Vísir - 15.08.1945, Síða 7

Vísir - 15.08.1945, Síða 7
'Miðvikudaginn 15. ágúst 1945 V I S I R 7 „Ef þú límdir á þig skegg á efri vör, settir upp harðan hatt og hefði hann aftur á hnakka, þá hýst eg við, að hann mundi ekki þekkja þig,“ sagði Brick. „Og mundu eftir þvi að vera með vindil í munninum.“ „Snuðrararnir okkar eru nú venjulega ekki þannig i útlili, Brick, en þú getur reitt þig ál það, að eg mun verða svo vel dulbúinn, að hann getur alls ekki þekkt mig,“ svaraði Jack de Vere. llann og Brick rœddu síðan þessa ráða- gerð sína í smáatriðum. Litlu síðar gengu þeir niður i gistihúsið. Fyrsti maðurinn, sem Jack de Vere kom auga á, þegar liann kom út úr lyftunni, var lögreglu- fulltrúinn, sem stóð skammt frá lyftudyrunum og var að tala við kunningja sinn. Ego kunni illa við að rekast þarna á hann. Það gat svo sem vel verið að þetta væri einskær tilviljun — eins og það líka var — en það gat líka tákn- að, að yfirmenn hans hefðu svo litla trú á getu lians til að leysa þetta vandasama mál, að þeir liefðu gætur á lionum. En hann sá þegar i stað leið til að notfæra sér þessa tilviljun. Þegar hann og Brick gengu framlijá mönn- unum tveim, gaf hann féLaga sinum olnhoga- skot og sagði nógu hátt til j>ess að fulltrúinn gæti lieyrt til hans: „Þessi þarna er snuðrari!“ Hann vissi nefnilega, að ef það var nokkurt orð, sem yfirmanni háns var illa við, þá var það að leynilögreglumaður væri kallaður „snuðr- ari“. Og það var hrein goðgá að nota það um jafn háæruverðugan mann og fulltrúa sjálfs lögreglustjórans. Fulltrúinn skildi þegar við kunningja sinn og gekk á eftir Jack og.Brick. „Þér eruð lierra Hamhurger frá New York, er ekkisvo?“ Briclc virti hann fyrir sér góðmannlega í gegnum hornspangargleraugun. Það þurfti meira en þetta, til þess að koma Brick á óvart. „Það er rétt til getið hjá yður, herra minn, en eg minnist þess ekki að hafa orðið þeirrar á- nægju aðnjótandi að kynnast yður,“ svaraði hann. „Eg er starfsmaður Scotland Yard,“ s.agði lög- reglufulltrúinn. „Gerið þér yður Ijóst, hvers konar maður þetta er, sem er í fylgd með yður ?“ „Þér hafið ekkert levfi til þess að skipta vður af mér,“ sagði .Tack de Vere skrækri röddu. „Eg er algjörlega heiðarlegur maður nú orðið og það er alls ekki fallega gert af yður að reyna að draga mig niður í skítinn. „Þér hundeltið mig með svona framferði.“ Brick greip nú fram í samtalið: „Herra minn,“ sagði hann’ með hægð, „eg er yður mjög þakklátur fyrir aðvörun yðar. En þannig liggur í þessu, að eg veit þegar allt, sem hægt er að vita um fortíð hins unga vinar okkar > og. eg er alveg sannfærður um það, að aftur- hvarf hans til heiðvirðs lífs er einlægt. Þannig liggur nefnilega i þessu máli, að eg ]>ekki bróður de Veres, sem er búseltur í New York og bað mig, er hann frétti, að eg var á leið hingað, að halda spurnum fyrir um þenna unga mann, svarla sauðinn í fjölskyldunni og re^ma að gera eitthvað til þess að forða honum frá glæpaferli. Eg er þegar búinn að ganga svo frá þessu, að eg mun taka de Vere með mér til New York innan skamms, og hjálpa honum til að byrja þar nýtt líf.“ „Jæja, verði yður að góðu, en þér getið ekki haldið því fram, að eg hafi ékki varað yður við lionum, ef eitlhvað kemur fyrir,“ sýaraði lög- reglufulltrúinn reiður í bragði. „Eg liefi aldrei fundið neitt gott í fari hans. Trúi'ð honum aldrei fyrir neinum fjármunum. Eg er viss um það, að þér sjáið eftir því, um það er lýkur, að liafa haft nokkuð saman við liann að sælda.