Vísir - 08.08.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 08.08.1945, Blaðsíða 6
6 V I S I R Miðvikudaginn 8, ágúst 1945» Síldin: Framh. af 4. síðu. Kyrjasleinur — 3981 Seagull, Færeyjar 247 Til frjTstingar 378 tn. Sudnroy - — - 1825 Mjóanes, Færeyjar 2074 Svinoy — 132 Nordstjarnan — 2811 Von -— 578 Til frystingar 219 tn. Yvonna — 3056 Síidaraflinn 4. ágúst 1945 Bræðslusíldin skiptist þannig á verksmiðjurnar: Hektó- lítrar H.f. Ingólfur, Ingólfsfirði...................... 32721 H.f. Djúpavik, Djúpavik ......................... 40742 Ríkisverksmiðjurnar, Siglufirði .........'...... ÍKI948 Síldarverksmiðja Siglufjarðarkaupstaðar ......... 12117 H.f. Kveldúlfur, Hjalteyri ...................... 67146 Síldarbræðslustöðin Dagverðareyri li.f............ 9830 Rikisverksmiðjan, Raufarhöfn .................. 96795 H.f. Síldarbræðslan, Seyðisfirði ............... 14271 « Samtals 4/8. 1945 364.570 — 5/8. 1944 687.366 7/8. 1943 860.969 — 8/8. 1942 1.201.547 i Nýjar bæloir, ódýrar Síðustu daga hafa eftirtaldar bækur komið í bókaverzlanir: 1. Island í myndurn, endurprentun síðustu útgáfu. Það er öllum kunungt, og ekki sízt íslenzkum kaupsýslumönnum, að þessi bók hefir á undan- förnum árum verið bezti landkynnirinn, sem ísland hefir haft á að skipa og hefir gert Islend- ingum ómetanlegt gagn. Upplag bókarinnar er, vegna pappírseklu, mjög lítið að þessu sinni. 2. Lífsgleði njóttu. Eftir Sigrid Boo. Bækur Sigríðar Boo (svo scm „Við sem vinnum eldhússtörí'in", „Allir hugsa um sig“ o. 11.), eru orðnar svo kunnar hér á landi, að ekki þarf að mæla sér- staklega með þessum höfundi. En hitt er flestra dómur, að bókin „Lífsgleði njóttu“ sé ein af beztu bókum hennar, og þýðing Axels Guð- mundssonar er afburða góð. 3. Kímnisögur. Þorlákur Einarsson frá Borg á Mýr- um safnaði og tók saman. Þorlákur og faðir hans, séra Einar á Borg, voru áður þjóðkunnir fyrir skemmtilega frásögn og ótæmandi birgðir skemmtilegra sagna. Hér kemur í dagsljósið fyrsta hefti Kímnisagna, sem mun verða lesið með ómandinni ánægju um land allt. 4. Kennslubók í sænsku, önnur útgáfa kennslubókar þeirra Péturs G. Guðmundssonar og Gunnars Leijström. En þessa útgáfu bjó Jón Magnússon fil. cand. undir préntun. 5. Hjartarfótur. Indíánasaga eftir Edward S. Ellis, en hann og Cooper eru taldir slyngustu höfund- ar Indíánasagna nú á tímum. 6. Meðal Indíána. Spennandi saga eftir Falk Ytter. Sá, sem byrjar að lcsa þessar bækur, leggur þær ógjarna frá sér fyrr cn hann hefir lokið bókinni. 7. Dragonwyck, eftir Anya Scton. Þessi saga og 8. I leit að lífshamingju, eftir W. Somerset Maug- j ham, birtust néðanmáls í Morgunblaðinui, en I mikill fjöldi kaupepda blaðsins óskaði jiess, að j þær væru sérprentaðar, enda cr hvortveggja á- gætar bækur. 9. Grænmeti og ber, fjórða útgáfa, eftir Helgu Sig- urðardóttur, forstöðukonu Húsmæðrakennara- skóla Islands, er nú komin í bókaverzlanir. Bók- in hefir verið uppseld um tíma, cn hana þarf hver búsmóðir að eiga. 10. Lísa í undralandi. Eftir Lewis Carrol. Prentuð með stóru og fallegu lctri og prýdd fjölda mynda. Bókin cr prentuð 1937, cn dálítið af upþlaginu var geymt óbundið, og því cr bókin nú svo ódýr, að þótt hún sé 200 blaðsíður, prentuð á fallegan pappír og í laglcgu bandi, kostar hún aðeins 10 krónur. Lísa í undralandi er barnabók, scm prentuð hefir verið oftar'og ef til vill fleiri ein- tök en af nokkurri annarri barnabók í ensku- mælandi löndum. Fást hjá bóksölum um allt land. