Vísir - 28.06.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 28.06.1945, Blaðsíða 6
6 = VÍÐSJÁ E FÉLL í SJÖUNDU LOTU. Margt hefir gerzt skrítið i stríðinu, jafnhliða hinu ægi- lega og slcal hér sagt frá einkennilegum bardaga, scm átti sér stað milli am- erískrar tundurskeytaflug- rrélar og japanskrar tví- hreyfla sprengjuvélár af ^Tfcrð, sem amerískir flug- menn nefna „Betty". Ameríska flugvélin und- ir stjórn flugmanns að nafni fíurgess, var í njósnaleið- ■angri skammt frá Mariana- ■egjum, þegar flugmaðurinn kom auga á „fíetty" í um það bil fjögurra mílna fjarlægð. fíilrgess hóf þegar eftirför- ina og báðar flugvélarnar ■þrunuðu áfram rétt yfir sjávarfletinum. En „fíetty“ var ekki nógu hraðfleyg og bardaginn hófst eftir nokkr- ctr mínútur. 1. lota. fíurgess réðst á hina frá vinstri og einmitt þegar. hreyfillinn þeim megin fór ■að gjósa reyk, stóðu vængja- bysSur Burgess á sér. Meðan þessi atlaga slóð yfir tókst ■aðstoðarskyttu Burgess að cyðileggja turnbyssur jap- önsku flugvélarinnar. 2. lota. Byssur Burgess komust -eiflur í lag og lagt var til al- lögu öðru sinni. Það sást, að jerilkúlurnar hæfðu vinstri vænginn á „Betty“, en þá stóðu byssurnar aftur á sér. 3. lota. Nú var breytt um bardaga- aðferð, því að Burgess flaug aðcins fáein fet yfir „fíetty“ og lækkaði flugið smám ísaman. Betty skatl því brátt á sjónum, en sökk ekki, held- ur kastaðist um ÍO fet í loft upp og ftaug áfram. 4. lota. Burgess víkur til hliðar iil að gefa skyttu sinni tækifæri til að skjóta á skrolck flug- vélarinnar. 5. lota. Nú ákvað Burgess að beita ■enn nýrri aðferð. Hann flaug næstum samhliða Betty og reyndi að „naga“ broddinn ■af væng hennar með skrúf- unni. Þegar aðeins munaði nokkurum þumlungum, ióksl Bettg að sveigja frá. 6. lota. Burgess hugðist ganga á inilli bols og höfuðs á Jap-1 önunum, hvað sem það kostaði og ftaug fast við væng þeirra, meðan hann reyiidi að koma vængjabyss- imum í lag. Hann veifaði til Japananna, en þeir voru ekki í skapi til að veifa á■ inóti. 7. lota. fíurgess gat loks komið vængjabgssunum í lag. Iíann hægði hraðann, unz hann var 400 metra fyrir aftan1 fíetty og hóf þá lokahríðina. Logár gusu allt í einu út úr stjórnborðshreyfli japönsku flugvétarinnar og eldurinn breiddist út um vænginn. Jírennandi vængurinn tók að Jiallast og nálgast sjávarflöt- inn og er broddurinn nam við hann, fór flugvélin eins og á handahlaupum og hvarf thafið. Lolc bardagans. Matthías Einarsson Framh. af 4. síðu. fátt til hlýtar. Matthías kann sína grein til hlýtar, en hefir ekki gutlað við neitt utanhjá, og það er þó síður en svo, að liann hafi lokað að sér og ekki sinnt því, sem kringum hann gerðist; bánn hefir þvert á móti fylgst prýðilega með öllu. Hann er fjörugur og kátur og gleðskaparmað- ur, en að slíkum mönnum er alltaf fagnaðarbót. Mest er þó um vert hvílíkur dreng- skapar- og mannkostamaður hann er, er honum þar við brugðið og mun éiga fáa sína lika. Menn eins og Mattbías verða ósjálfrátt og strax stoðir mannféagsins, og þegar að þvi kemur, að þeir brotna undan þeim bitanum, sem þeir bera, leikur liúsið