Vísir - 08.10.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 08.10.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Þriðjudaginn 8. október 1 í)4f> DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAtTTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. _____Félagsprentsmiðjan h.f. Fyrningarfrestur. Tlyrningarfrestur er misjafnlega langur að * íslenzkum lögum, en skemmstur murí hann vera í óskráðum siðalögmálum stjórn- málanna, en þar er sagt að pólitískar yfir- sjónir fyrnist ol't á viku. Þótt átök séu háð og moldryk dægurmálanna hylji himintungl- in, þyrlast það allt á braut í einni svipan með gjósti nýrra atlnirða. Einstaka pólitískar yfirsjónir lií'a þó í minnum manna, en þó sízt Jieirra, sem taka þátt i stjórnmálabaráttunni, enda er langrækni ekki heppileg lyndiseink- unn á þeim vettvangi. Kommúnistar lýstu yfir því í útvavpsum- ræðunum um flugvöllinn,að þeirmyndu leggja hart að forsætisráðherra um að segja störf- um af stjórninni, en jafnframt krefjast að hann ryfi Jríng og efndi til nýrra Alþingis- kosninga, en Jrótt hann yrði ekki við slíkum óskum myndu ráðherrar þeirra láta af störf- um. Forsætisráðherra taldi sig mundu takn erindi þeirra til atbugunar, er J)að bærist hon- um, en Ijóst er, að þótt hann biðji ekki um lausn fyrir ríkisstjórniua alla, hlýtur hann að verða við óskum kommúnista að því er. ])á varðar, vilji þeir ekki sinna stjórnar- slörfum ál'ram. Hinsvegar eru engar líkur til að forsætisráðherra verði við óskum kommúnista um þingrof. Koinið getur lil mála að þeir fjórir ráðherrar, seríi eftir sitja i ríkisstjórninni, geti farið með stjórn lands- ins áfram, en geri ]>cir það ekki, verötir þeim eða stjórninni í heild falið að gegna slörfum til bráðahirgða. Við atkvæðagreiðsluna um flugvallarmálið kom verkleiki í Ijós innan Framsóknarflokks- ins, sem Jónas Jónsson hefur að vísu þrá- íaldlega lýst áður, en mcnn hafa ekki viljað leggja trúnað á. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri. 7 Jríngmenn greiða atkvæði gegn samninginum, en 6 með hon- iim. Ef til vill hefur þetta Jiýtt að flokkurinn Aiil stíga i vænginn við kommúnistana, en Jála jafnframt vel að Bandaríkjunum og þeirr* hagsmunum, en erfið mun slík þjónkun og ekki árekstralaus. Bændur munu hins- vegar telja, að slík afstaða í jafn vcigamiklu máli, sýni meiri veikleika hjá flokknum, en viðunandi sé, og getur það haft alvarlegar afleiðingar síðar meir. Hafi forystumenn flolvksins gert sér vonir um vinstri eða hægri samvinnu undir forystu Framsóknar að ein- hverju leyti, er ekki annað sýnilegt, en að 'ieir haí'i mjög veikt sinn málstað með þess- mrí afstöðu, -— jafnvel svo >að Jieir verði að vikja fyrir öðrum 'flokksmönnum ef slík namvinna á að takast. Dutlungar eða óvild etnstaklinganna má ekki móta jiólitíska stefnu Jlokkanna í örlagaríkustu málum. Kommúnistarnir víkja vafalaust úr ríkis- stjórninni, einhvern næsta daginn. Þcir hafa ríýsl yfir, að J)eir imu>u gcra allt, sem unnt er tr! J)cs« að stuðla að myndun þingræðisstjórn- •f,)r, og þá værítanlega vinstri stjórnar. Slík samvinna getur aldrei tckist undir for- ystu Jæirra. Alþj'ðuflokkurinn gæti ef til vill myndað stjórnina, en J)á væirí hag komm- únista illa komið, og í rauninni yrðu þeir að heygja sig í duftið lil J)ess að svo mætti verða, <>g biðja velviaðingar á J)eim yfirsjóniun, sem ekki fyrnast. Nýýar hœhur Selma Lagerlöf cr fyrsta kona sem hlotið thefir bók- menntáverðlaun Nobels. — Þótti sú viðurkenning mjög að makleikum, því að Selma var þá orðm víðfræg í flest- um menningarlöndum heims- ins og þótti þá ein meðal allra fremstu höfunda á Norðurlöndum. Það er æði langt siðan fyrstu bækur