Vísir - 02.04.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 02.04.1946, Blaðsíða 4
4 V 1 S I R Þriðjudaginn 2. apríl 1946 VBSIR DAGBLAÐ TJtgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunnl, Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Veður öll válynd. fJTommúnistar um heim allan hafa loks gcrt sér ljóst, að þeir sigla ek'ki lengur beggja skauta hyr til fyrirheitna landsins og ráð- stjórnarskipulagsins um heim allan. Þeir hafa andbyr í bili vegna aðgerða Ráðstjórnar- rikjanna og andstöðu Engil-saxa gegn þeim vegna samningsrofa. Rússar höfðu lofað að draga her sinn út úr Mansjúríu fyrir ákveð- inn dag, en af því varð ekki. Þeir höfðu enn- fremur lolað að yfirgefa fran að fullu og öllu fyrir ákveðinn dag, en af því varð ■ heldur ekki, þótt Bandaríkin og Bretland stœðu að fidlu við allar skuldbindingar sínar. Stalin hítur i skjaldarrendur og lýsir yfir því, að engum tjói að ráðast gegn Ráðstjórnarrikj- unum. Þau hafi staðizt árásir fjórtán' ríkja eftir byltinguna. Ekki sé honum ljóst, hvort Churchill takist að koma stríði gegn Evrópu af stað, en takist það, megi hann vita hvað hans biði. Árásin muni verða brotin á bak aftur nákvæmlega eins og allar árásir á Ráð- stjórnarríkin. Þetta er nú tónninn í aðalat- riðum. Kommúnistar um heim allan reyna að s’kýra afstöðu Ráðstjórnarríkjanna og rétl- læta samningsrofin með því, að Bretar og Bandarjkjamenn njóti réttinda, sem Ráð- stjórnarríkin eigi einnig að njóta, en á því sé enginn eðlismunur, hvort slíkra réttinda sé aflað með samningum eða samningsrofum. Meðan þessu fer fram ræða heimsblöðin um stálvegg þann, sem Ráðst jórnarríkin hafi byggt um þvera Evrópu, og sem ekki er unnt að skyggnast inn fyrir að neinu ráði. Vitað er að rússneskur Iier er miklu fjöl- mennari á hernámssvæði þeirra og við landa- mæri þess, cn hrezki og ameríski herinn, < n þó er rætt um allmikla herflutninga á meginlandinu, sem boðað geti átök, þótt Jjjóðirnar séu orðnar þreyttar á styrjöldum og allar raddir séu þagnaðar niðru, sem leyfa sér að nefna slíka möguleika á naí’n, svo sem Churchill gerði á dögunum. Loks er svo talað uni að flotadeildir stefni til Litlu-Asíu ti! þess að vera á verði ef út af ber, en Pmssar ásaka Breta fyrir að treysta aðstöðu sina að' öðru leyti fyrir hotni Miðjarðarhal's. Vfirleitt er úllitið i alþjóðamálum ckki •ósvipað því, sem það var er stríðið brauzt út, þótt menn voni aimennt að þjóðirnar hafi <>ðlast þá reynslu í styrjöldinni að ekki dragi til nýs ófriðar. Hótanir Stalins hafa vafalaust þau eiu sihrif að samvinna Breta og Bandaríkjanna *‘, erður miklu nánari enn hún hefur nokkuru sinni verið. Þannig starfa herforingjaráð heggja þessara stórvelda saman að ýmsum málum til þess að bægja sameiginlegri hættu á hraut. I stað þess að áróðurinn hneigðist sdlur með Ráðstjórnarrikjunum á slyrjaldar- árunum, beinist hann nú gegn samnings- rofum þeirra. Kommúnislar hafa ekki lengur jafn slinga áróðursmenn og þá Roosevelt og ('Juirchill til að túlka viðhorf sín, en auk ])ess hefur kommúnistum orðið það sama á <>g nazistum, að standa ekki við gefin loforð og samninga. Framferði Ráðstjórnarríkjanna, <-n J)ó einkum hegðun kommúnistanna um heim allan, mun reynast þcim skeinuhætt. Menn skilja ekki J>á menn, sem fórna föður- Jandinu fyrir málstað ofhcldisins. J(L emeviz sýonóóon, nennan % í Klemenz Jónsson, kennari og bóndi á Vestri-Skógtjörn á Álftanesi, er sjötugur í dag, er fæddur í Jórvík i Álfta- veri, sonur hjónanna þar, Jóns Jónssonar, bónda, og Guðriðar Klemenzdóttur, bónda á Fossi i Mýrdal