allt á reiðiskjálfi, enda þótt það falli ekki, því að alltaf kemur maður í manns stað. Sem belur fer er sú stund langt undan, því að enda þótt Matthías sé 66 ára ,er hann ungur og kvikur enn sem fyrr, svo að maður jafnvel ekki skilur það með því sliti, sem liann hefir l>oðið sér, og er því margra og góðra starfsára hans enn að vænta. Allir, sem þekkja Matthias lækni, munu af heilum hug mæla þær óskir, að enn eigi liann þess kost um langt skeið að njóta góðrar heilsu til giftudrjúgra dáða. Jónas Sveinsson. f gserdag kl. 2,lö var hringt á slökkvi- liðið frá Amtmannsstig 4 og til- kynnt að kviknað væri í hús- inu. Við rannsókn kom í ljós að slegið hafði niður í reykháfinn ög fylltist húsið af reyk, en ekki reyndist um neinri eld að ræða. 2 stúlkui óskast, vegna sumarleyfa. Heitt & KalL Sími 3350. GÆFAN FYLGIR hringunum frá SIGURÞOR Hafnarstræti 4. KadmaxmanæríöL Emialausir feolir og stuttar buxur. lOOOGOOOOOOOOOOOOÍSOiíOOOW BEZT AÐ AUGLtSA IVÍSI VISIR. - Arsrit Skógræktar- félagsins. Ársrit Skógræktarfélags ís- lands 1945 er komið út. Það er yfir 80 bls. að stærð með mörgum myndum og vand- að að efni og frágangi. Ritið hefst á ítarlegri grein eftir Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóra um gróður og menningu. í niðurlagsorðum þeirrar greinar segir: „Nátt- úran tortímir ölluni þeim, sem brjóta lögmál hennar, án þess að sjá að sér i tíma. Vér íslendingar höfum geng- ið vel fram í því að brjóta ýmis af lögmálum hennar, og það er aðeins á síðustu áratugum, sem menn eru farnir að gera sér ljóst, livert stefnt hefir. Því lengur sem dregið verður að framkvæma „nýsköpun“ á sviði búnaðar og ræktunar hér á landi, því erfiðara verður fyrir niðja núlifandi kynslóðar að byggja landið. Bendir skógræktarstjórí réttilega á það í þessari grein sinni, að aðalorsök gróður- eyðingar víðsvegar um beim sé ránvrkja, sem fylgt liefir í kjölfar menningarinnar. Sannar liann þetta með fjöl- mörgum dæmum viðsvegar að, bæði .að heiman og liand- an við höf. Guttormur Pálsson skóg- arvörður skrifar úm 40 ára friðun Hallormsstaðaskógar. Kemst Guttormur að þeirri niðurstöðu að árlegur vöxt- ur á Hallormsstaðaskógi riemi um 300 smálestum. Er þetta mjög eftirtektarverð tala og sýnir ljóslega hvilíku Plöntusalan, Njálsgötu og Barónstíg, frá kl. 4—6 á liverjum degi, nema laugardaga, þá kl. 9—12. Allskonar blómaplöntur. Sömuleiðis allskonar blóm. alger friðun getur áorkað.. Vigfús Guðmundsson frá Engey skrifar mjög fróðlega grein um eyðingu og vernd- un skóga, og tekur upp i greinina álit og skrif mætra íslendinga frá 18. og byrjun 19. aldar. Þá eru birt í árbókirini fjögur ávörp, sem flutt voru í sambandi við stofnun Land- græðslusjóðs í fyrra. Ávörp- in fluttu þeir dr. Björn Þórð- arson, þáverandi forsætis- ráðherra, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Steingrím- ur Steinþórsson búnaðar- málastjóri og Pálmi Hannes- son rektor. Ýmislegt fleira er í ritinu svo sem greinargerð um störf Skógræktar ríkisins s. 1. ár, um landgræðslUsjóð, slörf Skógræktarfélags íslands 1944. Ritið er hið merkilegasta og fróðlegasta í hvívetna. Nýtt Gúmmísvuntur með ermum (Sloppar) sérstaklega lientugir fyrir fólk sem vinnur við: físk- sölu, síldarvinnu, fiskþvott og pylsugerð o. fl. Geysir h.L Fatadeildiri. BÍLL. Einkabifreið, model 1940, lítið keyrð, á nýj- um gúmmíum, til sölu. Uppl. í síma 2891 eft- ir kl. 6 næstu daga. Fimmtudaginn 28. jútri 1945 BÆJARFRÉTTIR Næturlæknir er i Læknavarðstofunni, sinú 5030. Næturvörður er i Reykjavíkur Apóteki. