Vísir - 09.10.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 09.10.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 9. október 1946 V I S I R 7 Jcáeph Uergeákeimet': Villt gulaldin 26 fletla, að hann hafði heyrt fótatak uppi. Þung- ur maður hafði fært sig til á gólfinu. A þessu andartaki varð liann ákveðinn og öruggur á ný. Það iá við, að fagnaðarkennd gripi hann af tilhugsuninni um að geta látið til skarar skríða. Hann tók lampann styrkri hendi og liélt honum liátt, með skammbyssuna i hinni hendinni, og gekk til dyra. En er að dyr- unum kom nam liann staðar, því að liann gerði sér Ijóst, að með því að bera lampann upp stig- ann, myndi verða auðvelt að gera árás á hann. Hann hafði aldrei komið á efri hæð hússins. Hvar sem væri gæti hann búizt við árás. Hann bafði þegar látið sér skjátlast hrapal- lega og ekki víst, nema það kynni að hafa háska- legar afleiðingar. Nú varð hann að gæta sín. llann mátti ekki rasa fyrir ráð fram aftur. Jolin Woolfolk gerði sér ljóst, að hann yrði að fara upp liulinn myrkri, að minnsla kosli gat hann ekki hætt á annað en ef til vill að kveikja á eldspýtu í ítrustu neyð, og þó gæti þetta reynst óhyggilegt, þar scm hann var öllu ókunnugur uppi. En upp yrði liann að fara. Hann selti lampann aftur á borðið, eins fjarri dyrunum og liann gat, þar sem nokkurn veg- inn tryggt var, að súgurinn mundi ekki slökkva á honum, því að síðar gat hánn þurft á lamp- anum að lialda. Og svo lagði liann leið sína úr hinni daufu ljósskimu lampans út i myrka forstofuna. XII. Hann hugleiddi hversu húsið var byggt og legu þess. Annar gaflinn sneri að gulaldina- gilinu. — Gengið var upp stigann til liægri i forstofunni, en fyrir aftan stigann voru dyr, sem vissu að herbergi, sem ætlað Iiafði verið til þess að leika á borðknattleik. Til vinstri var herbergið, þar sem lampinn logaði, en úr því herbergi var innangengt í annað herbergi. Því liafði hann veitt eftirtekt, þegar liann var þar inni fyx-ir nokkurum augnablikum. Byggð hafði veiið álma við húsið, að því er augljóst virtist, og var þar eldhúsið, og lxei’bex'gi yfir þvi. Senni- lcga yrði heibergjaskipan eitthvað svipuð því á efri hæðinni, sem hún var á liinni neðri. Foi'- stofa þar mundi að vísu vera minni, — senni- lega væri þar baðhei’bergi og op eða stigi, til þess að komast upp á þakið. John Woolfolk gekk hratt upp stigann, en fór eins hljóðlega og honum var frekast unnt. Efst var ekkert handrið. Hann gekk fram hjá jxiljuð- um vegg áfram, þar til hanu kom að luktum dyrum. Hei’bergi þetta var yfir borðknattleiks- herberginu — og gegnt herbergi þvi, sem hann hafði heyrt fótatakið í. Ilann þóttisl viss um, að enginn hefði gengið milli lierbergjanna eða farið yfir forstofuna. Hann hélt áfram með- fram veggnum, þreifaði sig áfram, og fann, að veggfóðrið var sumstaðar rifið eða dottið af, þegar lengra kom lá við, að þann felldi niður mynd j bréiðum og þungum ramma, sennilega samskonar og Lichfield Stope liafði hent upp niðri. — Woolfolk greip í myndina, er liann rakst á hana, og skildi við hana svo, að hún liékk öll skökk. Hann gekk fram hjá öðrum dyrum, og fann af lyktinni, að það mundi vera baðlierbergið, því að þaðan barst lykt af hrein- lætismeðölum. Þar na’st kom liann að glugga og fann skannnt þar frá innganginn að her- berginu yfir eldhúsinu. Þarna nam hann staðar og hugsaði ráð sitt. Það var ekki með öllu fyrir það girt, að fóta- takið hefði heyrzt úr þessu herbergi. Ilann hug- leiddi hvort liann ætti að liætta á að kveikja á eldspýtu, en komst að þeirri niðurstöðu, að það væri óhyggilegt, enda hafði honum gengið að óskum til þessa. Það var eitt, sem olli fionum miklum áliyggj- um. Hann vissi ekkert um Millie. Hún hafði ekki gefið honum neitt merki lil aðvörunar eða neitt i ])á átt. Það var alls ekki ósennilegt, að enginn hefði veitt komu lians neina athygli. Hitt var liklegra, að koma hans liefði valdið þvi, að Nicholas hefði flúið upp á efri hæðina. Woolfolk lagði aftur af stað og liafði nú hrað- an á, vegna óttans, sem liafði gripið hann vegna Millie, en nú hrasaði hann um þrep og hentist fram, en skammbyssan hentist úr hendi hans og hvarf i myrkrinu. Skyndilega heyrðist ein- kennilegt kokhljóð og