Vísir - 23.08.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 23.08.1945, Blaðsíða 4
4 V I S I R Fimmtudaginn 23. ágúst 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN YlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eriesidir þjóihöfðingjar Friðhelgi vísitölunnar. ^að var sjálfsögð, skynsamleg ráðstöfun, sem 1‘jármálaráðherra gerði, er hann ákvað, að verð á nýjum kariöflum og nýju kjöti í ágúst skyldi ekki hafa áhrif á vísitöluna. Það er næsta hroslegt, að nokkur tonn af kartöflum, sem seldar eru fyrir hátt verð í þessum mán- uði, skvdi hafa talsverð áhrif til hækkunar á öllum tilkostnaði í landinu í næsta mánuði. Siíkar sveiflur eru ekki eðlilegar, og hefði átt að nema þær hurt úr vísitölunni fyrir löngu. En nálægt slíku hefur ekki verið komandi fyrr en nú, þvi að jafnan áður hafa komm- únistar og jafnaðarmenn ætlað að ærast, ef minnzt var á að breyta vísitölu-útreikningn- um neytendum „í óhag“. Nú minnast þejr ekki á að friðhelgi vísitölunnar hafi verið rofin, en lengi var það talið fölsun af þcim, er vísitölunni var haldið niðri mcð grciðslu úr ríkissjóði. Svona vaxa menn að vizku, þeg- íu' þeir eiga að stjórna landinu. Vísitölu-útreikningurinn er vafalaust að mörgu leyti gallaður, en öllum, scm vit hafa á, ber saman um, að slíks gæti ekki mikið, þegar lengi hefur verið notaður sami útreikn- ingurinn. Þess vegna geta miklar breytingar verið varhugaverðar. Heyrzt hefur, að ríkis- stjórnin hugsi sér að greiða niður aðcins það yörumagn, sem tilgreint er í vísitölunni og miða svo verðlagið við það. Ef menn nota eilthvað þar fram yfir, verða þeir að greiða hærra verð fyrir það. Það skal játað, að ekki «r mcð öllu fráleitt að lialda því fram, að néytendur eigi ekki heimting á meira vöru- magni en vísitalan sýnir, til þess að miða við framf’ærsluvísitöluna í landinu. Ifinsvegar er það hreinasta neyðarbrauð og varia hjóðandi idmenningi, eftir að stríðinu er lokið, að hafa tvennskonar vcrð á aðalnauðsynjavörum þjóð- íirinnar. Þetta sýnir og meiri vanmátt til að leysa erfiðleikana en Jjúast hefði mátt við af ríkisstjórn, sem hefur á bak við sig sterkan meirilduta í þinginu. Þetta væri að vísu til- xaun til að lækka útgjöld ríkisins vegna vcrð- lækkunar á landbúnaðarafurðum. En samt scm áður væri eldd um að ræða annað en status quo. Dýrtíðin væri hin sama og lil- Icostnaðurinn við framleiðsluna mundi ekkert lækka. Allt stæði í stað, þrátt fyrir það, þótt „friðhelgi“ vísitölunnar yrði rofin á þann hátt, •er að framan greinir. * Nú duga ekki lengur nein vetllingatök, ef þess er óskað, að hér verði einhver bót á ráðin. Margir liefðu lialdið, að ríkisstjórnin aneð þeim þingstyrk, sem liún hefur, mundi nú taka djarft spor og áhrifarílct til þess að höggva á sinar dýrtíðarinnar og vernda fram- Ieiðsluna gegn stöðvun og ófriði. En ekki cr ÍJitlit fyrir að svo verði. Kommúnistar vilja Cnga raunverulega lækningii. Þess vegna sam- þykkja þeir aðeins lcákið, og þegar allt er komið í öngþveiti, eru þeir líklegir til að fórna krónunni með gengislækkun og þar pieð öllu sparifé almennings. 16. þ. m. sendi forseti ís- lands þjóðhöfðingjum aðal- hernaðarþjóðanna árnaðar- óslcir út af unnum sigri og fengnum friði. Georg Bretakonungur, Vil- lielmina Hollandsdrottning og de Gaulle liershöfðingi, stjórnarforseti Fralcka liafa sent svarskeyti. Skeytin eru#á þessa leið: „Haag, 17. ágúst 1945. Forseti Ís'íands, Reykjavík. Eg þakka yður mjög inni- lega fyrir vinsamíegar árn- aðaróskir yðar og íslenzku þjóðarinnar. Vonandi verður þessi lokasigur yfir síðustu árásarþjóðinni upphaf langs tímabils' ffiðar og farsældar allra lýðræðisþjóða. Villielmína.“ „París,. 