Vísir - 16.06.1945, Síða 6

Vísir - 16.06.1945, Síða 6
VISIR Laugardaginn 16. júni 1945 iL®mg ap(d a -g s sa ga '5/fl$Ml< VOGUN VINNUR VOGUN TAPAB. Saga frá Skandinavíu. Bóndinn stóð úti á túni og gáði til veðurs. — Það hafði verið rigning, en nú var kom- inn frostkali og hrím á jörð- ina. Bóndinn var að hugsa um þreskinguna. Það var mikið verk að þreskja allt kornið með þeim tækjum, sem hann hafði. Það var nægileg vinna fyrir tvo menn allan vetur- inn. Hann hafði engan mann ráðið. Og Even landseli hans var orðinn gamall, svo lítið lið var að honum. Þetta var ekki efnilegt. — Ókunnur maður nálgao- ist bæinn. Bóndinn sá að hann hafði tösku á bakinu. Það lcomu sjaldan gestir til þessa bæjar, sem stóð langt uppi millum hárra fjalla. — Maðurinn ókunni var hár, herðabreiður og miðmjór, sem sagt vel vaxinn. Fram- undan húfunni sást svart og mikið hár. Ökunni maðurinn kvaddi bónda og sagðist vera kom- inn til þess að eiga kaup við hann. „Hm!“ mælti bóndi; „eg á litla peninga.“ Sá ókunni brosti svo skein í mjallhvítar tennurnar. Hann mælti: „Átt þú ekld þessa stóru jörð og mikla skóg?“ „Jú, eg á skóg, en ekki pen- inga,“ svaraði bóndi cg tog- aði buxurnar betur iipp um sig. „Hvað hefirðu á hoðstól- um ?“ „Klúta, silfurnælur og fleira,“ svaraði ungi maður- inn. „Dót handa kvenfólki,“ tífutaði bóndinn. „Þá verður þú að tala við konuna mína og Margit dóttur mína.“ — Bóndi fylgdi svo gestinum til stofu, bauð stól, og ferða- maðurinn settist. Konan var að kemba ull, en Margit sauð graut. Hún vanung, ljóshærð, með blá, fögur augu. „Jæja, nú skalt þú sýna það, sem þú hefir meðferðis," mælti bóndinn við gestimi. Bóndi var forvitinn. Hinn opnaði tösku sína og tók upp vörurnar. Það voru skraut- legar nýsilfurnælur, hringir, fallegir klútar o. 11. „En hvað þetta er fagurt,“ mælti Margit. Hún tólc feim- in mjög hina stóru silfurnæiu og hélt á hcnni milli fingur- gómanna. „Þessi er líklega dýr,“ sagði hún brosandi. „Kostar tvo dali,“ sagði maðiirinn. Ilann haíði tekið ofan húfuna. Hár hans var svart og mikið. Ennið fallegt, hörundsliturinn hvítur. „Kauptu hana handa dótt- ur þinni, bóndi sæll. Hún er falleg stúlka og'þarf að eiga l'agra nælu.“ Bóndinn strauk skeggi'ð. „Hm, eg býð hálfan annan dal fyrir næluna. Hvað seg- irðu um það?“ Margit roðnaði og lagði næluna frá sér. Enginn liafði fyrr sagt hana fallega. Það var svo gaman að hlusta á þetta. Hún fór að skammta graut- inn. Gesturinn mælti: „B.g skal slá hálfum dal af spennunni.“ Hann stóð á fætur og lagði næluna í lófann á Margit. Hún þakkaði og roðnaði enn meir en áður. Margit fór inn í herbergið sitt og lét næl- una í saumaskrínið. Hún stanzaði þar dálitla stund, til þess að ná sér og láta roðann minnka í kinnunum. Er liún kom fram í dagstofuna var pahhi hennar að borga mann- ýium hálfa dalinn. Gesturinn borðaði árbítinn með heimilisfólkinu. Er hann hafði þakkað fyrir matinn, spurði hann hvernig veðrið væri. Svo spurði hann hvort nokkra vinnu mundi vera hægt að fá í byggðinni. „Kanntu að þreskja?