“ Að svo mæltu skildi liann við þá og Briclc brosti í kampinn. Hann skyldi svo sem ekki gleyma ráðleggingu lögreglumannsins viðvíkj- andi peningamálunum, hugsaði hann með sjálf- um sér. Hann hafði aldrei ætlað sér að láta fé- laga sinn fá nokkurn eyri af fé því, sem hann sviki út úr Leansor lávarði. En hin raunveru- legu áhrif, sem þetta hafði á Brick, voru ein- mitt þau, sem Ego hafði ætlazt til, nefnilega að ■ eyða siðustu efasemdunum, sem kunnu að búa enn með Brick um að hinn nýi kunningi hans væri „heiðarlegur". Hann var svo ánægður yfir að hafa komiztað því, að sér hefði ekki skjátlazt Frá mönmun og merkum atburðum: í vali samstarfsmanns, að hann bauð Jack upp á vindil og stakk að bonum pundsseðli er þeir skildust. Jafnframt minnti Brick liann á að vera kominn lil gistihússins ekki síðar en klukkan hálftólf næsta dag, svo að liann gæti sjálfur gengið úr slcugga um, að dularklæði hans stæð- ust prófið og engin hætta væri á því, að Leansor lávarður gæti séð, hvernig leika ætti á hann. Jack lofaði því liátíðlega. Það mátti segja með sanni, að Brick varð heldur illa við, þegar Jack kom á tilsettum tíma til herbergja hans í gistihúsinu. Sá ágæti maður hljóp upp úr stólnum dauðskelkaður, ]>egar hann sá Ego ganga inn i setustofuna í einkennisbún- ingi liðþjálfa i lögreglunni. „Heyrið þér, hvað gengur eiginlega á fyrir yður!“ sagði Brick vandræðalega og liopaði á íiæli í áttina til svefnherbergisins. „Eg gerði ráð fyrir því, að þér mundi ekki lakast að þekkja mig i þessu gervi, Grick,“ sagði Ego montinn, en þó frekar lítillátur. „Þetta eru góð dularklæði, er það ekki?“ Brick virti komumann vandlega fyrir sér, en brosli síðan og settist aftur. „Það má segja,“ jánkaði liann með aðdáunar- hreim, um leið og hann þerraði svitadropa af enni sinu. „Heyrðu, Jack, eg mundi aldrei hafa kannazt við þig, ef þú hefðir ekki sagt til þín. Eg held, >að þetta sé alveg nógu góður búningur, en eg verð að kannast við það, að rnér líður aldrei rélt vel, þegar eg sé einkennisbúning svona alveg ofan i mér. Hvar tókst þér nð ná i þessi lierklæði?“ „Það er hægt að leigja þau hjá hverjum þeim, sem sér fólki fyrir grímubúningum Brick. Það var hægðarleikur að ná í svona búning. Fer hann hrér elcki vel, kannske?“ „Mér finnst lrann fara þér allt of vel,“ sagði Brick og liellti víni í glas handa sér. „En eg geri ráð fyrir því, að Leansor láti blekkjast ekki síður en eg. Jæja, ertu búinn að ganga frá þín- unr lrluta undirbúningsins að öllu leyti, Jack? Þegar þú heyrir mig segja, „jæja, þá er bezt að við förunr rakleiðis til bankans, Leansor lá- varður“, þá átt þú að koma út úr svefnherberg- inu óg taka nrig fastan.“ ’A KVÖlWðKVNW Sjötíu og tveggja ára garnall karl í Indíana-fylki í Bandaríkjunum var tekinn fastur fyrir að hafa skotið ikorna í landi nágranna síns. Karlinn gaf þá skýringu, a'S hann liefði fariS aS leita kúa sinná og ætlaS aS fá hund sinn meS sér, en hvutti ekki viljaS fara, nema karlinn hefSi byssu sína nteS, eins og hann ætlaði á veiSar. -*• 1 borginni China (Kína) í Maine-fylki í Banda- rikjunum býr karl nokkur, 104 ára aS aldri, Au- gustus Wiggin aS nafni. Hann kaus í fyrsta skipti, er Lincoln bauS sig fram í fyrra sinnið og greiddi honutn atkvæSi. Karlinn heldur þvi frarn, aS hann hafi neytt atkvæðisréttar síns viS hverja kosningu síSan, en viS síSustu kosningar varS hann þó að kjósa heima, sakir þess, hvaS hann var lasburSa. DauSareísing liggur við alvarlegum brotum á skömmtunárlöggjöf Kína. Þeir sem verzla á svört- um markaSi, eru aldrei dæmdir i rninni sektir en 130 kr. og þykir mörgum þaS rnikill peningur þar i landi. VerSlag hefir allt aS fimmfaldazt á sutnum nauSsynjavörum í Kína. ■v Hann (sem er aS springa af rnonti) : „Hvernig haldið þér aS föður yðar myndi lítast á aS viS yr'ð- um hjón?“ Hún: ,,Illa. Hann er vanur aS fara aS mínum ráSum.“ -%• Arni litli, sem er aS lesa bænirnar sínar: „GóSi guS! Mig langar sv>o afskaplega til þess aS fá ílug- vél á afmælinu mínu, núna á föstudaginn —“ MóSir hans: „Uss, þú mátt ekki hafa svona hátt. GuS heyrir áreiSanlega til þín.“ Árni: „Eg véit þaS, en hann pabbi heyrir svo illa.