Vísir - 18.07.1946, Síða 7

Vísir - 18.07.1946, Síða 7
Fimmtudaginn 18. júlí 1946 V I S 1 R 7 Ruby M. Ayres 40 I PtÍHAeAAaH I Læknirinn horfði á hann af hluttekningu, lagði tiönd sína á handlegg hans, og sagði: „Mér þykír leitt að verða að segja yður, að hér er ekkert að gera. Maðurinn lézt fyrir tveim- ur niínútum.“ Læknirinn ræddi við liann um þetta vingjarn- lega og af samúð. „Það var engin von, þegar í upphafi. Maður- inn var mikið meiddur innvortis. Þetta var .sorglegt slys, en að þvi er eg hezt veit, er ekki hægt að áfellast neinn. Vesalii.gs pilturinn liefir engar kvalir liðið. Ilann hefir rnisst meðvitund þegar. Eg liefi fyllstu samúð með yður, herra Corbie.“ Læknirinn þagnaði skyndilega. Han . horfði á Jónatan, en af svip lians var ekki sjáanlegt, að hann liefði lieyrt neitt af þvi, sem læknirinn sagði. Jónatan mælti ekki orð af vörum. Loks lióst- aði læknirinn til þess að draga að sér atliygli hans. „Ef eg get orðið að nokkuru liði —•“ sagði hann. „Þökk, .enginn getur neitt gert.“ Það var brúðkaupsdagur lians — dagurinn tiafði átt að vera brúðkaupsdagur lians, en nú var öllu lokið. Það lagðist í Jónatan, að hann og Priscilla myndu aldrei verða lijón. —• Prins- essan væri horfin úr lífi hans. „Þér ættuð að fvlgja ungfrú Marsli heim,“ sagði læknirinn. „Þetta liefir fengið mjög á hana.“ „Já,“ sagði Jónatan án þess að lireyfa sig úr sporum. Læknirinn liorfði á Jónatan rannsakandi augum; lionum fannst sem fleirum, að þetta væri allt mjög einkennilegt, hér lægi eitthvað á bak við, en hann fann til samúðar með Jón- atan. „Ungfrú Marsh er uppi. Eg held, að þér ætt- uð að aka henni lieim nú þegar.“ „Já, eg skal gera það. Á eg' að fara upp og sækja hana?“ „Eg skal leiðbeina yður.“ Jónatan fylgdi lækninum eins og i draumi. Þeir gengu framhjá opnum dyrum. Þar var hlegið dátt. Jónatan kipptist við. Var enn lilegið i heimi þessum? liugsaði hann. Nokkurum andartökum síðar stóð liann i slofunni, þar sem Clive Weston lá liðið lik, Clive Weston, sem Priseilla liafði elskað. Sólin skein inn um stóra gluggann á stofunni. Já, sólin skein á brúðkaupsdegi þeirra, og allir höfðu talað um, að það boðaði gæfu. Það var ekki fyrr en siðar að allt, sem fyrir augun bar i þessu lierbergi stóð skýrt fyrir fiugskotsaugum Jónatans. IJvítt lak var breitt vfir rúmið, þar sem likið lá. Hjúkrunarkonan var hin rólegasta og Priscilla sat hreyfingarlaus i stól við rúmið með liendurnar í skauti sinu. Ilún leit upp, þegar Jónatan og' læknirinn komu inn, en Jónatan var ljóst, að liún liafði ekki séð hann. Hann beygði sig yfir liana, lagði hönd sína á hennar og mælti: „Ivomdu heim, Priscilla.“ Hjúkrunarkonan hafði oft verið viðstödd, þegar menn fóru yfir landamærin miklu, og var slíku svo vön, að hún lét aldrei tilfinningar sín- ar í ljós, en þegar Jónatan sagði þessi orð, komst hún við vegna þess hveríjii blíðlega liann mælti. Hún sneri sér fljótt undan, en Priscilla sem er- stóð upp. „Já, eg er reiðubúin,“ sagði hún. Ilún hreyfði engum mótbárum, þegar Jónat- an tók utan um haná. Hún gekk teinrétt, hægt og sigandi, eins og svefngöngumaður. i,Eg vildi leyfa mér að votta vður dýpstu samúð mina, ungfrú Marsh,“ sagði læknirinn af miklum vírðuleik, „þetta er eitt af þeim slysum, sem ekki er liægt að áfellast neinn fvrir. Og fyrir það geta allir verið þakklátir.