Vísir - 01.08.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 01.08.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Fimmtudaginn 1. ágúst 194G Allsherjarverkfallið í Kaupmannahöfn Kaup-kaups-morð. Eftir því sem áleið vetur- inn 1941 fjölgaði sí og æ morðum, ránum, innbrotum og öðrum gripdeildum. Hinn 4. marz var Adjunkt Faged í Odense, sem sumum íslendingum mun kunnursíð- an hann ferðaðist um Island, særður miklum sárum heima á ^sinu eigin heimili. Dóttir hans 10 ára gömul var við- stödd þegar brotist var inn í ibúðina og faðir hennar særður. Faged lá í nokkra sólarhringa milli heims og helju, en læknunum tókst þó að bjarga lífi hans. 23. marz var Sigurð Thom- sen, einn af aðalritstjórum „Social-demokraten“ skotinn á götu í Kaupmannahöfn, andaðist hann skömmu síðar. Þessháttar morð voru köll- uð „Clearingmord“, lcaup- kaupS morð, þar eð þessir inenn höfðu ekkert til saka unnið annað en vera góðir <lanskir þegnar. Þjóðverjar ■og leiguþjónar þcirra myrtu ])á til að hefna eins eða ann- ars, stundum drápa landráða- manna eða Þjóðverja. Hinn 5. apríl eyðilögðu íschalburgpiltarnir eitthvað Í50 lystibáta við Löngulínu, var þar gerð geisimikil sprenging og minnismerkið, sem reist var til minningar um danska sjómenn, sem fórust í siðustu heimsstyrjökl var hætt komið. 22. april dæmdu Þjóðverj- itr 20 ára stúdent, Niels IStenderup að nafni, lil dauða, sama dag bönnuðu þeir allar kvikmyndasýningar í Kaup- mannahöfn, ástæðan var tal- in vera sú, að spellvirkjar liefðu slolið mjög ilh’æmdri ])ýzkri kvikmynd meðan á isýningu liennar stóð. 25. apríl hótaði Dr. Best að Játa lífláta 100 Dani, cf spell- virkjunum vrði haldið áfram. Spellvirkjarnir létu sér þó <'kki segjast, en Dr. Best framkvæmdi ckki hótunina. 26. apríl var einn af þekkt- ustu stærðfræðikennurum Dana, Otto Xielsen liflátinn; liann hafði notað þekkingu sína í stærðfræði og eðlis- fræði spellvirkjastarfseminni til framdráttar. Undarleg flugrit. Hinn 27. april kl. 81/> um morguninn heyrði maður hættumerki i Austurbrúar- hverfinu, rétt um leið heyrð- ist áköf skothríð. Mér þótti þetta mjög kynlegt þvi íétt áður hafði eg hevrt músik i „danska" útvarpinu, <n það stöðvaðist ávallt góðri stundu áður en árásar var ,von. Alll i cinu rigndi flugrit- um yfir borgina, fólk varð höndunum seinna að afla sér þessara gersema, og eg sem bjó á 6. hæð, náði ekki í ncitt þcgar eg loksins komst f ofan á götu. Mcð mikum erf- iðismunum tókst mér að fiska eitt flugrit upp úr þak- rennunni. Efst á blaðinu voru mynd- ir af Stalin, Roosevelt, Chur- chill og Kristjáni X., enn- fremur af fánum þjóða þeirra. Þá kom skáldelg lýs- ing á danska vorinu, sem þá var i vændum og loforð um, að áður en bevkið felldi lauf sín að haustinu slcyldi Dan- mörk vera frjálst land. Innrás var heitið en þess getið um leið, að þær þjóðir, er mýhdu senda hermenn til Danmerkur hefðu liðið af- skaplega undir harðsljórn Þjóðverja og mætti því búast við, að hermennirnir kynnu að vinna verk, sem siðmenn- ingarþjóðinni Dönum væru á móti skapi; en þeim bæri skylda til að sætta sig við slíkt. Var gefið í skvn a3] Rússar inyndu eiga drjúgan þátt í hinu væntanlega her- námi, en Bandaríkjamenn myndu þó senda álitlegan hóp negra til aðstoðar. Mér fannst þetta allgrun- samlegt flugrit og tortryggni mín jókst þegar eg kom út á Vesturbrú og frétti að þar hefði enginn heyrt hættu- merki né