þessarar skáld- konu birtust á íslenzkri tungu og nutu þær þá jafn mikillar hylli hér sem ann- arsstaðar. Gefur höfundurinn í skáldsögum sínum sterka og lifandi lýsingu á sænsku þjóðlífi jafnhliða J)ví sem hún dregur lram skaj)gerð jærsonanna á snildarlegan hátt. Lesamlinn kynnist í gegnum bækur Selmu sænsku þjóðlífi, ems vel og hann byggi sjálfur iij)pi í Verma- landi, eða h.var annarsstaðar, sem sögur diennar. gerast. Nýlega 'hefir Léiftur h. f. sent á markaðinn stórt slcáld- rit eftir Selmu, söguna um Svein Elversson i J)ýðingu Axels Guðmundssonar. Þeir sem lesið hafa fyrri bækur Selmu eins og Gösta Berling, Jerúsalem o. fl. munu lesa Svein Elversson með ekki minni eftirvæntingu en þær — og elcki verða fyrir von- brigðum. Sakamálafréttaritarinn. „Sakamálafréttaritarinn“ er heiti á dægurskáldsögu eftir læslic Gharferis. Bókin er tæpar 170 bls., en Hjarta- ásútgáfan á Akureyri gaf hana út. Þetta er nýtizku sakamála- saga, er hefsl á Manhattan, en heldur áfram á drauga- legu landsetri á Lönguey. Atburðarásin cr hröð og spennandi. inn i liana er fléltað ýmsum óhugnanleg- um alburðum en jafnframt kýmni og gamansemi. Bókin hefir verið kvik- mynduð og vanhinni heims- f rægu kvikmyndastjörnu Deanna Durlrín falið að leika aðalhlutverkið. Ýmsir fleiri þekktir kvikmyndaleikarar fara J)ar með hlutverk og hefir myndin vakið athygli þeirra, sem ánægju hafa af slíkum myndum. Prinsessan á Mars. Bókaútgáfa Pálma II. Jónssonar sendi fyrir skennnstu frá sér sérkenni- legan reyfara eftir hinn al- kunna reyfarahöfund Edgar Rice Burroughs, liöfund Tarzanbókanna frægu, er gerist á annarri stjörnu. Reyfari Jiessi heitir Prin- sessan á Mars og gerist i rúnil. 41) Jiúsund míjna fjar- lægð frá jörðunni. Sagan seg- ir frá jarðarbúa nokkrum, sem kemst til Mars og lendir þar í hinum ótrúlegustu æv- intýrum og svaðilförum. Bók Jiessi er mjög í anda Tarzanbókanna, spennandi frá upphafi til enda og full af hugmyndaflugi og hetju- dáðum. Fimm barnabækur , , , frá Lejftri. , , Leiftur h.f. hefir nýlega sent frá sér fimm nýjar og fallegar barna- og unglinga- bækur fyrir börn á ýmsum aldri. Hefir Leiftur frá önd- verðu gefið út mikið af barnabókum og jafnan gert sér far um að vanda til þeirra, bæði hvað efni og frá- gang snertir, en eins og kunn- ugt er hefir Jiað geipimikla uppeldislega þýðingu að vandað sé lil barnabóka. Ein Jiessara bóka er Sögur Sindbaðs, hið sígilda ævin- týra-listavcrk úr Þúsund og einni nótt. Hér birtist þetta ævinlýri í endursögn eftir Laurence Houseman og með fjölda gullfallegra teikninga eftir Blaine. Fi’eysteinn Gunnarsson skólostjóri þýddi bókina. TvaM' bækur fyrir telpur, um og innan fermingarald- urs, eru Nóa, saga um litla stúlku, eftir Edgar Jepson í þýðingu Axels Guðmunds- sonar og Toppur og Trilla eflir Berthu Holst i þýðingu Freysteins Gunnarssonar. Hvorttveggja luigðnæmar og fallegar sögur sem líklegar eru til Jiess að njóta vinsajlda leshneigðra telpna. „Fóthvatur og Grái-Úlfur“ er heiti á litilli myndskreyttri ævintýrabók úr heimi Indí- ánanna. Þó að kver þelta sé lítið gefur það samt Ijósa mynd af lífi Indánanna og hugarheimi þeirra. Hörður Gunríarsson íslenzkaði bók- ina. Dúmbó er heiti barnabókar með myndum eftir Walt Disnev, hinn lieimskunna ameríska teiknara og lista- mann. Þetta er saga um litinn fil og frásögnin svo skemmti- lcg og lifandi að flestirkrakk- ar munu hafa gaman af. Anna Snorradóttir íslenzlv- aði. Tésilelkar á Eyrarbakka. Sunnudaginn (5. október! síðasll. héldu Jjeir Hall- grímur Helgason tónskáld og faðir hans, Helgi Hallgríms- son kennari, kirkjutónleika í Eyrarbakkakirkju. Var auk venjulegra kirkjutónleika farið með íslenzk