Vísir - 10.07.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 10.07.1946, Blaðsíða 4
4 V I S 1 R Miðvikudaöinn 10. júlí 194(5 VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: blaðaUtgáfan visir h/f Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sgötugur : Guðmundur Magmísson. Fjármagn og framfarir. jFlrlehdir menn, sem hingað koma, hafa orð ^ á því, að hér sé meira fjör i framkvæmd- um en í heimalandi þeirrá, þar sem mcnn búa á gömlum mcrg og litlar breytingar verða á ytra útliti hæja frá ári til árs. Vissulega cr það rétt, að Reykjavík og aðrir bæir á landi hér hafa tekið miklum breytingum síðustu ár- in, og í ráði eru stórfelldar framkvæmdir á okkár mælikvarða, 'sem allar miða að fegrun þæjarins og framförum á einu eða öðru sviði. Jafnframt þessum hrevtiqgum á ytra horð- inu, hefur verið ráðizt í nýsköpun atvinnu- veganna, sem lætur ekki eins iiátt yfir sér og blasir ekki eins við augum við fyrstu sýn, en á sér þó stað og siglir seigan og hægan í höfn. Skip eru byggð í tugatali, vélar keyptar til landbúnaðar og iðnaðar, ræktun stóraukin í sveituin og ráðizt í ýms fyrirtæki, sem hér hefðu átt að rísa upp fyrir löngu, cn hefir ckki verið komið á fót vegna fjárskorts, eða af liinu, að þau hafa ekki getað skilað jafn skjótum og öruggum arði og aðrar atvinnu- greinar. Landsbankinni auglýsir þessa dagana verð- iiréf lil sölu, sem eru í ýmsum flokkum, en andvirði bréfanna rennur til B-lána stofnlána- sjóðs, sem eiga mun drjúgan þátt i nýsköp- uninni með liagkvæmum lánveitingum og lág- um vaxtakjorum. Því aðeins getur sjóðurinn innt hlutverk sitt af hendi, að almenningur láti honum i té fé til ráðstöfunar í þessu augnámiði, — fé, sem að vísu ber ekki ýkjá háa vexti, en er tryggt i atvinnurekstrinum og skapar þjóðinni stórauknar heildartekjur og miðar að vclmegun þjóðarinnar i heild. Ilvar væri þjóðin á vcgi stödd, ef útvegurinn hrygð- ist eða legðist niður? Því gelur hver maður svarað svo sem hann hefur vit til, en hætt er við, að töluverð lífsvenjubreyting fylgdi í kjöL far slíks fyrir allan almenning. Þess ber einn- ig að gæta, þegar rætl er um vaxtakjör stofn- lánasjóðs, að nú.grciða lánsstofnanir litla cða ænga vexti al' innstæðufé, enda er yfirleitt erf- itt að ávaxta fé í trvggum atvinnurekstri eða !íi annan liátt. Eins og sakir standa er flest á Lverfanda hveli og erfitt um að dæma, hvað •öruggt sé og hvað ckki, en hitt er jafnvíst, ,að ekkert er öruggt í i'járhagslífinu, -ef riiðaL .atvinnuvegir þjóðarinnar bíða alvarlega hnekki, eða þróast ekki á eðlilegan hátt. Kvrr- staða leiðir til hrörnunar og hruns, en í krepp- um í atvinnu- og fjárhagslífi her allt iið ein- nm og sama brunni. Islenzka þjóðin á þess nú aðeins kost, að efla atvinnulíf sitt eftir frek- asta mætti, og öllu fé er vel varið, scm renn- ur til sköpunar nýrra verðmæta fyrir þjóðar- búið. Síðar verður þjóðin sjálf að tryggja fé ]>að, sem aflast, og trvggja atvinnureksturinn í framtíðinni. Það cr í rauninni hægur vandi, cn skilyrði til þess gr að almenningur skilji til hlítar nauðsyn þess og 'vilji að sér leggja um skamma hríð til þess að tryggja hag sinn og velferð til langframa. Þess er að vænta, að þjóðin bregðist vel Aið málaleitun Landsbankans og sinni svo lánsútboðinu, að ekki skorti fé til þeirra fram- Lvæmda, scm ætlunin er að brinda af stokk- iinum. Þessu l'é er engan veginn á glæ kastað. Það fclst í varanlegum verðmætum, sem mynda ennfremur grundvöllinn fyrir frekari i'ramförum á sviði útvegs og iðnaðar. GúSmundur Magnússon. skýlisvörður í Verkamanna- skýlinu er sjötugur i dag. Hann hefir veitt skýlinu forstöðu frá þvi er það tók lil