Vísir - 21.09.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 21.09.1945, Blaðsíða 4
4 V I S I R Föstudáginn 21. september 1945 VlSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Móti straumitum. Fýrir nokkrum árum samþykkti Alþingi áskorun til ríkisstjórnarinnar, þess efnis, að hún skyldi undirbúa fyrir næsta þing lög- gjöf, er að því bcindist að tryggja lýðl'relsi og lýðræði í landinu, en hömlur væru jafn- framt settar á starfsemi öfgaflokka, sem gengju hér leynt og ljóst erinda erlendra hagmuna. Ríldsstjórnin mun ekkert hafa gert í þessu máli og áskorun þingsins hefur legið eins og marklaust pappírsgagn allt til þessa. « Er þó öllum mönnum ljóst að nauðsyn ber til fyrir hið unga íslenzka lýðveldi að tryggja sig í sessi, og þola ekki að öfgamenn eða öfga- ílokkar gangi á rétt þess og grafi úndan grundvelíi þess, þannig að við liruni liggi. Vitað er, að því fer svo fjarri, að nokuð hafi verið gert til þess að hefta. erlendan er- indisrekstur hér á landi og beina áróður fyr- ir öfgastefnum eða byltingabrölti, að allt hef- ur þetta fengið að þróast óátalið og jafnvel verið verðlaunað með samstarfi á Alþingi og í ríkisstjórn. Frá því er kommúnistar tóku sæti í ríkis- stjórninni hefur áhrifa þeirra gætt mjög í afgreiðslu flestra mála. Sjálfir hafa þeir lýst yfir því að þeir veiti engu máli stuðning, nema því aðeins að framgangur þess geti faílið inna’n við ramma væntanlegrar þjóð- nýtingar. Allt til þess hefur vandi kommún- istanna verið sá einn að verja sparifé lands- manna til margskyns kaupa á misjafnlega heppilegum skiþum og framleiðslutækjiun, en ekkert hefur verið hirt um að tryggja rekstur væntanlegrar „nýslcöpunar“ og þá um leið atvinnufyrirtækja, seni fyrir eru. Kommúnistar hafa ckkert afrek unnið inn- an ríkisstjórnarinnar, en sýnt megnan klaufa- skáp hvar sem þeir hafa nálægt komið, — jafnvel í óhappaverkum, sem þeir hafa þó mesta æfingu í að vinna. Nú standa sakir þannig, að allar stíflur gegn verðþenslunni liafa sprungið eins og 'varnargarðurinn í Klifandi eða malarkamb- urinn við Fúlaíæk. Innlendar afurðir hafa stórhækkað í verði, og það mun hækka vísi- töl, svo að nemur tugum stiga. Hvað ætla kommúnistarnir nú að gera? Reynast þeir menn til að rísa gegn verðþenslunni, eða hverfa þeir úr ríkisstjórninni, eftir að tryggt er að fé landsmanna „hefur vcrið varið til fyrirtækja, sem fallið geta inn í þjóðnýting-' una“? Almenningur hefur átt erfitt nieð að skilja nauðsyn þess að spornað verið gegn hruni og auklnni verðþenslu. Nú mun hinsvegar óhætt að fullyrða að öllum blöskri, en telji jafnframt að teflt hafi verið á tæpasta vað. hjóðin í heild verður að hefjast handa og styðja hverja þá viðleitni, sem miðar að hætt- um hag og rénandi verðbólgu. Ekkert er þó diklcgra en að er til átakanna kemur, skerist kommúnistar úr leik og reyni að efna til and- stöðu og óhæfuverka, en þá er þjóðarinnar að sýna að „þrællinn liggi á sínumi gerning- um“. Þjóðhollir menn hafa leitast við að standa gegn straumnum og tryggja fjárhags- og atvinnulíf í landinu. Þjóðin hefur séð sig um hönd, en þá eru kommúnistar manna hklegastir til að reyna að beina þeim straum, «em til öi-yggis miðar, í óheillaátt. AIA/r A SAMÆ STAÐ. Höfiun fyrirliggjandi snjókeðjur og þverhlekki, allar stærðiri — Einnig hinn óviðjafnanlega „PRESTONE“ frostlög. H.f. Egill Vilhjálmsson, Laugaveg 118. — Símar 1716, 1717, 1718, 1719. vy, omnar jrá JJncj íandi LEIRVÖRUR DISKAR, diúpir og grunnir. BOLLAPÖR, KÖKUDISKAR, SKÁLAR o. fl. JLti' e rp a a / verður haldinn í Hveragerði Iaugar- daginn 22. sept. kl. 10 síðdegis. Urvals hljómsveit. \Ja itlncj a L úó i(). Gt&rur - Garnir Húðir, kálfskinn, selskinn og hrosshár kaupir hæsta verði ÍÁuorzLun J^óroddi JJónááonar Hafnarstræti 15. — Sími 1747. Húsgögn til sölu Húsgögn þau, er húsgagnavinnustofan Innbú átti fyrirliggjandi, er við undirritaðir hættum rekstri hennar í sumar, verða seld næstu daga á Skóla- vörðustíg 6B og á Laugavegi 39 (teiknistofunm). Húsgögnin eru: DAGSTOFUSKÁPAR, BÓKAHILLUR, SKÁPAR í herraherbergi, BORÐSTOFUST ÓLAR, ELDHÚSSTÓLAR, ARMSTÓLAGRINDUR, SÓFABORÐ, GRINDUR í albólstraða sófa og stóla. Davíð Ó. Grímsson. Helgi Hallgrímsson. Söngfélagið I.O.G.T: heldur