“ Eftir C. S. Forester. heimsins næstu kynslóðir, — þetta og allt það, sem við það er knýtí, liefði orðið áfram á valdi nazista, cf ekki hefðu fundizt ráð til þess að koma í veg fyr- ir að þýzku skytlurnar á Normandí-ströndum gætu hindrað bandamenn í að ná þar öruggri fótfestu. Ef þýzku skyttúrnar hefðu getað hindrað innrásar- liðið í að ná fótfestu á ströndinni, hefði innrásin farið út um þúfur. Afleiðingin hefði orðið hinn stór- kostlegasti ósigur fyrir bandamenn og fyrir mál- §tað frelsis og mannréttinda. Ef þýzku liríðskota- skytturnar hefðu haldið velli, hefðu fregnirnar um það verið básúnaðar út um alla jörð af nazistum. Höfuðpaurar nazista, og raunar allir nazistar, hefðu látið mannalegar en nokkurntima áður. Skæruliðar, sem héldu uppi vasklegri vörn á.Bajkan og víðar, hefðu ef til vill gugnað í baráttunni. Fregnirnar hefðu verið kallaðar i hátalara hvarvetna til rúss- nesku hermannamia á vígstöðvunum. Hátt settir Japanar i Tokyo hefðu glott meinlega og hrist af sér drungann og kvíðann, sem var að ná tökum á þeim vegna æ nýrra ófara. Og síðast en elcki sízt: Flugumenn og aðrir sendisnápar nazista í hlutlaus- um löndúm, hefðu gerzt enn djarfari.en áður, með oútreiknanlegum afleiðingum — og svo mætti lengi telja. Barátta nazista gegn frejsinu hefði harðnað stó'r- um. Hér er ekki verið að ýkja neitt. Tundurduflin við ströndina — í endalausum röðum, slcriðdrekagryfj- ur, ýmsar hindranir í sjó og 1 nánd — allt þetta var unnt að mala mjöKnu smærra, svo fremi að unnt væri að þagga niður í þýzku hríðskotabyss- unum. Bandamenn hefðu beðið ógurlégt manntjón og miklar tafir hefðu orðið, von Bundste'dt og Ronnnel hefðu fengið tíma til að safna liði á þá staði, þar sem hættan var mest, jafnvel þótt eins- konar jafntefli hefði orðið á ströndinni i fyrsta leik. Allt var undir því komið, að ná svo mildum ár- angri, að unnt væri að halda áfram að setja lið á land með sem minnsíu manntjóni. En hvernig var unnt að ráða fram úr þessu mikla vandamáli? Af ýmsum ástæðum var ekki unnt að bcita loft- árásaraðferðum til þess að ná þeim árangri, sem ná þurfti. I fyrsta lagi höfðu virkin verið byggð þannig og komið þannig fyrir, að ekki væri unnt að eyðilcggja þau með sprengjuvarpi úr flugvélum. Það var sannast að segja ekki unnt að ná til þeirra með stórum sprengjum, nema þá úr mjög lítilli hæð. Hversu slyngir sem þeir menn voru, sem upplýs- ingadeildir herja bandamanna liöfðu til þess að njósna um hvar virkin voru, var ekld unnt að safna upplýsingum um legu þeirra allra. Og í loftárás í sambandi við innrás hefði orðið að láta sprengju- regnið falla á hvert einasta slíkt virki í grennd við innrásarstaðinn. Það hefði vcrið of seint, að kveðja aukaflugvélar á vettvang, til þess að varpa sprengj- um á virki, sem enginn fékk vitneskju um fyrr en eftir að loftárásin byrjaði. Og. það, sem varhugaverðast var, — mikil loft- árás rétt fvrir innrás, — loftárás nægilega mikil til þess að þagga niður í byssum hvers virkis Þjóð- verja frá Cherbourg til Le Havre, hefði krafizt svo mikils flugflota, að Þjóðverjar hefðu ekld 1)11111 að vera i. neinum vafa um, að 'megininnrás stóð fyrir dyrum. Þar .með hefði Þjóðverjum gefizt tími lil þess að draga að sér mikið lið á hættustaðnum. Þetta kann að þykja furðulegt, því að ætla mætti að flugvélar væru bezt til þess fallnar, að gera ó- vænta árás, en í þessu tilfelli að minnsta kosti hefðu þær, við framkvæmd slíks hlutverks sem að fram- an greinir, ljóstað öllu upp um áform bandamanna. Allt var undir því komið, að innrásin væri gerð að Þjóðverjum óvörum. Og gera varð þessi strandvirki óvirk áður en innrásarbátarnir lentu. Virkin varð því að gera óvirk í fallbyssuskothríð, — með stöð- ugri skothríð úr fallbyssum, þar til hvert einasta virki hafði verið malað mjölinu smærra, jafnóðum og í ljós kom, hvar það var. Þessum fallbyssuskot- um yrði skotið nokkurnveginn lárétt — til þess að

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.