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. BEZT AÐ AUGLÝSA I VÍSI. Birgir Halldóss. Framh. af 2. síðu. verki.“ Það má gjarran geta þess, að þetta hlutverk, sem hér um ræðir er ákaflega erf- itt að leysa af hendi svo sómi sé að og aðeins sárafáir ten- órsöngvarar hafa gert það stórlýtalaust. Til Ameríku aftur. Ætlun Birgis er að halda áfram söngnámi og vill liann líta svo á, að það sé í raun- inni sama hversu lengi mað- ur lialdi áfram að lær.a söng, hann sé aldrei lærður til blít. ar, „svo það er aðeins spurn- ing bvenær maður á að velja tímann til þess að hætta, en ekki livenær maður sé lærð- ur,“ segir Birgir. Birgir er hér staddur að- eins um stundarsakir, eins og fyrr segir og mun hann fara aftur til New York i haust og halda áfram námi bjá sama kennara, mr. Paul Althouse. Birgir hefir tvisvar sungið hér síðan hann kom, annað skiptið fyrir almenning, en liitt fyrir meðlimi Tónlistar- félagsins. Hann hefir fengið ágæta dóma hjá söngfróðum mönnum hérlendis og spá þeir hönum góðri framtið á sviði sönglistarinnar. Birgir mun balda hér nokk- urar söngskemmtanir áður en bann fer aftur og gefa al- menningi kost á að heyra til sín, j>egar hann hefir heilsað upp á kunningja og ættmenni og séð landið. Vísir óskar Birgi allra heilla á ófarinni söngbraut. Guðl. Ein. Iljónaband. &œjar\ NætnrláEknir er í Læknavarðstofunni, simi 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki. Næturakstur annast bst. HreyfiII, simi 1633. Stuart 59458106 Helgafell 59458107 Edda 59458108 E.s. Lagarfoss fór frá Kaupmannahöfn síðasll. laugardagsmorgun áleiðis til Gautaborgafr. Með skipinu eru 40 farþegar, sem hafa flestir verið tepptir í Danmörku, striðsárin. Meðal farþeganna eru: Gunnar Benjamínsson, læknir og fjölskykla hans, Sig- urjón ólafsson myndhöggvari. Páll Pálsson dýralæknir. Sigurð- ur Kristjánsson verkfræðingur. Gunnar Björnsson hagfræðingur, sem hefir verið starfsmaður i danska utanrikisráðuneytinu, og kona hans. Viðar Pétursson tannlæknir. Eirikur Leifsson slórkauþmaður og kona hans. Farmur skipsins er pípur til hitaveitu og búslóð. S.I. laugardagskvöld koniu Ioftleiðis frá Svíþjóð: frú Hólmfíður Gunnarsson, frú Berg- Ijót Fried (dóttir Eiríks Hjartar- sonar rafv.) og Áskell Löve. Símaskráin. Nú er lokið að fullu við að prenta símaskrána og er unnið af kappi við að binda hana inn. Ekki er enn vitað hve langan tíma það tekur, en strax og nóg verður tilbúið fyrir bæinn, verð- ur hún borin út til simnotenda. s m m • Óskar Jónsson, f.R., setti. i gær, á innanfélagsmóti' Í.R., nýtt met í 1500 metra hlaupi. Illjóp hann vegalengd- ina á 4:09,4 min. Gamla metið átti Geir Gígja. Hann hljóp vegalengdina á 4:11,0 mín. i Kaupmannahöfn árið 1927. íslandsmótið. í gærkveldi liófst slandsmót í knattspyrnu á Iþróttavellinum. Kepptu K.R. og Fram. Fóru leik- ar þannig að K.R. sigraði með 6 mörkum gegn engu. Skoruðu KR-ingar 1 mark í fyrra hálfleik, en 5 i þeim síðari. Dómari var Frímann Helgason. í kvöld keppa svo Valur og Vikingur. