllum þeim íógleymanlegur, sem tóku þátt i hátíðahöld- linum, og ekki aðeins þeim, lieldur og ís- lendingum öllum um ókomna framtíð. Sum- arhlíðu og sólskin þurfti ekki til þess að bjart verði yfir minningu þessa dags, en þeir ðagar einir eru sannkallaðir hátíðadagar, iseni menn fagna alveg án tillits til hversu lyeður er eða hefir verið á liðnum árum. 17. júní er og verður þjóðhátíðardagur ís- lendinga,en hafa allir gert sér grein fyrir livað slikt táknar. A þjóðliátíðum er staldrað við. Erill og ys dagsins, eins og liann er venjulega, tvikur fyrir öðrum ys og öðrum tilfinningum. !Menn munu gera sér margt til gamans, en J)eir gera það með öðrum hug en venjulega, tneð því að nú er sjálfstæðis þjóðarinnar jninnst og jafnframt mun hver einstaklingur iheita því að vernda það svo sem verða má ÍFyrir óbornar kynslóðir. Sagan greinir ljós- lega frá hvers íslenzka þjóðin fór á mis, er hún glataði frelsi sínu og naut þess ekki leng- iir. Þess er vert að minnast, en á engan hátt jað erfa. A morgun ininnist þjóðin stofnunar ís- Tenzka lýðveldisins í fyrsta sinni. Dagurinn J»er svip af því, að hann er eign þjóðarinn- &r allrar, en ekki einstakra stétta eða fá- niennra hópa ráðamanna hennar. Hátíða- höld eiga að vera þennan dag með þeim blæ, jsem hann verður látinn hera 1 framtíðinni ÍÞví veltur á mildu að vel takizt, ekki að- jeins af þeirra hálfu, sem stjórn á skemmt-' junum kunna að liafa með liöndum, heldur Ullra þeirra, sem taka þátt í mannfagnaði i einhverri mynd. Látum hátíðahöldin að þessu sinni, sem ávallt þennan dag, verða þjóðinni til sóma. Gleðilega þjóðhátíð. Sigurður P. Oddsson. Mixmingazorð: Þann 10. þ. m. andaðist Sigurður P. Oddsson frá Skuld í Vestmannaeyjum, fullra 65 ára að aldri. "Hann létzt á Landakotsspítala, að nýafstöðnum holskurði. Sigurður lieitinn var fædd- ur að Krossi í Landeyjum 28. marz 1880, en þar bjuggu.þá foreldrar hans, Oddur Pét- ursson og Sigríður Árnadótt- ir. Móður sína missti Sigurð- ur, er hann var fimm ára að aldri, en faðir hans liélt þó áfram húskap að Krossi til ársins 1892, en þá giptist hann í annað sinn og reisti bú að Heiði á Rangárvöll- um. Þangað fluttist Sigurð- ur með honum og ólst þar upp síðan. Sigurður mun liafa verið hráðþroska, og innan við tvítugt tók hann að stunda sjóróðra - úr Þorlákshöfn. Nokkru síðar gerðist hann háseti á þilskipum frá Reykjavík. Mun hann lengst hafa verið með Kristni Brynjólfssyni úr Engey. En ár’ið 1907 flytur Sigurður til Vestmannayja, og tók þá strax að slunda sjóróðra. Leið ekki á löngu unz hann gerðist formaður, og var J)að því nær samflej’tt til ársins 1930. En fiskveiðai’ stundaði hánn þó á sumrum fram til síðastliðins árs. Reri hann þá alla tíð, eða 36 sumur sanifleytt, með Þorsteini út- gerðarmanni í Laufási í Vestm.eyjum. Mun sjald- gæft, að menn séu svo lcngi samskipa, enda var um það skrifað í sjómannahlaðið Ægi fyrir nokkrum áruin. Sigurður var kvæntur Ing- unni Jónsdóttur, Ingvars- sonar frá Hóli í Landeyjum. Er hún liin ágætasla kona og var sambúð þeiija með afhrigðum góð. Var hún hon- um samhent mjög um dúgn- að ográðdeild í afkomu allri. Enda fókst þeim vel húskap- urinn, þótt börnin yðru morg — ellefu, sem öllu eru á lífi og nú uppkomin. Má nærri geta, að húsmóðirin hafi oft haft ærið að slarfa, en henni og manni hennar* var ljúft að leggja fram krafla sina, og fylgdi hlessun öllu þeirra starfi. Eru hörn þeirra till i liópi dugmcslu og vænstu manna. Sigurður var annálaður hreysti og þrekmaður alla tíð. Hann var mikiíl vexti, afrenndur um herðar og harm og har sig vel; stilltur mjög og hófsamur í allri framkomu, hlýr og glaður að svip, en þó festulegur í fasi. Á yngri árum var hann annálaður glímumaður, og fram til hins síðasta var hann þéttur til handtaka