“ spurði bóndi. „Ef þú kannt það, geturðu fengið vinnu hér í vetur. Mig vantar vetr- armann.“ „Eg hefi unnið við jiresk- ingu tvo vetur,“ svaraði hinn. „Og borgir þú mér vel, skal eg vinna hjá þér.“ „Já, þú verður ánægður með kaup það, er eg greiði þér, ef þú vinnur vel,“ svar- aði bóndi. Þannig var samningurinn gerður. Töskuna geymdi húsráð- andi inni í stóra skápnum. Svo fóru þeir út í hlöðu og nýi vinnumaðurinn fór að þreskja með gamaldags á- höldum, því að þessi saga gerðist árið 1701. Bóndi var ánægður með vinnubrögð unga mannsins og strauk skegg sitt hýr í bragði. Þegar Margit stundu síðar fór út í fjósið, heyrði hún söng vinnumannsins: „Eg að starfi vel geng, þreski og hamast í fleng, huga eftir gullkorni í hálmi. Eg hoppa og eg treð og ef heppnin er með, mun eg handfylli ná af þeim málmi.“ Margit fann einhverja nýja tilfinningu bærast í hjartanu. Hann var svo kátur, þessi ungi, fallegi sveinn. Og aug- un hans voru svo fjörleg. — Það var nóg að horfa á hann til þess að komast í gott skap. Kf til vill, cf til vill. Nei, það var óhugsandi, hún þekkti liann ekkert. Hún roðnaði, og flj'tti sér inn í fjósið, til þeirra starfa, sem biðu hennar. — Dagarnir liðu, og þresk- ingin gekk vel. Bóndi þóttist aldrei lial'a haft svo dugleg- an mann. En hann varð á- hyggjnfullur yfir þvi, livað vel þcim kom saman, Margit og vinnumanninum. Þau hrostu alltof oft hvort til annars. En honum skyldi ekki verða kápan úr því klæðinu, að ná í hcimasæt- una. Þetta er bara l'læking- ur, umrénningur. Hann var að hugsa um að reka hann af heimilinu. En hann mátti ekki inissa hann. Og Margit er sjálfsagt ekki svo lítilþæg, að hún vilji eiga þennan ó- þekkta piltung. Þannig hugs- aði bóndi. En svo þurfti Margit dag nokkurn að sækja hey handa kálfunum út í hlöðu. Hún stóð og tók hey úr stabban- um í fang sitt. Þá fann hún sterkum, mjúkum örmum tekið um sig aftan frá. „Nú fann eg gullkorn í hálininum," sagði pilturinn og hló. Margit sneri sér að hon- um. Hún mælti: „Þau gull- korn, er þú hér finnur, eru elcki þín eign.“ Hann svaraði: „Þau geta síðar orðið mín.“ „Já, en þá verðurðu fyrst að sýna, að þú sért verður þess að eignast þau.“ Hún þreif heyfangið og flýtti sér burt. Hann stóð brosandi litla stund; svo fór hann að þreskja. Hann söng sömu vís- una aftur og áftur.Margit stóð í fjósgöngunum og heyrði sönginn. Hún smeygði, rjóð í kinnum, lokkunum undir skýluna og gekk inn í fjósið. Henni fundust armar hans ennþá faðma sig. Allt var orðið svo yndislegt. I vikunni fyrir jólin gekk bóndi fýldur um, úti og inni. Hann skuldaði nágranna sin- um, Thor á Espistað, tvö hundruð dali. Og nú gekk maðurinn eftir peningunum. Hann vildi fá þá fyrir jól. — Þetta var í fyrsta skiptið, sem bóndi gat ekki greitt það, sem á honum hvíldi. Einn dag, er hann var hjá vinnumanninum, er var að þreskja, bar þejta á góma. Ökunni vinnumaðurinn stóð litla stund hugsandi: Svo leit hann á bónda og brosti. „Eg skal spyrja skreppu mína, hvort hún geti hjálpað þér.