Vísir - 04.07.1946, Qupperneq 7
Fimmtudaginn 4. júlí 1946
V I S I R
7
i
Ruby M. Ayres
PriHAeAAah
Einhver innri rödd livislaði að lionum, að
liann færi heimskulega að ráði sínu, að lcoma
undir eins og Priscilla kallaði. Hann hafði sagt
að hún elskaði liann ekki, og hann vissi að hún
sagði satt — en hann elskaði hana svo lieitt, að
harín varð að koma, er hún bað liann þess.
Hann gekk liægt niður tröppurnar og brátt
iivarf hann út i myrkrið.
Hann hafði ekki hraðan á, þótt það væri mjög
farið að liða á kvöldið. Hann liugleiddi hvaða
ástæðu liann skyldi tiltaka, livað hún mundi
segja, og liverju hann skyldi svara.
Hann ætlaði sér, hvað sem tautaði, að vera
sem fáorðastur, þar til hún hefði gert grein
fyrir því, hvers vegna hún liefði gert boð eftir
lionum, og svo ætlaði liann að segja lienni, að
hyggilegast væri fyrir þau, að binda enda á
þetta tilhugalíf sem fyrst, og láta gefa sig sam-
an eins fljótt og nokkur tölc voru á. Hann var
sá einfeldningur að ætla, að þegar þau væru orð-
in hjón mundi allt falla i ljúfa löð. I>að yrði
þeim báðum óbærilegt, að búa við liið sama og
að undanförnu. •
Hann hafði ekki g'ert sér ljóst, að það var
Hugh, sem var potturinn og pannan í því, að
Priscilla óskaði þess, að hann kæmi til hennar,
svo að segja undir eins eftir að upp.úr slitnaði
milli þeirra. — Vindurinn suðaði i greinum
eikitrjánna gömlu yfir höfði hans og í Moorland
House logaði aðeins ljós i tveimur gluggUm.
Honum fannst gluggarnir eins og augu og það
var meðaumkun í tillitinu. „Hvers vegna kemur
þú hingað? Hér er enginn, sem óskar þess, að
þú komir.“
Inngöngudyrnar miklu stóðu opnar í hálfa
gátt. Heimilisstarfsfólkið var sennilega farið að
iiátta. I forsalnum mikla logaði dauft ljós og
þar gelck Hugh um gólf og virtist mjög eirðar-
litill. Það var eins og birti yfir honum, þegar
hann sá Jónatan, en lianri sagði eins og ekkert
hefði í skorizt:
„Golt kvöld, eg skal segja Priscillu, að þér
séuð kominn!“
Jónatan fór ekki úr frakka sínum. Hann gekk
rakleiðis inn i lesstofuna.
Hann var ekki i æstu skapi, hann var eins og
lamaður eftir áfall það, seiu hann hafði orðið
fyrir. • /
„Eg liala þig, heyrirðu til mín, eg hata þig,
farðu og komdu aldrei framar fyrir mín augu.“
A þessa leið hafði hún mælt til lians fyrir
nokkurum klukkustundum og nú liafði liún gert
boð eftir honum. Og hann var liér kominn.
Hann liafði þegar svarað kalli liennar.
Eldurinn á arninum var að lognast út af. Ilann
varpaði tveimur brennibútum á glæðurnar og
neistar þyrluðust upp i reykháfinn í þeim svif-
nm, er dyrnar opnuðust og liún kom inn.
Á leiðinni niður stigann hafði hún liugleitt
livað liún skyldi segja við Jónatan — á hvern
iiátt hún gæti beðið liann fyrirgefningar, en
undir eins og liún sá Jónatan, háan og þrekinn,
þar sem liann stóð og starði i glæður eldsins,
gat hún ekki munað það, sem hún hafði ætlað
;að segja.
Hvorugt mælti orð um sinn. Báðum var erfitt,
en loks mælti Jónatan:
„Þú baðst mig að koma — þú hefir vist eitt-
hvað við mig að tala?“
Hann talaði rólega og kurteislega, en eins og
‘ókunnnuugur maður, og Priscilla eldroðnaði.
1 rauninni var það óþolandi, að lxún skyldi
l)iðja hann fyrirgefningar — lmn liafði búizt
við, að Jónatan mundi mæta lienni á miðri leið.
Hafði hún i rauninni brotið nofekuð af sér?
Hún hafði sagt honum beizkan sannleikann,
það var allt og sumt — en hann átti þó ekki ann-
að skilið en að komið væri vel og kurteislega
fram við hann.
