Vísir - 07.07.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 07.07.1945, Blaðsíða 4
VISIR Laugardaginn 7. júlí 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Utgefnndi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Skipastóllinn. ||ú um nokkurt skeið liafa horfur verið all- þungar um, að íslendingum tækist að bæta sér tjón það, sem orðið hefir á sviði flutninga- skipaflotans. Flutningaskip þau, sem Islend- ingar áttu fyrir stríðið, voru miðuð við stutt- ar férðir. Þau voru ekki byggð með langa útivist fyrir augum og skiprými það, sem við réðum yfir, var einnig svo lítið í lieild, að m jög miklir og margvíslegir örðugleikar gerðu þegar vart við sig, er.stríðið skall á og sigl- ingar urðu með öðrum hætti en á friðartímum. Þegar siglingar okkar tóku að beinast að mestu í aðrar áttir en áður, við urðum að sækja lielztu nauðsynjar okkar miklu lengri vegalengdir en við vorum vanir og skipin urðu þar að auki fyrir ýmsum töfum, vegna þess að siglt var í skipalestum, þá kom berlega í ljós, bversu illa við vorum settir í siglinga- málum. Við urðum að leita á náðir annarra þjóða um skiprúm, til þess að ekki yrði liung- ur í landinu, því að fjarri fór því, að skip okkar væru einfær um að sjá landsmönnum fyrir þörfum þeirra á erlendum nauðsynjum. Sú þjóð, sem við áttum einkum skipti við í Jiessum efnum, brást vel við óskum okkar um aukið skiprými, enda höfðum við þar liinn ágætaseta fulltrúa til að tala máli okkar. Til þéss kom því ekld’ að þjóðin yrði að þola skort af því, að hana vantaði flutningatækin, til þess að flytja björgina heim, sem hún gat okki aflað heima fyrir. Það var öllum ljóst, áður en við misstum Goðafoss og Dettifoss, að við myndum verða að fá ný flutningaskip, cngu síður cn ný veiði- skip, ef við ættum að geta staðizt samkeppni við aðrar þjóðir, sem vænta má eftir stríð. F.n við það, að þessi tvö skip urðu fyrir skeytum Þjóðverja, stöndum við enn verr að vígi en olla. Því að jafnframt því sem við misstum þarna tvö góð skip til vöruflutninga, misst- um við einu skipin, sem gátu flutt farþega. Undanfarna mánuði hefir verið leitað um byggingu skipa fyrir okkur í ýmsum lönd- um, og er nú svo komið, að Danir hafa hcitið því, að byggja fyrir okkur tvö l'lutningaskip, 2600 smálestir hvort. Skip þessi eru því mun stærri en fyrri skip Eimskipafélagsins, scm voru miðuð við þarfir þjóðar, er gerði ekki1 oins miklar kröfur og íslendingar nú umi! marga hluti. Hinsvegar mun vcrða örðugra' ■að afla farþegaskipa, því að til þeirra þarf margvíslegt efni, scm ófáanlcgt er í Dan- mörku og þeir treysta sér ekki, eins og nú hagar til, að taka að sér slíkar skipahygging- ar. En við höfum mikla þörf fyrir farþega- skip. Að vísu eru fastar flugferðir til megin- Jands Evrópu og Ameriku, en þær geta aðeins ofnamcnn veitt sér með góðri samvizku. Ung- jr menntamenn, sem munu nú halda til Norð- urlanda, gcta ekki veitt sér dýrar flugferðir. 