starfa i febrúarmánuði 1923 og staðið með mikilli sæmd i þvj starfi. Guðmundur er fæddur að Heggsstöðum i Andakíl 10. júlí 1876. Hann fluttist barn að aldri með foreldrum sin- um að Landakoti á Alftanesi og þar ólst hann upp. Var hann hjá foreldrum sínum til 22ja ára aldurs og stundaði þá aðallega sjóinn allar ver- tiðir, bæði þar á Álflancsi svo og i öðrum veiðistöðvum. Laust fyrir aldamótin flultist Guðm. hingað til jReykjavikur og hefir átt hér iheima síðan. Hefir hann lagt jgjörva hönd á margt og lagt rsig eftir ýmsu, bæði á sjó og liafa hann með ráðum og dáð i hvívetna. Kona Guðmundar er Sigríður Helgadóttir og hefir þeim orðið níu barna auðið, þar af eru 7 á lífi og öll efnileg og hin mannvæn- legustu. Guðmundur kann vafa- laust frá mörgu aö segja eft- ir rúmlega 23ja ára starfsfer- il i Verkamannaskýlinu. En hann er hógvær og hlédræg- ur og lcærir sig ekki um að haldá þvi á lofti, sem öðrum myndi talið til lofs og virð- ingar. Hann er heldur ekki að draga f.ram i dagsljósið skuggahliðarnar, eða það sem miður fer í fari gesta lians, því hann veit að það er bezt geymt í gleymskunnar ' ;! djúpi. Hinsvegar verður því *ekki neitað, að þau húsa- kynni, sem Guðmundur veit- ir forstöðu, eru einhver þau þörfustu, sem bærinn liefir ráðizt í að byggja. Þangað |hafa þúsundir verkamanna 'leitað skjóls til þess að mat- ast, drekka kaffi, hvíla sig cða til þess að biða eftir atvinnu, en áður urðu þeir að hírast úti og matast úti hvernig sem viðraði sumar sem vetur. I dag munu fjölmargir minnnast Guðmundar, þessa mæta heiðursmanns, sem ávallt hefir gengið brosandi gegn hverskonar örðugleik- um og ávallt reynt að gera sitt bezta til þess að öðrum mætti líða vel: landi. Ilann hefir verið vinnu- maður í landi, háseti á skút- uin, matsveinn á togurum, skösmiður, varðmaður eða einskonar einkalögreglu- þjónn, verið í utanlandssigl- ihgum og þar fram eftir göt- ununi. Sökum heilsubrests hefir hann þó stundum orðið að hætla við þau störf, scm helzt heilluðu liann, og hefir hann einmitt af þeim áslæð- um oftar skipt um atvinnu en ella hefði orðið. | Árið 1923 ilengdist hann jþö við þann slarfa, sem hann hefir enn á hendi, en Jiað er varðarstaðan við Verka- mannaskýlið. Það getur enginn, sem ekki hefir kynnzt daglegu lifi í Yerkamannaskýlinú af eigin sjón og rcynd, gert sér i hugarlund hve mikið og erf- itl slarf varðarins^er. Hann er þarna eins og faðir á stóru lieimili, ávallt reiðubúinn að hjálpa og bæta það sem af- laga fer, halda uppi röð og reglu, stilla lil friðar þegar ófriðsamlega horfir meðal gestanna, veita þeim beina, scm þess æskja og síðan þvo og ræsta húsakynnin. Starf húsvarðarins krefst léttlynd- is og góðlyndis og það á Guð- mundur í rikum mæli. Hann er líka heppinn að því leyti, að hann á, sér samhenda eig- Tivoli opnað. I gærkvöldi kl, 8 var úti- skemmtistaðurinn Tivoli opnaður fyrir almenning. Af skemmtitækjum í garð- inum má nefnda fyrst og fremst Parísarhjólið svo- nefnda. Er það gríðarstórt hjól með tólf körfum. I hverri körfu eru sæti fyrir 2 3. Þá er það bílabrautin. Á henni eru 20 bílar og tekur hvcr þeirra tvo fullorðna. Er það hin hezta skemmtun að alta í slíkum hílum. Áttfætl- ingurinn cða hringekja fyrir fullorðna er cinnig í garðin- um. Þá eru þar allskonar „Sport Automat“-kassar, sem cngan vinnihg gefa, annan cn ánægjuna. Að lokum má nefna landsins stærsta dans- pall, sem einnig er í garðin- um. Allskonar veitingar, öl og gosdrykkir verða seldir í garðinum, auk ]>ess hcitar pylsur og ef lil vill lieitir réttir. Athygli manna skal vakin á því, að þar sem vinna í prentsmiðjum hættir kl. 12 á hád. á laugardögum í sumar, þá