Vísir - 29.10.1946, Blaðsíða 2
VÍSIR
Þriðjudaginn 29. október 1946
LjóðinæSi
Einars llene-
diktssonar.
Nýlega er komin út á veg-
uin Isafoldarprentsmiðju li.f.
heildarútgáfa á ljóðum Kin-
ars Benediktssonar, hins
inikla skáldjöfurs.
PétUr Sigurðsson háskóla^
ritari sá um ])essa útgáfu og
skrifar athugasemdir, sem
m: a. voru fólgnar i saman-
burði við frumútgáfu kvæð-
anna, hvort sem þau birtust
í blöðum, timaritum eða út-
gáfum, sem skáldið sjálí't
stóð að eða annaðist.
Framan við þókina er ítar-
leg ritgerð um skáldskap
Einars eftir dr. Guðmund
Finnbogason, og er það sið-
asta ritgerð sem dr. Guð-
mundur samdi. Þá er og i
bókinni þýðingar Einars á
ljóðum og ennfremur á leik-
riti Ibsens, Pétri Gaut, en sú
þýðing er talin meistavaverk
i livívetna. Aftast i siðasta
bindinu er svo efnisyfirlit og
skrá yfir nöfn og upphöf
kvæðanna. Nokkurar mynd-
ir eru j safnriti þessu af Ein-
ari á ýmsum aldri, svo og af
rithönd lians.
Bar til þess orðið brýna
nauðsyn að gefa úl ljóðmæli
Einars Benediktssonar að
nýju, þar sem eldri útgáfur
bóka lians eru þegar uppseld-
ar og með öllu ófáanlegar.
Hefir verið vandað til þess-
arar útgáfu án þess þó að
gera hana of stóra eða óþægi-
lcga í vöfum. Þess má
einnig geta að í þessari út-
gáfu eru nokluir kvæði, selli
ekki bafa birzt í fvrri ljóð-
um Einars.
I undirbúningi er nú vönd-
uð útgáfa á úrvali rita Ein-
ars Benediktssoar i óbundnu
máli. Dr. Steingrínmr Þor-
steinsson dósent mun annast
valið, skrifa æviágrip Einars
og sjá um útgáfuna að öðru
leyti. Má vænta jicss að sú út-
gáfa komi út á næsta ári.
Væntanlegar bækur frá
bókaútgáfu Þorsteins
M. Jónssonar.
<P'-\í*Y
te
J
EH
OUGLQSINGnSHRIVSTOFfl
Á yfifstandandi án send-
ír Bókaútgáfa Þorsteins M.
Jónssonar frá sér margt
merkra bóka og fer hér á
eftir yfirlit yfir þær helztu.
Ensk orð og orðtök, eftir
Sigurð Pálsson menntaskóla-
kennara. Bók þessi er nauð-
synleg handbók fyrir alla,
sem eru að læra ensku, enda
mun hún verða notuð við
flesta skóla, þar sem enska
er kennd.
íslands lýsing, etfir Stein-
dór Steindórsson mennta-
skólakennara. \rerður i haust
tekin fyrir kcnnslubók i alla
gagnfræða- og héraðsskóla.
Stafsetningarorðabók, eftir
Halldór Halldórsson mennta-
skólakennara. í bók þessari
er skýrður uppruni orða og
skyldleiki. Þetta er allmikil
bók, nokkuð á þriðja hundr-
að siður, nauðsynleg hand-
bók fyrir skólafólk og skrif-
1 stofur.
Gríma XXI. í ])essu hefti
er frásögn Ara Arnalds fyrrv.
sýslum.: Silfursmiðurinn og
urðarlniinn, Þáltur af Galdra-
Þorleifi Stefánssyni, Sagnir
um Halldór á Högnastöðum
og nokkurar fleiri frásagnir.
Grima er nú orðin alls um
2000 bls. og því eitt stærsta
islenzka þjóðsagnasafnið.
XXII. hefti hennar kemur út
um cða rétt eftir næstu ára-
mót.
Skaftfellskar þjóðsögur,
skrásettar af Guðmundi Jóns-
■syni frá Hoff^lli. Þetta er all-
mikil bók, Óg framan við
þjóðsögurnar er sjálfsævi-
saga Guðmundar. Hann seg-
ir ágætlega frá.
Gömul kynni, eftir Ingunni
Jónsdóttur frá Ivornsá. Þetta
er mikil bók, óvenjulega
skemmtilega skrifuð og með
allmörgum myndum. Bók
þessi er heildarritsafn þessar-
ar gáfuðu merkiskonu.