og engum léttur í vöfum; Glað- Ivndur var hann og léttur í syörum, fróður vel um margt, glöggur og minnugur. Svo heppinn var hann í for- mennsku sinni, að aldrei varð honum neitt til slvsa. Lengi fór hann margar ferð. ir að sumri .og liausti hverju frá Eyjum, og „upp i Land- eyjasand" og tókst giftu- samlega, þótt þar sé ekki gott lil lendingar, svo sem alkunna er. Sigurður var tryggur mað- ur og vinfastur, svo af har, enda varð honum og gott til tryggra vina. Má nefna til þess það dæmi, að skömmu eftir að hann fluttist til Eyja, byggði hann ibúðarhúsið Skuld, sem liann síðan var oftast við kenndur, ásamt æksuvini sínum Stefáni Björnssyni frá Bryggjum í Landeyjum, næsta bæ við Iíross. Höfðu þeir íélagar þá verið saman á skútum, en voru nú háðir nýfluttir til Veslmannaeyja. Siðan hafa þeir húið í þessu sama húsi alla tíð og átt mörg störf saman. Hefir vinátta þeirra verið svo trygg og sambýlis- Iiættir svo góðir, að fátítt mun mega teljast og það eins þó háðir væru skapmenn, seni hvergi létu lilut sinn, ef i það fór. En til þess kom aldrei í þeirra viðskiptum. Sigurður var gæfumaður alla ævi. Máltækið segir, að hver sé sinriar gæfu smiður. Þótt efast megi um það, má þó um Sigurð segja, að hann hafi til þess borið marga kosti; atorku, ráðdeild, glað- lvndi og vinfesti. En samfara þessu runnu fleiri stoðir und- ir gæfu hans, þær, „sem eng. inn tekur hjá sjálfum sér“. Hann eignaðist ágætis konu, átti miklu harnaláni að fagua, var lieppinn í störfum og heilsugóður til liins sið- asta. Og hann átti marga kunningja og góða vini, — en enga óvini. Hann harst aldrei mikið á, en vann öll sín störf með élju og hljóð- látri atorku, svo að vart gat vandáðri mann í athöínum og orði. Slíka menn sem hann, er gott að þekkja og ljúft að minnast. Og fáir munu eiga þeim hetri lieim- von. Vinur. Stúdentablað keniur út þ.ann 17. júni, og er það nijög fjölbreytt að efni og vandað að frágangi, 52 blaðsíður að stærð. Efnisyfirlit blaðsins er sem liér segir; 17. júní liugfleið- ingar, eftir Gunnar Tlioroddsen prófessor, Iíennsla í verkfræði við Háskóla íslands, eftir Finn- boga II. Þorvaldsson verkfr., Nú er líflið komið (úr Minningum sr. Árna Þórarinssonar eflir Þór- berg Þórðarson rith., Þú manst í vor — með hvítan koll, kvæði eftir Iíagnar Jóhannesson, Þættir úr sögu Háskólans eftir Benedikt Jakobsson iþrótlastjóra, Á að lialda kristni á íslandi, eftir Þór- ir Þórðarson stud.' theol., Um nám í Ameríku og íslenzk viðhorf til þess, eftir dr. Björn Jóhannes- son, Þýðing úr Gluntunum eftir Einar M. Jónsson rithöfund, Tunglskinsblettir á lieiðinni, saga eftir Emil Björnsson stud. theoJ., Raddir fslendinga um sjálfstæði íslands (kaflar úr Frón), Kvæð- ið um okkur menninguna eftir Bjarna Benediktsson stud. theol., Rússasöngur eftir Svein Ásgeirs- son stud. jur., Háskólaannátl og myndir. — Sölubörn, sem vilja selja Stúdentablaðið, eru beðin að koma í Menntaskólann kl. 9 f. h. á sunnudag. Tímariíið Jörð, 1. hefti (i. árgangs hefir bor- izt blaðinu. Þetta liefti er helgað Panmörku, og er mjög fjölbreytt. Af efni þess má nefna: Minni Danmerkur (kvæði). Danir og konunguar þeirra. Rask og Rafn. Vormenn. Upp úr skilnaðinum. Danmörk — Jand og lýður. Jóta- saga. Kafli úr leikritinu „Niels Ebbesen“ eftir Kaj Munk. Þegar Dannjörk verður frjáls. Bróður- leg orð, og margt fleira. Auk þess sem að framan getur, er ritið prýtt fjölda mynda. Berklaskoðun. Eg var að Iesa um daginn í amerísku biaði, að tekin hefði verið ákvörðun um að láta fram fara berkla- skoðun öllum íbúum tiltekinnar borgar þar í landi. Þóttu það mikit tíðindi og bera ýitni um mikið framtak þeirra, sem þarna áttu frum- kvæðið. Var þess getið, liversu mikil nauðsyn bæri til þess, að unnt væri að kveða þenna hættulega