'Þeir verða að fara með skipum ef-tir sem áður. Einnig má húast við því, að ýmsir aðrir hugsi sig um tvisvar, áður cn þeir taka sér far með flugferð, ef draga fer úr viðskiptum og veltu. Það er því sýnilegt, að meðan við getum ekki fengið okkar eigin farþegaskip, verðum við með einhverju móti að taka slík skip á leigu, skij) sem henta okkur. Án farþegaskipa get- um við ekki verið. MMinnisverö iíöindi. Náttúrulækningafélag ís- lands þróast jjrýðilega og á marga áhugasama og athug- ula stuðningsmenn. Apdróðri nokkrum liefir það mæth og er ekki um að sakastr. þótt ekki verði allir sammála. En gagnrýnin á hendur þessu félagi hefir úr sumuni áttum komið fram í riti á svo al- gerlega óvísindalegan hátt og svo siðlaust að sanranlegt er, að sá, sem á pennanum liefir haldið, telur sig ekki bundinn að fara hið minnsta eftir því, sem hann sjálfur veit uin staðreyndir málsins. Þetta eru þung orð, en hér eru mín- ar sannanir. Náttúrulækningafélag ís- lands hélt ahnennan fund s. 1. vetur. Auglýstur var hann í hlöðum. í Alþbl. 4. des. seg- ir meðal annars: „Náttúrulækningafélagið: Útbreiðslufundur kl. 2 á morgun. „Á fundinum verða flut.t nokkur stutt erindi, og eru sum þeirra tekin upp úr bók- um þekktra erlendra Jækna“. .... „Þá les Iljörtur Ilansson stórkaupmaður upp kafla úr ágætri hók eftir amerískan Jækni, yfirlækni við eitt helzla náltúrulækninga- heilsuhæli Bandaríkjanna . . . . og kaflinn, sem Hjörlur les, er um mataræði barna á fyrsta ári....Björn L. ,Tóns- son veðurfræðingur les slutt / an kafla úr bók eftir hinn heimsfræga lækni og mann- vin Ivellogg .... og' þessi kafli fjallar um ristilbólgu og gyllinæð ....“ Eftir á minntust blöðin stuttlega og greinilega á fundinn. Voru ummæii hinna ýmsu blaða svipuð. Vísir mánudaginn 0. des. (1943) segir m. a.: „.... Hjörtur Hansson las upp fróðlega grein um mataræði ungbarna. Greinin cr eftir yfirlækni við eilt helzta náttúrulækningahæli Bandaríkjanna . ... “ Björn L. Jónsson las upp grein um ristilbólgu og gyll- iniæð, eflir hinn heimsfræga ameríska lækni Kellogg ... .“ Eg hef einnig fyrir framan mig úrklippu úr Alþbl. frá 9. des. sama ár, og er þar að finna nokkurn veginn ná- kvæmlega sönm ununæli og í Visi, og sízt fer það á milli mála, að nefndir tveir ræðu- menn liafi lesið upp það, sem þekktir erlendir læknar höfðu skrifað. í timaritinu „Ileilbrigt Iif“, IV. árg, L—2. hefti, 1945, bls. 68, birlist síðan þessi grein: „Hvar sú meiri upplýs- ing uppljómar fólk“. (Árna- björnur): Á útbreiðslufundi Náttúru- l'élags Ísíands birtust tveir ræðumenn úr leikmanna hóp, sem stjórn félagsins hef- ir valið lil þess að fræða al- menning um heilbrigðis- og sjúkdómafræði. Annar var formaður Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur, er flutti erindi um matarhæfi ung- barna. Það er sannarlega kær- komið, að verzlunarstéttin skuli senda mann, sem lileyp- ur í skarðið, fyrst læknis- fróðum manni var ekki treyst í þessu efni. Hinn ræðumað- urinn er veðurfræðingur, og lýsti hann átakanlega gyllin- æð fyrir áhcyrendum. Skv. Iýsingu náttúrulækninga- manna getur verið æði vind- sajnt á' slóðum þessa sjúk- dóms, svo að þótt hefir vel viðeigandi að fela veðurfræð- ingi erindið, ejida ber hlaða- fregnujn saman um, að það hafi tekist snilldarlega. Með því að höfundurinn vitnar i hlaðaummæli, og að þeim „beri saman“, vissi liann sem skrifaði ógreinarómynd- ina, að teflt var fram á fund- inum skoðunum og reynslu frægra lækna. Samt segir höfundur, að „læknisfróðum manni var ekki treyst“. Ivel- logg er nú ekki lengur lækn- isfróður