Vísir - 25.07.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 25.07.1946, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 25. júlí 1946 V I S I R Mörg hundruð manns lærir hjálp í viðlögum. Hliklu fleiri umsóknir berast en hægt er að sinna. Slysavarnafélag Islands Kefir að undanförnu haldið uppi víðtækri kennslu í hjálp í viðlögum, og frá því um síðustu áramót hafa mörg námskeið verið haldin bæði út um land og eins hér í Reykjavík með mörg hundruð þátttakend- um. Guðmundur G. Pélursson liefir haft kennslu þessa á hendi fyrir Slysavarnafélag- ið, en Jón Oddgeir Jónsson, er liafði liana á hendi áður hefir nú tekið að sér um- ferðaslysavaniir. Vísir hefir átt tal við Guð- mund og skýrði hann blað- inu frá því helzta í sambandi við námskeiðin og kennsl- una. í Reykjavik hafa eftir- taldir aðilar staðið að nám- skeiðum í „hjálp í viðlög- um“: Vélstjórafélag Rvíkur, Skátafélag Rvíkur, Kven- skátafélag Rvíkur, Mál- fuudafélagið Kyndill, Lög- reglan, Meiraprófsnámskeið bifreiðarstjóra og Lofl- skevtaskólínn. Þátttakend- ur voru samtals 318 á þess- um námskeiðum'. Úti á landi hafa námskeið verið lialdin frá þvi á nýári. í vetur í Vestmannaeyjum, llveragerði, Selfossi, Stykk- ishólmi, Grundarfirði, Ól- afsvík, Hellissandi, Efri- Ilrepp í Skorradal og Mar- teinstungu. Þátttakendur voru fæstir 10 en flestir 200 á þessum stöðum en heildar- lala þeirra er sóttu 448. Ilafa því hátt á áttunda hundrað manns lært hjálp í viðlög- unvþað sem af er þessu ári. Úti á landsbyggðinni standa námskeiðin venju- lega yfir í 2—3 daga, en 1 viku hér í bænum. Þessi munur stafar af þvi, að úti á landi er kennt mikinn hlula dagsins, en hér í hænum ekki nema stulta stund á hverjum dcgi. Ivennt er allt sem viðkem- ur fyrstu hjálp svo sem skyndiaðgerð á heinhrotum og allskonar sárum, lífgun drukknaðra, aðgerð á slag- æðablæðingum o. s. frv. - Guðmundur segir að áliugi hjá fólki sé yfirleitt góður og allt annar en hann liafi verið fyrst er hyrjað var að kcnna „hjálp í viðlögum“. Nú erti umsóknirnar uhi að mega læra þetta miklu fleiri en hfegt er að sinná. . MikJum erfiðleikum veld- ur það fyrir Slysavarnafó- lagið að þáð hefir ekki yfir nginu ákveðnu. húsnæði að ráðai-Nokltur -bót í máli er þó, að félagið fékk, fyrir milligöngu Jóns Oddgeirs Jónssonar, skúr til umráða i Miðstræli og þar liefir kennslan farið fram, nema þegar um námskeið hjá fyr- irtækjum liefir verið að ræða, þá hefir kennslan oft- ast nær farið fram á vinnu- stöðvunum. I þessum skúr hefir þó ekki reynst mögu- legt að kenna nema 15 manns í einu og er það alls- endis ófullnægjandi eiiis og nú er komið. Tilfinnanleg vöntun er víða á sjúkrakössum með nauðsynlegum umbúðum, meðölum og áliöldúm. Þó hafa fjölmörg fyrirtæki afl- að sér sjúkrakassa og nú er svo komið að Slysavarnafé- lagið annast eftirlit með sjúkrakössum hjá yfir 100 fyrirtækjum hér í bænum. Það er almenningi engin dul lengur hvílík nauðsyn það er fyrir hvern einasta mann að kunna hjálp í við- lögum. Það hefir oftlega komið i ljós að fólki liefir verið bjargað bæði frá kvöl- um og dauða með undir- stöðuþekkingu í hjálp í við- lögum. Virðist ekki ástæða til annars en að taka kennslu í fyrstu hjálp upp í kennslukerfi skólanna, enda hefir nú einn liður hennar þ. e. lífgun úr dauða- dái verið tekinn þar upp og fær ekkert barn sundpróf neina það kunni það. Kennslu í hjálp í viðlög- um verður lialdið áfram eft- ir þvi sem tök verða á. Með- 'al annars liafa Austfirðing- ar óskað eftir námskeiðum og sömuleiðis verður nám- skeið haldið á Akureyri og víðar í haust. Gífurleg að- sókn að Tivoli. Frá því er skemmtigarður- inn Tivoli var opnaður, hafa alls um 26 þúsund manns komið í garðinn. y Skýrði Stefán Bjarnason, framkvæmdastjóri Tivolis, blaðinu frá þessu í gær. Af þessum 26 þúsundum eru börn aðeins um 3000, svo það sýnir, að fullorðna fólkið hefir engu aíður gaman af skcnuntitækj um garðsins en börn. í næsta niánuði er voh á ýinsum