fund í Goodtemplarahúsinu í kvöld kl. 8,30. — Áríðandi mál á dagskrá. STJÓRNIN. Vonbrigði liftirfarandi bréfkafli er frá ein- Esjufarþega. uni Esjufarþeganna. Dvaldi bréf- ritarinn í Kaupmannahöfn á stríðsárunum. Hann segir m. a.: „Er eg var ut- anlands frétti eg oftast mjög litið afiheiman, en hafði þó nasasjón af því, að þar væri gullöld mikil — eða gull mundi vera mikið 1 landinu, en allt verðlag komið upp úr öllu valdi. Eg bjóst þó við því, að. ekki mundu vera eins mikil brögð að þessu og menn viidu vera láta, þetta yrði allt miklu meira í fjarlægðinni. En þegar eg kom heim varð eg fyrir talsverðum vonbrigð- uni. * Slyppir og Eg bjóst ekki við því, að lilutirnir snauðir. væru komnir út í þá vitleysu, sem eg hefi nú kynnzt af eigin raun hér heima. Alll snýst um líðandi stund, um að græða sem mesta peninga, en ekki hirt um það, þótt þetta hugsunarleysi fyrir framtiðinni geti á | augabragði gert þjóðina alla að öreigum. Það vár köld aðkoma fyrir marga af okkur Esjufarþeg- um, sem áttum ekki annað en það, sem við stóðum í, þegar við stigum á land á fyrirheitna landinu. Þessi hugsunarháttur var okkur fram- andi, þvi að þegar við fórum.að heiman, reyndi þjóðin cftir I)ezlu getu að lita fram á veginn og. tryggja framtíð sina. * Verð- Eg ætla ekki að minnast á verðlagið hér. lagið. Okkur rák í rogastanz, er við komum. heim og frétfum um það. Síðustu frétt- irnar um stórlega hækkun i viðbót gerir það að verkum, að eg fyrir mitt leyti vildi jafnvel heldur hafa setið áfram úti i Danmörku við þau kjör, scm eg átti við að búa þar, en koma liing- að til þessa lands, þar sem erigin fyrirhyggja. virðist vera á neinu sviði. Á þessari braut má ekki halda lengúr áfram og eg geri ráð fyrir því, að einhverjir fleiri Esjufarþega mundu vilja taka undir það með mér, að heimkoman hefir verið okkur vonbrigði að niörgu leyti. ls- land elskum við og hér viljum við vera og því er sárt að koma heim undir slíkum kringum- ■ stæðum sem nú.“ I * ' Laugar- Á morgun breytist aftur útkomu- dagurinn. tími Vísis á laugardögum. Um sið- ustu helgi var útrunninn sá timi árs, sem prentarar eiga frí frá hádegi á laugar- dögum. I sumar varð blaðið því að vera snemma á ferðinni á laugardögum, en nú breylist þetta aflur og i vetur kemur blaðið út á sama tíma. alla daga vikunnar. * Póstmál. „S. J.“ skrifar mér eftirfarandi um> pósthúsið og lokunartíma þess: „Eg. ællaði að vera búinn að skrifa „Bergmáli“ um lokunartíma pósthússins fyrir löngu, en ekki orðið af því fyrr en nú. Raunverulega var það hin óvænta lokun opinberra stofnana, þegar friður komst á, sem varð til þess, að eg fór að hyggja á skriftir um þessi mál. Eins og menn muna var einkafyrirtækjum lokað einn dag í ágúst, og það var tilkynnt fyrirfram, en dagirin áður liafði opinberum stofnunum verið lokað alveg fyrirvaralaust, svo að enginn vissi unt það, fyrr en hann kom að lokuðum dyrum. >»> Á að vera Pósthúsið. var lokað, eins og aðrar ' opið. stofnanir og kom það sér illa fyrir | ýmsa. Eg get vel skilið það, að póst- menn vilji fá frí eins óg aðrir menn. Þeir eru illa launaðir, eins og inargir opinberir starfs- menn, en póstþjónustan er líka svo mikilvæg, að liún verður að st.arfa lengri tima á dag, en hún gerir og pósthúsinu má ekki loka fyrirvara- laust. Það getur verið mjög bagaípgt. En. vafa- lausl má bæla það upp með frium, sem póststof- 1 an yrði höfð oþin umfram aðrar stofnaiiir, enda sjálfsagt. Þefta ættu viðkomandi embættismenn að atþuga með góðvilja. Þarna þarf að laglæra ■hlútina lítilsháttar og er liægt, ef viljinn er fyr- ir hendi.“ * Opinber Eg held, að þyí miður sé óhætt að þjónusta. segja, að ppinberri þjónustu sé ábóta- vanl að mörgu leyti hjá okkur. Menn ' gera sér oft ekki Ijóst, hver trúnaður þeim cr j sýndur með því að láta þá v’era fulltrúa rikis- I ins' gagnvart þegnunum. Ef lil vill er það af I þyí, að öll opinbei’ þjónusta er svo , ný með þjóðinni, en það á vafalaust líka sinn þátt i' þessu, að þeir, sem ejga að gefa fordæmi, gera það ekki á þann hátt, sem æskilegast væri. En með yaxandi þroska á þessu sviði, ætti opinber þjónusta hjá okkur að geta orðið eins góð og þar sem hún þykir bezt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.