talinn. Þess hcr að minnast, að ritstjóri að „Heilbrigðu lífi“ er læknir, og má hann gerzt vita þella. Eða hvi máttu ekki verzluii- armaður og veðurfræðingur lesa þýddar greinar, sem heimsfrægir menn í læknis- fræði hafa ritað? Hér með varar „Heilbrigt líf“ ólækn- isfróða íslendinga stranglega við að lesa læknisfræðirit- gerðir heimsfrægra lækna í heyranda liljóðk Það er það sama og að „treysta ekki læknisfróðum manni“. Þó geri eg ráð fyrir, að ekki yrði í „Heilbrigðu lífi“ gripið eins. fautalega til pennans ef það sannaðist, að einhyer fyr- irlitinn Mkmaður, þótt yerzl- un stundaði eða veðui-fræði, hefði frætt fleiri eða færri með því að lesa uppliátt úr bókinni „Heilsurækt og mannamein“, þvi að þar stendur svo vel á, að ritstjóri þessa límarits (þ. e. „Ileilbr. Iífs“) mun eitthvað hafa slað- ið að þýðingu þeirrar hókar. í regislri hcnnar stendur víða „þýlt og breytt“. Engjnn les- andi er látinn vita, hvernig breytt var. En um þessá bannfærðu leikmenn í Nátl- úrulækningafélaginu er það að segja, að þeir bara þýddu, létu hina heimsfrægu menn eina tala. Það segir „Heil- hrigt líf“ að sé sama sem að gera sjálfan sig að fræði- manni á læknasviðinu! Orðalagið á þessúm ónefn- ingi í „Heilbrigðu lífi“ er svo grpmtekið og ógeðslegt, að vart er viðhlítandi á prenti, nema þá í þeim fróma til- gangi að reyna af veikum mætti að kveða niður villu náttúrulækningamanna, þá villu, að dirfast að lesa í heyranda hljóði upp úr rit- gerðum Kelloggs og annarra frægra lækna. En þgð virðist á sama standa, hve oft leikmenn vitna í ummæli . frægra lækna. Sumir hiniia læknis- fróðu maniía hér á landi láta sífcllt klingja á prenti, að leikmenn vili ekki neitt í lieiísufræðilegum efnum og megi ])ví ekki nefna þau á rafn, enda þótt þeir söniu leikmenn beri fyrir sig skoð- anir vel lærðra lækna. Þetta skyldu lcsepdur athuga, ])eg- ar þeir dæmá um blaðagrein- ar um heilsufræðileg efni. Eg sagði áðan „sumir lækn- isfróðir menn“, enda hefi eg rætt heilbrig'ðismálin mér til mikillar ánægju við marga duglega lækr.a, sem beittu rökum á sanngjarnan hátt. En við hina ósanngjörnu vil eg að lokum segja þelta: Þótt lejkihenn séu í læknisfræði- legum efnum, mega hinir læi’ðu vita það, að okkur er ekki þess varnað að sjá, hvort farið er eftir almemuuu regl- Framh. á 8. síðu. Sólmyrkvinn. Fyrr á öldum olli það ótta og skelfingu í heiininum, þegar sól- in myrkvaðist um bjartan dag vegna þess, að tunglið brá sér fyrir hana um stund, fór milli hennar og jarðarinnar. Menn héldu að jörðin mundi farast og hyað eina, minnir mig. Enn er uppi fótur og fit i lieiminum, þegar sótmyrkva er von, en ekki af sömu ástæðum og áður fyrr. Nú eru menn ekki liræddir, heldur hara for- vitnir — einkum vísindamennirnir, sem fara tangar leiðir til þeirra staða, þar sem bezt er að athuga' þetta merkilega fyrirbrigði. Las cg það í erlendu blaði nýlega að milli 4—500 vísinda- menn víða um lieim, mundu rannsaka ýmiskonar fyrirbrigði í sambandi við myrkvann á mánu- daginn, Upp með sól- gleraugun. