Vísir - 06.12.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 06.12.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Fimmtudagimi 6. desember 1945 VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. \ Lausasaia 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Er stöðvun naoðsyn? Tliskiþingið hefur setið á rökstólum að und- ^ anförnu og rætt að venju ýms mál, sem sjávarútveginn varða. Hefur það þegar af- greitt ýmsar athygliverðar ályktanir, sem sumiim virðist stefnt gegn dýrtiðarlofinu, sem ýmsir ráðamenn á opinberum vetvangi og blöð þeirra hafa hampað mjög að undan- förnu. Skorar Fiskiþingið þannig á Alþingi og ríkisstjórn að koma því til leiðar, að öll laun og kaupgjald i landinu verði miðað við magn og verðlag útfluttra afurða. Bendir þingið á í Jjessu sambandi, að við horð hafi legið að vélbátaútvegurinn stöðvaðist, bæði á þorsk og síldveiðum, vegna vaxandi ósam- ræmis milli afurðaverðs og kaupgjalds. Þá telur þingið, að nú sé svo komið fyrir vél- Iiátaútveginum, að hækkað kaupgjald, cða lækkað verð á sjávarafurðum, hljóti að leiða til þess, að sjómenn fáist ekki á meginhluta vélbátaflotans, vegna þess að þeim bjóðist hærra kaup í landi, en vélabátaútvegurinn geti risið undir að greiða. Auk þess yrði um taprekstur að ræða hjá vélbátaútgerðinni. Svipað telur þingið ástandið hjá öðrum greinum útvegsins. Ef laun og kaupgjald verði ekki fært til samræmis við verðmæti útflutningsafurðanna áður en langt líður, sé hætt við að það. verði ekki gert fyrr cn af- leiðingar ósamræmisins hafa bakað þjóðinni stórtjón. Hér að ofan hefur verið greint frá afstöðu Fiskiþingsins til þess veigamikla máls, cn óhætt mun að fullyrða að þingið hafi hér ekki kveðið of sterkt að orði. öllum þcim, sem atvinnurckstur hafa með höndum, og þá einkum vélbátaútveg, er mætavel Ijóst að nú er að keyra um þvcrbak, og krefjast rót- tækra aðgerða af liálfu ríkisstjórnar og AI- þingis. Ýmsii- þcir mcnn, sem á Fiskiþinginu sitja hafa borið hag núverandi ríkisstjórnar mjög fyrir lirjósli, en þó mun tillaga sú, sem frá cr greint hér að ofan beinlínis hafa vérið horin fram af tryggum stuðningsmanni rikis- jstjórnarinnar. Hverjum manni rná vera Ijóst að verðþenslan stendur atvinnuvegunum og öllum framförum svo fyrir þrifum, að mpnn lcggja ekki ótilneyddir í nýjungar, en þeir menn, sem atvinnurekstur hafa með hönd- um og hyggjast að endurnýja atvinnutækin íið einhverju eða öllu leyti, gera það einvörð- ungu í trausti þess að eitthvað verði að gert til að rétta hag framleiðcnda, en skelli hrun hinsvegar yfir, verði þeir að sætfa sig við það eins og aðrir. Slík afstaða er verjanleg, en eðlilegt væri að atvinnurekendur og allir þeir, sem hagsmuna hafa að gæta í því sam- handi, krefðust úrlausnar í þessum vanda- málum, sem þjóðin verður að horfast stöðugt í augu við og kcmst ekki hjá að leysa fyrr ■eða síðar. Bölsýnismennirnir hafa haldið að stöðvun atvinnuveganna yrði að kenna þjóð- inni að lifa, en hjartsýnin hefur hinsvegar haft þá trú á þjóðinni, að hún væri svo skyn- söní, að hún léti aldrei koma til stöðvunar, heldur hagaði kjörum sínum eftir greiðslugetu atvinnuveganna á hverjum tíma, gullæði stríðsáránna yrði að hverfa, og þjóðinni væri leikur einn að forðast hrunið, þótt erfiðleik- arpir yrðu stórfeldari eftir því, sem lengur .dragist að rísa ^gegn þeim. fnjÍHR í júlaköttinn! sem eignast leikföng af tímm iiut** GetuEH útvegað strax frá Oanrrðörku nokkra Báta-mótora, 45 hestafla upp í 300 hestafla. MriAtjáH (j. (jUlaMH & Cc. k.fi BEZT AÐ AUGLÝSA í VfSL Listmunabúð Kron Vesturejötw 13 opnar í dag. A boðstólum eru hstaverk eftir: Ásmund Sveinsson — Barböru Árnason — Jón Engilberts — Snorra Arinbjarnar — Magnús Árna- son — Eggert Guðmundsson — Ríkarð Jónsson — Grétu Björnsson — Tove Ólafsson — o. fl. Málverk — Vatnslitamyndir — Svartlist , Síandmyndir — Lágmyndir — Skartgripir Fundur Vínlands Myndaflokkur eftir Kurt Zier. Listabækur, erlendar, mikið úrval. Auk þess vandaðar bækur, innlendar og erlendar, vel fallnar til tækifærisgjafa. örið svo vel að líta inn: cJlii tmun a bú É Jeitvu'íj jtii /3 —i----------Uj Frjálsljndi Mér hefir .borzit bréf frá Jóni