Jóns- sonar. Tók liann kennara- próf frá Flensborgarskólan- um árið 1903, var við fram- haldsnám í Kaupmannaliöfn, á Statens Lærehöjskole, en réðist sem kennari til harna- skólans á Álftanesi árið 1905 og hefir starfað þar síðan. Um það leyti, sem Ivlem- enz fluttist á Álftanes, var verr ástatl i þeirri sveit en verið liafði nokkuru sinni fyrr. Útvegur þaðan var að mestu úr sögunni, skilyrði til l’járræktar engin, en fram- leiðsla mjólkur lítt arðvæn- leg. Hefir því verið síður en svo glæsilegt að flytjast í þessa sveit um það leyti, er Klemenz settist þar að. En það var liapp sveitarinnar, að Klemenz og aðrir dug- andi menn bjuggu þar búi sínu og komu fólum undir nýjan atvinnurekstur, er liægt var að lifa af. Gcrðist Klenmenz brátt einn af Iielzfu foryslumönnum sveit- arinnar, og hefir hann lengst af verið sá þeirra, er gegnt hefir flestum og mestum störfum fyrir Iiana á undan- förnum árum, enda liefir hverju máli verið vel borgið i liöndum Klemenzar. IJefir liann verið oddviti svcitar- innar um áratugi, sýslu- nefndarmaður, fulltrúi hreppsins í stjórn Mjólkur- félags Réykjavíkur og end- urskoðandi ]>ess lengi und- anfarið og formaður sjúkra- samlags þess, scm nýtekið er til starfa í hreppnum. Hefir hann jafnan verið sluðnings- maður eða lielzti hvatamað- ur hvers ]>ess máelfnis, er til framfara hefir horft fyrir sveitina. Segir Erlendur á Brciðabólsstöðum i bók sinni um Álftanesið, Sjósókn, að Klemenz njóti hins mesta trausls og sé virtur af öllum samsveilungum sínum, og er það vissulega ekki of- mælt. En Klemcnz nýtur trausts víðar cn í sveit sinni, þvi að mörg trúnaðarstörf ! hafa honiun vcrið falin af öðrum aðilum en samsveit- ungum sjnum. Er hann t. d. formaður fasteignamats- nefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu og er samt ékki nema fátt eilt talið upp af þeim trúnaðarstörfum, sem Klemenz hafa verið falin. Ekki er þó enn getið ])ess sfarfsins, er Klemenz liefir rækt af mestri aíúð og' Iiefir sjálfu áreiðanlega liafl mesta ánægjuna af, kennsl- unni, og minnist sá, er þelta rilar, margra ánægjulegra - SJDTUGUR - kennslustunda lijá Klem- enzi. Munu margir Álflnes- ingar, ungir og gamlir, liafa sömu söguna að segja. Ivlemenz er kvæntur Auð- björgu Jónsdóttur frá Skálm- bæ í Álftaveri, hinni ágæt- ustu konu. Hefir þeim orð- ið tíu barna auðið, og eru átta þeirra á lífi, Ægir heimti sinn skerf, fyrsl elztan son þeirra, fermingarbróður minn og nafna, en síðan ann- an yngri, Gunnar. Eru öll börn þeirra hin mannvæn- Mjólkur- „Mjólkurframleiðándi á bæjarland- stöðin. inu“ liefir aftur skrifað mér bréf: „Frú S. M. Ó. virðist liafa misskilið það, sem eg skrifaði Bergmáli fyrir stuttu uni mjólkina. F.g gcri naumast ráð fyrir, að í mjólk- urstöð þeirri, sem nú er notuð, sé liægt að koina við flokkun á mjólkinni, því að meðan Mjólkur- félag Reykjavíkur hafði stöðina, — og svo mun vera enn — var stór mjólkurgeymir undir mjólk- urvoginni, sem oft var liátt í af ■ mjólk ór fjarlægum sveitum, þegar afhent var þar og innvegin mjólk af bæjarlandinu. * Allt iátið Þegar hellt hafði verið í vogina og saman. mjólkin vegin, var loka tekin frá vog- inni og mjólk af bæjarlandinu, volg legustu, Eggert stýriinaður , , , . ur kvrspenanum, rann í geymi þenna, saman á togaranum Baldrt, Guðrun héraðslæknir og Guðný, gift Gunnlaugi Halldórsyni, arki- tekt, en hin eru yngri. Þótt Klemenz sé nú sjö- tugur að aldri, sjást þess vart merki, að starfsþrek hans sé farið að minnlca, og vona eg, að fjölskylda hans, sveitungar og aðrir velunnar- ar fái að njóta hans sem