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. Hið ísl. náttúrufræðifélag efnir til Krýsuvikurferðar sunnudaginn 1. júli. Sjú nánar auglýsingu i blaðinu í dag. Gullbrúðkaup eiga á morgun hin þekktu hjón, Margrét Jónsdóttir og Sig- inundur Jónsson bóndi gð Hamraendum í Breiðuvík. Skipafréttir. Drangéy fór til Englands í gær og Ivarlsefni kom frá Eng- landi. 1 gærkveídi fór Tryggvi gamli á veiðar. Veðrið í dag. 1 morgun var suðaustan strekk- ingur við suðvesturströndina, annars hægviðri um allt land. Veður er bjart austanlands, en skýjað á suðvesturlandi og sums slaðar á Norðurlandi er þoka. Hiti er 5—10 stig nyrðra, en 10 —13 stig sunnanlands og vestan. Veðurhorfur í dag. Suðvesturland: Stinningskaldi á suðaustan og dálítil rigning. Faxafiói og Breiðafjörður: Suð- ,austan gola og smáskúrir. Vest- urland: Hægviðri og léttskýjað. Norðurland: Hægviðri og þoku- loft en léttir til síðdegis. Norð- auslurland til Austfjarða: Hæg- viðri og léttskýjað. Snðaustur- land: Suðaustan gola og smá- skúrir vestan til. Útvarpið í kvöld. 19.25 Hljómplötur: Söngdans- ar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku 20.20 ú'tvarpshljómsveitin (Þóarinn Guðmundsson stjón- ■ ar). a) Raymond-forleikurinn eftir Thomas. b) Litill lagaflokk- ur eftir Coatez. c) Slavnesk rap- sódía eftir Friedmann. 20.50 Frá útlöndum (Jón Magnússon). 21.10 Hljómplötur: Frægir fiðluleikar- ar. 21.25 Upplestur: Kvæði (Sig- riður Einarsdóttir frá Munaðar- nesi). 21.40 Hljómplötur: Ein- söngur: a) Camilla Proppé syng- ur. b) Brynjólfur Ingólfsson syng- ur. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. KR0SSGATA nr. 80. ræði, 9 upptök, 10 megurð, fljót í Evr., 13 gljúfur, 14 væl, 15 blæs, 16 ýta, 17 brakar. Lóðrétt: 1 Stúlka, 2 far- vegur, 3 forsetning, 4 kaup- félag, 5 látinn, 6 samtengirtg, 10 hæð, 11 skjögra, 12 bönd, 13 gláp, 14 knýja, 15 skip, 16 fjall. Ráðning- á krossgátu nr. 79: Lrét: 1 Kroppur, 7 lap, 8 err, 9 ók, 10 ást, 11 ótt, 13 æra, 14 sá, 15 ósi, 16 hol, 17 einræna. Lóðrétt: 1 Klók, 2 rak, 3 op, 4 pest, 5 urt, 6 R.R., 10 áta, 11 árin, 12 gála, 13 Æsi, 14 son, 15 Ó.E., 16 Hæ! Hið íslenzka náttúrofræðiiélag. Félagið efnir til Krýsuvíkurferðar sunnudaginn 1. júlí 1945. Þátttaka tilkynnist í síma 5487 cigi síðar cn á hádegi á laugardag. Félagsstjórnin. UNGLINGA vantar þegar í stað til að bera út blaðið um LAUFÁSVEG, SÖLEYJARGÖTU, LAUGAVEG EFRI. Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. Dagblaðið Vísir. Bílstjóri Vanup bílstjóri óskar að keyra góðan fóiksbil eða áætlunarbill Uppl. í sfma 5593 eftir kl. 6 í kvöld. OOOOOtíOOOÖOGOÖÍSOGOOOQOtt;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.