söfnuðurinn. Arnfinnssyni, garðyrkjumanni, og ljailar það um frjálslyntla söfn- uðinn, eða öllu heldur hið hreytta viðhorf hans, þar sem prestur safnaðarins, séra Jón.Auð.uns, hefir verið kosinn prestur í Dómkirkjusöfnuð- inum. Jón Ai*hfinnsson segir meðal annars: ,,Nii hefir síra Jón Auðuns verið veitt annað prests- cmbættið við Dómkirkjuna. Iíefir hann verið prestur Fjálslynda safnaðarins frá byrjim. Xú mim hinsvegar svo komið, að mikill liluti safn- aðarmánna Frjálslynda safnaðarins hefir gengið í dómkirlcjusöfnuðinn, svo að líklegt er, að hinn fyrrnefndi starfi ekki sjálfstætt framvegis. * Dugnaður Með dugnaði og framúrskarandi kyennanna. þrautseigju liefir konunum innan frjálslynda safnaðarins- tekizt að safna hvorki eira né minna en urii 164 þúsund- um króna í kirkjubyggingarsjóð fyrir söfnuðimi, Tókst konunum að safna fé þessu mestmegnis með iilutaveituin og happdrætti og vita allir, sem eitthvað hafa kynnt sér þetta mál, að æll- unin var að verja fé þessu til að reisa virðulegt guðshús handa söfnuðiniim, þar sem hann réð ekki yfir neinni kirkju, þótt hann fengi að vísu irini, þegar á þurfti að halda. * Hvað verður Mér þykir nú sjáaillegt, að söfn- um féð? uðurinn muni ekki starfa áfram sem hingað til, og þar sem eg er meðal meðlima frjálslynda safnaðarins, vii eg leyfa mér að koma hér fram með þau til- piæli, að fé það, sqm tekizt hefir að safna á undanförnum árum, verið látið renna til bygg- ingarsjýös Hallgrímskirkju. Mér virðist tilgang- inum með söfnuninni vera náð með því, enda þótt fénu verði ekki heinlinis varið til kirkju handa Frjálslynda söfnnðinum. * * Hver er Eg fæ- ekki séð, að nein kirkja eða verðugri? trúarstofnun- hér í hænum sé verð- ugri þess, að hljóta fé þetta, en ein- •mitt sú kirkjan, sem á að halda á loft minn- ingu okkar mesta og hezla trúarskálds. Eg veit, að allir góðir menn, sem heiðra vilja kristna trú, taka undir þessa tijlögn mína. Þetta cr fé, •scm enginn má nota til anuarra þarfa og engin 'stpfnun er verðugri til að njóta góðs af þvi en iriinningarkirkja síra Hgilgrims Péturssonar." * Kirkju- Bréf það, sem hér fer á eftir, cr byggingar. frá „Gjaldanda í Dómkirkjusókn“. Hann segir: „í Vísi 26. fyrra mán. fCi, skýrt frá f’uridi sóknarnefndanna í Reykja- vík, er haldinn var 19. nóvember síðastl. Er þar irirt áiyktun, er fundurinn samþykkti viðvíkj- andi fjáröflun til nýrra kirkjubygginga hér i hcpnum og segir þar meðal annaj-s svo: „.... og vill fundurinn í því sambandi (það er í sani- bandi við fjáröflun) benda á, að sóknarnefnd- um. er að lögum heimilt að jafna niður kirkju- byggingarkostnaði-,ó gjáldendur í sóknum pró- fastsdæmisins.“ Eg leyfi mér nú að spyrja i þessn sambandi: * Spurningin. Hvcr eru þau lög (eða lagastafm:), er heimila tii dæmjs, að jafna nið- ur kirkjubyggingiirkostnaði kirkju á Skólavörðu- hæð, eða á Melunum, á gjaldendur í Dómkirkju- söfnuðinum? En vitanlega- er Dómkirkjusóknin i sama prófastsdæmi og kirkjulausu sóknirnar. Eigi að fara að fara þá leið, að „jafna niður“ fleiri milljónum króna „á gjaldendur í sóknum ]n-,ófaslsdæmisins“ til kirkjubygginga, er hætt við að gjaldendum fækkaði í Þjóðkirkjunni, því að það er vitanlegt öllum, að fjöldi gjaldcnda — sem þó eru kirkjulega sinnaðir — vilja ekki leggja neitt af mþrkiim í Guðjóns-kirkjuna á Skólavörðuhæð né „harmoníku“-kirkjima (eins. og hún er oft nefnd manna á meðal) á Mel- ununi,“ * Iírað- Vesturför hraðbátsins Maríu ætlar að bátarnir. verða afdrifarik. Bátarnir hafa koni- *izt á þing fyrir yikið og mun það Vera einsdæmi, að nokkur maður eða hlulur komist á þing, áður en búið er að vinna til kjörgengis og kosningaréttar. En þetta er al- vörumál og ekki rétt að gera að gamni sinu í samhandi við það, Bczl hefði verið, ef bátárn- ir hefðu getað tekið til starfa sinna þegjandi og hávaðalaust, Eii gallar þeir, sem fram hafa komið á þeim, hafa gert þetta ómögulcgt. Nú er ætlunin að rannsaka þetta bátanjál, og þarf að hraða þeirri rannsókn og birta siðan niður- slöðurnar. En það eitt er ekki nóg; ef bátarnir ern ipeð öllu óhæfir, þarf að losna við þá hiþ bráðdástá’ii " ........----------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.