ámátlegt við lilið hans og einhver geysilega þungur maður henti sér á hann aftan frá. Þrýstist hann þarna upp að vegg, en liinn ókunni árásarmaður greip stcrk- lega fyrir kverkar lionum. Jolin Woolfolk tókst að kippa sér til liliðar og losnaði þá um takið, en honum var þegar rekið bylmingsliögg í vinstri öxlina, og þar næst var lagt til lians, en lagið mislieppnaðist og heyrði Woolfolk glöggt, er rýtingur lenti í KEISARINN SAGÐI NEI. ! EFTIR H. L. MERILLAT, KAPTEIN. , „ • \ » Frá öllum hliðum birtust japansldr hermenn mei'jJ vopn sín til taks, og bcindu þeim að hinum litlij hóp, er var samankominn á ströndinni. Yamamotd- og fanginn, Sakabe, settust á sandinn með krossl lagða fætur og byrjuðu að tala saman. Á meðan japanski aðstoðarforinginn hlustaði óstyrkur á beiðni Sakabes um, að Watanabe, majór, féllist á að ræðá málið, kom landgöngubátur í ljós úti á sjónum. Eins og fælinn foli stökk Japaninn á fætur. Osborn og Tucker skýrðu fyrir honum, að báturinn væri aðeins. að færa þeim mat. Yamamoto settist treglega niður aftur til að iá sér mat með hinum, og Ameríkumennirnir sendu tvö ísköld epli og tvær nýjar brauðsneiðar til Wat- anabe, majórs, í aðalbækistöðvar hans uppi í hálend- inu. Samræðurnar hófust aftur, en í andrúmslofti, scm fremur var þrungið vaxandi heldur en minnk- andi taugaóróa. Skyndilega sleit japanski aðstoðar- foringinn samtalinu ófonnlega, stóð á fætur og kvaddi, en þó ekki án þess að segja, að Watanabe óskaði eftir að hitta hinn særða vin sinn og skóla- bróður, Agana. Bandaríkjamennirnir voru á báðum áttum, hvort Watanabe væri að reyna að undirbúa flótta fyrir Agana, en litu þó þannig á, að einungis með hreinlyndi og hugdirfsku gæti tilraunin tekizt. Þeir féllust á að láta majorinn fara ef hann óskaði þess. Japanarnir kváðust koma aftur eftir viku. Agana lá í sjúkrastöð með fótinn í umbúðum frá mjöðm niður að ökla, þegar yfirmennimir komu til að spyrja hann, hvort hann vildi fara og tala við yfirforingja japanska setuliðsins. Agana hlustaði dauflega, og svo virtist sem þessi beiðni hefði lítil áhrif á hann. En svo reisti hann sig upp í rúminu, kinkaði kolli og sagði: „Eg fer.“ Landgöngubátur var úthúinn og morguninn 25. júní var hann tilbúinn til að leggja af stað. Banda- ríkjamennirnir voru: Clark, ofursti, Osborn, Tucker, Oda, Joseph Hopkins, liðsforingi, Dale C. Coombes, óbreyttur liðsmaður. Þeir fóru í sjúkrastöðina og sóltu Agaha, majór, japönsku yfirmennina, sem voru með þeim áður, og tvo japanska hermenn. Landgöngubáturinn fór með þennan einkennilega farþegahóp til þess odda á orustusvæði okkar, sem næstur var japönsku seluliðsstöðvunum. Ameríski hcrshöfðinginn þar á staðnum samþykkti að senda flokk af sjálfboðaliðum samningamönnunum til fylgdar, og þá bættust tíu hermenn í hóp Bandaríkja- mannanna. Næsta morgun lagði flokkurinn af stað til þess hluta strandlengjunnar, sem Japanarnir voru á. Landgönguliðið fór á undan í innrásarbáti, en land- göngubáturinn var rétt á eftir. Innrásarbáturinn kom talsvert á undan landgöngubátnum að strönd- inrii, þar sem herforingjarnir höfðu mælt sér mót, svo að Ameríkumennirnir voru algjörlega einir, er þeir stigu á Iand. Tíu hermannanna dreifðu sér um fjöruna og komu sér fyrir sjávarmegin á sand- hólunum. Hinn hluti flokksins, að undanskildum liinum særða majór, sem skilinn var eftir í bátn- um á sjúkrabörum, lagði af stað upp eftir eyjunni, C. g. Surmtfki: — T4RZAN — 122 Nú var ekki gott i efni fyrir Mutavo og menn hans. Þeir stóðu þarna hjálp- arlausir fyrir framnn byssukjafta bóf- anna. En um lei? og J>etta skeði komu Tarzan og hans menn að þorpinu. Konungur frumskóganna og menn hans, ásamt Pedro, sáu allt, sem fram fór í þorpinu. Hínn hefnigjarni Pedro hugsaði sér, að nú skyldi hann nota tækifærið og ná sér niðri á Krass. Pedro miðaði byssu sinni vandlega og skaut á Krass. Tarzan hafði ekki veitt Pedro eftirtekt og varð þvi of seinn til að stöðva hann. En skotið fór fram hjá Krass, hæfði ekki. Á næsta augnabliki skutu allir bóf- arnir i einu úr byssu sínum i áttina þangað, sem reykurinn af skoti Pedros hafði sést, af þvi að þeir gátu ekki séð Pedro fyrir skógargróðri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.