Sumt af því, sem þarna er
prentað, hefir áður komið út
i bókum Ingunnar: Bókin
min og Minningar, en mikið
af efninu hefir aldrei verið
prentað áður. Bók þessi verð-
ur áreiðanlega ein af aðal-
jólabókunum í ár.
Jökuldalsheiðin og byggð-
in þar, eftir Halldór Stefáns-
son forstjóra. í bók þessari
lýsir höfundur heiðinni og
segir sögu íbúanna þar, sem
nú eru allir horfnir þaðan.
Aður hefir forlag Þ. M. J.
gefið úl sögu Möðrudals á
Efra-Falli eftir sama liöfund.
Austf irzkir sagnaþættir,
eftir Gísla Helgason í Skógar-
gerði. Þarna eru þættir af
ýmsum nafnkunnum og
merkilegum mönnum er uppi
hafa verið á Austurlandi á
síðari öldum. Mun höfundur
hafa hug á að luilda þessu
verki áfram. Þessar tvær síð-
asttöldu bækur mun útgef-
andi g'efa út í bókaflokki, sem
hann mun kalla: Urður. Safn
austfirzkra fræða.
Ævisögur Siglufjarðar-
presta, eftir Jón Jóhannesson.
Er þelta fyrsta bók i ritsafni,
sem kallast: Rit Sögufélags
Siglufjarðar.
Svng guði dýrð, eflir Valdi-
mar Snævarr. Eftir þennan
liöfund er áður út komið
sáhnasafnið Helgist þitt nafn,
sem seldist mikið og hefir
hlotið áfarmiklar vinsældir.
Mun þetta nýja sálmaverk,
sem er allmiklu stærra en hið
fvrra, en gefið út i liku broti,
ekki siður hljóta vinsældir. í
þvi er hver.sálmurinn öðrum
fegurri.
Svo kom vorið, skáldsaga
eftir Þorleif Bjarnason, höf-
und hinnar vinsælu og ágæt-
lega skrifuðu Hornstrend-
ingabókar. Þetta er lítil bók
en spáir miklu um höfufnd-
inn sem sagnaskáld.
Ester Elísabet, eftir Margit
Ravn. Eftir þessa norsku
skáldkonu hafa áður verið
þýddar á istenzku ellefu bæk-
ur, sem allar liafa hlotið
iniklar vinsældir.
Heima er bezt, eftir Margit
Ravn. Aæt saga fyrir ungar
stúlkur að lesa.
Nýjar kvöldvökur XXXIX.
ár. Nýjar kvöldvökur munu
vera eittlivert lang ódýrasta
rit, sem nú kemur út í land-
inu, en jafnframt eitthvert
hið vinsælasta af öllum al-
menningi.
Sumar þessar bækur eru
þegar komnar á bókamark-
aðinn, aðrar eru i prentun og
sumar bíða prentunar í prent-
smiðjunni.
íslenzkum staðháttum, en
með frábæni ritsnilld eru
myndirnar gerðar svo lif-
andi, að lesandinn samkigast
hinu óþekkta uninverfi fyr-
irhafnarlítið.
Málið er hæfilega erfitt;
ýms orð er þar að finna, sem
fæst börn munu hafa á talc-
teinum, en það er tvímæla-
lausl kostur, þvlað við lest-
ur ævintýranna auðga börn
orðaforða sinn ósjálfrátt.
Nýir dýrheimar eru prýdd-
ir mörgum fallegum mynd-
um, sem skýra mjög efni
ævintýranna.
Því miður hefir prentvillu-
púkinn ekki getað stillt sig
um að slást i för með ævin-
týrunum; er leitt til þess að
vita. Svona bók þyrfti að
vera þannig úr garði ger, að
benda mætti börnum og ung-
lingum á hana athugasemda-
laust. Þessi útgáfa er þann-
ig, að kennarar hljótae að
segja: „Lesið ágæta bók ykk-
ur til óblandinnar ánægju,
en varið ykkur á prentvillu-
púkanum41.
Ölafur Gunnarsson
frá Vik í Lóni.
Ilak lið
skii^anii.
Ingplfur Jónsson frá Prest-
bakka hefir gefið út fvrstu
Ijóðabók sína og nefnir hana
„Bak við skuggann44.