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, verður rnyrkvans talsyert vart hér á landi. Hér i Reykja- vík verður deildarmyrkvi, það er að segja, að við sjáum rönd af sólinni hak við tunglið. En veðrið verður að vera gott, það verður að vera heiðskirt til þess að við getum séð þenna skemmtiiega eltingaleik himjntunglanna. Við fáum ekkert afl sjá, ef loft verður þunghúið. En sé.nú, gott veður, þá ætla eg að ráðleggja þeini, sem langar til þess að fylgjast vel með þessu, að hafa sólgleraugu við böndina eða mjög lýsta „fijnm“ til að skoða sólina i gegnuin. * i Þegar Esja Það nmn vcra litlum efa undir- kemur. orpjð, að þegar Esja leggur hér að landi eftir helgina, þá muni verða mejri mannfjöldi samankominn til að fagna henni, en dænii eru til. Er ekki ósenni- legt, að aldrei hafi sézt annar eins mannfjöldi hér í hænum. Það gefur að skilja, að slíkur manngrúi mun ekki komast fyrir á hryggju þeirri, sem Esju verður ætlað að leggjast að, enda mun verða svo um hnútana húið, að þvi er eg hcfi heyrt, að einungis þeir, sein eiga ætt- ingja eða vini með skipinu, fái að fara niður á hryggjuna eða uppfyllinguna. Hátaíiarar. En það e.r rétt að láta þá, sein ekki komast svo nærri skipinu, fylgjast ineð þvi, er gerist niðurfrá, en það inun nú vera ákveðið, að skipinu verður fagnað með ræðu- höldum og söng. Ætti þá að setja upp liátalara í grennd við; uppfyllinguna eða bryggjuna, sem Esja leggst að, til þess að enginn þurfi að missa af þvi, sem fram fer sakir þess, að hann koniist ekki niður að skipinu. Mætti gjarnan koma fyrir hátöjurum i næstu götum, þvi að vafalaust verður fólksfjöldinn svo mikill, að liann „flóir út af“ sjálfu hafnarsvæðinu. * Heilbrigðis- Kunningi minn einn hringdi til eftirlit. mín i gær og benti' mér á að koma því á framfæri við rétta hlutað- eigendur, að nauðsyn beri til þess, að frant- kvæmd verði mjög vandleg læknisskoðun á fólki því, sem nú kemur erlendis frá. Slyrjaldir hafa alltaf aukna sjúkdóma og faraldahæltu i för með sér, ekki sízt, ineðaj þeirra þjóða, sem und- ir vtrða, og í löndum þeim, sem' þær hafa haft á valdi sinu. Glundroðinn var líka orðinn svo mikilj hjá Þjóðverjum undir lokin, að heilbrigð- ismál, sem önnur, voru komin i mesta öng- þveiti. * Auglýsing frá Fyrir rúmri viku birtist í öllum Norðmönnum. daghlcðum Reykjavíkur aug- lýsing til þeirra, sem hafa i hyggju að fara til Noregs, livort sem þar er um Norðmenn að ræða eða aðra, sem þangað þurfa að fara einhve.rra erinda. Þar er frá þvi skýrt, að hver sá sem ætli að fara til Noregs sé skyld- ugur til að vera bólusettur gegn taugaveiki, bólu- sólt og barnaveiki. Kemur fram i þcirri aug- lýsingu, að heilbrigðisástandið er engan veg- inn eins og á friðartímum, enda þess varla að vænta, en ekki er ósennilegt, að heilsufar sé Iíkt í öðrum löndum, sem orðið liafa að búa við samskonar stjórn og Norðmenn, enda hafa fregn- ir hvað.eftir annað skýrt það á þann veg. * Gremja. Eg efast ekki um það, að þessar ábend- ingar hér að framan muni vekja tals- verða gremju hjá þeim, sem eiga von á vinum og ættingjum með Esju. Þeir vilja fá farþegana seni fyrst í land og er það ekki nema eðlilegt. En eg held að ekki sé hægt annað en að fallast á það, þegar niálið er athugað rölega og æsinga- hulst, að við verðum að gæta varúðar. Gætni get- ur engan skaðað og hingað til hefir liún verið talinn kostur, enda segir máltækið að flas sé ekki til farnaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.