heyrt skotbrið. Brátt varð flestum ljóst, að Þjóðverjar liöfðu sjálfir út- búið flugrit þet-ta og varpað þvi niður. Danir svöruðu þessu á viðeigandi hált, nefni- lega með því að senda flugrit- in í þúsundatali til Dagmar- hus, sem var aðalbækistöð Þjóðverja í Kaupmannahöfn. Sumir þökkuðu kærlega fyrir lánið. Hinn 18. maí höfðu Þjóð- vei’jar handtekið 1000 Dani alls. Búist við skyndiflutningi. Fyrstu dagana í júní var Dönuiii tilkýrínt að allir mættu búazt við skvndiflutn- ingi hvenær sem væri. Var, þá feikna innrásarhiti í Dan- mörku. Hinn 6. júní gerðu banda- menn innrás í Frakkland, cins og kunnugt er, og vakti það óskaplegan fögnuð um gervalla Danmörku. Þjóðinni var umhugað um að greiða sem mest fyrir þessu „fyrir- tæki“. Útgöngubann í Svenborg. Ilinn 12. júni settu Þjóð- verjar á útgöngubann í Sven- borg, var það refsing fvrir spellvirki á skipasmíðastöð- inni. Mánudagurinn 19. júní. Hinn 19. júní er æfinlega siðasti skóladagur barna- og unglingaskólanna í Kaup- mannahöfn; er æskulýður- inn þá jafnan i sólskinsskapi, þar eð hið langþráða sumar- leyfi er framundan. Mánu- daginn hinn 19. júní 1944 var einstaklega gott veður, það var cins og veðurguðinn hefði gert samning við nátt- úruna um að gera allt sem fegurst og liugnæmast. Eigi að síður varð þetta kvöld eitt hið ömurlegasta af mörgum slæmum. Um áttaleytið hófu Schal- burgmenn ákafa skothríð á Austurbrú; heyrðust skot- hvellir jafnt og þétt til klukk- an hálf tólf. Sporvagnarnir urðu að nema staðar og var óslitin sporvagnaruna frá Stóra þríhyrningi, niður Austurbrúgötu að Litla þri- hyrning, niður Austur Fori- hagsgötu á Silfurtorginu og fram með Kommune-hospit- alet. Allir sjúkrabilar borgar- innar voru á ferðinni og blandaðist flaut þeirra sam- an við skothvellina og kvala*- óp særðs og deyjandi fólks. Sænska útvarpið tilkynnti nokkrum dögum síðar, að milli 30 og 40 Danir hefðu verið drepnir þetta kvöld, en 72 særðir. Drengir, sem eg þekkti voru að leika sér að fótknetti í „Fælledparken“. Þetla voru drengir á aldrinum 10—12 ára. Þegar minnst vonum varði fóru Schalburgmenn- írnir að skjóta á þá, einn særðist liættulega, en liinir flýðu allt livað fætur toguðu í áttina til Stóra þríhyrnings- ins. Faðir eins drengjanna hafði heyrt skothríðina og var á leiðinni til að athuga um þá. Hann gekk vestur Odensegötu, sem er hliðar- gata frá Austurgötu. Þegar liann kom út á Stóra þrihyrrí- ing var skothríðin svo látlaus þar, að ekki var um annað að ræða en fleygja sér niður og leita skjóls við sporvagnana. Þegar örlítið hlé várð á skot- hríðinni liálfskriðu dreng- irnir yfir Þrihyrninginn og lcomust klakklaust lieim. Sjúkrabíll sótti þann sem særst hafði í Fælledparken. Þessi aðgangur olli mikilli reiði, eins og nærri má geta. Hatur Ivaupmannahafnarbúa til Schalburgmanna jókst og margfaldaðist og voru þeir þó í engu afhaldi áður. En þó keyrði fyrst' um þverbak þegar Þjóðverjar myrtu átta Dani hinn 23. júni, dæmdu þrjá í átta ára fang- elsi og fimm i sex ára fang- elsi, af þessum fimm voru fjórir kornungur Kennara-. skólanemar. Miklar viðsjár voru i Höfn næstu daga. Útgöngubann á ný. Ilinn 26. júní settu Þjóð- verjar á allslierjarútgöngu- bann frá kl. 20—6 í allri Kaupmannahöfn og útborg- um, sama daginn afléttu þeir útgöngubanninu i Svendborg. Þennan dag eyðilögðu Schalbiirgmenn, með hinn illræmda Bröndum í broddi fylkingar, mikinn hluta