“ Priscilla liorfði á hann. Varir liennar bærð- ust, en engin orð komu yfir varir liennar. Og litlu síðar óku þau af stað, hún og Jónatan. Og enn skein sól i heiði. Ilvorugt mælti orð af vörum. Jónatan sat þögull og horfði beint framundan sér. Hann virtist halda um stýrishjólið krampakenndu taki. Hann hugsaði um það eitt, að nú væri öllu lokið. Hann gerði sér ekki grein fyrir livers vegna hann var svo viss i sinni sök — enn hafði ekk- ert gerzt annað cn það að maður, sem hann aldrei hafði séð fyrr á æfi sinni, hafði látizt af slysförum, og þó vissi Jónatan, að vegna þessa atburðar var Priscilla frá lionum tekin. Skyndilega sagði hún annarlegri, hljómlausri röddu: Drengurinn, sem ríkir í Shangri-La. Ef tir A. T. Steele. Hánn sagði, að elcki væri hægt að áfellast neinn í þessu máli. Það er ekki rétt. Eg ber sök- ina. Eg ein.“ Hún horfði á Jónatan, eins og liún bvggist við, að liann myndi segja eitthvað, en liann leit ekki einu sinni v.' hennar sem snöggvast. „Ef eg hefði sagt honum, að við — eg og hann — gætum ekki átt samleið, væri liann á lífi, glaður og hamingjusamur. Eg -ber sökina eg ein.“ Jónatan gat engu svarað, þó vildi liann hug hreysta liana, en hann fann engin orð til þess. og hann vissi vel, að liún óskaði ekki eftir þvi, að hann gerði það. Bifreiðin stöðvaðist fyrir framan Moorland Housc. Forsalsdyrnar stóðu opnar og þar beið þjóna- lið frú Corbie og ræddist við. Það vissi ekki hvað það átti að gera. Þegar það kom auga á Jónatan dró það sig skyndilega í hlé. Aðeins Soames gamli var eftir, rólegur eins og ávallt, og beið þeirra. Gegnum dyrnar komu þau auga á borðið, sem á var livítur dúkur, og reiðubúið til borð- lialds. Þar var silfur-borðbúnaður og kristalls- glös og blóm. Priscilla gekk inn í lesstofuna. Hún var enn i bláa kjólnum, sem hún hafði keypt vegna hjónavígslunnar fyrirliuguðu. En nú gat and- lilsfarðinn ekki lengur levnt hversu föl lum var. *-a KvmwmMi it 4..- _ _ __al Þegar svarti presturinn minntist á þaS viö han* Sigga, aö hann ætti aö gefa örlitla fjárhæö til þess aö hægt væri aö giröa kirkjugaröinn, hverju haldiö þér aö Siggi svaraöi þá ? Hann sagöi; Eg get ekki séö, aö þaö sé nauösyn- legt, að giröa kirkjugaröinn. Þeir, sem þar eru, kom- ast ekki út og þeir, sem eru þar ekki, vilja alls ekki íara þangað. Dóttirin: Mamma, ef eg biö til guös, fæ eg þá allt sem eg biö um? Móðirin: Já, alt sem er gott fyrir þig. Dóttirin: Þaö er engin bót í því, þaö fæ eg hvort Presturinn: Og hvað gerir hún mamma þín fyrir þig, þegar þú hefir veriö góð stúlka? Stúlkan: Hún leyfir mér aö sitja heima i staöinn fyrir aö fara til kirkju. Þegar eg nálgaðist Lhasa, eftir tuttugu og eins dags ferð á hestbaki, skildi eg mæta vel, hversvegna pílagrhnarnir fara alla þessa löngu leið eingöngu til þess að votta hinum ellefu ára gamla dreng lioll- ustu sína með liinum æðsta presti. Umheimurinn er fákunnandi um Dalai Lama. Al- J mennt er álitið, að hann sé dularfull persóna, sem ] stýri dularfullu ríld, — að hann sé jafnvel guðdóm- legur. En nokkrar milljónir manna, sem dýrka Buddha og búa einhversstaðar í Mið-Asíu, þekkja hann til hlítar og vita að hann er mannlegur. Höf- uðhorg lians, Lhasa, er álitin af Tíbetbúum noklc- urskonar goðaborg. Með