Jyjóðlög, skýrður uppruni Jieirra, höf- unda'r og tilefnið lil laganna þar sem það var vitað. Þessi kynning þeirra á eldri og yngri ])jÖðlögum, er einn þátlur í því að vekja lónmenningu meðal þjóðar- innar, glæða áhuga hennar á göfugri tónlist. Mjög góður rómur var gerður að þessum kirkjutón- leikum þeirra feðga, og þeim þökkuð koínan og tónleik- arnir. Fréttaritari. Frá „J. S,“ hefir Bergmáli borizt bréf þaS, sem hér fer á eftir: „Bergmál hreyfði því fyrir nokkuru, að menn neyttu ekki nægilega mikill- ar síldar hér á iandi og mun það vera rétt. íslendingar borða líklega minni síld en nokkur þjóð önnur, svo litla að mig minnir, að ekki þætti taka því að nefna tölur viðvíkjandi síld- aráti þeirra í samanburði, sem gerður var um þetta á sjávarútvegssýningunni. En þetta þyrfti að breytast og það hið fyrsta. Síldardagur. ' Mér hefir dottið í hug ráð í sambandi við þetta. Hvernig væri að einhver félagssamtök, til dæmis samtök kvenna, því að málið snertir kon- una, tækju sig saman og hefðu sérstakan síld- ardag á haustin, einn eða jafnvel fieiri? þann eðti þá daga yrði ekki um annað að ræða á borðuin mann-a eiosíldarrétti, en þar sem kon- ur munu almennt ekki kunna að matreiða sild, svo að vel sé, ættu samtök þau, sem að þessu stæðu, að birta mataruppskriftir í blöðunum áður. Kjötlausir dagar. Á stríðsárunum liefir maður oft heyrt talað um kjötlausa daga hjá ófriðarþjóðunum — daga þar sem kjöt var.ekki fáanlegt í verzlunum né á matsölustöðum. Við þurfum ekki að grípa til „kjötleysisdaga", til þess að spara þessa mat- vælategund, því að heldur virðist stundum ganga treglega að koma henni út. Þrátt fyrir það virðist ekki úr vegi, að komið væri á „síldardegi", til þess að auka þekkingu lands- manna á bessari ágætu fæðu og kenna með- ferð hennar. Hleypidómar. Margir fussa og sveia, þegar síld er nefnd á nafn, af því að þeir hafa aldrei fengið að bragða á síld, sem er verulega vel matreidd. Sannleikurinn er nefnilega sá, að sé síldin matreidd af kunnáttu, þá e>r hún herramanns- malur, bragðgóð og rík af bætiefnum, sem allir hafa mikil not fyrir í skammdaginu og sólarleys- inu. Það væri heillaverk, ef eknhver kvennasam- tök — ef til vill í samvinnu við síldarfram- leiðendur — gengju í að koma á allsherjar „síld- ardegi“ hér.“ Ekki vansolaust. Bergmál styður þessa tHlögu eindregið, því að það er í rauninni ekki vansalaust, að þjáð, sem veiðir beztu síld, sem til er í heiminum, skuli ekki kunna að meta hana. Það er bókstaf- lega til háborinnar skammar, að begar helm- ingur mannlcindarinnar sveltur, skuli vera til þjóð, sem vill ekki líta við þessari ágætu fæðu- tegund. Það myndi vafalaust þykja undrunar- efni úti um heim, ef menn þar vissu almennt um það, hversu síldin bykir ómerkilegur rnatur hér á landi Kasiað í sjóinn. Fyrir nokkuru vár sagt frá því í blöðum bæjarins, að bátar, sem stunduðu reknetaveiðar hér á flóanum, hefðu nokkurum srínnum orði# að henda hluta af afla sínum, vegna þess að ekki var hægt að koma honum öllum í frysti- hús og tunnur voru ekki fyrir hendi. Það er illt að hlýða á slíkar fregnir og minnir á það, þegar brenna varð kaffinu í Brasilíu, af því að ekki fékkst nógu hátt verð fyrir það. litlir betra. En það er litlu betra en að kasta síldinni í sjóinn, þegar menn vilja ekki neyta hennar en kaupa þess í stað einhverja erlenda níður- suðu, sem stenzt alls ekki samanburð að þrí er næringargildi snertir. Dýrmætur gjaldeyrir fer forgörðum í báðum tilfellum. — Nei, það seni gera þarf er að keima þjóðinni „átið“ í þessum efnum. En til bess þarf samtök ötulla og dug- 1 legra einstaklinga og félaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.