skemmtigarðsins Tivoli, með- al annars sönghöllina. Eyði- legging þessa vinsæla skennntigarðs valcti að von- um mikla gremju. Bál kveikt. Fyrsta kvöld útgöngu- bannsins var einmuna blíða i Höfn, skeytti lolk ekki um bannið, en hópaðist í þús- undatali á götum úti. Danska lögreglan skarst ekki í leik- inn, en á einstöku stað skutu Þjóðverjar á fólk. En nú var þolinmæði Kaupmannahafn- arbúa þrotin og þóttist nú hver beztur, sem gat strítt Þjóðverjunum mest. Einhver glettinn náungi fann upp á því að kveikja bál á götun- um, einkum þar sem Þjóð- verja var von. Þessi hug- mynd féll ekki í ósáinn akur og brátt gat að líta bál víðs- vegar um borgina. Sumstað- ar var aðeins kveikt í einu dagblaði, en svo henti fólk öllum mögulegum hlutum á eldinn, t. d. gömlum dýnum, sófum, hurðum, stólum og öðrum húsgögnum. Þegar minnst vonum varði kom ef til vill horð fljúgandi ofan af sjöttu liæð eða jafnvel ofan af húsþökum. Eklci batnaði skap Þjóð- verja við þessar bálfarir, enda var ylurinn ríægur fyrir. Verkamenn mótmæla. Hinn 29. júní gerðu áll- margir verkamenn í Höfn yerkfall,- tjáðu þeir dr. Best að afkoma þeirra þyldi alls ekki útgöngubann á þessum tíma árs, þar eð það yrði þeim ókleift að gæta mat- jurtagarða sinna en slíkum görðum fjölgaði að mun á stríðsárunum, og voru þeir drjúgir búbætir. Dr. Best mun hafa séð að í óefni var komið því hann stytti útgöngubannið um þrjár klukkustundir, skyldi það nú hefjast klukkan. 23. En þessi tilslökun kom of seint. Þótt Kaupmannahafn- arbúar gætu ekki komið sam- an til neinna mannfúnda, var eins og það væri þegjandi samkomulag nærri því allra að gera allsherjarverkfall. Allsherjarverkfallið hefst. Föstudaginn liinn 30. júní hófst svo allsherjarverkfall- ið. Ýmsir opinberir starfs- menn vissu þó ekki hvað til stóð og fóru til vinnu sinnar að vanda, þar á meðal voru margir starfsmenn sporvagn- anna. Lítið varð þó úr akstfi,. því fólkið réðst á sporvagn- ana og velti þeim um koll eða setti þá þversum á göt- urnar. Urðu sporvagnastjór- ar að gera verkfall eins og aðrir. 0 Gagnráðstafanir Þjóðverja. Þjóðverjar gerðu fljótlega gagnráðstafaríir, þeir bönn- uðu öll símtöl nema læknum og lögreglu. Kl. 12 tóku þeir a ðal j á rn bra u tars töðina. Seinna lokuðu þeir fyrir vant, gas og ljós. Ymsum fór nú ekki að lítast á blik- una og þustu burt úr borg- inni, en Þjóðverjar stöðvuðu fljótlega flóttann, sendu vopnaða verði á alla vegi og voru borgarbúar þá algjör- lega innilokaðir og liöfðu ekkert samband við umheim- inn, þar eð ómögulegt var að lieyra útvarp eftir að Þjóðverjar lokuðu fyrir raf- magnið.. Þjóðverjar fóru nú að aka í bryndrekum um borgina, oft 30—40 í hóp og skutu ákaft bæði á fólk á götum úti og inn um glugga. Voru margir drepnir og særðir, þegar fyrsta daginn. Varnarvirki byggð. Fólkið var þó ekki að baki dottið, voru brústeinar gatn- anna víða rifnir upp og Frh. á 7. síðu. Katlar fyrir rafmagnsvélar, nýkomnir. Verzl. Ingóifur Hringbraut 38. Simi 3247. ísísoöaaísöcsðeísööísöísööooöcí BEZT AÐ AUGLYSA1VISI jaoooooaaoaooaaaooooooöa GÆFAN FYLGIR hringunum frá SIGURÞðB Hafnarstræti 4. Auglysingar sem birtast eiga í blaðinu á laugardög- um í sumar, þurfa að vera komnar til skrifstofunnar eifi Aííat en ki. 7 á föstudagskvöld, vegna þess að vinna í prentsmiðjunum hættir kl. 12 á hádegi á laugardögum á sumrin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.