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Auður Vigfús- dóttir frá Gimli, Sandr, og Frið- rik Welding, Urðarstig 13. Slefán fslandi heldur söngskemmtun í Gamla Bíó i kvöid kl. 7,15. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir kl. 1 i dag. Frá Bretlandi konni nýlega loftleiðis, Sigurð- ur B. Sigurðsson, ræðismaður og Niels P. Sigurðsson, stud. juris. Sníða- og saumanámskeið byrjar þann 20. ágúst næstk. Ingibjörg Sigurðardóttir mun annast námskeiðið. Simi liennar er 4940. Veðrið í dag. í morgun var grunn lægð yfir landinu, vindstaða breytileg og liægviðri. Vestanlands og norð- an er viða þokusúld en suðaust- anlands er þurt og bjart veður,. Ilitii er 10—16 stig. Síðastliðinn laugardag voru gef- i nsaman i hjónaband al' sira Garðari Svavarssyni, Kristín Árnadóttir (síra Árna Þórarins- sonar frá Stóra-Hrauni) og Sveinn Helgason yfirprentari í Gutenberg. Heimili þeirra er Mjölnisholt 6. Skipafréttir. I gær kom Sæfell frá Vest- íiiannaeyjum og togarinn Kári fór á veiðar. Tarzan og sjóræningjarnir nefnist nýr framhalds mynda- saga, sem hefst í blaðinu í dag. Er þetta skemmtileg og spenn- andi saga sem óefað verður vin- sæl meðal almennings. Útvarpið í kvöld. 19.25 Hljómplötur: óperulög. 20.25 Útvarpssagan; „Jónsmessu- hátíð“ eftir Alexander Kielland (Sigurður Einarsson). 21.00 Takið undir. (Þjóðkórinn — Páll ís-' ólfsson stjórnar). 21.45 Hljóm- ptötur: Ungversk fantasie fyrir flautu eftir Dopple'r. 22.00 Frétt- ir. Dagskrárlok. Hjónaband. Siðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Garðari Svavarssyni, ungfú Sig- rún Dagmar Sigurbergsdótti.r og Árni Bjarnason, bifreiðarstjóri. Heimili þeirra er á Laugarnés- Veðurhorfur í dag. Suðvesturland tif Norðaustur- lands: Beytileg ált, hægviðri og þokuloft fyrst en léttir til síð- degis. Austfirðir og suðauslur- land: Hægviðri og léttskýjað. Fimmtugur er í dag Gunnar Sigurfinns- son, bifreiðarstjóri, Hafnargötu 22, Keflavík. Krossgáta or. 103 Skýringar: Lárétt: 1 Verðlækkun, 6 logi, 8 rómv. lala, 9 bár, 10 úrskurð, 12 greinar, 13 liljóð, 14 uppbrópun, 15 f.astur, 16 grjótið. Lóðrétt: 1 Anddyri, 2 pen- inga, 3 fæði, 4 samhljóðar, 5 flón, 7 skáldsögur, 11 llljóð, 12 liávaði, 14 gys, 15 enskur titill. Ráðning á krossgátu nr. 102. Lárétt:' 1 Úlvega, 6 eyrun, 8 ís, 9 ká, 10 ofn, 12 mal, 13 má, 14 ba, 15 öru, 16 klárað. Lóðrétt: 1 Úrkoma, 2 vein, 3 eys, 4 gr. 5 aulca, 7 nálægð, 11 fá, 12 maur, 14 hrá, 15 öl. vegi 44. 11 m. nybygget Lystyact (med Hjælpemotor) Længde i Dæk: 36' Bredde: 8' 7" Störste Dybde: 7' 10" Meget solidt bygget af prima Eg og Mahogni. ‘ JgjBeslag: Forchromet Mcss- / ' \ , > / Indretning: Stor Kahyt, p ' Kökken, W.C., 3 Köjer samt flcrc Skabe. Scjlarcal: 50 m-. Marconi- Köl af Jern eller Bly 2,5 Tons. jSælges ved Baadens Fær- diggörelsc. Skibsbygmester •. fj. JckahneJen Skaale, Faeröerne.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.