17. ágúst 1945. Ilerra Sveinn Björnsson, forseti íslands, Reykjavík. Frakkneska þjóðin er sér- staklega snortin af árnaðar- óskum þeim, sem þcr, herra forseti, hafið fært mér fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar, sem oss cr . tengd fornum böndum vináttu og samúðai'. De Gaulle hershöfðíngi. „London, 18. ágúst 1945. Forseti lýðveldisins ís- lands, Reykjavik. Eg þakka yður, herra for- seti, mjög hjartanlega fyrir vinsamlegar árnaðaróskir yðar út af þeim fullnaðar- sigri, sem þjóðir brezka sani- véldisins ásamt bandamönn- um sínum hafa unnið með því að hrinda árás Japana. iMér þykir mjög vænt um ] unnnæli yðar um framkomu j.hrezka herlðsins, sem sat á íslandi meðan ófriðurinn stóð og eg er sömu sannfær- ingar og þér, að sú vinsam- lega samhúð, sem varð með því og íslenzku þjóðinni sé JFmm vöiL Nú hefir verið tekinn nýr knattspyrnuvöllur í notkun, sem Knattspyrnufélagið Fram heíir ráðist í að koma upp í grjótnáminu við nýja Sjómannaskólann. Er völl- ur þessi allur hinn ágætasti og dómbærir menn telja hann mun betri en völlinn á Melunum. Hófst vinna við vallar- gerðina 19. maí i sumar. og hefir verið unnið sleitulaust við hann síðan og má nú heita að- völlurinn sé full- gerður. Þó eru smá lagfær- ingar eftir, sem ekki er hægt að koma í framkvæmd fyrr, en völlurinn hefir sigið og harnað. Stærð vallarins er 105x65 metrar og er það fullkomin vallarstærð. Einnjg hefir ver- ið húinn út völlur sem liggur þvert yfir þann stóra, og keppa III. og IV. flokkur á honum, Búningsklefum verð- ur komið upp fyrir næsta vor. Áhorfendasvæði'tþarna eru þau ákjósanlegustu, sem hér fyrirfinnast, þ. e. að til að byrja með gela menn komið sér fyrir á klettunum, sem liggja í hálfhring i kringum völlinn og notið þaðan þess hezta útsýnis, sem völ er á til að horfa á knattspyrnu. farsæll fyrirboði um aukna vináttu og velvild, mill landa okkar á því friðartímabili, sem vér eigum nú i vændum með blessun guðs. Geoj’g R. I.“ (Fréttalilk. frá ríkissljórn- inni). Oagskrár fveggja hBJóm- Beika Busch ákveðnar. í blaðinu í [ijrradag var siutt viðtal við fiólusniíling- inn Adolph Busrh, en hann mun eins og kunnugt er halda hér þrjá hljómleika á vegum TónUstarfélagsiris. Þá um daginn, er blaða- menn áttu viðtal við Buscli á Hótel Borg, þar sem hann heldur til meðan hann dvel- ur hér, tjáði hann þeim að þegar búið væri að ákveða efnisskrár tveggja fyírri hljómíeikanná og eru þær svona: Á fyrstu hljómleikunum, sem verða nú í kvöld mun Iiánn leika svílu i e-móií eft- ir Bach, c-moll sónöt’una eft- ir Beethoven, Djofiatrillu- sónötuna eftir Tartini, 4 rómantisk lög ej'tir Dvorak, Perpetuum mohile eftir Novasek og fjóra ungverska dansa eftir Brahms. Á öðrum hljómleikunum leikur Busch sónötu í c-moll eftír Germiguany, partitu án undirleiks í e-dúr eftir Bach, fantasíu eftir Schumann, svitu eflir Vivaldi, ar.agio eftir Corelli, capriccio eftir 'Mestrino, tvo íékkneska dansa eftir Smetana-Serk- in og tvo slavneska dansa eftir Dvorak-Press. Eins og fyrr segir hefir dagskrá seinustu hljómleik- anna ekki verið ákveðin en þegar það héfir verið gert, verður sagt frá því hér í blaðinu. íþióttamót Baið- stiendinga. Frá fréttaritara Visis. Patreksfirði i gær. íþróttamót Ungmenna- og iþróttasambands Vestur- Barðastrandasýslu var hald- ið að Sveinseyri við Tálkna- fjörð 18. óg 19. ágúst síðastl. Keppt, var í 11 frjálsíþrótta- greinum auk liandknatt- leiks kvenna er 3 lið tólcu þátt i. Úrslit -mótsins urðu þau að fþróttafélag Bíld- dælinga sigraði með 69 stig- um, íþróttafélagið Ilörður, Patreksfirði, fékk 30 stig, íþróttafélagið Drengur, Tálknafirði, 18 stig og Úng- mérinaféjagið Morgunn, Bakkadal, 5 stig. Af einstök- um keppendum fékk Páll Ágústsson, íþrótfafél. Bíld- dælinga, hæsta stigatölu, 30 stig samtals. Þátttakendur voru 73 frá 4 félögum. Fréttaritari. Kvikmyndaleikarinn Spencer Tracy ætlar ekki að, leika í kvikmyndum um skeið, heldur ætlar hann að snúa sér að því að leika i leikhúsum. Fríð „Gamall hcstamaður" skrifar mér á fyltking. þessa leið: „Um daginn sá eg sjón, sem vakti margar og skcmmtilegar æsku- minningar í huga rhér. Það var að sjá Fáksfé- laga fara á gæðingum sínum um bæinn sunnu- daginn 