“ Hann fékk lyk- ilinn að stóra skápnum, gekk inn og kom aftur með 200 dali. Bónda kom vel að fá pen- ingana. Og frá þessum degi virti hann vinnumanninn meir en áður. „Svo hann átti pcninga,“ sagði bóndi við sjálfan sig. „Ef til vill er hann elcki allur þar sem hann er séður.“ Margit og vinnumaðurinn voru orðin alvarlega ástfang- in hvort af öðru. Þau hittust í rökkrinu, með lcynd, í þreskihúsinu. Þau sátu í faðmlögum á hálmhaugnum og nutu ástar- innar. Margit var þau kvöld lengur fram eftir við fjós- verkin, og þögn ríkti í þreskihúsinu. Þeim virtist lífið dásam- legt ævintýr. Kvöld nokkurt sátu þau á sínuin stað og töluðu saman í hálfum hljóðum. Þá kom bóndi. Hann hafði ekkert hljóð heyrt frá vinnu- manninum við þreskinguna. Bóndi stóð og liorfði þegj- andi á þau. Svo mælti hann: „Jæja. Þið liafið það þá þannig.“ Margit greip höndunum fyr- ir andlitið og fór að gráta. Hún stóð fljótt upp og flýtti sér inn í fjósið. Vinnumaður- inn stóð rólega á fætur. Hann sagði hónda að þau elskuðu hvort annað. Hann tók ofan húfuna og bað um Margit fyrir konu. „Hvorugt okkar verður liamingjusamt, ef við fáum ekki að eigast,“ mælti hann. Bóndi þagði um stund. Svo spýtti liann í hálmhauginn og tók til máls á þessa leið: „Eg veit ekki hvers konar maður þú ert. En ef þú ert milcill fyrir þér, mun þér ekki vísað frá. Skilyrði það, er eg set, svo þú fáir Margit, er þetta: Þú skalt hafa skotið björn fyrir páska. Mun eg hafa bjarnarfeldinn á sæti í sleða mínum.“ Biðillinn brosti og hristi höfuðið. „Þú verður einhversstaðar að finna bjarndýr. Veiztu um nokkurt híði, bóndi sæll?“ „Það hefir verið híði uppi í Nýseljafjalli. Eg er nú orðinn gamall, og enginn þorir að eiga við dýrið. Það er grimmt, maður minn.“ „Jæja, eg geng að þessum samningi. Þann dag, er eg færi þér bjarndýrsffeldinn, fæ eg Margit,“ mælti ungi mað- urinn brosandi. Svo fór hann að þreskja. Hann söng við vinnuna. — Veturinn leið. Það var lokið við að þreska rétt fyrir Gregoríusarmessu. Nú var rúm vika til páska. Dag nokkurn tók farandsveinn- inn stór skíði og framhlaðna byssu, er bóndinn átti, og lagði af stað áleiðis til Ný- seljafjalls. Margit fyldgi unnustanum út á túnið. Svo stóð hún náhvít í and- liti og barðist við grátinn. Hún vissi að þetta var hættu- för. Hún hafði beðið föður sinn að senda ekki unnust- ann út í opinn dauðann á þennan liátt. En sá gamli lét sig ekki. Hann var kaldur og ákveð- inn. Hann hafði sagt: „Ef hann á að verða bóndi á Hestabóli, verður hann. að sýna hugrekki og afl.“ Og nú var stundin komin. „Ef þú kemur ekki aftur lifandi, steypi eg mér í Hestabólsfossinn,“ sagði Mar- git við unnustann og lagði hendur um háls hans. „Eg elska þig svo heitt. Eg má ekki iriissa þig.“' Hann klappaði henni mjúklega og strauk hár hennar. „Ekki gráta, Margit. Bráðum cignast eg gullkorn- ið.