nokkrum erfiðleikum hafði mér tekizt að fá leyfi hjá yfirvöldunum í Tibet til þess að ferðast alla leið til Lliasa. Er hún afskekktasta og sú ein- angraðas;ta í veröldinni. í þessu landi, sem er nær eins stórt og öll Bandai’ikin, húa aðeins þrjár millj. manna. Þegar eg var kominn margar mílur frá Himalaya- fjöllunum og indversku vígstöðvunum, sá eg að -eg var að nálgast áfangastaðinn. Eg sá glitta í liið gylta þak Potla, en það er vetrarbústaður Dalai Lama. Pa-sang, leiðsögumaður minn, sá það um leið og eg. Gleðióp leið af vöritm lians, sem varð til þess að hestur minn fældist næstum. „Lhasa kallaði hann liástöfum og benti með liendinni á stað nokkurn, innst i dal þeim, sem við vorum á ferð eftir. Röd 1 hans og allt látbragð sýndu live innilega maðurinn fagnaði þessari sjón. Pa-sang er einn af þeim fáu Tibet-búum, sem hafa komið til Evrópu, en þrátt fyrir það er hann eldheitur Buddhatrúarmaður. Ferð þessi var honum meira virði en aurarnir, sem hann fékk fyrir hana. Þetta var nokkurs konar pilagrims- för fyrir hann. Eftir því sem við héldum lengra, sáum við hið gylta þak hallarinnar betur og betur. Að loluun sá- um við alla bygginguna, snjóhvíta og mjög fagra á að líta. Hún stóð á fjallstindi og við fjallsræturnar lá borgin Lhasa. Hér og þa*r við veginn bar að líta líkneski af Buddlia. \’ið borgarhliðið hittum við mann nokkurn, sem auðsjáanlega var varðmaður. Hann fylgdi okkur þangað, sem okkur var ætlað að búa í borginni. Það var skemmtilegt hús, sem stóð við ána. Þar átti eg að búa næstu tvær vikurnar. Eina herbergið, sem í húsinu var, hafði verið búið út í skyndi og var frem- ur óásjálegt, en þrátt fyrir það leizt mér prýðilega á það. Þjónar komu til mín og færðu mér gjafir frá stjórninni.Woru þær matvæli fyrir mig, þjón minn og hesta okkar. Auk þess livítur trefill, sem var vin- áttumerkið. Fvlgir hann vanalega liverri vinargjöf frá Tibetbúum. Eg var varla búinn að koma mér fyrir, er eg fékk óvænta heimsókn. Voru það Ríngang og Tsarong frá utanríkisráðuneyti Tibet. Voru þeir klæddir silki- kuflum. Þeir voru mjög kurteisir á allri fram- komu og sýndu mér mikla virðingu. Þeir spurðu mig kurteislega um ferð mína og heimaland mitt. Þeir útveguðu mér áheym hjá Dalai Lama og gengu úr skugga um, að luin bæri upp á „réttan dag“. Þannig var mál með vexti, að i dagatali Tibetmanna úir og grúir af allskonar „óhappadögum“ og var þessi ráð- stöfun þeirra gerð til þess, að viðtalsdagurinn hæri ekki upp á „óliappadag". Til þess að eyða tímanum á meðan eg dvaldi í Lhasa, og beið eftir viðtalinu við Dalai Lama, ráfaði eg um götur borgarinnar og nágrennið. Or fjarlægð hafði mér þótt borgin minna nokkuð á Hollywood, en hérna rétt fyrir utan borgarmúrana virtist mér hún vera öðruvísi. Að undanteknum bústöðum ríku mannanna, voru húsin eins og þau verst gerast í fátækrahverfum New York-borgar. öllu hreinlæti var mjög ábótavant. Crgangi var fleygt á göturnar og innan um allan úrganginn röltu hundar og snuðr- uðu í rusíinu, Auk þeirra gerðu hrafnar sig mjög heimakomna í því. Hestum og öðrum liúsdýrum var oft á tíðum komið ti! geymslu fyrir framan manna- bústaðina. Óþefurinn, sem stafaði af þessu öllu val* mjög vondur og mjög einkennandi fyrir Tibet.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.