12. þ. m., þegar félagið efndi til skemmti- ferðar út fyrir #>æinn og fyrst var riðið um bæinn, lil þess að gefa bæjarbúum kost á að sjá þarfasta þjóninn —• og einnig bezta vininn. Þarna var margur gæðingurinn, sem „gleður mannsins hjarta“, eins og sagt er um vínið og þegar eg sá1 þá, leitaði liugurinn fram í tímann og upp í sveit, þar sem eg ólst upp með bræðr- um minum. Uppi í Það er gaman að búa í sveit, þegar sveit. liægt er að fara á bak góðum hesti við og við og gleyma með hans bjálp dagsins önn. Eg liefi nú ekki átt hest sjálfur i rúmlega tuttugu og fimm ár„ en fram á síðustu , árin hefi eg reynt að komast á bak á hverju I sumri, svona til þess að lifa upp aftur „marg- 1 ar glaðar stundir". Og hafi hesturinn verið góð- ur, sem eg hefi fengið að láni, þá hefir ekki verið mikill vandi að gera sér i hugarlund, að maður væri orðinn ungur aftur, orðinn strák- ur á nýjan leik. . * Riðið til Því var svo sem alltaf tekið fegins kirkju. hendi, þeg:ir við stfákarnir voruin sendir eftir hestunum. Það þurfti stundum að fara talsverða leið eftir þeim, en við töldum það ekki éftir okkur, þvi að þá var bara. leiðin lengri, sem við fengum að ríða þeim og ekki var það neitt verra, að farið vár eftir sléttum grundum, þar sem gott var að spretta úr-spori. En þó var þetta engan veginn eins skemmtilegt og þegar farið var i kirkju um helgar. Eg verð þó að játa það, að við bræð- urnir fórum ekki fyrst og fremst til þess úí hlýða á prestinn, heldur til þéss að geta ólmast á heslhaki. * ICappreiðar. Þegar veðui' var gott fengum við bræðurnir og strákarnir á næstu bæjuni leyfi til þess að reyna með okkur. Við lélum þá hitt fólkið fara spölkorn á undan og svo riðum við af stað og reyndum með okkur. Það voru ekki neinir garpar eða góðhcstar, sem víð höfðum, enda gerðiim við ofckur fullkoinlega ánægða með að hafa bara klára, sem hægt var að koma áfram með því að berja fótastokkinh og hafa reiptagl í hendinni. En svo þegar við fórum að eldast og hafa vit á hestum, þá sætt- um við okkur ekki við neinar tindabykkjur. % * Leitað að Þá fórum við að verða kröfuharð- góðhestum. ari og svo kom að því, að við fór- um jafnvel að líla í kringum okk- ui' eftir góðhestum, reyna að kaupa af nágrönn- unum, þegar við sáum hesta, sem við gintumst- Og svo kom auðvitað líka að því, að maður varð að afla sér kvenhests, en — það er nú önn- ur saga, eins og þar stendur, — En þannig fór, að búskapurinn varð svo erfiður, að eg fór til Reykjavikur, seldi bú og gripi, hestana líka, og síðan hefi eg orðið að láta mér nægja að koma upp1 í sveit við og við og fá að fa,ra á bak þar hjá einhverjum góðgjörnum manni. * Þakkir. Svo kcm eg að hinni fríðu fylkingu Fáksmanna aflur. Þótt ég væri ekki með í skennntiförinni, þá komst eg samt .í skemmtiför, því að eg brá mér í huganum, upp í sveit og hleypti þar á rennsíéttum grundunum, eins og i gamla daga. Ég uppliföi mestu skennnt- un æskuáranna þau augnablikin, sem eg sá gæð- ingana fara framhjá mér og eg held, að eg gleymi því seint, hvað mér þótti gaman að sjá þá. Mig langar til að þakka Fáki fyrir skennnt- unina og vona, að hann veiti mér síðar aðra slíka.“ Ilér endar bréfið og geri eg ráð fyrir því, að Fáksféiögúm þyki gaman að því að hafa veilt hinum gamla hestamanni þessa skemmtun um leið og þeir skemmíu sér sjálfir. * Hestaeign Hér í Ileykjavík er nú búið að Reykvíkinga. safna meira saman af góðhest- um, en nokkuru sinni fyrr. Hin- ar auknu tekjur manna hafa orðið lil þess, að margir hafa keypt sér gæðinga einn eða fleiri og er peningum betur varið til þess en margrar annarrar skemmtunar, því að í fáu er meiri hressing og upplyfting en að bregða sér á bak gæðingi og ríða út i náttúruna. Ymsir örðug- leikar eru þó á því að eiga hesta hér í bænum, meðal anngrs sá, að reiðvegir eru varla til. Á næstu árum ætti að leggja kapp á að koma þeim upp umhverfis bæinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.