“ Svo hló hann, steig á skíðin og hélt af stað. Hann hvarf brátt sjónum hennar, eða strax og hann var kom- inn upp fyrir hálsinn, sem var vaxinn lágum trjám. — Margit stóð lengi og liorfði í áttina, scm hann hélt. Sól- skinið var hcitt þennan vor- dag. „Pabbi var of harður við hann,“ sagði hún við sjálfa sig og þerraði tárin úr augunum. Henni leið illa. En hann, sem hún elskaði, liélt syngjandi leið sína. — Veðrið var agætt. Hann sá fjallið út við sjóndeildar- hringinn. Það líktist svörtum kolli, er teygði sig í átt til liimins. Skíðin voru góð, og skíða- færið ágætt. Eftir nokkurn tíma var hann kominn að rótum f jallsins. „Hér á eg að taka prófið,“ hugsaði hann. Svo aðgætti hann byssuna. Það var skot í henni. Nú var um líf lians og Margit að tefla. Framh. á 8. síðu. BÆIABFBETTIR Messur á morgun. Dómkirkjan: Engin messæ verður i kirkjunni ó morgun kk 11 f. h. Síra Bjarni Jónsson. Fríkirkjan: Messað kl. 11 f. h., síra Arni Sigurðsson. Fólk er beðið að athuga að messutíminn. er hreyttur, vegna liátíðahald- anna. Kálfatjörn: Messað kl. 2 e. h., síra Garðar Þorsteinsson. Nesprestakall: Messað í Mýrar- húsaskóla kl. 11 árd., síra Jón Thorarensen. Frjálslj'ndi söfnuðurinn: Mess- að kl. 5 e. h., síra Jón Auðuns. Hjónaband. 1 gær voru gefin saman í hjóna- band af síra Jóni Thorarensen, Hjörtur Pétursson, cand. oecon. og ungfrú Laura Claessen. Heim- ili þeirra verður að Reynisstað í Skerjafirði. Hjónaband. 1 dag verða gefin saman í hjónaband af síra Jóni Thorar- ensen, Jóhann Friðriksson for- stjóri og Oddný Friðrikka Ingi- marsdóttir. Heimili þeirra verð- ur á Bergstaðastræti 28. Hjónaband. Gefin verða saman í lijónaband í dag: Asegir Einarsson verzl- unarm. og ungfrú Guðrún ólafs- dóttir. Heimili hrúðhjónanna verður á Hverfisgötu 92B. Síra Jón Thorarensen gaf þau saman. Hjónaband. 1 dag gefué síra Jón Thoraren- sen saman í hjónaband Helga Magnússon sjóinann og Guðbjörgu Magnúsdóttur. Heimili þeirra verður á Ilellubraut 7, Hafnar- firði. Hjónaband. í dag verða gefin saman, af sira Garðari Svavarssyni ungfrú Anna Gísladóttir og Ivarl Einarsson, starfsmaður hjá verðlagseftirlit- inu. Heimili þeirar verður á Vífilsgötu 24. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Sænsk tóniist. 20.00 Fréltir. 20.30 Sænskt kvöld: a) Erindi: Um Esaias Tegnér (Peter Hallherg lektor). b) Upplestur (Sigurður Skúlason magister). c) Einsöngur (frú Guðrún Ágústsdóttir). d) Tvi- söngvar úr Friðþjófssögú (Pétur Jónsson ogÁrni Jónsson frá Múla.. — Plötur). e) Illjómplötur:: Sænsk tónlist (Kurt Atterberg). 22.05 Fréttir. 22.10 Danslög til 24.00. Höfðingleg gjöf. Kaupfélag Skaftfellinga sam- þykkti ó aðalfundi sinum þann 5. þ. m. að' gefa Vinnuheimili S.í.B.S. 5000 krónur. Stjórn Vinnuheimilisins flytur gefend- unum sínar alúðarfyllstu þakkir fyrir þetla rauSnarlega framlag: til stofnunar vorrar. Hjónaband. í dag kl. 5 verða gefin saman í hjónaband í Kaþólsku lcirkjunni ungfrú Ágústa Kristín Mar, Leifs- götu 7, og S/Sgt. William J». Smith, U.S. Army Air Corps. Menntaskólanum verður sagt upp á morgun, 17.. júni, kl. 2 e. h. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, síml 5030. Næturakstur í nótt: Bst. Bifröst, sími 1508. Aðra nótt: Litla bilastöðin, símL 1383. Næturvörður er i Laugavegs Apóteki. Helgidagslæknir er dr. Jóhannes Björnsson, Hverfisgötu 117, simi 5989.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.