lengst. J. E. V. við kalda og kannske nokkurra daga gamla mjólk. Stöðin var þannig útbúin, að þetta. var talið óhjákvæmilcgt og þó óskaðlegt. — Annars var það allt annað, sem eg átti við i bréfi minu um daginn. Mér bafði ekki dottið i hug að fara að blanda mér í viðskipti Húsmæðráfélagsins við Mjólkursamsöluna. Ógerilsneydd Eg vildi aðeins benda á það, að mjólk. mér virtist það virðulega félag ekki leggja neina álierzlu á að beita áhrifum sínum á valdhafa bæjarins, tii þess að hér gæti verið á boðstólum ný, ógeril- sneydd mjólk, sem sumar húsmæður og jafnvel læknar telja miklu betri cn þá mjólk, sem hér er nú á boðstólum i mjólkurbúðunum og kem- ur úr samhellingargeyminum undir mjólkurvog- inni i Mjólkurstöðinni. * Kúnum I.íklega er það elcki dæmalaust, að I@mhs! ekki i land. I fyrradag var Slysavarna- félagi íslands tilkynnt að tveir drengir hefðu farið á smákænu út í Akurey og' þar sem farið var að hvessa og fa>]ii;ag þrengt hafi vcrið svo að þeim búum veðurútlit slæmt, var ekki talið að þeir lcæmust hjálpar- laust í land. Brá hjálparsveit slysa- varnardeildarinnar „Ingólfs“ strax við, og var lóðsbátur- inn fenginn til að fara út í eyna og Itjargaði hann drengjunum og kænunni, er þeir voru á. hefir sýnt sjónleikinn Tengdamömnni, eftir Krist- ínu Sigfúsdóttur, undanfárið við mjög góða aðsókn. Næsta sýning er n. k. fimmtudags- kvöld í G.T.-húsinu kl. 8. — Aðgöngumiðar seldir á morg- un, miðvikudag, í Góðtempl- arahúsinu frá kl. 3- 6 e. h. Myndin hér að ofan er af Kristjönu Benediktsdóttur sem fcr með hlutverk Þuru gömlu, scm cr vinnuhjú Bjargar ríku að Heiði. hér, scm þessa nýju og góðu mjólk fránileiða, að þau hafi orðið að hætta starfi, og víst er ]:að, að flest hafa þau orðið að fækka kúnum af þeim sökum, að ræktuð lönd liafa verið tekin undir íþrótta- og leikvelli, oft jafn- vel alveg að óþörfu. líg veit ekki til, að Hús- mæðrafélagið liafi lircyft hönd eða fót til að koma í veg fyrir það. * tarfsemin. Starfsemi þess, fyrr og síðar, i þessu mjólkurmáli, virðist öll hafa geng- ið í þá átt, að gera kröfur til Samsölunnar, og vil eg á engan hátt blanda mér i þær deilur, sem út af því hafa stundum risið, fvrr og síðar. Ililt, sem eg áður nefndi, að orsakað hefði skort á góðri nýmjólk, hafa þær látið sig engu skipta opinberlega, en cg hugsaði, að þær kynnu að vilja heita áhrifum sínum í ])á átt lika, en það kann að vera á misskilningi byggt. Hina nýju samþykkt um Korpúlfsstaði liefi cg ekki séð og skal því ekkert um liana segja og læt hér stað- ar mmiið.“ * Kemst Eg er alvarlega farinn að hugsa um ekki að. að hirta ekki fleiri bréf um mjólkur- málið, enda fæ cg ekki helur séð cn að framleiðandinn og neytandinn liafi bæði gert breint fyrir sínum dyrum og skýrt Ijóslega skoð- anir sínar. Og svo er það lika, að síðan þessi „mjólkurgrautur" (eg bið afsöluinar á orðinu) var eldaður, befi eg varla getað skotið orði inn sjálfur, jafnvel varla skáhallt, og þykir mér það meinillt, þótt það sé auðvitað mikil guðs blcss- un fyrir lieiðraða lesendur. * r.jósið. En það sér hver maður, að engum er hollt að setja. ljós sitt undir mæliker, að minnsta kosti ekki lengi, því að hver veit nema týran verði alveg slokknuð, þegar til á að taka, seint og síðar meir. Af þcssum sökmn ætla eg að livíla okkur, heiðraði lesandi, á mjólk- iiíni um tíma. Ekld neita cg þó bréfum fremur en áður, og þegar mér finnst aftur kominn timi til að hvíla nlig og setja týruna undir mæliker- ið á ný, hlcypi cg hara af stað cinhvcrju nýju „mjóllairmáli“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.