þurfa auglýsingar, sem birt- ast eiga á laugardögum, að vera komnar eigi síðar en klukkan 7 inkonu og börn, sem stutl á föstudagskvöldum Góðar Eg held, að ekki verði annað sagt, en fréttir. að' það sé góðar fréttir, sem borizt liafa af iþróttakeppninni á íþróttavell- iniun síðustu kvejdin. Mörlandinn er ekki eins slakur og margir óttuðust. Ilann skaut gest- unum ref fyrir rass i tveimur greinum og meira en það, hann setti glæsilegt met i annari grein- inni og mun ekki vera til sá Evrópumaður nú, sem lcikur það eftir. Svona á það að vera, þeg- ar við h.ióðum lieim erlendum íþróttamönnum. Enga gestrisni —■ hana sigra þá! * Þeir Það verður ekki annað sagt, en að i- skána. þróttamenn okkar taki jafnt og þétt framförum. Þeir nálgast það smám sam- an, liver i sinni grein, að hægt sé að senda þá ntan lil keppni við aðrar þjóðir. Við eigum þeg- ar nokkra menn, sem luegt er að láta fara utan og cftir fácin ár verða þcir vafalaust orðnir fleiri. Með betri aðferðum komast þeir æ lcngra og framfarirnar iijá þeim eru raunvcrulega meiri að mörgu leyti, en íþróttabræðra þeirra i öðrum Jönduin. * Við tak- Margir iþróttamenn úti uni heim Jiafa ] mörkin. þegar náð svo njiklum árangri, að mannslíkaminn getur vart gert öllu betur — meðan liann getur ekki lcvst kjarnork- una i sér úr læðingi og béizlað liana. Okkar menn eiga Iiins vegar Jangt í land að þessu marki og þvi-geta þeir enn bætt sig, mcðan hin- ir standa raunverulega i slað, en þvi nær sem piltarnir okkar komast þeim, því lengra mun líða milli þess að fram komi menn, sem skara stórkostlega fram úr keppinautunum. * Annað En þetta voru nú hugleiðingar, sem ekki mót. cr ástæða til að hafa alltof strengilcga i huga fyrr en síðar. Það sem iþrótta- mennirnir okkar eiga fyrst og fremsf að hugsa um nú, er að komast í sem bezta þjálfun, til þess að þeir geti orðið Iandi og þjóð til sóma á Kvrópumeistaramótinu, sem fram fer í Oslo i næsta mánuðj. Þangað verða íslendingar áreið- anlega sendir, en þeir ínega helzt ekki fara þangað, nema þeir sé vissir um, að koma það- an pieð einhvcrn sigur, þótt ekki væri nenm einn.. * Þeir Það verða ckki margir menn, sem við beztu. getum sent til 0§lóar, en það verða þeir heztu, sem við eigum. Allar þjóðir, sem þangað senda fulltrúa, munu tjalda því, sem þær eiga til og ekki þarf að fara i grafgötur um það, að þar verður liáð niörg tvísýn keppni. Og það þarf heldur ekki að fara i grafgötur um það, að nöfn þeirra verða á hvers manns vörum, sein þar verða sigursælir. Við getum átt mann í þeirra liópj, ef nægilega mikil rækt er lögð við þjálfunina. j * Slæmur Bréf það,- sem hér fer á eftir, er frj vegur. „K. .1., Keflavik." Hann segir m. a.r „Kg vil leýfa* mér að liiðja Bergmál um að.koma á framfæri frá mér kröftugum mót- mælum gegn því, hversu illa veginum suður með sjó er haldið við. Hann hefir verið svo slæmur undanfarið, að eg minnist þess ekki, að liann hafi verið eins erfiður ylirfcrðar um lang- an tínia. Liggur við, að eg vildi heldur fara hann um hávetur i fannfergi en eins og hann er nú. Fjöður Máli minu til sönnun'ar skal eg segja brotnar. frá fcrð um liann nú fyrir nokkuru. Eg á litinn bil — sömu gerðar og þeir sem koniið hafa hingað síðustu mánuðina — og fór á hoinnn um daginn til Reykjavikur. Var eg þá kallaður lieim í skyndi og varð að flýta mér meira en eg hefði kosið. Afleiðingarnar létu lieldur ekki biða lengi eftir sér, þvi að er heim var komið, var blað í framfjoður brotið og ein luirðin farin að gjökta af liristingnum. Xú fer eg hcldur með áætlunarbílunum en að leggja minn eigin bíl i ófærðina.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.