„Eg — eg vil fúslega kannast við, að mér fell-
ur þungt hversu óvingjarnleg eg var við þig i
dag.“
Ilún talaði hægt og hikandi.
„Þú sagðir ekkert, Priscilla, sem eg ekki áður
vissi.“
„Sem þú ekki áður vissir?“
Hún reyndi af fremsta megni að varðveita
hugarró sína.
„En það var ekki satt, þetta sem eg sagði, —
að — eg hataði þig.“
Henni veittist erfitt að bera fram þessa játn-
mgu.
„Það þykir mér vænt um að lieyra af vönun
þinum.“
Hún gekk örlitið í áttina til lians.
„Eg var æst i liuga — lcannske lasleiki pabba
hafi liafl þessi áhrif á nrig. Geturðu fyrirgefið
mér?“
„Hvað er það, scm fyrir þér vakir, Priscilla?“
spurði Jónatan. „Yiltu taka í hönd nrina, kveðja
inig, svo að við skiljum sem vinir,?“
Priscilla stóð þögul andartak. Hún átti i
harðri baráttu'við sjálfa sig. Henni var ofarlega
i liuga að segja:
„Já, það er það, sem fyrir mér vakir — og að
við lrittumst aldrei framar.“
Yarir herinar bærðusl. Loks mælti hún:
„Nei, það cr ekki það, sem fyrir mér vakir.“
„En lrvað er það þá?“
Hann ætlaði sér ekki að hörfa um eitl fót-
mál — luin varð að koma til lians.
Eftir stutta umhugsún rétti hún lionum liönd
sína.
„Gefðu mér lninginn minn aftur,“ sagði hún.
Iíún hugði, að sér liefði tekizt að finna greiða
leið út úr öngþveitinu, en Jónatan slóð grafkvrr
í söniu sporum.
„Ilvers vegna ætli eg að gera það?“ sagði
liann, og nú tók hann eitt skref í áttina til lienn-
ar.
„Viltu fá mig aftur, Priscilla?“
„Já,“ svaraði luin veikum rómi.
Ilenni fannst á þessari stund, að hún væri
ákaflega óhamingjusöm. Hún elskaði ekki þenn-
an mann, og þó jók það örvæntingu hennar,
að sjá liaixn standa þarna kuldalegan og eins
og hann væri yfir hana hafinn —- alll var þetta
óðruvísi en hún hafði búizt við.
„Yertu vingjarnlegur við mig — fyrirgefðu
mér — og svo skulum við byrja á nýjan leik.
Eg heiti þér því, að eg skal gera það, sem í minu
valdi sténdur, til þess að allt fari vel.“
’AKvöLVWmm
Ættingjar hans Jóns hringdu i blómaverzlunina
og báðu itm stóran kranz á kistu hans. Borðinn
verður að vera sérstaklega breiðttr og standi: „Hvil
í friöi“ á báðum hliðum og ef pláss veröur þá:
„Hittumst í himnariki,“ sagöi sá, sem pantaði kranz-
inn.
Blómasalinn sjálfur var ekkt við, en aðstoðar-
inaður lians sá utn kransinn, sem vakti mikla at-
hygli við jarðarförina, því eftirfarandi stóð á
kransborðanum: „Hvil í friði á báðum hliðum og
ef pláss veröur þá hittumst í himnaríki.
Trúboðinn: Hversvegna horfir þú svona rann-
sakandi á mig, góði maöur?
Mannætan: Eg er matvæaeftirlitsmaður.
Jón: Hvað! Ert þú kominn í bæinn aftur? Eg
sem hélt að þú værir bóndi ?
Jónas: Já, það hélt eg líka.
Þrumuveður við Miðjarðarhafsbotn,
EftU' CLIFTON DANIEL.
Egipzkur lögreglumaður sat önnum kafinn við
skrifhorð sitt, sem var yfirhlaðið bókum og blöðum.
Hann hafði skærrauðan vefjarhatt á höfði sér og „
bar dökk gleraugu, sem leyndu ákefðinni í svip hans
og skýldu honum fyrir geisíaflóði hinnar austrænu
sólar. Maðurinn var lotinn í lierðum og rödd hans|
bar vott um að hann væri þreyttur orðinn á lífinu.
Hann talaði hægt og skýrt, en orð hans voru spá-
mannleg. „Þetta endar með vandræðum,“ sagði hann
„miklum vandræðum.“ Hann hafði verið við þetta
starf í þrjátíu ár og hafði^því öðlazt þá reynslu, sem
þurfti til þess að þekkja liina örgeðja landa sína
— og áður vikan var á enda virtist þessi spádómur
hans ætla að rætast. Riffilskot og skammbyssuskot
kváðu við á strætum Kairo.