sjúkdóm niður, því að þjöðin yrði fyrir miklu tjóni af völdum hans árlega. * Samanburður Mér varð hugsað til berklaskoð- við fsland. unarinnar hér í bænum hjá okk- ur, sem nú er að verða lokið, þegar eg hafði lesið þessa frásögn hins ameríska blaðs. Við íslendingar höfðum ekki aðeins orð- ið fyrri til að láta fram fara skoðun á hverju mannsbarni í heilli borg, en þeir þarna vestur í Bandarikjunum, en þar við bætist, að við tökurn hvorki meira né minna en stærstu borg- ina, sem við eigum. Og þá eru ótaldir allir þeir, sem rannsakaðir hafa verið áður úti um land. * Þriðjungur Hugsum okkur, að Bandaríkja- þjóðarinnar. menn tækju sig til og ákvæðu að láta fráin fara hlíitfallslega jafn- víðtæka berklarannsókn og ■ frám hefir farið hjá okkur. Hvað þurfa þeir þá að láta skoða mikinn hluta þjóðar sinnar, meðan við látum skoða aíla Reykvíkinga? Þeir þurfa að skoða nokkra tugi milljóna manna, af' þvi að hér býr þriðjungur íslendinga, og á móti hverjum fs- lendingi koma um það bil þúsund Bandarikja- menn. Það j'rði talsverður hópur. * Stórvirki. Eg er ekki viss um, að menn geri sér almennt Ijóst, hvílíkt stórvirki þeir liafa unnið, sem stjórnað hafa berklaskoð- uninni að undanförnu og hrundu henni í fram- kvænid. Það er enginn smáhópur, scm tekinn hefir' verið til rannsóknar hér, jafnvel þólt reiknað væri á mælikvarða stærri þjóðar en Is- lendinga, því að svo nákvæm og viðtæk skoðun mun óþekkt fyrirbrigði. Við stöndumst vel sam- anburð við hvaða þjóð sem er að þessu leyti og þótt við verðum að srekja margvíslegan fróð- lcik lil annarra, þá liygg eg að ýmsir gætu tek- ið sér þetta til fyrirmyndar. + M.kið hefir Við höfum tekið stór skref í bar- á unnizt. állunni við berklana á siðustu ár- um, en þólt vel hafi miðað, má ekki sýna neitt sinnuleysi á komandi timum, enda ekki hætta á því, þegar þeir menn eriAvið Stjórn berklavarnanna, sem nú eru. Við eigum að halda áfram á þessari braut og segja, eins og Churchill forðum, þegar hann ræddi um það, að hætta væri á innrás í Bretland, að við niun- um berjast alls staðar við fjandmanninn, hvar sem er, í borgunum, á ökrunum, ströndinni og uppi í fjöllunum. Það má aldrei gefa honum töm til að búa um sig, þvi að þá er ekki að vita, hversu langan tíma það kann að taka að uppræta hann. * Hannyrða- ,.Ebba“ skrifar mér það, sem hér fer sýning. á eftir: „Iig fór að skoða hannyrða- sýningu Hússtjórnarskólans, sem haldin var fyrir nokkuru. Aðgangur var ókeyp- is, þótt seldur hafi verið aðgangur að öðrum hannyrðasýningum, sem haldnar lial'a verið i bænum í vor. Mér fyndist sanngjarnt, að sýn- ingargestir væru látnir greiða einhvern að- gangseyri og þvi, scm inn kemur siðan varið til að verðlauna stúlkur, sem fram úr skara. * Enginn verð- Eftir því, sem eg' veit bczt, er launasjóður. cnginn verðlaunasjójður til í skólaínim, sem veiti beztu nem- endunum viðurkenningu, éii margir skólar eiga slíka sjóði. Verðlaunin mundu auka áhuga nem- endánna og það mundi ekki þurfa að setja háan aðgangseyri til að fá nokkurt fé í slíkan sjóð. Þeir sem sækja sýningar skólans munu ekki síður vilja láta eilthvað af hendi rakna lil að sjá vinnubrögð þessara stúlkna en annara, sem sýndir eru munir eflir. * Þuklað og Lika mætti gjarnan vcrja einhverju þreifað. af inngangscyrinum til að bæta tjón, sem verða kann á sýningar- munum. Það er að ininnsta kosti svo, að þeir sem munina skoða, láta sér ekki nægja að horfa á þá, það þarf að þuklal um þá og þreifa á þeini líka. Veit eg að komið hefir fyrir, að það hefir orðið nauðsynlegt að senda dúk í hreinsun efl- ir að hann hafði verið hafður til sýnis i fápina daga. Þá væri gott að getp gripið til sjóðs til að standa straum af slikum kostnaði.“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.