Þetta er lítið kver með
laglega gerðúm ljóðum um
ást og (hauma, baráttu og
vonsvik, þessum sígildu yrk-
isefnum allra ungra skálda.
Sérhver nýliði á hinni
vandrötuðu braut orðsins
listar er ævinlega ráðgáta
þeim, cr les. Það er ckki allt-
af svo auðvelt að sjá, hvert
stefnir í byrjun, og það er
framtíðin ein, sem gefur
fullnægjandi svar. En ein-
mitt í þessu liggur seiður-
inn við flest byrjandáverk.
Lesandinn brýtur lieilann
um það, hvað úr þcssum og
þessum geti orðið, hvaða
vonir hann gefi og hvort
hann hafi ekki haft milli
handa frumsmíði komandi
snillings.
Bókaútgáfan Norðri h.f.
gaf bók þessa út.
i\Vir dVr-
» •
lieimar.
eftir Rudyard Kipling.
Snælandsútgáfan hefir ný-
lega sent á/ bókamarkaðinn
nokkrar perlur úr heimsbók-
menntunum. Kipling er svo
frægur höfundur, að hann
jvirf engrajr kvnningar; vjð.
Það, sem íslenzkur lesandi
hlýtur að spyrja um, er
hvort þýðandanum hafi tek-
izt að íslenzlca afburðastíl og
hraðfleygt hugmyndaflug
Kiplings þannig, að ævintýri
hans, sem nú birtast í „Nýj-
um Dýrlieimum44, hljóti
hljómgrunn hjá íslenzkum
lesendum og þá einkum
börnum og unglingum.
Eg tel engan vafa leika á
því, að þýðandinn hefir leyst
hlutverk sitt vel af hendi.
Málið er eðlilegt og ekki erf-
iðara en svo, að hvert meðal-
gréint barn á að geta notið
ferðalaga um ævintýraheim-
inn við lestur bókarinnar.
Islenzkir útnesjadrengir
hljót.a að finna blóðið ólga
í æðum sínum við lestur
„Hvíta selsins44, sem er fyrsta
ævintýrið í bókinni.
Indversku ævintýrin bera
þekkingu Kiplings á Indlandi
gott vitni, enda var liann
borinn og barnfæddur í
Bombay og eyddi miklum
hluta ævi sinnar í ferðalög,
um þvert og endilangt Ind-
land.
Ævintýri eru merkur þátt-
ur í lífi þjóðanna; í þeim
rætast brostnar vonir og ó-
sigrar breytast í sigra. Fá-
tækleg klæði verða að veg-
legum skrúða, lireysi breyt-
ast í hallir, lítilmagnar hefj-
ast til valda.
I „Nýjum Dýrheimum44
enda ævintýrin „vel44; þau
eru falleg og göfgandi, og
jafnframt fræðandi. Efni
sumra þeirra er allfjarlægt
Ormur ranði.
Bókfellsútgáfan hefir síð-
ustu dagana sent á markað-
inn mjög þekkta skáldsögu
eftir sænskan höfund, Frans
|G. Bengtson, en Friðrik Á.
I Brekkan þýddi hana á ís-
lenzku.
| Bók ])essi lieitir „Ormur
Rauði“ og hefir liún farið
þvílika sigurför í ættlandi
liöfundarins að með fádæm-
um er, þvi hún hefir komið
út í hvorki meira né minna
en 14 útgáfum þar á tveimur
árum og 75 þús. eintök seld-
usl af lienni á einum máuuði.
Auk þess liefir sagan verið
þýdd á fjölmörg tungumál
og hvarvetna verið tekið með
ágætum.
Ormur Rauði er mjög við-
burðarík skáldsaga frá göml-
um timum, yiðburðarásin er
ör, stígandi og spennandi og
stíll höfundárins þannig að
hann lieldur lesandanum
hugfangnum frá upphafi til
bókarloka.
Bókfellsútgáfan gefur
])essa bók iit i sérstökum
bókafloklci, sem nefnist
„grænu skáldsögurnar44. Er
þetta önnur bólcin í þeim
flokki, en sú fyrsta var „Frú
Parkington44 eftir Louis
Bromfield, og naut liún mik-
illa vinsælda allra lesenda.
Næsta bókin í þessum flokki
verður „Kitly4", eftir 'Rosa-
mund Marshall, frásögn af
ævintýralegu lífi ungrar
slúlku.
Stúlka
óskast í heilsdags vist.
Sérherbergi, hátt kaup.
Uppl: Bárugötu 5 III. hæð.