skemmtitækjum er- lendis frá togrverðá þair sfttl Upp jafnliarðan og þau koma. 17. júní í Hamborg. Sýning íslenzkra þjóðminja. Um tuttugu Islendingar og Þjóðverjar, er fjölskyldu ciga á Islandi koniu saman á fullveldisdaginn í Ham- horg. Hófst samkoman með sýn- ingu íslenzkra þjóðminja í „Volkerkundischem Muse- um“, sem að eru í eign safnsíns. Það var prófessor dr. Hans Kuhn, sem að mörg- um hér á landi er kunnugur, og áður bjó í Taucha hjá Leipzig, hvar margir lapds- menn oft voru gestir þeirra hjóna, er gekkst fyrir sýn'- ingu þessari. Henni var komið smekklega fyrir í stórum sal í safnhúsinu. Á stríðsárunum hafði safn- munum verið pakkað niður og geymdir á öruggum stað, en í tilefni hátíðardagsins tókst próf. Kuhn að fá leyfi til að sýna þá löndum þeim, er hér ('r’i orr ■ imim þeirra. Prjf. s; 'roi frá safninu og li.trnig Jiað hafði orðið til. Það var hann er hafði útvegað hlutina á ferðum sínúm, sérstaklega um Noi;ðurland. Árni Siem- sen þakkaði próf. Kuhn fyrir að hann gaf kost á að sjá safnið og þar.n heiður, er hann sýndi landi voru og Jijóð með því. Að sýningunni lol.imú bauð Einar óperusöngvari Krist- jánsson til tedrykkju á heim- ili sínu. Þar mælti Árni Siemsen fyrir minni dagsins og ættjarðárinnar. Um kvöldið var farið í óperuna. Þar var sýnd ópera Smetana’s „Die verkaufte Braut“, og söng Einar eitt af aðalhlutverkunum (Ilans) og var unaðslegt að heyra hann. Að leiknum loknum var Einar margkallaður fram á leiksviðið, enda mun hans verða saknað mjög, er hann á næstunni hættir starfi sínu þar, til að hverfa heim. * Árni Siemsen. Tveir togarar veiða í salt. Tveir togarar, Þórólfur og Viöey, eru um þessar mund- ir að leggja af stað á veiðar. Munu þeir veiða í salt. Fékk Vísir þessar upplýs- ingar hjá Landssambandi is- lenzkra útvegsmanna i gær. Eru líkur á, a)ð fleiri togarar muni hefja veiðar í salt, ef fiskverðið í Englandi breyt- ist ekki frá því, sem það nú er. Þá var Vísi ennfremuv tjáð, að ..allgóðir ínarkaðir væru fyrir saltfisk víðsvegar um Évrópu. Keypti einka- ilugvél í EnglandL Ur.gur íslenzkur flugmað- ur, Kristján Steindórsson að nafni er um þessar mundir að ganga frá kaupum á einkaflugvél í Englandi. Fór Kristján til Englands í byrjun mánaðarins til þess að kaupa fjögra manna land- flugvél af Troctor-gerð. Tókst honum að komast að samkomulagi við brezka franrieiðandann og að festa kaup á vélinni. Hyggst Kristján aðallega að kenna flug á vélina auk þess sem hann mun fljúga með farþega ef svo ber und- ir. Kristján, ásamt Halldóri Kalman, mun fljúga vélinni lieim núna um mánaðamótin. Belgiska flugfélagið, sem liefir flugleiðina milli Belgíu og Kongo hefir lækkað far- gjöld sín. í gær endaði ráðstefna norrænna póstmanna, en hún stóð yfir dagana 20. til 24, júlí. > Utsala Innkaupatöskur frá kr. 30,00 Inntskór, leSur — 10,00 Gallabuxur, barna 2—-12 ára frá — 12,20 Tauhanzkar, kvenna — 6,00 Barnaregnslár, glærar frá — 38,00 Drengjablússur, þrjár stærSir — 26,50 Drengjaföt frá — 26,00 Kvenhanzkar, rúskinn — 15,00 RakblöS „PAL“ — 0,20 RakblöS „Ethicala“ — 0,20 Enskar húfur meS gúmmískyggm — 9,00 FerSapelar kr. 1 4,00 og — 30,00 VeiSitöskur, vatnsheldar — 14,50 Svefnpokar — 120,00 HliSartöskur — 15,00 BurSarólar, enskar — 10,50 LeSurbelti, ensk frá — 8,00 Sportbelti meS buddu — 8,50 Skyndisalan Vesturgötu 21. A. ¥ ækifærisverð Kjóla- og kápublóm, fallegt úrval fr« í kr. 3,50 PúSurdósir mjög smekklegar frá — 18,00 Hárnet, fjölbreytt úrval frá — 0,50 PúSurkvastar — 2,00 AndhtspáSur, Mattesver — 3,00 — Le Trefle — 4,00 Næturkrem — .1,50 Varahtur, amerískur — 1,25 Tannkrem — 1,30 Tannburstar S.P.A. — 3,25 Diana Shampoo — 5,95 HærumeSal, Myleto — 6,00 Sólarolía — 3,25 HandáburSur — 1,80 Skyndisdlan • Vesturgötu 21 . A. IMúsnœði ■ Er kaupandt að 4—5 herbergja íbúð, lausri til íbúSar í Haust. — TilboSmerkt: „Nýiízku íbúS • 2327“, leggist tnn á tjígreiSslu blaSsitis.*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.