Því liafði verið spáð, að uppreistir, brennur, rán
og manndráp myndu eiga sér stað og það kom líka
á daginn. 1 október s.l., þegar Abdel Reham Azzam
Pasha, ritai’i arahísku sendinefndarinnar, var stadd-
ur i London, lét hann svo um mælt, að ekki mundi
jæss langt að bíða, að árekstrar ættu sér stað milli
Breta og Araba. Lfehrúar s.l. rættist þessi spádóm-
ur hans. Aðstoðarmenn Sir Edward Grigg’s (nú Alt-
rincham lávarðs), sem áður var sendiherra Breta i
löndunum við austanvert Miðjarðarhaf, minntust þá
spádóms hans um það, hver myndu verða eftir-
köst styrjaldarinnar í Egiptalandi.
Það voru tæplega liðnir fullir sex mánuðir frá
ósigri Japfftia, þegar Bretar neyddust til þess að
beita vopnavaldi í varnarskyni gegn æstum lýð i
Egiptalandi. 1 raun og veru er styrjöldinni eklci
lokið enn í Austurlöndum. Það eiga enn eftir að
verða árekstrar milli brezku heimsyfirráðastefnunn-
ar, arabisku frelsishreyfingarinnar, rússnesku út-
þenslustefnunnar og ýnrissa annarra smærri yfir-
ráða- og frelsisstefna í löndunum við austanvert
Miðjarðarhaf.
Styrjaldarmarknrið þessara aðila í löndunum við
austanvert Míðjarðarhaf voru ólík og rákust því
hvert á annað, en á sjálfum stríðstímunum er slík-
um deilum ekki ýkja nrikill gaumur gefinn. Ósigur
Þjóðverja, Itala og Japana reyndist ekki fullnægj-
andi sigur fyrir bandamenn. Vonsvik og óánægja
Breta yfir fyrstu uppskeru friðarins var augljós.
öryggi og hagsæld heimalands lieimsveldisins, sem
Bretar börðust fyrir, var enn ekki tryggt. Brctland-
er umsetið á alla vegu af landfræðilegum og liag-
fræðilegum kröfum, sem frekar rýra en bæta virð-
ingu og vald þess.
Hvergi annarstaðar í heinrinum er öryggi hrezka
heimsveldisins í meiri háska en á þessum krossgöt-
um brezku og rússnesku heimsyfirráðastefnanna.
Sjávarleiðin frá Bretlandi um Gibraltar-sund, Mið-
jarðarhafið, Suez-skurðinn, Rauða liafið og 'Ind-
landshafið er nokkurskonar lífæð lieimsveldisins,
sem tengir móðurlandið við sjálfstjórnarlöndin og
nýlendurnar.
Hinar feikimiklu og sístreymandi olíulindir i Irak
og Iran eru það forðabúr, sem geyma lífsnauðsynj-
ar hrezka flotans og flughersins. Bækistöðvar land-
hers, flughers og -flota 1 löndunum við austanvert
Miðjarðarhaf, Palestínu, lrak og Egiptalandi ,eru
útverðir lífæðar heimsveldisins. Ef brezka heims-
celdið tapaði þessum bækistöðvum, mundi það þýða
skiptingu þess í Ivo hluta.
I samkeppninni milli Breta og Rússa í löndunum
við austanvert Miðjarðarliaf eru Bandaríkin Bretum
liliðholl, cn þó sem „hlutlaus“ aðili. Þetta koni
greinilega i ljós, þegar Rússar fóru að skipta sér
af málunum á þessum slóðum. Þetta lilutleysi Banda-
rikjanna er ekki eins augljóst í Egiptalandi, en er
þó raunverulegt orðið, því að Bandaríkin gera séi>
sérstakt far um að gera Bretum ekki of erfitt fvrir
í samskiptum þeirra við heimastjórnina þar.
Háværar óánægjuraddir gegn þessari stefnu heyr-
ast nú frá verzlunarmönnum og stjórnmálamönn-
um á þessum slóðum og eru Bretar ásakaðir fyrir
að notfæra sér stjórnmálaerjur og fjárhagsvaudræði
til þess að sporna við amerískum verzlunarviðskipt-
um í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. Þeir
krefjast afnáms liinna þvinguðu verzlunaráhrifa
Breta í landinu. , i
Astandinu er lýst þannig af einuiri Bandaríkja-